Morgunblaðið - 05.08.1989, Síða 14

Morgunblaðið - 05.08.1989, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 Afinæliskveðia: Erlendsína Helga- dóttir, Vogum, Vatns- leysuströnd -100 ára Erlendsína Helgadóttir til heimilis að Kirkjugerði 5 í Vogum á Vatns- leysuströnd verður hundrað ára nk. þriðjudag 8. ágúst. Hún fæddist 8. ágúst 1889 að Litlabæ í Vatns- leysustrandarhreppi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Helgi Sig- valdason f. 9. maí 1859 að Hall- dórsstöðum, Vatnsleysuströnd, d. 23. ágúst 1942 og Ragnhildur Magnúsdóttir f. 21. desember 1857 að Vanangri, Vestmannaeyjum, d. 9. maí 1937. Þau giftu sig 26. október 1883. Þau hjón bjuggu lengst af að Litlabæ í Kálfatjamar- hverfi á Vatnsleysuströnd eða í samtals 37 ár. Þá var íbúðarhúsið flutt til Hafnarfjarðar árið 1921 að Hverfisgötu 21b og bjuggu þau Helgi og Ragnhildur þar til dauða- dags. Má nærri geta að ekki var auðvelt að flytja íbúðarhús á milli sveitarfélaga á þeim ámm. En son- ur þeirra hjóna, Jón, bróðir Erlendsínu, var úrræðagóður mað- ur og smiður góður og gengu þess- ir flutningar því með ágætum á þeirra tíma mælikvarða. Systkini Erlendsínu vora þrjú: Guðrún f. 14. nóvember 1884, dó 12. mars 1917, gift Guðmundi Ólafssyni, f. 10 september 1885, Selparti í Flóa, dó 7. janúar 1947, Guðlaugur f. 22. febrúar 1887, Litlabæ, Vatnsleysustrandar- hreppi, dó 31. mars 1952, giftur Guðrúnu Ólafsdóttur, systur Guð- mundar, manns Guðrúnar Helga- dóttur, f. 21. apríl 1887 á Reykja- völlum í Hraungerðishreppi. Guð- rún dó 10. febrúar 1971. Jón f. 27. júní 1895 í Litlabæ, Vatnsleysu- strandarhreppi, dó 30. desember 1986, giftur Höllu Magnúsdóttur, f. 18. febrúar 1894 í Merkigerði, Akrane.si. Halla dó 16. júlí 1985. Erlendsína ólst upp í foreldra- húsum en á þessum kotbýlum á Vatnsleysuströndinni var oft þröngt í búi. Framan af var Litli- bær „tómthús", engin grasnyt. Helgi varð því að láta sér nægja stopula sjómennsku og annað sem til féll, til framfærslu sér og sínum. Hann var m.a. annálaður hleðslum- amður á torf og grjót og hafði kannski einhveijar tekjur af þeirri vinnu, beint eða óbeint, kannski fæði þá dagana sem hann vann að slíkum verk.um. Svo stopul var vinnan fyrir þessa tómthúsmenn og fátæktin svo mikil á þessum árum að hreppsnefndin sá sér ekki annað fært en að stofna til einskon- ar atvinnubótavinnu. Vora gerðir einhverskonar „hreppsgarðar“ (kartöflugarðar) og fengu menn greitt fyrir vinnu sína við þá. Heim- ili fengu svo afnot af spildum í þessum görðum, mörgum þeim til hagræðis, sem höfðu lítið sem ekk- ert land heima fyrir. Svo var þrengt að þessum tómt- húsmönnum að t.d. fékk Helgi ekki leyfi til þess að stækka sína garð- holu um gijótgarðsveggjarþykkt á einn veginn, 2ja til 3ja feta breidd. Hér um réð presturinn á Kálfa- tjöm. Eftir að séra Árni Þorsteins- son gerðist prestur að Kálfatjöm árið 1886 breyttust hinir þröngu hagir til hins betra. M.a. fékk Helgi ieyfi til þess að rækta tún útaf bænum. Þar með varð Litlibær að grasbýli. Þannig fengu leiguliðarnir að auka við landnytjar sínar sér til mikilla búbóta, en það höfðu þeir ekki áður þekkt. Séra Árni mun hafa verið áhugasamur um ýmis þau mál er máttu verða íbúum hreppsins til framdráttar s.s. fé- lagsmál, fræðslumál, útgerð og landnytjar. Þá var hann einnig fijálslyndur í samskiptum sínum við sóknarbörnin. Erlendsína segir m.a.: „Presthjónin, séra Árni og kona hans, Ingibjörg Sigurðardótt- ir, vora greiðasöm og alþýðleg og vildu öllum gott gera. Presti þótti t.d. sjálfsagt að ef ekki væri skírt í kirkju færi skímin fram þar sem móðirin átti heima, þó léleg væra húsakynnin. Sumir prestar töldu víst svo að það hæfði ekki þeirra virðuleik að skíra börn í þessum „kothúsum“.