Morgunblaðið - 05.08.1989, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 5. AGUST 1989
37
Minning:
Teitur Eiríksson
frá Laugarvatni
Fæddur 22. febrúar 1944
Dáinn 31. júlí 1989
Fyrsta ágúst síðastlíðinn var ég
að vanda að hlusta á ríkisútvarpið,
meðal annars dánartilkynningar.
Þá heyrði ég að vinir mínir á Laug-
arvatni, Ásgerður Teitsdóttir og
Eiríkur Eyvindsson, tilkynntu Iát
sonar síns, Teits Eiríkssonar, en
hann var giftur danskri konu og
búsettur í Danmörku.
Djúp samúð flaug um huga minn
og þótt einhver hefði verið hjá
mér, hefði mér orðið tregt tungu
að hræra. Mikið leggur forsjónin á
sumt fólk. Fyrir rúmlega einu og
hálfu ári misstu þau Ásgerður og
Eiríkur einkadóttur sína, Sigríði
Erlu hússtjórnarkennara, á besta
aldri.
Teitur Eiríksson fæddist 22. febr-
úar 1944 og ólst upp á Laugar-
vatni hjá foreldrum sínum, Ásgerði
Teitsdóttur frá Eyvindartungu og
Eiríki Eyvindssyni rafvirkjameist-
ara frá Utey í Laugardal, en Eirík-
ur hefur verið forstjóri sameigna
skólanna á Laugarvatni frá stofnun
þeirra.
Ég kynntist Teiti Eiríkssyni ung-
um að aldri hlaupandi um hlöðin á
Laugarvatni. Hann var hlýr dreng-
ur og auðsjáanlega vinsæll meðal
leikfélaganna. Þótt erfitt geti verið
að alast upp á skólastað sem Laug-
arvatni, steig Teitur léttum skrefum
yfir þann vanda og átti sem barn
og unglingur vini í öllum skólunum,
hvort sem nemendur voru jafnaldr-
ar hans, eldri eða yngri að árum.
Úr Barnaskólanum á Laugar-
vatni lá menntaleið Teits í Héraðs-
skólann eins og flestra barna sem
alin eru upp á Laguarvatni. Eftir
dvölina í Héraðsskólanum fór Teitur
til Reykjavíkur og hóf nám í raf-_
virkjun hjá Bræðrunum Ormsson
hf. og útskrifaðist frá því fyrirtæki
sem löggiltur rafvirki. Eftir námið
réðst hann að Búrfellsvirkjun og
vann þar hjá dönskum verktökum
undir stjórn rafmagnsverkfræðings
sem átti mestan þátt í því að hann
fluttist til Danmerkur.
Á æskuárum sínum kynntist
Teitur ungri og fallegri stúlku í
Reykjavík og gekk með henni í
hjónaband. Þau eignuðust saman
dreng sem skírður var Eiríkur í
höfðið á föður Teits. Ýmsar aðstæð-
ur orsökuðu að Teitur og unga kon-
an hans slitu samvistir. Teitur sigldi
þá til Danmerkur í atvinnuleit. Þar
var þá mikið atvinnuleysi.
Þegar Teitur fór til Danmerkur
varð litli Eiríkur eftir á íslandi í
umsjá móður sinnar, en vegna sér-
staks starfs hennar, dvaldi Eiríkur
oft langdvölum til skiptis hjá móð-
ur, og föðurforeldrum sínum. Eftir
að hann varð skólaskyldur bjó hann
oftast á vetrum hjá föðurforeldrum
sínum og gekk í Barnaskólann á
Laugarvatni. Þegar Eiríkur var 12
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
ára breyttust ýmsar aðstæður
heima fyrir og til að búa honum
meira öryggi á uppvaxtarárunum
var ákveðið að hann færi til föður
síns og stjúpu í Danmörku.
Eftir kornuna til Danmerkur
kynntist Teitur fljótlega ungri
stúlku sem heitir Jana og hóf með
henni sambýli. Jana er komin af
myndarlegu fólki og traustu. Teitur
naut trausts og virðingar hjá fólki
hennar alla tíð. Með Jönu eignaðist
hann tvö börn, stúlku sem nú er
átján ára og varð stúdent síðastlið-
ið vor og dreng sem nú er þrettán
ára.
