Morgunblaðið - 05.08.1989, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.08.1989, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. AGUST 1989 -f MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. AGUST 1989 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Kaupmátturinn o g verzlunin Verzlunin gegnir vissu lykil- hlutverki í þjóðarbúskap okkar. í fyrsta lagi erum við háðari milliríkjaverzlun en flest- ir aðrir: flytjum út hærra hlut- fall þjóðarframleiðslu og inn stærri hlut lífsnauðsynja. Við- skiptakjör við umheiminn hafa ríkuleg áhrif á lífskjör okkar. í annan stað er verzlunin starfs- vettvangur langleiðina í fímmt- án þúsund einstaklinga hér á landi. Þröstur Olafsson, fram- kvæmdastjóri KRON, segir í við- tali við tímaritið Þjóðlíf, að verzlunin sem atvinnugrein eigi við engu minni erfíðleika að stríða en sjávarútvegurinn — og að „þar séu miklu fleiri atvinnu- tækifæri í húfi en í öðrum at- vinnugreinum“. Orðrétt segir framkvæmdastjóri KRON: „Maður spyr sig að því hvort hægt sé fyrir alvöru verzlunar- starfsemi að lifa við þá álagn- ingu og þau rekstrarskilyrði sem nú eru.“ Magnús Finnsson, fram- kvæmdastjóri kaupmannasam- takanna, segir sömu sögu í blaðaviðtali: „Eg veit ekki um nokkra matvöruverzlun sem rekin er með einhveijum hagnaði. Þar er illt í efni.“ Þessar staðhæfíngar for- svarsmanna einka- og sam- vinnuverzlunar vekja ýmsar spurningar í hugum fólks, eink- um í ljósi þeirrar staðreyndar, að vöruverð, og þá fyrst og fremst matvöruverð, er umtals- vert hærra hér á landi en í grannríkjum. Ein er meginskýring þess, hve vöruverð er hátt hér, þótt hún skýri ekki alfarið mun á vöru- verði hér og erlendis. Hvergi á byggðu bóli eru ríkissjóðstekjur sóttar að stærri hluta í verð vöru og þjónustu en hér. Rekstr- arlegt umhverfi verzlunar, sem annarra atvinnugreina, mótast síðan af ríkjandi stjómarstefnu hveiju sinni. í því efni er flest á sömu haftabókina lært í land- stjórninni. Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um verulegan samdrátt í verzlun, sem rætur á í minna atvinnuframboði og minni kaup- mætti launa en til skamms tíma var raunin. Formaður kaup- mannasamtakanna spáir „áframhaldandi samdrætti í sölu, a.m.k. fram á mitt næsta ár . . . Við sjáum m.a. þann mikla fjölda fyrirtækja, sem hafa leiðst út í gjaldþrot, og þeim fer varla fækkandi. Það má búast við verulegri grisjun." Það er því ekki bjart atvinnu- útlit hjá verzlunarfólki þegar fríhelgi þess gengur í garð að þessu sinni, fremur en ýmsum öðrum starfsstéttum í landinu. Atvinnusamdrátturinn og kaup- máttarrýrnunin hafa bitnað hart á verzluninni með þeim afleið- ingum að þar hafa fjölmörg störf lagzt af. Fleiri o g fleiri landsmenn gera sér nú grein fyrir því að stefna ríkisstjómarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum hefur gjörsam- lega gengið sér til húðar. Hún hefur í engu skilað þeim ár- angri, sem fyrirheit stjómarsátt- málans stóðu til: verðlag rís, halli ríkissjóðs og skuldir sam- félagsins vaxa, skattar stór- hækka, fyrirtækjadauði er svo að segja daglegt brauð, atvinna dregst saman, kaupmáttur rým- ar og það bryddar á landflótta. Orð eins stjórnarþingmannsins á dögunum, „þetta gengur ekki lengur", vóru