Morgunblaðið - 05.08.1989, Side 2
2
í321 rál'.H < J II / (H/ i) J/ ■ !1 1/. ;[ T j
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. AGUST 1989
Enginn vafí á fiindi Viðeyjarklausturs:
Minjar bera vott um
íburðarmikið klaustur
STÖÐUGT er unnið að fornleifauppgreftri í Viðey og margt
merkilegra muna hefur fundist í sumar. Að sögn Margrétar
Hallgrímsdóttur fornleifafræðings er enginn vafí á því að Viðeyj-
arklaustur er fundið. Munir sem fundist hafa i sumar bera vott
um íburð í klaustrinu, a.m.k. samanborið við lifhaðarhætti Islend-
inga á miðöldum. Má þar nefha efnisbúta úr silki, klæðaprjón úr
gulli og rúðugler. Einnig hafa komið í ljós hlutar úr 11 sáum, þar
af sjö sem notaðir hafa verið á sama tíma. Sáir eru stór tréker-
öld sem i voru geymd matvæli, svo sem skyr og mysa.
„Nú er stór hluti klaustursins urinn úr þeim hafi gjarnan verið
kominn í ljós og hefur það verið
dæmigerður gangabær, með löng-
um göngum og stofu og skála til
hvorrar handar. Elsti veggurinn
hefur að ölllum líkindum verið
hlaðinn rétt fyrir vígslu klausturs-
ins árið 1226,“ sagði Margrét
Hallgrímsdóttir. „Upphaflega var
skáli kiaustursins um 100 fer-
metrar að flatarmáli en var síðan
minnkaður. Yngsti hluti gólfskál-
ans er frá því um 1500.“
Á þeim stað þar sem búr klaust-
ursins var hafa komið í ljós hlutar
úr 11 keröldum, þau elstu eru
tæpir 2 metrar í þvermál. „Þetta
er mikill fjöldi sáa,“ sagði Margr-
ét. „Klaustrið var hið auðugasta
á landinu og hér hefur eflaust
verið gnótt matar. Fundist hafa
sjö skyrsáir frá sama tíma.“
Margrét segir það óvenjulegt að
finna keröldin sjálf. Oftast fínnist
aðeins för eftir þau, þar sem við-
endurnýttur.
Margt hefur fundist við upp-
gröftinn sem bendir til þess að
hvergi hafi verið til sparað í
klaustrinu. Um það vitna efnis-
bútar úr silki, sem ekki er að finna
í venjulegum bæjarstæðum frá
sama tíma, einnig litaðir bútaV
úr fatnaði og vattarsaumsbútar
frá miðöldum. Auk þess má nefna
skósóla úr leðri. I sumar hafa
fundist heil rúðugier frá miðöld-
um, ferköntuð og hringlaga, sem
eru um 10 sm í þvermál. Margrét
kveður vaxleifar sem fundist hafa
á kertastjökum einnig merkilegar
í ljósi þess að munkar voru þeir
einu sem steyptu vaxkerti á mið-
öldum.
I sumar eru þrjú ár síðan fom-
leifauppgröftur hófst í Viðey.
Margrét Hallgrímsdóttir segir
Ijóst að grafa þurfi í a.m.k. fimm
sumur í viðbót eigi allt Viðeyjar-
klaustur að finnast.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fremst á myndinni sést o£an á tvo sái í búri Viðeyjarklausturs.
Sárinn sem flær stendur er sá heillegasti sem íúndist hefúr við
uppgröft í rústum klaustursins. Alls hafa ftmdist 11 sáir í rústum
Viðeyjarklausturs til þessa.
Reykjavík-Akureyri:
Búiðað
leggja slit-
lag á 360
kílómetra
í SUMAR hefúr verið lagt bundið
slitlag á 32,5 kílómetra af þjóð-
veginum milli Reykjavikur og
Akureyrar.
Slitlagið, sem lagt hefur verið í
sumar, er ekki samfellt. Fjórir kíló-
metrar í Hvaifirði, sjö í Svigna-
skarði, fjórir í Sveinstungu, sex og
hálfur í Víðihlíð, íjórir í Vatns-
skarði, fjórir í Skagafirði og þrír í
Hörgárdal.
Þjóðvegurinn milli Reykjavíkur
og Akureyrar er 432 kílómetrar.
Þar af hefur verið iagt slitlag á um
360 kílómetra en eftir er að leggja
á 70 kílómetra.
Haldið verður áfram fram-
kvæmdum við þjóðveginn næsta
sumar.
