Morgunblaðið - 05.08.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 19
SELFOSS:
„Þetta erjjölbreytt og
skemmtilegt starf'*
Selfossi.
„Það koma hér margir og ég hef gaman af þessu. Maður kemst í
gott samband við fólk og það er mikils virði. Það koma líka margir
aftur og það þykir mér benda til þess að þeim líki eitthvað af því
sem ég geri,“ segir Ósk Gísladóttir sem rekur söðlasmíðastofuna
Baldvin og Þorvaldur og verslun með vörur fyrir hestamenn og
fleiri. Verslunin er við Austurveginn á Selfossi í kjallara gamla banka-
hússins.
Mér datt nú aldrei í hug að
ég færi í þetta, búin að vera
í fiski í Þorlákshöfn. Það datt í
okkur að kaupa þetta í maí 1984
en þá hafði ég farið á námskeið í
fjóra daga í Þorlákshöfn hjá tveim-
ur konum ofan úr Hreppum,“ segir
Ósk.
Ósk og hennar vinnufólk annast
viðgerðir á reiðtygjum ásamt því
að smíða öll höfuðleður, útbúa
tauma, gjarðir, sauma hnakktöskur
og veita hestamönnum alla þá þjón-
ustu sem mögulegt er. „Það er
ýmislegt sem kemur inn úr dyrun-
um sem fólk þarf að fá gert og ef
ég get það þá geri ég það,“ segir
hún. Og í þeim töluðum orðum snar-
ast Bjarni Sigurðsson hjá Eldhest-
um inn með fullan poka af beislum
til að laga og reiðbuxur úr leðri sem
á var saumspretta. Buxurnar fengu
sína viðgerð strax og Bjarni vippaði
sér út léttstígur.
Ósk sagði að það færi vaxandi
að fólk gerði sér grein fyrir því að
hugsa þyrfti vel um reiðtygin og
að það fylgdi því ánægja að vera í
hreinum hnakk og með hreint beisli.
Það væri hins vegar of lítið um að
menn kæmu með reiðtygin til við-
gerðar á dauða tímanum frá sept-
ember til desember.
„í þessu starfi kemst maður í
tengsl við fólk alls staðar að af
Suðurlandi og maður verður
ánægðari því oftar sem fólkið kem-
ur. Þetta byggist á því að þóknast
fólkinu. Verslunin er alltaf að auk-
ast hjá mér hérna, jókst um helm-
Í: issili
■ii' mim
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Þórhildur Helgadóttir aðstoðarmaður og Ósk Gísladóttir í smiðjunni.
ing í fyrra frá árinu áður,“ sagði
Ósk.
í versluninni og á verkstæðinu
vinna auk hennar tvær konur. Stöð-
ugt er unnið að því að framleiða
það sem mögulegt er annað en að
smíða hnakka sem Ósk sagðist ekki
fást við. í versluninni hanga svo
vörurnar, þar má auk ólanna sjá
járningasvuntur, beislisstangir,
mél, hreinlætisvörur fyrir hross og
reiðtygi og fatnað.
„Við reynum að bregðast fljótt
við óskum fólks og mér finnst reglu-
lega gaman að vinna úr leðri, þetta
er fjölbreytt og skemmtilegt starf.
Maður fær ýmislegt að glíma við
og verður bara að koma í ljós hvort
maður getur eða getur ekki,“ sagði
Ósk Gísladóttir.
— Sig. Jóns.
„Það skemmtilegasta við starfið
eru samskiptin við fólkið“
Rætt við Harald í Geysi með 48 ára starfsaldur
Eg er búinn að vinna hér síðan
13. september 1941, nær hálfa
öld,“ sagði Haraldur Theodórsson
verslunarmaður í Geysi í samtali
við Morgunblaðið í tilefni Verslun-
armannahelgarinnar. „Ég var þá
sautján ára Reykvíkingur, hafði
flækst á milli í ýmiskonar vinnu
eins og gengur með unglinga, en
ég hef ekki séð ástæðu til þess að
hreyfa mig úr Geysi, enda er mitt
sjónarmið það að ef maður kann
vel við sig á einum stað, er engin
ástæða til þess að vera að leita að
því sem maður veit ekki hvað er.