löngu tímabær. En öll él birtir upp um síðir; einnig él pólitískra mistaka. Þegar kompásskekkjan í stjórn- arráðinu hefur verið rétt af get- um við átt samleið með öðmm vestrænum þjóðum á hagvaxt- arleið til betri tíðar. í þeirri von óskum við verzlunarfólki ánægjulegrar — og slysalausrar — verzlunarmannahelgi. Háttvísi og tillitssemi Nú fer í hönd mesta um- ferðarhelgi ársins. Þá er ástæða til að minna fólk á að fylgja umferðarreglum í hvívetna og sýna háttvísi og til- litssemi á vegum úti. Það er sorgleg staðreynd að tveir einstaklingar deyja að meðaltali á mánuði í umferðar- slysum hér á landi, auk þess sem fjöldi fólks hlýtur meiri og minni meiðsl, sumir ævilöng örkuml, að ekki sé talað um eignatjón í skemmdum ökutækjum. Alltof oft má rekja orsakir slysanna til þess að ökuþórar sýna ekki nægilega tillitssemi í umferð- inni. Akið ekki hraðar en reglur og aðstæður segja til um. Akið ekki fram úr nema kringum- stæður leyfi. Notið bæði belti og ljós. Hleypið aldrei stút að stýri. Sýnið öðrum sömu háttvísi og þið væntið af þeim. Framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs um Patreksfiarðarmálið: Krafa Byggðastofiiunar um uppgreiðslu lána óskiljanleg Lán sjóðsins til skipanna nærri 50 milljónuni „FARI svo ólíklega að við kaupum þessi skip á uppboði fyrir þá upp- hæð sem okkar krafa á 1. veðrétti stendur fyrir, þá koma engir pen- ingar í hlut annarra kröfuhafa. Hins vegar eru meiri líkur á að Byggðastoftiun eða einhver þriðji aðili kaupi skipin, sem tryggði greiðslu þeirra hlutfallslega lágu lána sem af okkar hálfu hvíla á skipunum. Því er mér þessi samþykkt Byggðastofhunar óskiljanleg,“ sagði Már Elísson, framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs í samtali við Morgunblaðið, um ákvörðun Byggðastofnunar að krefjast þess að lán stofiiunarinnar sem hvíla á tveimur skipum Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar, tæpar 110 milljónir, skyldu greidd upp ef til sölu skipanna frá Patreksfírði kæmi, eða þau yrðu seld á uppboði. Samkvæmt upplýsingum Morg- I 50 milljónir króna að núvirði. Lán unblaðsins munu lán Fiskveiðisjóðs sjóðsins munu skiptast þannig, að sem hvíla á skipunum vera rúmar | um 43 miUjönir króna hvíla á togar- anum Sigurey, tryggð á 1. og 4. veðrétti, en vátryggingaverðmæti hans er um 183 milljónir króna, og um 6 milljónir króna á togskipinu Þrym, tryggð á 1. veðrétti. Vá- tryggingaverðmæti Þryms er um 190 milljónir. Lán þessi munu vera nokkum veginn í skilum. Þá munu lán sjóðsins til fiskvinnsluhúss Hraðfrystihússins, sem tryggð eru með 1. til 4. veðrétti í því, nema um 84 milljónum króna á núvirði, sem mun vera um 60% af mats- verði. Þar á eftir kemur lán Byggð- arstofnunar til hússins að upphæð um 70 milljónir. Einnig hefur dótt- urfyrirtæki Sambandsins, Reginn, lánað háar upphæðir til reksturs Hraðfrystihússins, en ekki hafa fengist staðfestar tölur í því sam- bandi. Sigurður Markússon stjóm- armaður í Reginn vildi þó vitna til ummæla Guðjóns B. Ólafssonar for- stjóra á þá leið að tap Sambandsins og samvinnufyrirtækja vegna gjald- þrota á Patreksfirði kæmi til með að skipta milljónatugum. Heimildir Morgunblaðsins telja tap Sam- bandsins vegna gjaldþrots Hrað- frystihússins