“ Þá segir Erlendsína: „Á mínu heimili var borðað hestakjöt og hefur vafalaust komið þar til fá- tæktin annarsvegar og fordómar til slíkrar neyslu á undanhaldi. Mörgum var þó ekki um hrossake- tið og fengu þeir sem neyttu þess jafnvel viðurnefni. Foreldrar mínir höfðu heyrt að presti þætti ekkert athugavert við að neyta hrossa- kjöts. Þau buðu því presthjónunum í mat en hrossakjöt var á borðum, en engin voru hnífapörin til en Ragnhildur gaukaði þessu að maddömunni og var auðsótt mál að fá hnífapör að láni hjá henni. Presthjónin kunnu þessu vel og var hrossakjöt oft á borðum á prests- setrinu eftir þetta.“ Ekki varð Erlendsínu skóla- göngu auðið. Það var æðilangur vegur heiman frá henni og suður í Brunnastaðahverfi, þar sem skól- inn var til húsa, um 5-6 km leið. Erlendsína segir m.a.: „Ég átti enga kápu og engin tök á að eign- ast hana, svo knappt var í búi hjá foreldram mínum. Móðir mín kenndi mér að lesa og sem lestrar- bók var notuð biblía með stóru letri. Þá kenndi hún mér einnig að draga til stafs eftir forskrift sem hún gerði og einnig kristin fræði, þessar greinar voru þá skyldunám og sóknarprestur húsvitjaði sem kallað var og reyndi m.a. á kunn- áttu þeirra barna sem nutu fræðslu heima fyrir.“ Þegar ég óx úr grasi fór ég fljótlega í kaupavinnu og vinnumennsku utansveitar og inn- an, sem algengt var að ungt fólk gerði á þeim árum. Fór ég til þeirra starfa m.a. uppí Borgarfjörð og víðar.“ Árið 1909 þann 9. maí festir Erlendsína ráð sitt og giftist Magn- úsi Jónssyni f. 2. september 1881 í Gufunesi, Mosfellssveit (nú Mos- fellsbæ). Magnús lést 17. febrúar 1963. Þau hjón helja búskap að Þverfelli, Lundarreykjadal, Borgar- firði, og búa þar í þijú ár. Þá flytja þau suður á Vatnsleysuströnd, að Halldórsstöðum, sem hann festi kaup á árið 1911. Hann hafði áður stundað sjóróðra á Ströndinni, Stóra-Vatnsleysu, og eiginkonan ættuð úr byggðarlaginu. Magnús hafði mikinn áhuga á ræktun og búskap og hafði eignast nokkurn bústofn, þegar á Þverfelli. Hann var harðduglegur og útsjónarsamur búhöldur sem kom sér vel þegar bömunum fjölgaði og heimilið varð mannmargt. * Á Halldórsstöðum bjuggu þau hjón til ársins 1925 en keyptu þá Sjónarhól í Ásláksstaða- hverfi. Sjónarhóll þótti góð bújörð á þessum slóðum að vera. Fyrr á áram var útgerð mikið stunduð á Vatnsleysuströnd, fiskigöngur oft miklar, síðari hluta vetrar (vetrar- vertíð) og svo hrognkelsaveiðar mikið stundaðar á vorin. Á Sjónar- hóli bjuggu þau hjón til ársins 1943 en seldu þá jörðina og fluttu suður í Voga í sama hreppi. Hér mun miklu hafa ráðið um að Magnús þjáðist af heymæði. Þá var hann einnig orðinn slitinn að kröftum eftir langan og strangan vinnudag og auk þess með vaxandi kölkun í mjöðm. Þau höfðu reist nýtt og vandað íbúðarhús úr steinsteypu á Sjónar- hóli árið 1929. Þegar þau hjón hættu búskap að Sjónarhóli í Ás- láksstaðahverfi og fluttu í Voga byggðu þau sér annan „Sjónarhól" þar (Vogagerði nr. 7) árið 1943 í landi Hábæjar. Eftir að Magnús, maður Erlendsínu, lést árið 1963 bjó hún ein í húsinu í 15 ár, þar sem öll börnin vora farin að heim- an. Hún átti þó góða að í kringum sig þar sem fjöldi afkomenda henn- ar bjó í næsta nágrenni og fylgd- ust vel með heimilishaldi hennar. Árið 1978 flutti hún svo til dóttur sinnar, Lovísu, og tengdasonar, Guðmundar Björgvins, að Kirkju- gerði 5 í Vogum, tæplega níræð að aldri og