Morgunblaðið - 05.08.1989, Page 24

Morgunblaðið - 05.08.1989, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 Grænmetisneysla dregur úr hættu á lungnakrabbameini Washington. Reuter. GRÆNMETISRÍKT fæðl virðist vernda fólk gegn lungnakrabba- meini, að því er haft var eftir vísindamönnum á þriðjudag. Vísindamennirnir, sem starfa við krabbameinsrannsóknastöð háskól- Offita vanda- mál í belg- íska hernum Brussel. Reuter. MENN sem kvaddir eru í belgíska herinn verða stöðugt feitari enda nýkomnir af mataræði þar sem franskar kartöflur og skyndibita- matur er uppistaðan. Eru þeir jafhframt þjakaðir af hreyfingar- leysi. Að sögn Guy Coeme, vamarmála- ráðherra Belgíu, hefur reynst nauð- synlegt að auka líkamlega þjálfun nýliða í hemum vegna hversu feitir þeir eru. Verður aukin áhersla lögð á íþróttaiðkun hermanna í framtí- ðinni og hefur nú nýlega verið ákveð- ið að veija 2,5 milljónum dollara, eða 150 milljónum ísl. króna, til kaupa á 200.000 pörum af hlaupaskóm fyr- ir hermenn. Coeme segir að 8% þeirra ungu- manna sem kvaddir em í herinn og falla á læknisskoðun séu felldir vegna offitu. Megi aðallega rekja hana til lélegs mataræðis og hreyf- ingarleysis. ans í Hawaii-ríki, bára saman fæði 332 lungnakrabbameinssjúklinga á Hawaii og 865 heilbrigðra eyja- skeggja. Komust þeir að raun um, að mikil fylgni var á milli græn- metisríks mataræðis og tiltölulega lágrar tíðni lungnakrabbameins. Vömin virtist stafa frá græn- metinu sem fæðuflokki fremur en einstökum tegundum þess eða þekktum þáttum þess eins og trefj- um eða A-vítamíni. „Þegar við lögðum saman niður- stöðutölur allra grænmetistegund- anna, sem við rannsökuðum, virtust varnaráhrifin sterkust," sagði í skýrslu vísindamannanna, sem birt- ist í ágústhefti tímarits Bandarísku krabbameinsstofnunarinnar. „Aukning varnarmáttarins gæti stafað frá einhveijum einum þætti, sem er til staðar í flestu grænmeti, eða frá sameiginlegum eða sam- virkum áhrifum nokkurra vamar- þátta þessarar fæðutegundar," sagði í skýrslunni. Vísindamennimir sögðu enn fremur, að niðurstöðumar ættu jafnt við um konur og karla af öllum kynþáttum. Gengið yfír Suðurheimskautslandið Reuter Sovésk flutningaflugvél af gerðinni IL-76 MD sést hér skömmu eftir lendingu á Eyju Georgs konungs við Suðurheimskautslandið. Þangað hafði vélin meðferðis þátttakendur í alþjóðlegum leiðangri og búnað þeirra en mennirnir hyggj- ast ganga þvert yfir Suðurheimskautslandið, frá vestri til austurs, með viðkomu á Suðurskautinu. Ferðin hófst 1. ágúst og er búist við að hún taki sjö mánuði. Beljavskíj einn efstur Alexander Beljavskíj var efstur í úrvalsflokki eftir Qórar umferðir á OHRA-skákmótinu í Hollandi með þijá vinninga. I stórmeistara- flokki er Judith Polgar efst með þijá vinninga af þremur möguleg- um ásamt Sovétmanninum Boris Gelfand. í öðra sæti í úrvalsflokki er Viktor Kortsnoj með 24 vinning. í 3.-4. sæti era Boris Gulko og Jonathan Speelman með 2 vinninga. Fimmti er Van der Wiel með 1/4 vinning og lestina rekur Jerevan Piket með 1 vinning. Sjálfstæðir atvinnurekendur eiga erfitt uppdráttar í Kína Stjórnvöld segja afstöðuna til menntamanna óbreytta Peking. Reuter. SAMKVÆMT nýjum hagtölum sem birtar voru í gær í Kína hefúr einkafyrirtækjum fækkað þar í landi undanfarið í fyrsta skipti síðan árið 1981. Einka- rekstur hefúr sætt þungu ámæli í opinberum fjölmiðlum landsins og er talið að sfjórnvöld vilji kynda undir óánægju almenn- ingps með gróða einkafyrirtækja. Sfjómvöld lýstu því hins vegar yfir í gær að afstaða þeirra til menntamanna væri óbreytt og að ekki væru uppi áform um að hverfa frá yfirlýstri stefiiu ráða- Flýja skógarelda Reuter Skógareldar, hinir mestu í 20 ár, hafa valdið miklum usla I Frakklandi að undanfömu. Hefúr fólk átt fótum fjör að launa á flótta undan þeim. I mörgum tilfellum hafa menn orðið að hlaupa í sjó fram til að sleppa lifandi. