Morgunblaðið - 05.08.1989, Side 15
t-
I
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989
15
1911, Bræðraminni, Bíldudal.
Hann lést 1. mars 1962. Anna gift-
ist aftur Valgeiri Vilhjálmssyni, f.
13 september 1923, Hátúni, Nes-
kaupstað. Guðrún Lovísa f. 18.
desember 1922, Halldórsstöðum.
Gift Guðmundi Björgvin Jónssyni
f. 1. október 1913, Brunnastöðum,
Vatnsleysustrandarhreppi. Guð-
laug f. 20. september 1924, Hall-
dórsstöðum. Dó 29. júlí 1943. Sig-
urveig f. 22. janúar 1928, Sjónar-
hóli. Giftist Leifi Kristjánssyni, f.
13. júlí 1923, Bárðarbúð,
Breiðavíkurhreppi. Sesselja f. 22.
desember 1932, Sjónarhóli. Dó 2.
júlí 1934.
Sem fyrr segir var Magnús Er-
lendsínu harðduglegur maður og
mun fátt hafa skort til heimilisins
þótt oft væri mannmargt á þeirra
búskaparárum. Börnin fóru að
vinna jafnharðan og þau uxu úr
grasi, heima og heiman, eins og
þá gerðist og léttu á þann hátt
undir með foreldrum sínum. Og
ekki mun hún Erlendsína hafa leg-
ið á liði sínu við heimilisreksturinn.
Það var mikið starf sem inna þurfti
af hendi við uppeldi á 8 börnum,
reka mannmargt heimili, annast
oft á tíðum skepnuhirðingu þar sem
húsbóndinn var oft fjarverandi
vegna ýmiskonar annarra starfa.
Eftir að þau hjón fluttu í Vogana
vann Erlendsína oft við fiskverkun
og það allt til áttræðisaldurs en þá
hafði hún á orði að hún kynni bara
ekki við að taka við þessum aurum
frá fiskverkuninni komin á þennan
aldur. Henni féll aldrei verk úr
hendi. Hún hafði sínar gömiu að-
ferðir við þvott og önnur heimilis-
störf á meðan hún bjó að sínu. Hún
þvoði sinn þvott í blikkbala á
þvottabretti og annað eftir því. Hún
var ekki neitt komin uppá þessi
nýmóðins tæki. Allt framá þennan
dag er hún sípijónandi, alla daga,
flíkur á barnabörnin og aðra ætt-
ingja og vini og í seinni tíð hefur
hún einnig pijónað mikið af ullar-
teppum. Þetta og annað hefur hún
gefið til ýmissa hjálparstofnana,
Rauða krossins, fatlaðra, alheims-
fangahjálparinnar, kirkna o.fl. að-
ila. Ekki mun það vel séð af Er-
lendsínu að ég hafi fleiri orð hér
um, en eins vil ég þó geta í þessu
sambandi, en það er hve ótrúlega
hún fýlgist með því hvernig þessum
samtökum og félögum vegnar í
baráttunni við bágindin í heimin-
um. Með því að hún hefur búið í
„horninu“ hjá dóttur sinni og
tengdasyni sl. 11 ár og lítið þurft
að greiða fyrir veru sína þar, hefur
hún haft nokkra aura til ráðstöfun-
ar og hafa þeir að mestu runnið
beint eða óbeint til þeirra sem á
einhvern hátt hafa þurft aðstoðar
við, sem að framan getur. Hér hef-
ur hún átt einstaklega góða daga
að segja má í „faðmi“ afkomenda
sinna, því auk einstakrar nærgætni
þeirra hjóna í öllum samskiptum
við gömlu konuna er mjög gest-
kvæmt á heimili þeirra, skyldir sem
óskyldir sækja það heimili heim og
allir gera sér far um að ræða við
hina öldnu en síhressu Erlendsínu.
Hun á því láni að fagna að hafa
góða sjón og góða heyrn þegar
skýrt er talað (síbyljuna nemur hún
ekki frekar en margir aðrir sem
betri heym hafa).