þó ekki verða minna en um 100 milljónir. Upphæð þessara lána Fiskveiði- sjóðs er ekki meiri en svo, að talið er ólíklegt að sjóðnum verði slegin skipin. Sjóðurinn kemur líklega til með að bjóða í skipin upp að sinni eign ef til kemur, og fari svo ólík- lega að hann fengi þau á því verði fá þeir sem á eftir sjóðnum koma í kröfuröðinni ekkert í sinn hlut. Sama er að segja um fiskvinnsluhú- sið, þar er Fiskveiðisjóður á 1. til 4. veðrétti, og telja margir líklegt að honum verði slegið húsið. Fari svo munu aðrir veðréttareigendur í því ekki hljóta neitt upp í kröfur sínar. Már Elísson sagði að Fiskveiði- sjóður teldi lán sín til skipanna það vel tryggð að lítil sem engin hætta væri á að sjóðurinn tapaði á þeim. Að sögn sýslumanns Barða- strandarsýslu, sem hefur gjald- þrotabeiðni fyrirtækisins til með- ferðar, er unnið af kappi í málinu. Togarinn Sigurey mun að líkindum selja á Faxamarkaði á næstunni, og sagðist sýslumaður vera að vinna að því að skipið mætti komast aftur til veiða sem fýrst. Höfiim ekki hug á að hætta mjólkurvinnslu - segir mj ólkurbússtj óri Mj ólkur- samlags Borgfirðinga um tillögur afiirðastöðvanefiidar Stjórnvöld geta ekki ákveðið að loka mjólkurbúum eða öðrum fyrir- tækjum. Það er aðeins tvennt, sem getur lokað samlaginu, annars vegar gjaldþrot og hins vegar getur eigandi búsins, sem í þessu til- felli er Kaupfélag Borgfirðinga, ákveðið að loka. Eins og er höfum við engan hug á að hætta mjólkurvinnslu og komum því til með að beijast gegn því,“ sagði Indriði Albertsson, mjólkurbústjóri í Borgar- nesi, i samtali við Morgunblaðið þegar hann var inntur álits á niður- stöðum afúrðastöðvaneftidar um úreldingu sjö mjólkurbúa á landinu. Að mati Indriða þyrfti að endur- skoða tillögurnar frá grunni þar sem skýrsla nefndarinnar sé byggð á afkomu mjólkurbúanna árið 1986. Forsendumar væru orðnar allt aðr- ar nú, að minnsta kosti hvað Mjólk- ursamlag Borgfirðinga snerti. Um þriðjungur húsnæðis mjólkurbúsins hefur verið tekinn undir framleiðslu aukagreina. Þar fer nú fram fram- leiðsla á vodka, pizzu og grautum. Þessar aukagreinar eru alfarið látn- ar greiða kostnað við eigin fram- leiðslu auk þess sem um helmingur starfsliðs mjólkursamlagsins starf- aði nú við aukagreinamar. „Við viljum frekar reyna að hag- ræða hjá okkur heldur en loka. Ef menn vilja ekki viðurkenna þetta sem hagræðingu, þá veit ég ekki hvað hagræðing er,“ sagði Indriði. Starfsemi Mjólkursamlags Borg- firðinga flutti í nýtt hús árið 1981 og segir Indriði að þetta sé fyrsta árið síðan þá sem afkoma geti tal- ist sæmileg. Því þætti mönnum hart í ári að loka núna, loksins þegar hlutirnir væm famir að ganga. I tillögunum er gert ráð fýrir úreldingu sjö af sautján búum á landinu sem era mjólkurbúin á Djúpavogi, Þórshöfn, Neskaupstað, Hvammstanga, Patreksfirði, Húsavík og Borgamesi. Þá yrðu stofnuð tvö hlutafélög um rekstur alls mjólkuriðnaðar í landinu sem meðal annars yrði ætlað að sjá um úreldingu búanna. Talið er að heild- arsparnaður gæti numið rúmum 200 millj. kr. og talið er að úrelding sjö mjólkurbúa muni kosta um 400 millj. kr. Tillögurnar gera ráð fyrir að síðar yrðu mjólkurbúin á Sauðár- króki, Vopnafirði og á Höfn í Homafirði lögð niður. Eftir