Morgunblaðið - 05.08.1989, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989
23
Minnkandi áhugi neyt-
enda fyrir fersku kjöti
LÍTIÐ verður um svokölluð sumarlömb í verslunum í ár þar sem áhugi
neytenda virðist dræmur. Sumarlömb seldust illa á síðasta sumri, en
þá var töluverðum fjölda sumarlamba slátrað og ferskt lambakjöt selt
í verslunum.
Jón Magnússon, sölustjóri hjá Af-
urðadeild SÍS, segir að sumarslátrun
verði engin á vegum Sambandsins í
ár. „Við höfum slátrað á sumrin
nokkur undanfarin ár. Það gekk
ágætlega fyrstu árin, en síðan hefur
smádregið úr sumarslátruninni. í
fyrra var sáralítil eftirspurn. Verð-
munurinn nam 25% á milli nýs og
gamals kjöts sem var hreinlega of
mikið fyrir neytendur. Það endaði
með því að við frystum meirihlutann
af sumarslátruðu lömbunum," segir
Jón. Hann sagðist jafnve! efast um
að boðið yrði upp á svokölluð pá-
skalömb um næstu páska vegna tak-
markaðs áhuga. Hinsvegar þyrfti að
taka um það ákvörðun í haust þar
sem hleypa þyfti til miklu fyrr en ella.
Jón Gunnar Jónsson, framleiðslu-
stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands,
segist reikna með að sumaslátrun
verði einhver á vegum SS og að hún
heijist þá verslunarmannahelgi ef
áhugi kaupmanna og bænda reynist
nægur. Sláturfélagið hefur nú þegar
fengið vilyrði fyrir eitt hundrað dilk-
um. „Það er í raun of snemmt að
spá um hvernig til tekst, en áhuginn
af okkar hálfu er til staðar.“
Jón Gunnar sagði að bændur, sem
Útflutningur hrossakjöts:
Býst við að útflutningsbæt-
ur verði með sama sniði
- segir landbúnaðarráðherra
STEINGRÍMUR J. Sigfusson,
landbúnaðarráðherra, segist gera
ráð fyrir að stuðningur við út-
flutning hrossa og hrossakjöts
geti áfram verið með svipuðu
móti og verið hefur. Ráðherra tel-
ur einnig eðlilegt að hið opinbera
bæti við hlutafé til að styrkja
rekstur Fínullar hf., sem vinnur
úr ull af angórakanínum.
þannig að byggt verði á innfluttu
hráefni að miklu leyti, en mikilvægt
sé að gefa íslenskum kanínubændum
færi á að losna við framleiðslu sína.
væru með of mikið af lömbum og
ekki nægjanlegan fullvirðisrétt, sæju
sér oft hag í því að láta slátra lömb-
unum á meðan þau væru léttari.
Þannig nýttu þeir að fullu sinn rétt
og fengju auk þess heldur hærra
verð fyrir sumarslátruð lömb heldur
en fyrir haustslátrunina. Verðmunur-
inn mætti hinsvegar ekki vera of
mikill á frosnu og fersku kjöti því
þá minnkaði áhugi neytenda eins og
reyndar gerðist í fyrra. Nú væri ver-
ið að selja dilkakjöt á tilboðsverði í
verslunum á 365 og 383 krónur kg.
Skráð heildsöluverð á fyrsta flokks
dilkakjöti í júnímánuði var 293,90
krónur kg. Það verð þyrfti að hækka
um 10% svo vel ætti að vera og þá
ættu kaupmenn eftir að leggja smá-
söluálagningu og 25% söluskatt ofan
á verðið. Því væri ljóst að verðmunur
yrði einhver á sumarlömbunum og
frosna tilboðskjötinu. ;,Við höfum
áhuga á að standa fyrir sumarslátrun
í ár, en hún verður að ráðast af verð-
um og áhuga neytenda á vörunni.