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var skammt frá Marseille í gær, em tvær konur að flýja úr húsi sínu í þorpinu La Fare des Oliviers þar sem eld- veggur nálgaðist það óðum. Talið var í gær að tekist hefði að stöðva útbreiðslu eldanna. manna gagnvart þeim. Samkvæmt frétt Dagblaðs bænda voru rúmlega 12,3 milljónir einkafyrirtælq'a í landinu í lok júní með rúmlega 19 milljónir manna í vinnu. Er það um 15% samdráttur frá því á sama tíma í fyrra. Blaðið segir að framleiðsluverðmæti einka- fyrirtækja sé 29% minna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa einnig verið harðlega gagnrýndir undanfarið fyrir skattsvik, vinnu- þrælkun og mikinn gróða. Ónafn- 'greindur vestrænn stjómarerind- reki segist telja að stjórnvöld séu með þessu að beina reiði almenn- ings frá sjálfum sér að einkageiran- um. Margur almennur borgarinn öfundar atvinnurekendur af góðu gengi þeirra. Jin Xin, skattsjóri Kína, hefur látið hafa eftir sér að sjálfstæðir atvinnurekendur greiði víða einung- is 20-30% af þeim skatti sem þeim beri. Markmið stjórnvalda sé að ná 12 milljörðum yuan (185 milljörðum ísl. kr.) af atvinnurekendum á þessu ári í stað 9 milljarða yuan (140 milljarða ísl. kr.) í fyrra. Afstaðan til menntamanna óbreytt Stjómvöld í Kína sögðu í gær að afstaða þeirra til menntamanna væri óbreytt og að ekki væm uppi áform um að hverfa frá yfirlýstri stefnu ráðamanna gagnvart þeim. Þúsundir manna hafa verið hand- teknar frá því að lýðræðishreyfing kínverskra námamanna var brotin aftur með hervaldi í Peking og áróð- ursherferð yfirvalda hefur ekki síst beinst gegn meintri „undirróður- starfsemi" tiltekinna mennta- manna. I síðasta mánuði sagði í forystu- grein Dagblaðs alþýðunnar að verkalýðurinn væri gmndvöllur ríkisins, ekki menntamennirnir og þótti sá málflutningur minna á yfir- lýsingar ráðamanna á sjöunda ára- tugnum. Allt frá því hermenn myrtu þúsundir manna á Torgi hins him- neska friðar í júnímánuði hefur áróður stjómvalda einkum beinst gegn erlendum menningaráhrifum og andófsmönnum í röðum lýðræð- issinna. Á fimmtudag veittist Dag- blað alþýðunnar harkalega að Yan Jiaqi, einum þekktasta leiðtoga lýð- ræðishreyfingarinnar en hann hefur nú flúið land og hyggst stjórna baráttu stjórnarandstæðinga gegn kínverskum valdhöfum erlendis frá. Þá hefur þekktasti andófsmaður Kína, vísindamaðurinn Fang Lizhi, þráfaldlega verið fordæmdur í for- ystugreinum blaða en hann dvelst nú í sendiráði Bandaríkjamanna í Peking. Erlendir stjórnarerindrekar í Peking sögðu í samtali við fréttarit- ara Reuters-fréttastofunnar í gær að svo virtist sem stjómvöld vildu nú leitast við að vinna menntamenn á sitt band. Margir þeirra hefðu stutt baráttu kínverskra lýðræðis- sinna og væru því uggandi um sinn hag. Sovétríkin: Framleiðsla á neyslu- varningi verður aukin Moskvu. Reuter. JÚRÍJ Masljúkov, forstjóri áætl- unarstofiiunar Sovétríkjanna, greindi frá því í gær að afráðið hefði verið að auka stórlega framboð á neysluvamingi i Sov- étríkjunum á næsta ári. Fram til þessa hafa yfirvöld í Sovétríkjunum einkum lagt áherslu á þungaiðnað en að sögn Masljúkovs hefur nú verið ákveðið að auka framleiðslu á neysluvörum t.a.m. sjónvarpstækjum um 12 prósent á næsta ári. Hann tók fram að ekki væru uppi áform um að auka innflutning á slíkum varn- ingi erlendis frá heldur yrði innan- landsframleiðslan aukin. Áætlun þessi var kynnt á fundi Æðsta ráðs Sovétríkjanna á fimmtudag og kváðust vestrænir sérfræðingar efast um að þessu marki yrði náð. í máli forstjórans kom fram að stjórnvöld hygðust draga úr fjár- festingum í þungaiðnaði um heii 30 prósnet á næsta ári og veita þeim fjármunum til framleiðslu á neysluvörum. „Áætlun þessi mun verða til þess að draga úr þjóðfélagsspennu í Sovétríkjunum," sagði Masijúkov en Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleið- togi hefur margoft rætt um nauð- syn þess að vöruframboð verði aukið þar eystra. Sovétríkin: Óflokks- bundinn ráðherra Moskvu. Reuter. ÆÐSTARÁÐ Sovétríkjanna sam- þykkti í gær útnefúingu Níkolajs Vorontsovs í starf umhverfis- málaráðherra. Er hann fyrsti óflokksbundni maðurinn sem gegnir ráðherrastarfí í Svoétríkj- unum, að sögn TASS-fréttastof- unnar. Vorontsov hefur starfað undan- farið sem líffræðingur hjá sovésku vísindaakademíunni og við honum blasa mörg viðamikil verkefni, því ástandið í sovéskum umhverfismál- um er sagt hörmulegt. Er hann sat fyrir svörum hjá æðstaráðinu sagði Vorontsov að gera þyrfti grundvall- ar breytingar í landbúnaði og at- vinnulífi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.