Morgunblaðið - 05.08.1989, Side 13

Morgunblaðið - 05.08.1989, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 13 Grundarfi örður: Unnið að fegrun og viðhaldi gatna Grundarfirði. FRÁGANGUR og viðhald á götum á Grundarfirði hefur staðið yfir undanfarið. Eins og víða annars staðar fóru götur illa í snjónum í vet- ur og mikið af holum kom í slitlagið. Fyllt hefur verið í þær, gang- brautir málaðar á ný en mestu munar að kantsteinar hafa verið steypt- ir meðfram mörgum götum bæjarins, alls 2 km. Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir Um tveir kílómetrar af kantsteinum hafa verið lagðir á Grundarfirði í sumar. sé afkomandi jarlaspora og einhvers annars e.t.v. Delphinium elatum. Hann virðist harðgerður og þolir betur slæm veður heldur en þeir sem hafa lengri og þéttari blómklasa. Hann er oft settur í flokk með svo- nefndum Belladonna-riddarasporum sem líkjast honum í vexti og éru svipaðir á stærð. Belladonna-ridd- arasporarnir komu fyrst fram um 1880. Fallegt afbrigði af þeim eru t.d. Blue Bees, blátt með hvítu auga, Wendy og Völkerfrieden, dökkblátt og Moerheimi sem ber hvít blóm og er eitt þeirra elstu. Þessi afbrigði ættu að henta betur íslenskum að- stæðum en þau stóru og skrautlegu. Rósariddarasporinn hefur reynst vel hér á landi, a.m.k. norðanlands, staðið lengi í blóma á hveiju sumri og vakið aðdáun allra sem sáu hann. Hólmfríður Sigurðardóttir Þessi framkvæmd, sem kostar um 1 milljón króna, er mikið til að prýða bæinn auk þess sem viðhald á götum ætti að minnka þegar möl og steinar berast ekki lengur inn á slitlagið. Af öðrum framkvæmdum má nefna að lokið var við að steypa þekju á norðurgarðinn í Grundarfjarðar- höfn og bætir það enn aðstöðuna við höfnina. Ný borhola bættist við vatnsveitu Grundarfjarðar sl. sumar. Bætti hún úr. brýnni þörf sem orðin var fyrir meira vatn. Þessari fram- kvæmd lýkur nú í haust' þegar kom- ið verður fyrir 7—8.000 tonna miðl- unartanki við nýju veituna. Ahugi á umhverfisverndarmálum er að aukast um allt land. Einn liður í að draga úr mengun er bættur frá- gangur á holræsalögnum og nú stendur til að ganga frá lögnum úr nýjasta bæjarhlutanum og lengja þær á haf út. Hverfið byggðist fyrir 10 árum og hefur þetta verið ófrá- gengið síðan. Auk ofangreindra verkefna er unnið að viðhaldi á fast- eignum sveitarfélagsins. — Ragnheiður Reykjavík: Við Jaðarsel (hverfisstöð Gatnamálastjóra). í Vesturbæ: Skemma við Eiðisgranda. Kópavogur: Dalvegur 7 Hafnarfjörður: Við Flatahraun Akranes: Smiðjuvellir 3 ísafjörður: Hjallavegur 11 Akureyri: Við KA-heimilið Vestmannaeyjar: Við Kaupfélagið Selfoss og nágrenni: Vörumóttaka KA Keflavík og nágrenni: Iðavellir 9B Söfnunarstaðir: Borgarnes Ólafsvík og Hellissandur Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Patreksfjörður Tálknafjörður Bíldudalur Eingeyri Flateyri Suðureyri Bolungarvík Súðavík Hólmavík Hvammstangi Blönduós og Skagaströnd Sauðárkrókur Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Húsavík Kópasker Raufarhöfn Pórshöfn Vopnafjörður Egilsstaðir Seyðisfjörður Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Búðir Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Hvolsvöllur Hella Hveragerði Laugarvatn Stokkseyri Porlákshöfn * Grindavík Endurvinnsla stuðlar að hreinna umhverfi, heilbrigðara verðmætamati og er auk þess dágóð búbót fyrir duglega safnara. Búast má við miklu álagi fyrstu dagana, meðan menn eru að skila þeim umbúðum sem þeir hafa safnað undanfarnar vikur. Sýnum því þolinmæði, þá gengur allt betur. [NDmimiMi Hf Nýtt úr notuðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.