Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. AGUST 1989
Siglingamálastoftiun:
Sótt um 3 milljónir
til að athuga smábáta
Siglingamálastofnun hefur sótt um þrjár milljónir af Qárlögum
næsta árs til að halda áfram athugunum á stöðugleika þilfarsbáta.
Aætlað er að skoða milli 200 og 250 báta á næstu þremur árum.
Niðurstöður liggja þegar fyrir um 26 rækjuveiðibáta af VestQörðum
en af þeim komu 8 bátar mjög slaklega út að sögn siglingamála-
stjóra. Hann segir að verið sé að skoða hvert tilvik nánar og kanna
hvaða breytingar þyrfti að gera til að auka stöðugleikann.
Könnun Siglingamálastofnunar á
þilfarsbátum hófst fyrir hálfu öðru
ári og athugaðir hafa verið 40 bát-
ar af ísafjarðardjúpi, Amarfirði og
Húnaflóa. Magnús Jóhannesson
siglingamálastjóri segir að erfitt sé
að fullyrða um smábátaflotann út
frá þeim niðurstöðum sem þegar
liggi fyrir, bátarnir séu notaðir mis-
jafnlega. „Togveiðar sem stundaðar
eru á bátunum fyrir vestan auka
þunga þeirra og hafa áhrif á stöðug-
leikann,“ segir Magnús. „Það sem
þróast hefur á verri veg er að menn
freistast til að hafa allan aflann á
þilfari.
Þessi athugun á þilfarsbátum er
að sögn Magnúsar liður í aðgerðum
Siglingamálastofnunar til að bæta
stöðugleika fiskiskipa og öryggi
þeirra almennt. Aðrar aðgerðir í
þessu skyni snúa að fræðslu til
skipstjórnarmanna. Siglingamála-
stofnun gaf í fyrra út kynning-
arbækling um stöðugleika. Magnús
kveðst óttast að ritið hafi sums
staðar ekki komist út af útgerðar-
skrifstofum til skipstjórnarmanna.
Þá var namskeið í stöðugleika aug-
lýst í fyrra en fáir skráðu sig til
þátttöku.
Magnús segir að breytingar til
að auka stöðugleika bátanna geti
verið kostnaðarsamar. Nýlega hafi
verið rætt við sjávarútvegsráðherra
um fjárstuðning við bátseigendur
vegna þessa, málið sé nú í athugun.
Morgunblaðið/Einar Falur
Stærsta límtrésbygging á íshindi
Byggingu íþróttahúss FH í Kaplakrika miðar
vel áfram og var lokið við að reisa húsið, sem
verður stærsta límtrésbygging á Islandi, í síðustu
viku. íþróttasalurinn veðrur 44x44 metrar að
flatarmáli og er áætlað að taka hann í notkun
í febrúar á næsta ári. Svo bjartsýnir eru FH-
ingar á að verkið standist áætlun, að þeir hafa
sett fyrsta handboltaleikinn á i húsinu 16. febrú-
ar. Hagvirki annast framkvæmdirnar.
VEÐURHORFUR í DAG, 5. ÁGÚST
YFIRLIT í GÆR: Yfir norðanverðu landinu er 1011 mb. smálægð
sem þokast austur en um 700 km suð-suðvestur af landinu er
1000 mb. lægð á hægri hreyfingu austur. Hiti breytist lítið.
SPÁ: Hæg breytileg átt og víðast þurrt. Skýjað við sjóinn, en bjart
veður inn til landsins. Sem sagt ágætis útileguveður. Hiti 10 til
18 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg breytileg átt um allt land. Léttskýj-
að til landsins en víða þokuloft við strendur. Hiti 10—18 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Þykknar upp með vaxandi suðaustanátt
fyrst vestan til. Rigning um sunnan- og vestanvert iandið um kvöld-
ið en sennilega þurrt norðanlands og austan. Hiti 9—13 stig vestan-
lands en 11—16 norðaustanlands
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti vedur
Akureyri 13 skýjað
Reykjavík 12 skýjað
Bergen 12 skýjaö
Helsinki 17 skýjað
Kaupmannah. 17 skýjað
Narssarssuaq 9 skýjað
Nuuk 7 skýjað
Osló 13 alskýjað
Stokkhólmur 15 skúr
Pórshöfn 11 hálfskýjað
Algarve 24 skýjað
Amsterdam 19 hálfskýjað
Barcelona 26 skýjað
Berlín 15 skúr
Chicago 24 alskýjað
Feneyjar 15 hálfskýjað
Frankfurt 20 skýjað
Glasgow 16 skýjað
Hamborg 16 skúr
Las Palmas 26 léttskýjað
London 22 heiðskírt
Los Angeles 17 léttskýjað
Lúxemborg 20 skýjað
Madríd 27 léttskýjað
Malaga 31 léttskýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Montreal 25 þokumóöa
New York 27 mistur
Orlando 25 þokumóða
Paris 25 léttskýjað
Róm 27 léttskýjað
Vín 15 rigníng
Washington 24 mistur
Winnipeg 17 léttskýjað
Keflavíkurflugvöllur:
Lögreg’lumönnum
verður fækkað um tíu
Lögreglumönnum og tollvörðum á Keflavíkurflugvelli voru ný-
lega kynntar áætlanir utanríkisráðuneytisins um fækkun starfs-
manna hjá lögreglustjóraembættinu á Keflavíkurflugvelli. Áætlað
er að fækka stöðugildum um þrettán, 10 lögregluþjóna og þriggja
tollvarða, auk þess sem reynt verður að ná fram hagræðingu sem
svarar til þriggja stöðugilda hjá hvorri deild. Uppsagnirnar munu
taka gildi um áramót, að sögn Unnsteins Jóhannssonar aðstoðar-
yfirlögregluþjóns.