Eins og nærri má geta hefur
þessi langa lífsbarátta í tiu áratugi-
ekki verið eintómur „dans á rós-
um“. Það hafa skipst á skin og
skúrir eins og að jafnaði gerist í
lífsins baráttu. En það er ekki öllum
gefin sú skapgerð og að þroska
þann eiginleika með sér að horfa
ávallt til hinna björtu hliða, sem
lífið hefur haft uppá að bjóða en
gleyma gjarnan hinum dekkri hlið-
um í tilveranni eða a.m.k. að færa
alla hluti til betri vegar, en þetta
hefur verið ríkjandi viðhorf í lífi
Erlendsínu.
Afkomendur Erlendsínu eru nú
orðnir 156 að tölu á þessum 79
árum síðan fyrsta bamið fæddist,
Helgi, að Þverfelli í Lundarreykja-
dal. I tilefni af eitt hundrað ára
afmæli hennar verður endurútgefið
Niðjatal foreldra hennar á hausti
komanda en bróðir hennar, Jón,
sem nú er látinn, handritaði og gaf
út þessar niðjaskrár árin 1969 og
1979 á áttræðis- og níræðisaldurs-
árum hennar.
Eg held að vel fari á því að enda
þetta afmælisspjall um Erlendsínu
Helgadóttur á orðum hennar sjálfr-
ar í stuttu spjalli sem ég átti við
hana nýlega: „Ég hef aldrei látið
mér um munn fara nokkurt
skammaryrði til nokkurrar mann-
eskju á ævi minni.“ Mætti okkar
skömmótta kynslóð veita þessum
orðum hinnar öldnu heiðurskonu
athygli. Ég og fjölskylda mín ósk-
um þér innilega til hamingju á þess-
um sérstæða afmælisdegi og megi
ókomnar ævistundir verða þér til
ánægju og Guðsblessunar.
Guðjón Guðmundsson
systursonur þinn
Afmælisbarnið ætlar að taka á
móti gestum í félagsheimilinu í
Vogum, Glaðheimum, á afmælis-
daginn, þ.e.a.s. nk. þriðjudag milli
kl. 15 og 19 og bað að taka það
fram að hún frábiðji sér allar gjafír
í tilefni afmælisins.
Afinæliskveðja:
Björg S. Jóhannes-
dóttir fyrrv. kennari
fi*á Móbergi
90 ára er á morgun, sunnudag
6. ágúst, heiðurskonan Björg S.
Jóhannesdóttir fyrrverandi kennari
frá Móbergi í Langadal.
Björg er fædd á Höllustöðum í
Húnavatnssýslu hinn 6. ágúst 1899
en ólst upp á Móbergi og við þann
bæ hefur hún kennt sig síðan. For-
eldrar hennar voru Elísabet Þor-
leifsdóttir og Jóhannes Halldórsson.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
þegar ég kom sem nemandi á Hús-
mæðraskólann á Staðarfelli haustið
1941 en þangað hafði hún skömmu
áðui* ráðið sig sem handavinnu-
kennari. Þar mun Björg hafa stigið
eitt af sínum stærstu gæfusporum,
svo vel sem hún hafði undirbúið
lífsstarf sitt sem handavinnukenn-
ari, með námi í fatasaum og hann-
yrðum, ásamt meðfæddum- 'kenn-
arahæfileikum og óvenjulega næmu
fegurðarskyni. Þess fengum við
nemendur hennar að njóta í ríkum
mæli. Og leiðsagnar hennar gætti
löngu eftir að hún hafði sleppt af
okkur hendinni, því að oft hefur
okkur orðið hugsað til þess, hvort
henni Björgu okkar þætti þetta eða
hitt handverkið nógu vel unnið.
Á þessum tíma var skólastjóri
Húsmæðraskólans á Staðarfelli
Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngu-
mýri í Skagafirði. Leiðir þeirra hafa
nú legið saman í 50 ár og því verð-
ur nafn annarrar þeirra varla nefnt
án þess að beggja sé getið.
Haustið 1944 stofnaði Ingibjörg
húsmæðraskóla á föðurleifð sinni
Löngumýri í Skagafirði. Og þó að
hugsjónakonan Ingibjörg á Löngu-
mýri framkvæmdi á þessum tíma
hluti sem öðram virtust hreinar
skýjaborgir, þá hefði það heldur
ekki orðið henni mögulegt án
styrkrar aðstoðar og takmarka-
lausrar fórniysi Bjargar vinkonu
hennar, sem -fluttist með henni að
Löngumýri. Einnig hún lagði aleigu
sína undir að vel mætti til takast.
