Morgunblaðið - 05.08.1989, Síða 17
4- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 17
' ' ■
Leysum málin
á heimavelli
ReyðarQörður.
REYÐARFJÖRÐUR er gamalgróinn verslunarstaður. Þar hefur á
seinustu árum orðið miðstöð viðskipta með nýja bíla á Austurlandi.
Þetta hófst 1982 er Lykill hf. hóf að selja nýja bíla frá umboðunum
fyrir sunnan. Viðskiptin fóru hægt af stað en hafa síðan vaxið ár frá
ári. Fyrsta árið voru seldir hjá Lykli 20 nýir bílar en á síðasta ári
var fjöldinn kominn í um 300. Maðurinn á bak við þessa þróun hjá
Lykli er Benedikt Brunsted sölusljóri í bifreiðadeild.
Bjami Haraldsson í verslun sinni að Aðalgötu 22.
,yillt ístíl hjá BP“
Sauðárkrókur.
Norðarlega í gamla bænum á
Sauðárkróki er lítil verslun,
sem heitir því yfirlætislausa nafni
Verslun Haraldar Júlíussonar. Kaup-
maðurinn sem stendur innan við borð-
ið og afgreiðir jafnt vestfirskan harð-
fisk, smurolíur og fatnað, eins og
niðursuðuvörur, karamellur og vasa-
Ijós, heitir Bjarni Haraldsson. Hann
tók við rekstri verslunarinnar er fað-
ir hans, Haraldur Júlíusson, lést árið
1974, þá 88 ára gamall, en Haraldur
stofnaði verslunina árið 1919 og rak
hana til dauðadags. Bjarni snéri sér
að verslunarrekstrinum með föður
sínum árið 1959, en nokkru áður hóf
hann akstur vöruflutningabifreiðar
milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, og
er hann enn í þeirri útgerð ásamt
verslunarrekstrinum.
„Þessi búð hefur verið óbreytt
lengi, og ég býst við því að hún verði
það eitthvað áfram,“ segir Bjarni,
„reksturinn hefur verið óbreyttur frá
fyrstu tíð, auðvitað er vöruúrvalið
dálítið meira en var hér á árunum,
en það er nú líka auðveldara að ná
í vörurnar núna heldur en þá.“ Og
sannarlega er vöruúrvalið nóg hjá
Bjarna, því hér finna menn flest það
sem þá vanhagar um, hvort sem það
er matvara eða fatnaður, eða þá eitt-
hvað annað, því hér kennir margra
grasa, en það sem viðskiptavinirnir
kunna hvað best að meta er, að hjá
Bjarna tíðkast lægra verð á hlutunum
en almennt gerist, jafnvel lægra en
í stórmörkuðunum á suðvesturhorn-
inu. Þetta vita kúnnarnir og leggja
því gjarnan leið sina til Bjarna Hat\,
bæði til þess að gera góða verslun,
og einnig til þess að eiga orð um lífið
og tilveruna, eða þá um ástandið í
bæjarmálunum, við. kaupmanninn,
sem stundum hefur í gamni verið
nefndur bæjarstjóri Sauðárkróks,
„norðan við kirkju". Og Bjarni heldur
áfram: „Hér hefur allt frá því um
1930 verið umboð fyrir vörur frá
Oiíuverslun íslands og afgreiðsla fyr-
ir áætlunarbifreiðir sem ganga á
milli Reykjavíkur og Akureyrar frá
sama tíma. — Þetta var auðvitað
öðruvísi í þá daga, vegirnir lélegri
og bílamir kannski líka, en Öxnadals-
heiðin var líka oftar ófær þá heldur
en nú, og þá var komið með far-
þegana í rútunum hingað, þegar
ófærð var, og þeir fluttir með póst-
bátnum Drangi til Akureyrar, og svo
kom næsti hópur með Drangi til baka
og fór héðan suður. Þetta gekk ágæt-
lega upp, enda kom Drangur hingað
tvisvar í viku.“
Eins og áður var nefnt er umboð
fyrir vörur Olíuverslunar íslands hjá
Bjama Har, og þar fengust fyrr á
árum allar vörar BP og nú allar vör-
ur Olís. Á lóð verslunarinnar var á
þeim árunum bílaþvottaplan, og þar
stóð stórum stöfum: Fyrir viðskipta-
vini BP. — Sagan segir að eitt sinn
hafi Árni Blöndal bóksali með meira
verið að þvo bíl sinn á planinu að
morgni dags, þegar Bjarni birtist á
tröppunum. Spurði Árni með nokkr-
um þunga hverslags þjónusta þetta
væri að bjóða viðskiptavinum upp á
hárlausa kústa til bílaþvottanna.
Bjarni mun hæversklega hafa lyft
ensku húfunni og sýnt ennið, sem
farið var að ná nokkuð aftur á hnakk-
ann, og svarað af bragði: „Allt í stíl
hjá BP.“ — „Jú, jú, þetta er alveg
satt, en svo lét ég Árna hafa nýjan
kúst, auðvitað, og við voram báðir
ánægðir," segir Bjarni.