þessar breytingar stæðu eftir sjö bú, sem era: Mjólkurbú Flóamanna, Mjólk- ursamsalan í Reykjavík, og mjólk- urbúin á Egilsstöðum, Akureyri, Blönduósi, Búðardal og ísafirði. Aðeins tveir aðilar sitja í afurða- stöðvanefnd, sömu aðilar og unnu svokallaða sláturhúsaskýrslu. Nefndina sitja Margeir Daníelsson forstjóri Lífeyrissjóðs SÍS og Egill Bjamason búnaðarráðunautur á Sauðárkróki. Þeir vora skipaðir í ráðherratíð Jóns Helgasonar árið 1987 í framhaldi af útkomu slátur- húsaskýrslunnar, en í henni var gert ráð fyrir fækkun sláturhúsa úr 49 í 18. „Við höfum ákveðnar hugmyndir um hvernig fækkun mjólkurbúanna skuli háttað, en ég vil ekki gefa neinar yfirlýsingar um það nú. Breytingamar munu allar fá sinn aðlögunartíma ef menn fallast á að vit sé í þessum tillögum," sagði Margeir í samtali við Morgunblaðið. „Vinna nefndarinnar hefur hinsveg- ar farið fram á mjög vísindalegan hátt. Arðsemisúttektin var gerð með aðstoð reiknilíkans, þar sem öllum kostnaði hverrar vörategund- ar er skipt í fastan og breytilegan kostnað. Síðan reiknaði líkanið út hagkvæmustu afurðasamsetning- una hjá hveiju búi fyrir sig og hvaða búum er hagkvæmt að halda áfram í rekstri.“ Margeir segir að ekki sé gert ráð fyrir að ríkissjóður fíármagni úreld- inguna að neinu leiti, heldur verði gripið til verðmiðlunarsjóðs mjólk- uriðnaðarins. Til sjóðsins renna nú 5,5% af verði hvers mjólkurlítra, og hefur það gjald verið notað til að jafna rekstrarlegan aðstöðumun mjólkurbúanna. Með úreldingunni telja menn að þetta álag þurfi að hækka, en sú framkvæmd er í hönd- um landbúnaðarráðherra hveiju sinni. Þannig myndi úreldingin koma niður á neytendum í hækkuðu mjólkurverði. Margeir segir að búið sé að kynna landbúnaðarráðherra helstu niður- stöður nefndarinnar. Helstu hags- munaaðilum mjólkuriðnaðar yrði kynnt skýrslan síðar í mánuðinum þegar endanlegri vinnu við hana lyki, en verkið hefur tekið nefndina tvö ár. Skúli tekur við viðurkenningu frá Berklee-skólanum fyrir góða frammistöðu I námi og tónleikahaldi. Islenskur tón- listarmaður sigr- ar á jasshátíð BASSALEIKARINN Skúli Sverrisson, sem dvalist heftir í Bandaríkjun- um við nám og störf, sigraði nýverið 5 einni stærstu jasstónlistar- keppni heims, Musicfest USA, sem haldin er af bandaríska jassblaðinu Down Beat. Skúli sigraði í kepnninni fyrir rafinagnaða tónlist með dúói sínu og þýska gítarleikarans Christians Rovers, sem kallast Yours Roughly. Skúli Sverrisson hefur verið bú- settur í Boston síðan haustið 1986 Stórfiskar í Þverá og gögurra stafa tala... Þverá og Kjarrá hafa skriðið yfir 1000 laxa múrinn og í gær höfðu árnar, eða áin réttara sagt, gefið um 1070 laxa og hafði neðra svæð- ið, Þverá, gefið heldur meira en helminginn, en efra svæðið, Kjarrá, hefur aftur á móti verið í sókn. Lax er um allt þetta víðfeðma svæði, frá neðstu stöðum til efstu staða. Vænir laxar hafa verið að veiðast að undanförnu, 22 punda lax kom á land í fyrradag og fyrir fáeinum dögum dró Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins 21 punds fisk úr Steinahyl. Þar með hafa að minnsta kosti 7 laxar veiðst sem hafa vegið á bilinu 20 til 22 pund í sumar. Og þó nokkrir 17 og 18 punda laxar. Veiði lýkur í ánni í lok