Allt að þrefalt verri heimt-
ur í hafbeitinni en í fyrra
Siávarkuldi og erfíð skilyrði í sjónum talin valda mestu um við stöðuna hjá öðrum og þá vitn-
" eskju að árið í ár sé almennt slæmt
komum við ekkert verr út en aðr-
segir Júlíus.
SLÆMAR heimtur hafa verið á eins árs hafbeitarlaxi, það sem af
er þessu sumri. Allt að þrefalt minna af laxinum hefúr skilað sér
í sumar en á sama tíma í fyrra. Jónas Jónasson tilraunastjóri hjá
Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði segir að ástæður þess að hafbeitar-
laxinn endurheimtist illa í ár séu einkum lágur sjávarhiti í vetur
og erfið vaxtarskilyrði af þeim sökum. Hinsvegar hafi verið góðar
endurheimtur af 2ja ára laxi og sé nú komið nokkuð meira af
honum í Kollafjörð en í fyrra.
Jónas segir að í fyrra hafí kom-
ið um 20.000 eins árs laxar í Kolla-
fjörð en nú sé aðeins komið brot
af þeirri tölu. Auk þess sé laxinn
smár. Hefur þetta komið mjög illa
við reksturinn í ár enda um aðal-
tekjulindina að ræða.
Sveinbjöm Oddsson stöðvar-
stjóri hjá Vogalaxi segir að endur-
heimtur hjá þeim séu um þrefalt
minni í ár en þeir bjuggust við.
Að vísu séu nú komnir á land hjá
þeim 28.000 laxar sem sé svipað
og allt árið í fyrra. Miðað við seiða-
sleppinguna í fyrra áttu þeir hins-
vegar von á að fá 70-80.000 laxa.
„Þetta lítur iila út en hins vegar
hefur verið rætt um að laxinn sé
almennt seinna á ferðinni í ár en
i fyrra þannig að ástandið gæti
Lætur af störfum
veðurstofiistj óra
STARF veðurstofustjóra hefúr
verið auglýst laust til umsóknar.
Hlynur Sigtryggsson veðurstofu-
stjóri hefúr óskað lausnar frá
störfúm frá 1. október en hann
hófstörfhjá Veðurstofúnni 1946.
„Ég hef nú engin ákveðin verk-
efni í huga,“ segir Hlynur, „en það
getur vel verið að eitthvað falli til
á næstunni. Ég hef verið í þessu
starfi í 26 ár og er að verða 68 ára
gamall, kominn yfír venjulegan eft-
irlaunaaldur. Þessi langi tími í
starfínu og heilsufarsástæður valda
því að ég hef beðist lausnar."
Samkvæmt lögum um veðurstof-
una frá 1985 er veðurstofustjóri
skipaður til fímm ára í senn. Ekki
eru til reglur um skilyrði sem um-
sækjendur þurfa að uppfylla. Um-
sóknarfrestur rennur út 25. ágúst
en skipað verður í starfið frá 1.
október.
Hlynur Sigtryggsson nam veður-
fræði við Kaliforníu- og Stokk-
hólmsháskóla. Á undan honum
batnað,“ segir Sveinbjöm. „Ljósi
punkturinn í þessu er að tveggja
ára lax hefur skilað sér nokkuð
betur nú en í fyrra. Um 2% meir
af honum hefur komið á land nú.“
í máli Sveinbjöms kemur fram
að þeir eins árs laxar sem endur-
heimtst hafa séu nær eingöngu
hængar. Það þýði að þeir eigi von
á miklu magni af tveggja ára laxi
á næsta sumri því jafnmiklu af
hrygnum hafí verið sleppt og
hængum. Hrygnurnar þurfi betri
sjávarskilyrði en hængar til að
þroskast og því muni þær senni-
lega ekki skila sér í ár. Hann seg-
ir að rekstur stöðvarinnar muni
alveg standa þetta af sér enda öll-
um framkvæmdum við stöðina lok-
ið.
Júlíus Kristinsson fram-
kvæmdastjóri Silfurlax, sem er ein
af nýrri hafbeitarstöðvunum, segir
að heimtur hjá þeim hafi verið mun
dræmari í ár en þeir áttu von á
eða allt að helmingi minni. Nú eru
eitthvað á fimmta þúsund laxar
komnir á land hjá þeim. „Miðað
ír,
Skuttogar-
innOturtil
Hornaflarðar
ÞRÍR aðilar á Höfú í Hornafirði;
bæjarfélagið, Kaupfélag Austur
Skaftfellinga og Verkalýðsfélagið
Jökull hafa fest kaup á skuttogar-
anum Otri frá Hafiiarfirði. Verður
hann afhentur sínum nýju eigend-
um um næstu mánaðamót og fer
þá þegar á veiðar.