Þetta er' samspil milli kaupmannsins,
sem ekki vill hafa vöruna of dýra,
og bóndans, sem ieggur lömbin sín
ekki inn á hvaða verði sem er. I fyrra
voru bændur viljugir til að leggja
inn, en verslanirnar misstu áhugann
fljótt þar sem lítil sala mun hafa
verið í nýja kjötinu vegna of hás
verðs,“ sagði Jón Gunnar.
15 myndir eftir Louisu Matthíasdóttur eru nú til sýnis og sölu í
Gallerí Borg.
Nýjar Louisu-mynd-
ir í Gallerí Borg
Listakonana Louisa Matt-
híasdóttir er nú stödd hér á
landi en hún er, eins og flestum
er kunnugt, búsett í New York
þar sem hún er fyrir löngu búin
að vinna sér nafn og orðin
þekkt fyrir sterkar landslags-
myndir sínar frá íslandi.
Nú hefur Gallerí Borg fengið
til sölu 15 nýlegar olíumyndir eft-
ir Louisu, flestar af hestum og
kindum í landslagi en sú stærsta
er falleg götumynd úr Reykjavík.
Myndirnar hafa verið hengdar
upp og verða til sýnis og sölu í
Gallerí Borg næstu daga.
(Fréttatilkynning)
Landbúnaðarráðherra segir, að
Félag hrossabænda hafi á undan-
förnum árum fengið örlitla fjárhæð,
í ár þijár til fjórar milljónir, til að
standa að útflutningi. Þarna væri
hins vegar í raun og veru ekki um
að ræða eiginlegar útflutningsbætur,
heldur væri um fasta upphæð að
ræða. Hrossabændur hefðu skapað
gjaldeyristekjur með þessum útflutn-
ingi og sala þeirra á reiðhestum hefði
verið góð landkynning. Segist ráð-
herra gera ráð fyrir að stuðningur
við þá geti orðið með svipuðu sniði
og verið hafi.
Landbúnaðarráðherra segir að
engin ástæða sé til upphlaups vegna
þess sem á sér nú stað í kanínurækt-
inni. Keypt hafi verið til landsins
verksmiðja ti! að vinna kanínuull og
stofnað um hana hlutafélag. Vegna
stofnkostnaðar þurfi nú að bæta við
hlutafé. Afköst verksmiðjunnar séu
meiri en þurfi til að vinna innlenda
hráefnið í fyrirsjáanlegri framtíð,
Byggðastofiiun;
20 millj. til
fóðurstöðva
BYGGÐASTOFNUN mun á næstu
þremur mánuðum veita fóður-
stöðvum 20 milljónir króna í styrki
til að lækka megi verð á fóðri til
loðdýrabænda og laxeldisfyrir-
tækja. Stjórn Byggðarstofnunar
ákvað einnig að fylgjast sérstak-
lega með þeim fóðurstöðvum sem
kunna að lenda í rekstrarerfiðleik-
um á árinu, og lána nýjum rekstra-
raðilum komi til gjaldþrota stöðv-
anna. Var þetta gert að beiðni
forsætisráðherra fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar þess hljóðandi að
Byggðastofnun tæki frekari þátt í
tilraunum til að tryggja rekstur
fóðurstöðvanna.
I frétt frá stjórn stofnunarinnar
segir, að stöðvunum verði greiddur
styrkur á hvert framleitt og selt
kílógramm, þannig að þær geti selt
bændum og laxeldisfyrirtækjum fóð-
ur á lægra verði. Guðmundur Malm-
quist forstjóri Byggðastofnunnar
sagði í samtali við Morgunblaðið að
stjóm stofnunarinnar hefði ekki talið
vænlegt að veita greininni bein lán
að meira marki en gert hefur verið,
í bili að minnsta kosti. „Við tókum
því þá ákvörðun að bíta á jaxlinn og
styrkja," sagði Guðmundur.
FÁAHLEGT í 15 LITUM
Fæst I málningar og byggingavörurerslunum um allt
tauú