mánaðar. | Laxá í Mývatnssv.:Meira eh allt síðasta sumar. „Það hefur þegar veiðst meira af urriða heldur en allt síðasta sum- ar. 2442 fiskar hafa verið skráðir og eitthvað smotterí er enn óskráð, en síðasta sumar veiddust í heild 2355 fiskar. Það er mýflugnaskot núna og fiskurinn kýldur út af lirfu. Veiðin er því nokkuð dræm sem stendur, en ætti að batna þegar mýið gengur niður því nóg er af fiski 0g margt af honum vænn,“ sagði Hólmfríður Jónsdóttir, veiði- vörður á Arnarvatni um veiðina á efra svæði urriðasvæðanna í Laxá. Hólmfríður sagði enn fremur, að meðalþunginn í sumar hefði verið með mesta móti, 2,5 til 3 pund og að undanförnu hefðu neðstu svæðin - verið líflegust, Hofstaðir, Brettings- staðir og Hamar. Stærstu fiskarnir í sumar vógu 7 pund, þrír talsins, en tveir risar hafa sést, 10 til 12 punda fiskar, annar undir Björgum og hinn í Brotaflóa og er sá síðar- nefndi með flugu í kjaftinum eftir harða glímu við veiðimann. Nærri hálft annað þúsund úr Laxá í Kjós. „Þetta gengur vel núna, það er nóg af fiski í ánni og það koma þetta 20 til 30 laxar á land á dag. Þetta er ekkert eins og í fyrra, en gott samt. Það komu nokkrir dauf- ir dagar fyrir nokkru, menn fengu lítið, en það hefur lifnað á ný. Það era komnir milli 1400 og 1500 fisk- ar úr ánni,“ sagði Asgeir Heiðar staðarleiðsögumaður við Laxá í Kjós í gærdag. Hann sagði Bugð- una einna líflegasta síðustu daga, en neðan Laxfoss tæki laxinn furðu illa miðað við það mikla magn af fiski sem þar er. Nokkuð hefur gengið af sjóbirtingi síðustu daga og hafa nokkrir veiðst, allt að 7 pundá. og stundað nám við Berklee College of Music, en þar var hann verðlaun- aður fyrir góða frammistöðu sem nemandi og bassaleikari, sérstak- lega í hljómleikahaldi skólans, en hljómleikahald er snar þáttur í kennslunni. Hér á landi stundaði Skúli nám í Tónlistarskóla FÍH hjá Jóni Sig- urðssyni og Stefáni S. Stefánssyni. Á sama tíma lék hann með ýmsum í Reykjavík, fyrst með popphljóm- sveitinni „Pax Vobis“. Skúli hóf að leika jass ungur, m.a. með Guð- mundi Ingólfssyni, Birni Thorodds- en, Pétri Grétarssyni og Stefáni S. Stefánssyni. Einnig lék hann með jasshljómsveitinni „Gammar“. Þá var hann mikið við stúdíóvinnu og hefur unnið við um 20 íslenskar hljómplötur. í Boston hefur hann leikið með mörgum af færustu jass- leikuram Bostonborgar og leikið á öllum helstu jassklúbbum Boston- borgar. í sumar mun Skúli starfa með Christian Rover í dúóinu Yours Roughly, en auk þess mun hann leika með „latin" hljómsveit Julio Godzy og einnig fara í hljómleika- ferð til Italíu með jassleikurunum Simone Pace, Amadeo Pace og Jamsied Sharsti. í haust heldur Skúli áfram námi sínu við Berklee. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANTHONY HAZLITT HEARD Sudur-Aft*íka: Valdaskeið P.W. Botha brátt á enda runnið Pieter Willem Botha, forseti Suður-Afríku, hverfur brátt af sjónar- sviði stjórnmálanna þótt hann hafi reynst tregur til að seljast í helgan stein. Hann hefur verið við völd í Suður-Afríku frá því í september árið 1978, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem for- seti. Árið 1936 hóf hann að starfa fyrir suður-afríska Þjóðarflokk- inn, tvítugur að aldri en nú rúmri hálfri öld siðar er ferli