Hermann Hansson kaupfélags-
stjóri á Höfn sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að á næstunni
yrði stofnað hlutafélag um togarann.
Mun hann stunda botnfiskveiðar og
ianda á Höfn í Hornafírði. Það var
Sjólastöðin hf í Hafnarfirði sem seldi
umræddum aðilum skipið, en það var
smíðað í Vigo á Spáni árið 1974.
Hefur Hafnarfjörður alla tíð verið
heimahöfn skipsins. Það er 451 tonn
á stærð og 47,5 metrar á lengd.
Netalagnir í sjó:
Ný reglugerð vegna
aukinnar laxveiði
Landbúnaðarráðuneytið hefúr sett nýja reglugerð um netaveiði á
göngusilungi í sjó og kemur hún í kjölfarið á auknu eftirliti haf-
beitarstöðva, veiðiréttareigenda fallvatna og leigutaka þeirra með
netaveiðum í sjó.
í sumar hefur mikill fjöldi mála
komið upp þar sem ólögleg net í
sjó hafa verið kærð til viðkomandi
lögregluyfirvalda. Mikil brögð hafa
verið að því að laxar hafa skilað sér
í hafbeitarstöðvar og laxveiðiár
meira og minna særðir eftir net.
„Þessi reglugerð er meiri háttar
sigur,“ sagði Orri Vigfússon for-
maður Laxárfélagsins í samtali við
Fyrstu íslensku
kartöflumar í búðir
Uppskeran verður minni en í fyrra
Hlynur Sigtryggsson.
gegndu starfi veðurstofustjóra dr.
Þorkell Þorkelsson jarðeðlisfræð-
ingur og Teresía Guðmundsson veð-
ur- og eðlisfræðingur.
FYRSTU íslensku kartöflurnar
komu í búðir fyrir helgi. Ekki
verður þó farið að dreifa íslensk-
um kartöflum að ráði fyrr en
um miðjan mánuðinn.
í samtali við Sturlu R. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóra
Ágætis, kom fram að fyrirtækið
hefði dreift einu tonni af íslenskum
kartöflum í búðir síðastliðinn
fimmtudag.
Heildsöluverð íslensku kartafln-
anna er um 60 krónum hærra en
innfluttu kartaflnanna sem verið
hafa á markaðnum frá því í júní.
Kílóið af íslenskum kartöflum mun
að öllum líkindum kosta 190 til
200 krónur út úr búð.
Talið er að íslenskar kartöflur
verði almennt komnar á markaðinn
uppúr miðjum ágúst, ef til vill að-
eins seinna norðanlands.
Kartöfluuppskeran í ár verður
sennilega minni en uppskeran í
fyrra sem var minni en í meðalári.
Morgunblaðið í gær, en nokkur
óskráð net hafa verið hirt við ósa
Laxár í Aðaldal í sumar og eigend-
ur þeirra kærðir.
Veigamestu atriðin í reglugerð-
inni nýju eru að einungis megi veiða
sjósilung í lagnet sem ekki séu
lengri en 50 metrar, ekki smáriðn-
ari en 4,5 sentimetrar og ekki stór-
riðnari en 5,0 sentimetrar. Og girn-
isþykktin megi ekki vera meiri en
0,3 mm. „Sá lax sem festir sig í
slíku neti á að geta slitið sig
lausan,“ sagði Orri.
Þá eru í reglugerðinni ákvæði
um að netin verði að leggja með
flotlínu, þ.e.a.s. það megi ekki kaf-
leggja þau eða mynda fyrirstöðu
eða gildru með staurum, grjóti eða
öðrum föstum búnaði. Þau verði að
vera landföst og liggja þvert á fjöru
og bil milli slíkra neta eftir endi-
langri fjöru verði að vera að minnsta
kosti 100 metrar, en þó aldrei
skemmra en fimmföld lengd nets-
ins.
Þau net sem um ræðir eiga að
vera merkt með bauju ásamt nafni
ábúanda og lögbýlis sem hefur við-
komandi veiðirétt og ef maður veið-
ir fyrir landi annars skal skriflegt
leyfí til slíks liggja fyrir. Að öðru
leyti gilda áfram þær reglur sem
verið hafa, m. a. hvað varðar helg-
arbann.