Þótt erfitt væri með atvinnu í
Danmörku þegar Teitur kom þang-
að, fékk hann strax góða vinnu hjá
stóru fyrirtæki, sem sér um dreif-
ingu á rafmagni sem leitt er frá
Svíþjóð til Danmerkur og varð þar
línumaður yfir mörgum vinnuflokk-
um. Fyrir utan góð laun hlotnuðust
honum ýmis hlunnindi hjá fyrirtæk-
inu. Verkfræðingurinn sem hann
vann hjá í Búrfelli réð hann í stöð-
una, sem Teitur hefur unað glaður
við alla tíð.
Teitur og Jana hafa á sínum
búskaparárum byggt yfir sig þrisv-
ar, alltaf verið að stækka við sig
og færa bústaðinn nær vinnustaðn-
um. Síðast byggðu þau einbýlishús
á Karolinevej 9 í Middelfart, rækt-
uðu sjálf garðinn sinn og skipu-
lögðu. í garðinum voru meðal ann-
ars gróðursettar íslenskar jurtir því
Teitur var mikill íslendingur þótt
hann byggi í Danmörku meiri hluta
ævi sinnar og kynni þar vel við sig
og sitt starf.
Teitur hafði stöðugt samband við
ástvini sína á íslandi, kom í heim-
sókn á hvetju ári og hafði þá gjarn-
an með sér út íslenskar jurtir til
skrauts í garðinn sinn.
Tvisvar kom Teitur til íslands
með alla fjölskylduna en Jana kona
hans felldi sig illa við kalda veðr-
áttu og hrjóstrugt landslag. Með
eindæma dugnaði talar Jana
íslensku og það eru fá orð sem hún
ekki skilur, segir tengdamóðir
hennar. Síðast kom Teitur til ís-
lands í vor til að vera viðstaddur
fermingu eldri systursonar síns,
Ólafs Hreggviðssonar.
Andlát Teits kom öllum mjög á
óvart, því hann var hraustur maður
og vel á sig kominn. Fyrir rúmri
viku veiktist hann og lá heima.
Tveir læknar voru kallaðir til að
skoða hann og töldu báðir að hann
væri með umgangsveiki. Daginn
sem hann dó var heilsan betri og
var hann ákveðinn að mæta í vinnu
næsta dag. Sonur hans, 13 ára, var
einn heima hjá honum. Teitur hafði
símasamband við konu sína í vinn-
una og einnig við tengdamömmu
þennan dag og virtist heilsan í lagi.
Þegar líða tók á daginn sagði hann
við son sinn: „Ég ætla að leggja
mig“ og gekk áleiðis í rúmið sitt.
Þegar konan hans kom heim úr
vinnunni lá hann andvana og engin
hjálp til bjargar lífi hans.
Aðstandendur eiga um sárt. að
binda við hið snögga fráfall Teits
Eiríkssonar. Hann var mikill og
duglegur heimilisfaðir, aflaði vel og
var kærleiksríkur.
Hann verður jarðsettur i dag,
laugardag, í danskri moldu. Frá
íslandi fylgja honum til grafar for-
eldrar hans, bróðir og mágur, einn-
ig Eiríkur sonur hans sem unnið
hefur á íslandi í sumar og er mat-
reiðslumeistari við sumarhótelið í
Bjarkarlundi.
Guð gefur oftast styrk í stórum
raunum og það veit ég hann gefur
fjölskyldu Teits Eiríkssonar og
leggur líknarhendi á sárið.
Með djúpri virðingu.
Jensína Halldórsdóttir, fyrrv.
skólastjóri á Laugarvatni.
POTT-
ÞETTAR
PERUR
AGOÐU
Allar RING bílaperur
bera merkið (|)
sem þýðir að þœr
uppfylla ýtrustu
gœðakröfur E.B.E.
RING bilaperurnar
fást á bensínstöðvum
Skeljungs
Dreifing: Ilma hf'., sími 23738