í annað sinn mun það hafa gerst,
að kona ein kom í búðina til Bjarna,
fáum dögum fyrir jól, og vék sér að
honum og spurði hvort hann hefði
ekki englahár. „Nei, því miður — eins
og þú sérð, er það alveg búið,“ sagði
Bjarni og strauk létt um skallann,
og var ekki frekar rætt um þetta
jólaskraut.
Og orðheppnin bregst ekki Bjarna.
„Ég hef alltaf haft gaman af því að
umgangast fólk, því það er lífið sjálft.
Hingað koma margir, og hér hitti ég
vini mína og kunningja og við höfum
að minnsta kosti oftast tíma til þess
að ræða allt milli himins og jarðar."
En hvernig skyldi Bjarna Har.
ganga að reka verslun á þessum
síðustu og verstu tímum?
„Það er ekki svo slæmt, auðvitað
er margt sem gerir manni erfiðara
fyrir, en þetta er gömul og gróin
búð, og þó að margt reytist nú af
því sem inn kemur, þá er þetta ekki
svo slæmt. Hitt er svo annað mál,
að ég vildi ekki vera að byija núna,
að þurfa til dæmis að standa i því
að byggja yfir þetta, eða fjármagna
húsakaup af rekstrinum. — Nei, ætli
það gæti gengið.“
En þó að verslanir komi og fari,
og þó að byggðin á Sauðárkróki hafi
tilhneigingu til þess að færast sunnar
og sunnar, eins og ýmislegt sem í
þá átt leitar, þá mun þó enn um sinn
allt vera í stíl hjá BP, og verslun
Haraldar Júlíussonar, með Bjarna
Har. innan við diskinn, verða einn
af föstu punktunum í bæjarlífinu á
Sauðárkróki.
- BB
Benedikt er bifvélavirki og var
áður verkstjóri hja'bifreiða-
verkstæði Lykils hf. en flutti sig
um set þegar fyrirtækið hóf að selja
bíla 1982, Með þessum flutningi
langaði hann til að prófa að selja
bílana í stað þess að gera við þá.
í þessu starfi er hann í meira sam-
bandi við fólk ■ en í viðgerðunum.
Reynslan úr bifvélavirkjuninni nýt-
ist hinsvegar mjög vel í þessu starfi.
Það er líka ánægjulegt hvað Aust-
firðingar hafi tekið þessari þjónustu
vel. Fyrsta árið seldu þeir 20 bíla
og margir voru vantrúaðir á að
þessi rekstur gæti gengið. En
reynslan sýndi annað. A síðasta ári
seldi fyrirtækið um 300 nýja bíla
auk gífurlegs fjölda notaðra bíla.
Benedikt segir viðskiptavini fyrir-
tækisins einkum af Austurlandi en
þó hafi hann selt bíla bæði suður
til Reykjavíkur og vestur á firði.
Það er líka eðlilegt að Austfirðingar
nýti sér þessfijjjónustu. Nú bjóðast
þeim bílar á heimaslóðum á sama
verði og í Reykjavík en sleppa við
kostnaðinn við að fara suður og
sækja bílinn. Þjónustan sé alveg sú
sama og hjá umboðunum í
Reykjavík og fyrirgreiðslan oft á
tíðum betri. Enda er stefna fyrir-
tækisins sú að leysa málin á heima-
velli. Sú stefna hafi gefist vel því
menn komi aftur og aftur og kaupi
bíl hjá sér.
Benedikt segir að nú sé veruleg-
ur samdráttur í sölu á nýjum bílum
en notaðir bílar seljast þokkalega.
Greinilegt sér að fólk hafi miklu
minna fé til ráðstöfunar nú en fyrir
einu tii tveimur árum. Oft eigi fólk
líka í miklum erfiðleikum með að
standa í skilum en ævinlega leysist
Það skiptir miklu máli
að kaupin fari vel
og skemmtilega fram
Rætt við Báru Sigurjónsdóttur Hjá Báru
Hjá Báru, er ein af þessum rótgrónu verslunum í Reykjavík', tísku-
verslun kvenna með stíl sem er í sjálfu sér jafii sjálfstæður og stíll
sjálfrar Esjunnar. Bára Sigurjónsdóttir er sú Bára sem búðin bygg-
ist á. Hún hefur rekið verslun í 38 ár, fyrst í Austurstræti þar sem
hún vann reyndar lengi í Hattaverslun ísafoldar, en þá verslun
keypti hún og úr varð verslunin Hjá Báru. I byrjun verslaði Bára
með hatta, blússur, pils og fleira, en smátt og smátt jukust umsvif-
in og Bára sérhæfði sig í betri fatnaði og samkvæmisfatnaði.