Þú spyrð um starf verslunar-
manns í hálfa öld? Breytingarnar
eru miklar eins og gefur að skilja.
Þjóðfélagið hefur breyst frá toppi
til táar tæknilega en mannlega eð-
lið er samt við sig. Við í Geysi höf-
um til dæmis alltaf byggt á því að
hafa persónuleg samskipti við
kúnnana. Líklega hafa þessi sam-
skipti ekki verið eins persónuleg í
matvöruversluninni, enda meiri
hraði á þeim vettvangi, en í þessari
verslun hefur þessi þáttur verið
grundvöllurinn. Eg vann sem sendill
áður en ég byrjaði í Geysi, var
sendill í matvörubúð og þá fór
maður stundum tvær til þljár sendi-
ferðir á dag á sama heimilið og
auðvitað þýddi það persónuleg
tengsl. Fólk leitar mikið til okkar,
Spáð í spilin með kúnnanum.
jafnvel þótt það ætli ekki að versla,
leitar upplýsinga og það er svo oft
eins og fólk vanti persónuleg sam-
skipti í viðskiptin. Ég tel að það
þurfi mun meira gagnkvæmt traust
milli kúnnans og verslunarmanns-
ins. Það sem mér finnst skemmti-
legast við þetta starf eru samskipt-
in við fólkið, spjallið og vangavel-
turnar. Örsjaldan koma erfiðir
kúnnar og þá tekur maður þeim
bara á léttu nótunum og þakkar
Guði fyrir að vera ekki eins.
Það er mjög góður andi í þessu
húsi og hefur alla tíð verið og ann-
að sem hefur fundið farsælan far-
veg hér er hár starfsaldur. 53 ár
Haraldur Theodórsson í Geysi.
er hæst, þá 48 ár, 35 ár og al-
mennt eru þetta 10-20 ár. Mér
finnst einnig augljóst að fólki sem
verslar hjá okkur líður vel hér. Það
er rúmgott, bjart og meira að segja
á gangstéttinni þar sem við sýnum
garðvörur á sumrin fær fólk sér oft
sæti og slappar af. Það hefur jafn-
vel borið við að gestir í Nausti hafa
komið með glösin að borðunum hjá
okkur og tekið það náðugt.
Jú, víst getur fjöldi þeirra sem
koma í verslunina á einum degi
komist upp í nokkur hundruð, en
Morgunblaöiö/Kagnar Axelsson
umferðin í miðbænum er orðin
minni en áður. Að mínu mati er
þetta mikið til bönkunum að kenna,
þeir hafa búið til svo mikinn þrö-
skuld með því að leggja svo margar
byggingar í miðbænum undir
bankaafgreiðslur á fýrstu hæð hú-
sanna. Auðvitað gætu þeir alveg
eins haft almenna bankaafgreiðslu
á annarri hæð og gefið verslunar-
rekstri kost á götuhæðunum. Það
myndi breyta miðbænum aftur til
góðs fyrir líflegt mannlíf.“
- á.j.
Það er oftast afslappað andrúmsloftið utan dyra sem innan á Geysi.
KLAUSTURHOLAR
Laugavegi 8
verða opnir í dag, laugardag og sunnudag frá kl. 14-18.
Til sýnis og sölu verk eftir flesta af okkar fremstu málurum.
Olíumálverk:
Jón Stefánsson
Jóh. S. Kjarval
Brynjólfur Þórðarson
Gunnlaugur Scheving
Snorri Arinbjarnar
Gunnlaugur Blöndal
Jóhann Briem
Jón Engilberts
Sveinn Þórarinsson
Jón Þorleifsson
Kári Eiríksson
Svavar Guðnason
Vatnslitamyndir: Gunnlaugur Scheving
__________________Sölvi Helgason________
Jón Jónsson
Eiríkur Smith