Morgunblaðið - 27.07.1989, Page 47

Morgunblaðið - 27.07.1989, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989 47 KNATTSPYRNA / 1. DEILD „Legg áherslu á heiðarlegan leik“ - sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KA Guðjón Þórðarson, þjálfari KA, var að vonum mjög án- ægður eftir sigurinn gegn Islands- meisturum Fram. „Við lékum mjög vel gegn FH í síðasta leik, en nýttum ekki færin og töpuðum dýrmætum stigum. Nú var hins vegar annað uppi á teningnum, strákarnir sýndu sinn besta og agaðasta leik í sumar og sigurinn var enn sætari fyrir vikið. Við unnum Fram með sömu marka- töiu fyrir norðan og þeir voru heppnir gegn okkur í bikarnum, þannig að ég get ekki annað en verið ánægður með árangurinn,“ sagði Guðjón. „Barátta strákanna var til fyr- irmyndar í gærkvöldi; leikmenn- imir voru fastir fyrir og menn verða að vera það til að ná ár- angri í fótbolta. Hins vegar legg ég mikla áherslu á heiðarlegan leik og finnst að okkur vegið, þegar ég heyri að við séum mdda- lið. Liðið væri ekki þar sem það er nú ef sögusagnir ættu við rök að styðjast,“ sagði þjálfarinn. „En við ofmetnumst ekki. Við höfum verið nálægt toppnum og vitum hvemig það er. Margir leik- ir em eftir og næst er það Þór,“ sagði Guðjón. Guðmundur Steinsson sækir hér að marki KA, en Jón Kristjánsson er til vamar. MorgunblaðiÖ/Júlíus Erlingur Kristjánsson, Þor- valdur Örlygsson, Bjarni Jónsson, KA. Pétur Arnþórsson, Ragnar Margeirsson, Pétur Ormslev, Fram. Haukur Bragason, Ormarr Örlygsson, KA. KAá toppinn í fyrsta sinn íslandsmeistararnir léku vel, en norðanmenn nýttu færin betur Fj. leikja U J T Mörk Stig KA 11 5 4 2 17: 11 19 FRAM 11 6 1 4 16: 11 19 VALUR 10 5 3 2 12: 6 18 FH 10 4 4 2 14: 10 16 ÍA 10 5 1 4 12: 12 16 KR 10 4 3 3 15: 13 15 ÞÓR 10 2 4 4 10: 14 10 ÍBK 10 2 4 4 11: 16 10 VÍKINGUR 10 2 3 5 14: 14 9 FYLKIR 10 2 1 7 7: 21 7 htím FOLK LEIKMENN KA sýndu á Laug- ardalsvelli i gærkvöldi að þeir eiga fyllilega skilið aðvera í efsta sæti 1. deildar. íslands- meistarar Fram léku vel, en nýttu ekki færin. Það gerðu norðanmenn hins vegar og auk þess var leikur þeirra mjög agaður í alla staði. Leikurinn var prúðmannlegur, fjörugur og skemmtilegur á að horfá, en fögnuður KA-manna var mestur í lokin enda söguleg stund hjá félaginu — liðið í fyrsta sinn í toppsætinu. Framarar vom mun meira með knöttinn og spil þeirra var gott upp að vítateig KA-manna, en þar stöðvaði Erlingur Kristjánsson ■Iflestar sóknirnar. Steinþór Lánið lék hins vegar Guöbjartsson við gestina á sjö- skrifar undu mínútu, er Pétur Arnþórsson fékk góða stungusendingu frá Pétri Ormslev inn fyrir vörn KA. Hann vippaði yfir Hauk Bragason, sem kom út á móti, en Halldór Halldórs- son bjargaði á línu. Fram sótti — KA skoraði KA-menn vörðust vel, en beittu skyndisóknum á milli og úr einni slíkri kom fyrsta markið. Ormarr gaf fram á Antony Karl, hann aftur á Bjarna, sem sendi inn fyrir vörn Fram. Þorvaldur var með á nótun- um, stakk mótheijana af og skor- aði ömgglega af stuttu færi. Spil Framara varð mun beittara eftir markið og Ómar, Pétur Fram-KA 1 : 3 íslandsmótið í knattspymu, 1. deild, Laugardalsvelli, miðvikudaginn 26. júlí 1989. Mark Fram: Ragnar Margeirsson (67.). Mörk KA: Þorvaldur Orlygsson (26., vítasp. 61.), Bjarni Jónsson (56.). Gult spjald: Erlingur Kristjánsson (52.), KA. Kristinn R. Jónsson (57.), Fram. Áhorfendur: 844. Dóinari: Bragi Bergmann. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þor- steinn Þorsteinsson,, Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson (Steinn Guðjónsson vm. á 68.), Kristinn R. Jónsson, Pétur Amþórsson, Guð- mundur Steinsson (Ríkharður Daðason vm. á 68.), Ragnar Margeirsson, Jón Sveinsson, Ómar Torfason. Lið KA: Haukur Bragason, Ormarr Örlygsson, Halldór Halldórsson, Erlingur Kristjánsson, Þorvaldur Örlygsson (Árni Hermannsson vm. á 87.), Bjami Jónsson, Jón Grétar Jóns- son, Gauti Laxdal (Halldór Kristinsson vm. á 90.), Antony Karl Gregory, Am- ar Bjamason, Jón Ríkharð Kristjáns- son. Ormslev og Guðmundur Steinsson fengu allir góð marktækifæri fyrir