Eg er búin að hafa sama mann-
skapinn við afgreiðslu í 25
ár,“ sagði Bára með stoltri rödd,
„og við höfum alltaf lagt mikið upp
úr góðri þjónustu, haft stóra mát-
unarklefa og allan þann tíma sem
kúnninn þarf. í þrjátíu ár höfum
við aldrei fengið annað en góð
ummæli fyrir þjónustuna, konurnar
mínar í afgreiðslunni hafa aldrei
fengið gagnrýnisrödd. Það finnst
mér segja mikla sögu um vandað
starfsfólk sem er vanda sínum vax-
ið. Hjá okkur er engin sjálfsaf-
greiðsla þótt verslunarmátinn hafi
vissulega breyst gífurlega í gegn
um árin. Hjá Báru er hins vegar
gróin verslun sem byggist veralega
á gömlum viðskiptavinum, en auð-
vitað stendur eða fellur verslun sem
þessi á góðu vöruúrvali og starfs-
fólkinu. En í öllum breytingunum
sem hafa orðið í verslun finnst mér
eitt mikilvægt atriði hafa setið á
hakanum, gæðamatið. Gæðamatið
ætti að koma mun betur fram í
verðkönnunum og það er langt í
frá að því hafi verið gerð góð skil,
hvorki í matvöru né öðrum þáttum
verslunarinnar. Ég hef alltaf lagt
mikið upp úr því að gefa góðar
upplýsingar um efni og gæði vö-
runnar. Ég kaupi mest inn frá
Bandaríkjunum. Þar er hægt að fá
alla verðflokka, en þájjetur maður
líka valið um gæðin. í Evrópu eru
mun minni möguleikar á því. í
Bandaríkjunum kappkosta fram-
leiðendur einnig að spanna allt
sviðið, feita og granna, hávaxna
og lágvaxna.
Jú, tískan spilar mikið inn í, enn
meira á seinni áram, finnst mér.
Konur vilja í æ ríkari mæli fylgjast
með, vera í tískunni, en þó eru ís-
lenskar konur ákaflega fastheldnar
þegar þær eru komnar á ákveðinn
aldur, þótt það sé að sjálfsögðu
einstaklingsbundið. Sjálfstæði í
smekk og klæðaburði er ríkjandi.
Skemmtilegast? Mér finnst ofsa-
lega gaman að máta á konu þótt
hún kaupi ekki. Það að sjá konuna
fallegri og glæsilegri, sjá hana létt-
ari í lund er mjög gefandi. Auk
þess hef ég gaman af að hitta fólk,
hrærast í þessu og maður er alltaf
að skapa eitthvað, stilla út, gefa
konunum nýjan svip. Þetta er eilífð-
ar sköpun. Eg elska fólk og versl-
unin gefur beint samband við fólk,
ég gæti ekki hugsað mér að hætta
í verslun að svo stöddu, það er allt-
af eitthvað við að vera. Annars
finnst mér víða vanta mikið á fram-
komu verslunarfólks, þjónustu og
viðmót sem myndi skapa skemmti-
legra andrúmsloft og betri verslun.
Kaup og sala eru það snar þáttur
í mannlífinu að það skiptir miklu
máli að það fari vel og skemmti-
lega fram, að innpökkunin sé vön-
duð svo eitt lítið atriði sé nefnt,
að öll atriði fari vel úr hendi og
auðvitað þarf að skóla fólk til í
þessu eins og öðru, það má bara
ekki gleymast eins og víða virðist
Morgunbladið/RAX
Bára Sigurjónsdóttir
vera. Það er líka svo margt farið
úr böndunum í viðmiðun. Hjá mér
er hægt að fá vandaða samkvæmi-
skjóla á undir 10 þúsund krónur,
en í öðrum búðum hef ég séð
regnkápur á 2 ára börn verðalagð-
ar á 7.000 krónur og mér er sagt
að þær renni út. Er nema von að
blessað fólkið þurfi há laun. Ég er
nú svo gamaldags að mér finnst
þúsundkall skipta máli og það er
kannski þess vegna sem við erum
að reyna að halda þessari gömlu
rótgrónu verslun í sama horfinu.
- á.j.
Benedikt Brunsted
úr þessum málum enda séu Aust-
firðingar miklir skilamenn. Einnig
sé áberandi að fólk velti málunum
betur fyrir sér nú en áður og hugsi
meir um þær skuldbindingar sem
það er að gangast undir þegar það
skrifar undir skuldabréf eða sam-
þykkir víxil. Þetta er öðruvísi en
1987 þegar bílarnir hafi varla verið
skoðaðir bara borgaðir.
Um launakjör verslunarmanna
segir Benedikt að allir viti hvernig
samningarnir séu. Yfirborganir hafi
ekki tíðakst úti á landi eins og á
höfuðborgarsvæðinu. Fólk hafi því
fleytt sér á yfirvinnu en nú hafi
stórlega dregið úr henni og það
viti allir hvernig lífsafkoman sé.
Björn