hefur dvalið þar síðan. Erlendsína og Magnús eignuðust 9 böm: Helgi f. 16. mars 1910, Þverfelli, Lundarreykjadal. Dó 31. •mars 1962. Giftist Valgerði Guð- mundsóttur, f. 29. júní 1916, Reykjavík. Þau slitu sambúð. Helgi kvæntist aftur Guðbjörgu Magnús- dóttur, f. 2. júní 1914, Landbrotum, Kolbeinsstaðahreppi. Guðjón f. 11. júlí 1912, Halldórsstöðum. Dó 23. janúar 1913. Ragnhildur f. 26. desember 1913, Halldórsstöðum, Vatnsleysustrandarhreppi. Giftist Kristmundi Guðmundssyni f. 18. des. 1905, Arnarstöðum, Flóa. Guðjón f. 9. mars 1918, Halldórs- stöðum. Dó 6. febrúar 1983. Kvæntist Kristjönu Jónsdóttur f. 5. ágúst 1919, Hrísdal, Miklaholts- hreppi. Anna Dagrún f. 21. ágúst 1919, Halldórsstöðum. Giftist Gunnlaugi Kristjánssyni f. 31. maí Gott með harðfiski Það er með hálfum huga, að ég ber fram uppskriftir mínar núna, en þær era af meðlæti með harðfiski. Líklegt er að þetta jaðri við guðlast að sumra dómi, en allt er breytingum undirorpið og því ekki að breyta til með harðfiskinn eins og annað. Smjör er það sem flestir borða með harð- fiski, þótt sumir borði selspik með honum og Færeyingar vilji helst grindarspik með honum. Smjörið er með þeim ósköpum búið að það rennur og verður fijót- andi í hita og á það til að renna niður munnvik niður á sparifötin okkar í veislum og setja ljóta bletti í þau. Góðar bragðmiklar ídýfur henta mjög vel með harð- fiski, og kjúklingabaunakökur í formi (muffins) era líka mjög góðar með honum. Undan suðurströndinni era auðug fiskimið, sum hver kennd við banka, þó ekki íslandsbanka. Þar er Selvogsbanki og vextimir af innistæðum í honum hafa byggt upp Vestmannaeyjar, þorp- in á suðurströndinni og Reykjavíkursvæðið. Á áranum fyrir stríð voru þessir vextir þurrkaðir á nöglum á fjósburstum um allt Suðurland og kallaðir þorskhausar. Kúnst var að rífa þorskhaus og gott þótti ungviðinu ef að því var stungið kinnfiski til þess að bleyta uppi í sér eftir kalt skyrið á engjunum. Enn er verið að herða físk á bæjunum á ströndinni og með bættum sam- göngum er Selfoss orðinn partur af myndinni, en þessi byggð öll er nú kölluð Árborg. Vel hefur okkur reynst að grípa með bita- harðfiskinn frá Selfossi og maula á langkeyrslum. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Kjúklingabökur (muffins) 1 dl soðnar kjúklingabaunir 1 egg 14 tsk salt góður skammtur af nýmöluðum pipar 1 msk hreinn ijómaostur 1 msk brætt smjör til að smyija mótin með u.þ.b. 15 lítil pappírsmót (minni gerðin). 1. Þeytið egg lauslega með salti og pipar. 2. Hrærið ijómaost vel út í. 3. Smyijið pappírsmótin mjög vel með bræddu smjöri. 4. Skiptið kjúklingabaununum jafnt í mótin. 5. Hellið eggjahrærunni yfír baunirnar. 6. Hitið bakaraofn í 200 °C, blástursofn í 180 °C, setjið mótin á bökunarplötu og bakið í miðjum ofni í 12—15 mínútur. 7. Kælið og berið fram með harðfíski. Athugið: Kjúklingabaunirnar þarf að leggja í bleyti fyrir suðu, en það tekur um 1—134 klst. að sjóða þær. Lárperuídýfa 1 meðalstór lárpera (avokado) 1 msk sítrónusafi 1 lítill gráðaostur, 100 g 'h peli fullfeitur ijómi eða kaffi- ijómi nokkrar salthnetur 1. Kljúfið lárperana, fjarlægið steininn, flettið síðan berkinum af með því að stinga fingrinum niður með honum. Þetta er hægt, ef lárperan er mjúk og hæfilega þroskuð. Setjið hana í kvörn ásamt sítrónusafa og meijið vel í sundur. 2. Setjið gráðaostinn með í kvörnina og meijið í sundur og síðan ijómann. 3. Hellið í skál, stráið salthnet- um yfír. Berið fram með harð- fiski, helst bitafiski.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.