hlé, en allt kom fyrir ekki. Framarar héldu uppteknum hætti í byijun seinni hálfleiks, en þegar Bjami skoraði annað mark KA eftir hornspymu Gauta — stöngin inn af stuttu færi — dró heldur af meisturunum. Sóknarleik- ur norðanmanna tvíefldist og þeir hættu ekki að sækja fyrr en þriðja markið var í höfn. Jón Sveinsson felldi Ormarr eftir að hann hafði leikið skemmtilega á Jón og Krist- inn og Þorvaldur skoraði ömgglega úr réttilega dæmdri vítaspymu. Heimamenn vom samt ekki á þeim buxunum að gefast upp og skömmu síðar skoraði Ragnar Mar- geirsson gott mark af markteig eftir nákvæma sendingu Péturs Ormslev. KNATTSPYRNA / ENGLAND Kevin Richardson vill frá Arsenal Miðvallarleikmaðurinn Kevin Richardson vill fara frá Eng- landsmeisturum Arsenal. Ensk blöð sögðu frá því í gær að Richardson, sem var mikilvægur Frá hlekkur í liðinu á Bob síðasta keppn- Hennessy istímabili og lék þá i ngan i 34 deildarleiki, væri hræddur um að komast ekki í lið meistaranna á komandi tímabili vegna nýrra leikmanna og því hafn- að nýjum samningi. Eins og greint var frá í blaðinu í gær hefur George Graham, stjóri Arsenal, gert tilboð í miðvallarleik- manninn Martin Allen hjá QPR og er gert ráð fyrir að gengið verði frá samningum síðar í vikunni. Þá skrifar Sigurður Jónsson undir þriggja ára samning í dag, en hann er einnig miðvallarleikmaður, sem kunnugt er. KNATTSPYRNA ■ GUÐMUNDUR Sigurðsson lyftingarmaður keppir á heims- meistaramóti öldunga í Alaborg í Danmörku á laugardaginn. Guð- mundur er gamall í hettunni og hefur meðal annars 19 sinnum orð- ið Islandsmeistari og tvisvar sinn- um Norðurlandameistari. Þess má geta að Guðmundur er annar tveggja Islendinga sem hafa hlotið „Elit merkið“en það er nokkurs w konar stórmeistaramerki Iyftingar- manna. ■ TALSMENN PSV Eind- hoven báru í gær til baka allar sögur um að landsliðsmiðsheijinn Gerald Vanenburg sé að yfírgefa herbúðir hollensku meistaranna. ít- ölsk blöð hafa verið með fréttir þess efnis Vanenburg væri á leið til AS Roma en framkvæmdastjóri PSV Eindhoven neitar því alfarið. I SOVÉSKI landsliðsmaðurinn Alexander Zavarov sem leikur með ítalska liðinu Juventus, er bjartsýnn á gott gengi á næsta keppnistímabili. Zavarov olli nokkrum vonbrigðum með frammi- stöðu sinni í fyrra en sagði í sam? tali við ítalska blaðamenn í gær að áhorfendur ættu eftir að kynnast hinum sanna Zavarov.Sovétmann- inum gekk illa að skora fyrir Ju- ventus í fyrra og sagði hann að líkamleg og andleg þreyta væri aðalorsökin fyrir því, en nú væri allt slíkt úr sögunni. Markvörour slasaðist þegar mark féll ofan á hann Sá fáheyrði atburður átti sér stað á Smárahvammsvelli í Kópavogi fyrir helgi, að mark- vörður Völsungs frá Húsavík slas- aðist illa þegar mark fauk til og féll ofan á hann. Markvörðurinn, Páll Kristjánsson, sem leikur með 2. flokki Völsungs, var fluttur á sjúkrahús - þar sem gert var að meiðslum hans. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsi á þriðjudaginn. Markið á vellinum var ekki fest niður, þannig að það fauk til í vindhviðu með áðurnefndum af- leiðingum. Útlitið var ekki gott í fyrstu og var kallað á sjúkrabíl, sem sem betur fer urðu meiðsli Páls minni en á horfðist. Trassa- skapur þeirra manna sem sáu um að gera leikvöllinn kláran fyrir keppni - hefðu getað orðið til þess að meiðslin hefðu orðið var- anleg. Þrír hiyggjaliðir Páls féll inn þegar markið féll á hann. Páll verður fá æfíngum og keppni um tíma, en hann á eftir að gang- ast áfram undir læknisskoðun. ■ ITALSKA félagið Fiorentína keypti í gær argentínska landsliðs- manninn Oscar Dertycia, sem skrifaði undir þriggja ára samning. Hann lék með Juniors í Argentína. ■ BÚIÐ er að samþykkja inn- göngu Færeyinga í knattspymu- samband Evrópu - UEFA. Fær- eyingar eru þrítugusta og sjötta þjóðin í sambandinu. ■ EL Salavador þarf að leika heimaleik sinn gegn Bandaríkjun- um í undankeppni HM í knatt- spymu í Honduras 17. september. Bann var sett á lieimaleik E1 Salavador vegna óláta áhorfenda í leik gegn Kosta Ríka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.