Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 GITARLEIKUR Tónlist Jón Asgeirsson Einar Kristján Einarsson er góður gítarleikari sem nokkrum sinnum hefur komið fram en í raun ekki haldið sitt eiginlega „debut“, fyrr en nú, 3. ágúst, að Kjarvalsstöðum. Á efnisskránni voru verk eftir Yokojiro Yocoh, Ponce, Henze, Villa-Lobos og de Falla. Sakura, heitir verkið eftir Yocoh og eru það tilbrigði við jap- anskt þjóðlag, fallegt verk, er ber sterk evrópsk einkenni, þó heyra megi einstaka „pentatónisk" skalahlaup og tvíundargrip, sem algeng eru í japanskri „koto“ tón- list. Einar lék verkið ágætlega og sömuleiðis næsta verk, sem var Sonatina eftir Manuel Ponce. Drei Tentos, sem þýða mætti þijár til- raunir eða freistingar, var eina „nútímaverkið" á tónleikunum, og er það eftir Hans Werner Henze. Áheyrilegt en átakslítið verk er átti auk þess ekki alls kostar vel við efnisskrána í heild. Fimm síðustu verkin voru sömu ættar og sónatan eftir Ponce, en það voru þijár æfingar, nr. 7, 5 og 12, eftir Villa-Lobos og Hom- enaje og Danza del Molinero, eft- Einar Krislján Einarsson gítarleikari ir Manuel de Falla. I æfingunum eftir Villa-Lobos var leikur Einars. oft nokkuð góður og sömuleiðis í seinna verkinu eftir de Falla. Ein- ar er efnilegur gítarleikari og leik- ur hans skýr og á köflum kraft- mikill. Hann þarf að efla leik sinn í þeirri eldgöngu sem konserthald er og efna til eiginlegra „debut" tónleika, í stað þess að koma fram með öðrum, eða leika í hliðarsöl- um fyrir afmarkaðan hóp áhuga- manna. Kristinn syngur á Drottii- ingholm í Stokkhólmi Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari syngur eitt aðalhlutver- kanna í óperunni Ifigenia í Aulis eftir C.W. Gluck sem verður frumsýnd I Drottningholmóperu- leikhúsinu í Stokkhólmi í kvöld. Stjómandi ópemhljómsveitar- innar er Arnold Ostmann og leik- stjóri er Göran Gamefeldt. Kristinn sagði í samtali við Morg- unblaðið að ópera Glucks væri sam- in árið 1773, byggð á samnefndu leikriti franska leikritaskáldsins Racine og fjallaði óperan um hug- arstríð Agamemnons Griklqakon- ungs er hann stendur frammi fyrir því að þurfa að fóma dóttur sinni Ifigeníu til að fá byr frá Grikklandi til Tróju. Kristinn syngur hlutverk Agamemnons sem er eitt af fjórum burðarhlutverkum óperannar, auk Ifigeníu, Clytemnestra og Akkill- esar, sem sungin era af Hillevi Martinpelto sópran, Ulriku Tenst- am alt og Richard Croft tenór. Óperaleikhúsið á Drottningholm er elsta óperaleikhúsið sem uppi- standandi er í veröldinni, byggt af Gústaf III. Svíakonungi á 18. öld og þar er leitast við að flytja óper- ur á sem uppranalegastan hátt, leiktjöld og sviðsbúnaður er allur nær jafngamall húsinu sjálfu og sagði Kristinn að þarna væri því á vissan hátt um nokkurs konar lif- andi óperusafn að ræða. „Það er reynt að hafa sem upprunalegastan tón í hljómsveitarleik og söng. Hljóðfærin sem leikið er á éra öll byggð eftir gömlum fyrirmyndum og hljóðfæraskipanin er sú sama og tíðkaðist á 18. öld. Þetta er engu að síður mjög lifandi og eftir forsýn- ingamar get ég fullyrt að þetta hrífur." Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari þess. Músíkstíll þessarar ópera er því talsvert ólíkur því sem ég hef átt að venjast, en að öðra leyti er þetta dæmigerð barokkópera," sagði Kristinn. Alls verða sýningar sjö á Ifigeníu í Aulis nú í ágúst en síðan heldur Kristinn til Vestur- Þýskalands þar sem hann er ráðinn við borgaróperana í Wiesbaden frá hausti komanda. Fyrr í sumar lauk Kristinn við plötuupptökur á Don Giovanni eftir W.A. Mozart fyrir Decca hljóm- plötufyrirtækið. „Mér bauðst að syngja eitt hlutverk (II Commentat- ore) á þessari upptöku vegna for- falla eins söngvarans og var mikill heiður að því enda valinn maður í hveiju rúmi,“ sagði Kristinn Sig- mundsson óperasöngvari. fiQamDsS ináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Meiri hluti þessa þáttar bygg- ist á upplýsingum frá íslenskri málstöð í Reykjavík, sbr. 471. þátt. Sveinn Helgi Sverrisson frá ísafirði sendi málstöðinni bréf frá París í vetur og er þar að leita orðs sem nái yfir áhald, svo og heila íþróttagrein, sem á frummálinu (frönsku) nefnist parapente, samsett úr para- chute = fallhlíf og pente = brekka, og sé eins konar milli- stig fallhlífar og svifdreka. Síðan rekur Sveinn Helgi sögu og þróun íþróttarinnar og nefnir þau orð, sem tíðkast hafi hér- lendis um viðeigandi tæki: para- penta, paraglæder, brekku- glæder, brekkufallhlíf. Vill nú Sveinn Helgi bregðast skjótt við og finna þessari íþrótt viðunandi heiti, áður en ónefni festist við hana í máli okkar. Skemmst er af því að segja, að bréfritari vill láta fyrirbærið fá nafnið svif (kvk). Finnst honum það fallegt orð, rómantískt og myndrænt. En hann vildi líka fá álit þeirra á Islenskri málstöð og sjá hvort þau hefðu annað betra í poka- horninu, einnig hvernig nýyrðið gæti hljómað í ýmsum orðasam- böndum, eins og til dæmis: Keppandi í svifim (svifuflugi) svifuáhugamenn/svifunar- áhugamenn o.s.frv. Próf. Baldur Jónsson svaraði á þessa leið (sleppt er ávarps- og kveðjuorðum). „Það er fljót- sagt að áður en ég hafði lesið allt bréfið datt mér einnig í hug kvenkynsorðið svifa, svo að það virðist vera nokkuð nærtækt, þótt# það megi kallast nýyrði. Mér vitanlega hefir það aðeins einu sinni verið notað áður og þá, um allt annað, í leiðarvísi um sóttkveikjurannsóknir frá 1912! Hvað sem því líður er orðið rétt myndað og hefir stuðning af sagnorðinu svifa (þt. svifaði), en það merkir, skv. orðabók Menningarsjóðs: „svífa, líða, fara í lofti, sveima“. — Þetta ætti að vera nógu gott um það sem hér um ræðir. Af sögninni svifa liggur beint við að mynda nafnorðið svifiin um athöfnina. Síðan má mynda samsetningar með forliðunum svifii- (af svifa) og svifimar- (af svifun) allt eftir þörfum og smekk. í stuttu máli sagt sé ég ekki betur en þú sért á réttri leið með orðin þín. Ég hefi ekki ástæðu til annars en leggja blessun mína yfir þau.“ Við þetta bætti próf. Baldur þeim upplýsingum, að til sín hefði svo hringt í sumar Jón Ottó Gunnarsson á ísafirði og lagt til að e. paraglider verði þýtt með orðinu svifrefill. í bréfi Sveins Helga kom fyr- ir orðið gönguhrólfur um það fyrirbæri sem á ensku nefnist walkman, en það er lítið tæki sem menn geta gengið með á sér og hlustað á. Þetta heitir gengill á máli umsjónarmanns, en um viðlíka tól hefur hann heyrt „vasadiskó“ og líkar illa. Orðið svifa minnti hann hins vegar á gagnslausar tilraunir við að taka upp sveifa fyrir bad- minton og þá samsetningar eins og sveifuspaði, sveiíukeppni og sveifumót. Væri þá líka gert ráð fyrir sögninni að sveifa sem væri orsakarsögn af svífa eins og dreifa af drífa. Að dreifa merkir að láta eitthvað drífa, að sveifa væri að láta eitthvað svífa. Þetta fékk daufar undirtektir, svo að ekki sé meira sagt, og gekk þá umsjónarmaður í hnit- félagið Gráskjóna, en því miður gengur ekki miklu betur að koma orðinu hnit inn í málið í staðinn fyrir ómyndina badmin- ton. En seint er fullreynt, enda getum við ekki sætt okkur við þetta erlenda heiti sem er í máli okkar