Morgunblaðið - 05.08.1989, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.08.1989, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 31 i AUGL YSINGAR BORGARSPÍTALINN Lausar Slðdur Hjúkrunarfræðingar Grensásdeild Staða aðstoðardeildarstjóra á endurhæf- inga- og taugadeild E-61 (Grensásdeild) er laus til umsóknar. Staðan veitist frá og með 1. október 1989. Umsóknarfrestur er til 1. september 1989. Nánari upplýsingar gefur Gunnhildur Valdi- marsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 696364. Siysa- og sjúkravakt Áhugasama hjúkrunarfræðinga vantar til að taka þátt í uppbyggingu og skipulagsbreyt- ingu hjúkrunarþjónustu á slysa- og sjúkra- vakt (slysadeild) og gæsludeild. í boði er: Námskeið í hjúkrun á slysa- og sjúkravakt, dagana 11.-22. september næstkomandi, alls 70 kennslustundir. Þar verða eftirfarandi þættir meðal annars teknir fyrir: Hlutverk hjúkrunarfræðinga á slysa- og sjúkravakt. Mat á ástandi skjólstæðinga. Endurlífgun. Brunameðferð. Fjöláverkar. Sárameðferð. Skipulagður aðlögunartími á deildinni, alls 6 vikur. Athygli skal vakin á því að til greina kemur að ráða sig eingöngu á gæsludeild. Upplýsingar veita: Herdís Storgaard, hjúkr- unardeildarstjóri á slysa- og sjúkravakt í síma 696650 og Gyða Halldórsdóttir, hjúkruna- framkvæmdastjóri á slysa- og sjúkravakt í síma 696357. Skurðdeild Starf við fræðsiu og aðlögun hjúkrunar- fræðinga. Staða verkefnastjóra l/deildarhjúkrunarfræð- ings er laus til umsóknar. í boði er áhugavert starf, sem meðal annars felst í því að: Byggja upp faglega þekkingu innan skurð- hjúkrunar. Fylgja eftir skipulagðri aðlögun á skurð- deild. Taka á móti nemendum og kynna þeim starfsemi deildarinnar." Hjúkrun á skurðdeild Borgarspítalans mótast mjög af því hlutverki spítalans að vera aðal slysa- og bráðaspítali landsins og verkefnin því fjölbreytt, áhugaverð og krefjandi. Upplýsingar veitir Gyða Halldórsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri á skurðdeild í síma 696357. Geðdeildir Borgarspítala Á dagdeild Templarahöll er laus ein staða hjúkrunarfræðings. Starfsemi deildarinnar fer fram virka daga og byggist einkum á hópmeðferð. Á dagdeild Hvítabandi er laus ein staða hjúkr- unarfræðings. Eingöngu er um að ræða dag- vinnu. Á A-2 Borgarspítala eru lausar tvær stöður hjúkrunarfræðinga á dag- og kvöldvaktir. Unnið er í fjórum teymum með hinum ýmsu faghópum. Einnig er laus á A-2 ein staða K-hjúkrunar- fræðings. Starfið felst í yfirumsjón ýmissa sérverkefna s.s. sjúklingafræðslu o.fl. Boðið er upp á skipulagðan aðlögunartíma. Upplýsingar veita: Guðný Anna Arnþórs- dóttir, framkvæmdastjóri geðdeilda í síma 696355 og Erna Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri starfsmannaþjónustu gefur einnig upp- lýsingar um ofangreindar stöður í síma 696356. Uppeldisfulltrúar Meðferðarheimilið v/Kleifarveg óskar eftir uppeldisfulltrúum til starfa. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun eða starfs- reynslu á uppeldissviði (þroskaþjálfar, fóstrur eða kennarar). Upplýsingar í síma 82615. m Oldrunarfulltrúi Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir stöðu öldrunarfulltrúa lausa til umsóknar. Öldrunarfulltrúi hefur faglega umsjón með öldrunarþjónustu, t.a.m. félagsstarfi aldr- aðra, heimilishjálp, húsnæðis- og vistunar- málum auk ráðgjafar við aldraða og aðstand- endur þeirra. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskóla- prófi á sviði félagsráðgjafar, félagsfræða eða hjúkrunafræði. Starfsreynsla í öldrunarmál- um æskileg. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst nk. og liggja umsóknareyðublöð frammi á félagsmála- stofnun, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 45700. Félagsmálastjóri. , ^ Æ: fww MERKING MERKING HF„ UMFERÐARMERKI. / SKILTI OG AUGLÝSINGAR Merking hf., sem er alhliða skiltagerð, óskar að ráða í eftirtalin störf: Almerin skrifstofustörf Starfið felst í simavörslu, bréfaskriftum, reikningaútskrift og öllum tilfallandi skrif- stofustörfum. Æskileg er reynsla í ritvinnslu og vinnu við tölvu. (Heilsdagsvinna.) Silkiprentun Reglusamur og laghentur maður óskast til fjölbreyttra starfa. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 5334, 125 Reykjavík, fyrir fimmtudagskvöld. LANDSPITALINN Starfsmenn óskast á ræstingadeild við vinnu í býtibúri og við ræstingu. Starfshlutfall samkomulag. Upplýsingar gefa ræstingastjórar Landspítala í síma 601530. Reykjavík, 5. ágúst 1989. RÍKISSPÍTALAR Starf á lánasviði Leitað er að viðskiptafræðingi eða aðila með stúdentspróf frá Verzlunarskólanum til starfa á lánasviði. Starfið felur í sér athugun á láns- umsóknum, útreikninga á veðhæfi eigna ásamt gerð skuldabréfa auk annarra tilfall- andi verkefna. Viðkomandi þarf að geta haf- ið störf sem fyrst Umsókn sem inniheldur upplýsingar um menntun og fyrri störf ásamt launahugmynd sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „L-7383“ fyrir 9. ágúst nk. LANDSPÍTALINN Aðstoðarlæknar Lausar eru til umsóknar tvær stöður aðstoð- arlækna á kvennadeild. Stöðurnar eru veitt- ar frá 1. september nk. Reyndur aðstoðarlæknir Laus er til umsóknar staða reynds aðstoðar- læknis á kvennadeild. Staðan er veitt frá 1. október nk. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir Jón Þ. Hallgrímsson, yfirlæknir kvennadeild- ar, í síma 601183. Umsóknir sendist á skrif- stofu kvennadeildar. Reykjavík, 5. ágúst 1989. RÍKISSPÍTALAR Fósturfjölskyldur óskast Félagsmálastofnun Kópavogs leitar nú að fósturfjölskyldum fyrir börn. Óskað er eftir fjölskyldum, sem vilja taka börn í skamman tíma vegna. erfiðleika á heimilum. Viðkom- andi fjölskylda gæti þurft að taka barn á neimiíi sitt með stuttum fyrirvara og þyrfti hún að vera búsett á höfuðborgarsvæðinu. Laun samningsatriði. Einnig er óskað eftir hjónum, sem áhuga hafa á að taka barn (börn) til varanlegs fósturs. Nánari upplýsingar veitir undirritaður og fé- lagsráðgjafar í síma 45700. Félagsmálastjóri. RÍKISSPÍTALAR Hjúkrunarfræðingar Aðstoðardeildarstjóri óskast á geðdeild 32c. Vinnutími og starfshlutfall er samkomu- lagsatriði. Starfið er laust. Upplýsingar ósk- ast um menntun og fyrri störf. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga nú þegar, vinnutími og starfshlutfall samkomulagsatriði. Upplýsingar um ofangreind störf gefur Anna Ásmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 602600. Reykjavík, 5. ágúst 1989. RÍKISSPÍTALAR DALVÍKURSKDLI Kennarar Laus er staða kennara við Dalvíkurskóla. Æskilegar kennslugreinar samfélagsfræði og raungreinar. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 96-61380 og 96-61162.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.