hans lokið. Botha, sem er 73 ára, fékk hjartaáfall í janúarmánuði og þá þegar varð ljóst að valdaskeið hans yrði brátt úti. Frederik Willem de Klerk var kjörinn leiðtogi Þjóð- arflokksins og fullvíst má telja að hann taki við forsetaembættinu eftir þingkosningarnar sem fram fara í Suður-Afríku þann 6. sept- ember. Ferill Pieters Botha hefur öðru fremur einkennst af misheppnuð- um tilraunum hans til að ná fram nauðsynlegum umbótum á stjórn- arskrá Suður-Afríku og erfiðleik- um á efnhagssviðinu. Vafalítið hef- ur hann verið heill í umbótavið- leitni sinni. Leiðtogar blökkumanna hafa á hinn bóginn enn ekki fengið tækifæri til að hafa áhrif á stjórn landsins og styijaldir og skærur í nágrannaríkjunum hafa sligað efnahag Suður-Afríkumanna. Arftaki hans tekur því við erfiðu búi. Efnahagur landsins er verri en þegar Botha tók við völdum árið 1978. Einangrun landsins á alþjóðavettvangi hefur að líkindum aldrei verið meiri því réttindakröfur blökkumanna hafa að mestu verið hundsaðar. Fjögur ár era nú liðin frá því sett voru neyðarlög í Suð- ur-Áfríku og ekki verður séð að stjórnvöld séu tilbúin til að aflétta þeim í bráð. Stjórnmálastarfsemi allri era settar þröngar skorður og málfrelsi er takmarkað. Ferðafrelsi hefur verið takmarkað og hundruð manna sitja bak við lás og slá. Dómstólar landsins hafa ekki völd til að hafa afskipti af málum þeirra einstaklinga sem fangelsaðir hafa verið í nafni þjóðaröryggis. Það er óneitanlega nokkuð kald- hæðnisleg staðreynd að Botha náði nokkram árangri undir lok ferils síns. Sökum þrýstings af hálfu risa- veldanna féllst hann á áætlun um sjálfstæði til handa Namibíu, sem áður hét Suðvestur-Afríka og í júlTmánuði ræddi hann við Nelson Mandela, leiðtoga Afríska þjóðar- ráðsins. Kváðust báðir vera reiðu- búnir að leita leiða til að tryggja „friðsamlega framþróun" suður- afrísks samfélags. En áætlunin um frið í Namibíu og sjálfstæði landsins getur farið út um þúfur og skæruliðar Afríska þjóðarráðsins halda enn uppi vopn- aðri baráttu. Mandela er greinilega þeirrar skoðunar að forsenda friðar sé sú að fram fari viðræður við sameinaða hreyfingu andstæðinga kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar. Madela hefur nú verið í fangelsi í 27 ár og enn er ekki vitað hvort og þá hvenær hann fær frelsi á ný. Hefði Botha átt viðræður þessar við Mandela tíu áram áður og beitt sér fyrir friðsamlegri lausn Namibíu-deilunnar hefði hann ef til vill getað komið á raunveruleg- um umbótum. Viðleitni Botha síðustu mánuðina kann að koma sér vel fyrir de Klerk, vilji hann binda enda á kynþáttaaðskilnaðar- stefnuna og tryggja sér stuðning blökkumanna. En á hinn bóginn hefur Botha fengið hægri-öfga- breytingar Botha miðuðu að því að viðhalda áhrifaleysi blökku- manna á hinu nýja þingi Suður- Afríku risu þeir upp. Þúsundir manna létu lífið í róstum á áranum 1984 til 1986. Ólguna hefur lægt Pieter Botha, fráfarandi forseti S-Afríku. mönnum í Þjóðarflokknum öflugt vopn í hendur, sem þeir geta beitt gegn de Klerk líki þeim ekki stefna hans. Botha tók við völdum árið 1978 í kjölfar alvarlegasta hneyklsismáls sem upp hefur komið í stjórn- málasögu Suður-Afríku. Uppvíst varð að ríkisstjórn John Vorsters hafði freistað þess að efla stuðning við kynþáttastefnuna með mútu- greiðslum. Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjómarskrá landsins fór fram árið 1983 og ári síðar tók. P. W. Botha við embætti forseta, sem fór með framkvæmda- valdið líkt og kveðið var á um í stjórnarskránni nýju. Komið var á fót þremur aðskildum þingdeildum þar sem sitja fulltrúar hvítra manna, kynblendinga og Indveija. Þessi skipan mála hefur í senn tryggt völd hvítra manna 0g al- gjört áhrifaleysi suður-afrískra blökkumanna. Kerfi þetta hefur allt frá upphafi verið meingallað og fullvíst má heita að de Klerk hyggi á breytingar. Skömmu eftir að Botha hófst til valda kom upp klofningur í Þjóðar- flökknum er hægri-öfgamenn gengu til liðs við Andries Tre- umicht, fyrrverandi ráðherra. Enn í dag ógnar fylking þessi veldi flokksins. . Botha lét fella úr gildi lög er skylduðu blökkumenn til að bera ævinlega á sér plögg er veittu þeim leyfi til að ferðast um í hverfum hvítra manna. Þúsundir blökku- manna vora handteknir í viku hverri í samræmi við ákvæði laga þessara og segja má að Botha hafi unnið umtalsverðan sigur er þau voru numin úr gildi. Enn era kyn- þættirnir hins vegar aðskildir í bæjum og hinum dreifðu byggðum landsins og aðskilnaðarstefnan er enn í fullu gildi á þingi og innan menntakerfisins. Enn kveða lög á um að íbúar Suður-Afríku skuli flokkaðir eftir kynþáttum. Þegar ljóst varð stjórnarskár- Arftaki Botha, Frederik Willem de Klerk, leiðtogi Þjóðarflokks- íns. en átök blossa enn upp í Natal- héraði. Sú ákvörðun Pieters Botha að auka áhrif hersins í daglegri stjóm- un landsins er að mínu viti óheppi- legasta breytingin sem átt hefur sér stað á valdatímabili hans. Hverfi blökkumanna lúta stjóm hersins og komið hefur verið á fót leynilegum nefndum til að grafa undan sveitarstjórnum víða um land. Botha lagðist heldur ekki gegn því að herafla landsins yrði beitt í pólitískum tilgangi í ná- grannaríkjunum einkum Angóla, Zimbabwe og Mozambique. Aætl- unin um sjálfstæði Namibíu og vopnahlé í Angóla hefur raunar orðið til þess að dregið hefur úr hernaðaríhlutun Suður-Afríku- manna í ríkjum þessum. Áður fyrr hélt Botha því fram að andóf suður-afrískra blökku- manna væri enn eitt dæmið um útþenslu kommúnista gagnvart vestrænum ríkjum. Umbótastefna Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga hefur hins vegar gert það að verk- um að málflutningur í þessa veru er ekki lengur trúverðugur auk þess sem fulltrúar Afríska þjóðar- ráðsins hafa á undanfömum árum náð umtalsverðum árangri í við- ræðum við leiðtoga Vesturlanda. Eftir viðræður Botha og Nelsons Mandela mun suður-afríski Þjóðar- flokkurinn tæpast geta haldið því sjónarmiði til streitu að fylgismenn Áfríska þjóðarráðsins séu öfgafullir kommúnistar sem hyggist steypa stjórn landsins. Þó svo Pieter Botha hafi í valda- tíð sinni gengið lengra í umbótta átt en menn þorðu almennt að vona fékk hann á endanum ekki staðist kröfur tímans og hlaut því að lúta í lægra haldi. Hvort Frederik Will- em de Klerk tekst að bæta fyrir mistök hans mun tíminn einn leiða í ljós. Höfundur er fyrrum ritstjóri dagblaðsins Cape Times en skrif- ar nú dálka og greinar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.