eins og skrímsli með- al manna. Þá fékk umsjónarmaður frá fslenskri málstöð reglugerð um fis (leturbr. hér), frá samgöngu- ráðuneytinu 3. nóvember 1987. í þessari reglugerð merkir fis létt loftfar sem t.d. er „notað eða ætlað til einflugs“ og „ein- ungis til skemmtunar eða íþrótta“. Þetta er skilgreint 498. þáttur miklu nánar, og í reglugerðinni segir meðal annars: „Fisi má ekki fljúga þannig að mönnum eða verðmætum stafi hætta af.. . Fisi má ein- ungis fljúga á tímabilinu frá sólaruppkomu til sólarlags . .. Stjórnandi fiss skal gefa stöðug- an gaum að annarri flugumferð og skal veita öllum öðrum loft- förum forgang ...“ Skemmst er af því að segja, að reglugerð þessi er á sóma- máli og sýnir að ekki er málfar opinberra gagna ævinlega brák- að, bjagað eða beyglað. Stofn- anamál þarf sem sagt ekki að vera „stofnanamál". Eftir ábendingum: 1) „Að sögn Ármanns Örn Ár- mannssonar forstjóra“ mátti lesa í blaði fyrir skemmstu. Heimildar- maður minn sagðist ekki hafa les- ið lengra, og lái ég honum það ekki, þegar svona hlussuvillur Wasa við augum. Að sögn Ár- manns Arnar Ármannssonar hef- ur eitthvað verið svo eða svo. 2) „Ég elska að fara á lista- söfn“ var haft eftir bandarískum hlaupagikk og stökkvara. Ekki er þetta íslenska, þótt hvert orð um sig sé íslenskt. Manninum finnst sjálfsagt mjög gaman að fara á listasöfn, hann nýtur þess vel og hefur jafnvel yndi af því. Enda þótt Bandaríkjamenn hafi hálf- eyðilagt sögnina to love, með sínotkun um alla skapaða hluti, er okkur það engin afsökun fyrir því að misbjóða sögninni að elska. 3) Klekja beygist eins og vekja og hrekja. Förafálki hefur því klakið út eggjum sínum, ekki „klekt“ eins og heyrðist í sjón- varpinu. Varla hefur hann „klekkt“ á þeim. Hlaðgerður héðan kvað: í Rangoon fór Nói á nýjan bar, og nóg eða meiri var hlýjan þar, en dólgar með korða og kaskeiti og borða, þeir kölluðu Burma nú Mýamnar. í síðasta þætti féll níður til- vísun í Darraðarljóð á eftir upphafsvísunni, og auka-err kom inn í þýska orðið her- vorragender. Beðist er afsök- unar á þessu. Ljóðalest- ur á Hótel Búðum LJÓÐSKÁLDIN Steinunn Ás- mundsdóttir og Birgitta Jóns- dóttir ætla að lesa upp ljóð úr væntanlegum ljóðabókum sínum á Búðum á Snæfellsnesi um versl- unarmannahelgina. Ljóðabækurnar verða gefnar út af Almenna bókafélaginu í septem- ber. Bók Steinunnar Ásmundsdótt- ur heitir Einleikur á regnboga og bók Birgittu Frostdinglar. Ljóðalesturinn fer fram á Hótel Búðum laugardags- og sunnudags- kvöld. Sérhæðtil sölu í Grænuhlíð, 1. hæð, 164 fm ásamt heibergi og snyrt- ingu í kjallara. Tvennar svalir og bílskúr. Einkasala. Upplýsingar í símum 33995 og 699990. Kristinn sagði að þessi ópera væri talsvert ólík þeim er hann hefði áður tekið þátt í. „Þessi ópera gerir óvenju miklar kröfur til leiks - reyndar gera allar óperur kröfur til þess - en Gluck var á sínum tíma jafn mikill leikhúsmaður og hann var tónskáld og fór því nær leik- húsinu í tónsmíðum sínum en flest önnur óperatónskáld. Gluck á það til að krefja söngvarann um hvísl eða öskur af því að leikurinn krefst t Veitingahús til sölu í góðum rekstri í 50 km fjarlægð frá Reykjavík. Upplýsingar eru veittar eingöngu á skrifstofu. uArci/icm skiphom so llAvtflVllll (gegnt Tónabiói) • Slgurður örn SigurAorson vlAsk.fr. S*688*123 SUMARHÚSASÝNING VANDAÐ NORSKT HEILSÁRSHÚS VERÐUR SÝNT AÐ HRAUNBORGUM GRÍMSNESI (SUMARHÚSASVÆÐI SJÓMANNADAGSRÁÐS) SUNNUDAG KL. 14-18 NYTT JT A ISLANDI 7CC & Cc. h/f S 91-670470 -Imoiwhí-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.