Um það get ég borið vitni sem sam-
kennari þeirra um margra ára
skeið.
Árið 1967 fluttust þær til
Reykjavíkur og stofnuðu heimili á
Reynimel 22, þar sem þær hafa
búið síðan og fengið að njóta þeirr-
ar friðsældar, sem fallegt heimili
og gott sambýli getur gefið og fyr-
ir það eru þær þakklátar forsjón-
inni. Þó að starfsorka þeirra fari
nú þverrandi fá þær enn að halda
góðri andlegri heilsu og þeirri sál-
arró sem trúnaðartraust þeirra eitt
getur gefið þeim. Þess vegna eiga
þær svo mikið til að gefa að við
vinir þeirra förum ávallt ríkari af
þeirra fundi.
Kæra vinkona. Þessi fáu orð eiga
aðeins að tjá þér þakkir mínar og
blessunaróskir um alla ókomna
daga.
Guðrún Bergþórsdóttir
AUSTURBÆR
Kleifarvegur
MIÐBÆR
Lindargata 39-63 o.fl.
Símar 35408 og 83033
IMwgtiiiMjifcifr
ú lætur bkkur
framkalla filmuna þína
og færð til baka
OKEYPIS
^GÆÐAFILMU
UMBOÐSMENN:
Reykjavík
Neskjör, Ægissíðu 123
Videobjörninn, B”n9braut 119b
Bókaverslun Isafoldar, Austurstræti 10
Gleraugnadeildin, Austurstræti 20
Sjónvarpsmiðstöðin, Laugavegi 80
Sportval, Laugavegi 116
Steinar, Rauðarárstíg 16
Vesturröst, Laugavegi 178
Donald, Hrísateigi 19
Allrabest, Stigahlíð 45
Nesco Kringlan, Kringlunni
Hugborg, Efstalandi 26
Lukku-Láki, Langholtsvegi 126
Innrömmun & hannyrðir, Leirubakka 36
Videosýn, Arnarbakka 2
Söluturninn, Seljabraut 54
Straumnes, Vesturbergi 76
Hólasport, Hólagarði, Lóuhólum 2-6
Rökrás, Bíldshöfða 18
Ðitahöllin, Stórhöfða 15
Sportbær, Hraunbæ 102
Skalli, Hraunbæ 102
Versl. Nóatún, Rofabæ 39
Seltjarnarnes:
Nesval, Melabraut 57
Hugföng, Eiðistorgi
Kópavogur:
Tónborg, Hamraborg 7
Söluturninn, Engihjaila
Garðabær:
Sælgætis- og Videohöllin, Garðatorgi
Spesían, Iðnbúð 4
Hafnafjörður:
Hestasport, Bæjarhrauni 4
Skalli, Revkjavíkurvegi
Versl. Þ. Porðarsonar Suðurgötu
Söluturninn, Miðvangi
Steinar, Strandgötu 37
Mosfellssveit: Alnabúðin, Þverholti 5
Akranes: Bókaskemman,
Stekkjarholti 8-10 .
Borgarnes: Versl. Isbjörninn
Hellissandur: Virkið
Stykkishólmur: Versl. Húsið
Grundarfjörður: Versl. Fell
Hvammstangi: Vöruhúsið
Tálknafjörður: Versl. Tían
Bíldudalur: Veitingast. Vegamót
Bolungavík: Versl. B. Eiríksson
Sauðárkrókur: Versl. Hrund
Dalvík: Versl. Dröfn sf.
Akureyri: Radíónaust, Glerárgötu 26
Neskaupstaður: Nesbær
Hella: Videoleigan
Flúðir: Ferðamiöstöðin
Selfoss: Versl. Osp, Eyrarvegi 1
Garður: Bensínstöð ESSO
Keflavík: Frístund, Hólmgarði 2
Njarðvík: Frístund, Holtsgötu 26
PÓSTSENDUM