Lögreglumenn á Keflavíkur-
flugvelli eru um 50 og tollverðir
um það bil 35. Að sögn Unnsteins
er gert ráð fyrir að fjórtán manna
vopnuð varðsveit lögreglunnar
verði lögð niður, sex af þeim stöðu-
gildum verði lögð niður en átta
taki að sér vopnaleit í handfar-
angri, sem lögreglan annist ein-
göngu. Áður var leitin á höndum
tollgæslu og lögreglfl. Unnsteinn
sagði að áður en tilkynnt var um
niðurskurðinn hefðu tveir lög-
reglumenn þegar sagt upp störfum
en segja þyrfti upp átta og bitnaði
sá niðurskurður sennilega á þeim
lögreglumönnum sem hafa hlotið
fastráðningu án þess að hafa lokið
námi við lögregluskólann.
Mun meiri ásókn í sigl-
ingaleyfi en ætlað var
Leyfunum úthlutað 1 næstu viku
Landssamband íslenskra út-
vegsmanna mun á næstunni út-
hluta siglingaleyfum fyrir fiski-
Hvaleyrarholt:
Sarniö við JVJ
um gatnagerð
BÆJARRÁÐ Hafhaifyarðar hefiir
samþykkt að ganga til samninga
við verktakafyrirtækið J.V.J. hf.,
sem bauð 27.231 milljónir króna
í gatnagerð og lagnir á Hvaleyr-
arholti. Tilboðið er 51,7% al
kostnaðaráætlun, sem er rúmar
52,6 milljónir.
Sex önnur tilboð bárust; frá Berg-
ás hf. sem bauð rúmar 34,2 millj.
eða 65,01% af kostnaðaráætlun, Jó-
hanni Bjamasyni, sem bauð rúmar
35,3 millj. eða 67,07% af kostnað-
aráætlun og Rúnari Smárasyni og
Víði Guðmundssyni, rúmar 35,4
millj. eða 67,27% af kostnaðaráætl-
un. Loftorka hf. bauð rúmar 39,2
millj. eða 74,42% af kostnaðaráætl-
un, Hagvirki hf. rúmar 39,8 millj.
eða 75,69% af kostnaðaráætlun og
Halldór og Guðmundur buðu rúmar
49 millj. eða 93,14% af kostnaðará-
ætlun.
skip sem hyggjast sigla með afl-
ann á markaði í Þýskalandi og
Bretlandi seinni hluta ársins.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins mun ásókn í leyfin
vera mun meiri en gert hafði
verið ráð fyrir. Til dæmis eru
umsóknir um siglingaleyfi á
Þýskalandsmarkað allt að helm-
ingi fleiri en þau leyfi sem ætlun-
in var að úthluta, og ásókn í sigl-
ingaleyfi á Bretlandsmarkað er
einnig meiri en starfsmenn LÍÚ
reikna með að geta sinnt.
Þessi mikla eftirspurn eftir sigl-
ingaleyfum kemur ekki síst á óvart
þar sem spáð hefur verið kvótaleysi
á haustmánuðum, sem ætti að öllu
jöfnu að hafa í för með sér fækkun
umsókna um siglingar. Hins vegar
mun verða úthlutað leyfum til sigl-
inga með fleiri tegundir en þorsk,
og kann þar að vera kominn hluti
skýringarinnar.
Ekki fengust upplýsingar hjá
LÍÚ um fjölda umsókna, né heldur
ijölda þeirra siglingaleyfa sem veitt
verða. Að sögn Sveins Hjartar
Hjartarsonar hagfræðings hjá LÍÚ
mun úthlutunin að líkindum verða
kunngerð í næstu viku, en ekki
lægju enn fyrir endanlegar upplýs-
ingar varðandi leyfaveitinguna.