Morgunblaðið - 05.08.1989, Page 50

Morgunblaðið - 05.08.1989, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 Landsmótinu lýkur í dag Landsmótinu í golfi lýkur á Hólmsvelli í Leiru í dag. 1. flokkur kvenna byijar kl. 08, 1. flokkur karla kl. 08.40, mfl. kvenna kl. 10.30 og mfl. karla kl. 11.10. KI. 20 hefst svo lokaháfiðin með borðhaldi í golfskálanum og þá verða veitt verðlaun. DUNLOP MAXFLIDDH SIGURSÆLASTIGOLFBOLTIA ÍSLANDIUNDANFARIN 20 ÁR Óskum þátttakendum góðs gengis, góðs árangurs og ánægjulegra samverustunda með öðrum kylfingum á yfírstandandi landsmóti í Leirunni. Gefendur á eignargripum tjl íslandsmeistara karla | “Austurbakkagripurinn” og íslandsmeistara kvenna i “Bláa nunnan” gripurinn s j$a (7= =/*%= nepP0' 77\’f4— Laugardagur kl.13: 25 31 i LEIKVIKA- 5igust 1989 III 11 2 Leikur 1 Gladbach - B. Múnchen Leikur 2 Karlsruher - B. Uerdingen Leikur 3 Homburg - Kaiserslautern Leikur 4 Nurnberg - Leverkusen Leikur 5 W. Bremen - Dusseldorf Leikur 6 Mannheim - Bochum Leikur 7 Bröndby - Brönshöi Danm- Leikur 8 Silkeborq - Næstved Danm Leikur 9 Herfölge - A.G.F. uanm' Leikur 10 Moss - Brann Nor Leikur 11 Molde - Lilleström Nor' Leikur 12 Kongsvinger - Tromsö Nor' Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULINAN S. 991002 Ath Tvöfal Idur nottur ■ ■ ■ FRJALSAR / STIGAMOTIN T Einar keppir í Búdapest, Ziirich, Berlín og Köln EINAR Vilhjálmsson hélt i gær með landsliðinu ífrjálsum til Dyflinnar í írlandi til þátt í Evr- ópubikarkeppni landsliða í frjálsum. Verður það fyrsta mótið af f imm stórum sem hann tekur þátt í á næstunni. Frá Dyflinni fer Einar til keppni á fjórum stigamótum Alþjóða- fijálsíþróttasambandsins (IAAF). Fyrsta mótið verður í Búdapest í Ungveijalandi á þriðjudag, 8. ágúst, hið næsta viku seinna eða 16. ágúst í Zurich í Sviss, þriðja í Vestur- Berlín 20. ágúst og loks keppir hann í Köln 20. ágúst. Með góðri frammistöðu á þessum mótum ætti Einar að geta tryggt sér þátttöku- rétt í úrslitakeppni stigamótanna, sem fram fer í Mónakó 1. septemb- •er. Þangað komast átta stigahæstu og er Einar í 6.-7. sæti fyrir loka- sprettinn, en hlé hefur verið á stiga- mótunum undanfarnar þijár vikur. Staða efstu manna í stigakeppninni er annars: Einar Vilhjálmsson gerir víðreist á næstunni. Steve Backley, Bretlandi Kazuhiro Mizoguchi, Japan Seppo Káty, Finnlandi 37 34 24 Gerd Weiss, A-Þýskal 15 Jan Zelezny, Tékkósl 13 Einar Vilhjálmsson 12 Roald Bradstock, Bretlandi 12 Peter Borglund, Svíþjóð 11 Mike Barnett, Bandar 11 V. Ovtsjínníkov, Sovétr 10 Tapio Koijus, Finnlandi 10 Dag Wennlund, Svíþjóð 10 FRJALSIÞROTTIR Sleggjukast, sleggjudómar Eftir Birgi Guðjónsson Enn hafa íþróttaunnendum borist fréttir af framkvæmdamistök- um á fijálsíþróttamóti. Á Meistara- móti íslands sem fram fór helgina 30. júlí til 1. ágúst kom í ljós þegar staðfesta átti Islandsmet í sleggjuk- asti, að notuð hafði verið ólögleg sleggja sem leiddi til þess ekki var hægt að taka metið gilt. Talsmaður keppenda sver ákaft fyrir að þeim hafi orðið á nokkur mistök og varp- ar sök á mótshaldara og dómara. Þó hafði einn keppenda komið með umrædda sleggju á mótið. Engin tilraun hefur verið gerð til að skýra íþróttaunnendum frá gangi mála og þeirri röð yfirsjóna og mistaka sem hér áttu sér stað. En af atburði þess- um verður að læra, svo að í framtí- ðinni verði hægt að taka íþróttaár- angur fijálsíþróttamanna hérlendis trúanlegan, en hann verði ekki hafð- ur að háði og spotti. Alvarlegur trún- aðarbrestur hlýtur að myndast milli íþróttamanna og íþróttaunnenda ef slíkir atburðir endurtaka sig. Meginreglan í íþróttum er sú að keppandi sem á einhvern hátt brýtur reglur eða blekkir með aðferðum eða áhöldum telst brotlegur og á það einnig við aðra þá sem taka vísvit- andi þátt í þeim verknaði. Sérlega ámælisvert þykir þó ef keppandi vísvitandi keppir með ólöglegu áhaldi. Svo einfalt er þetta mál þó ekki og væri öllum nær að spara stóru orðin og íhuga hvað gerðist. Alþjóðafijálsíþróttahreyfingin sameinaðist um það fyrir 77 árum að setja sameiginlega staðla fyrir aðferðir, aðbúnað og áhöld í þessum greinum íþrótta svo árangur gæti orðið sambærilegur milli landa þótt íþróttamenn kepptu ekki samtímis né á sama stað. Alþjóðafijálsíþrótta- sambandið heldur reglulega þing þar sem reglum er breytt á ýmsan hátt og hafa breytingar á reglum verið allmiklar sl. 10 ár, svo að jafnvel forystumönnum ýmsum hefur þótt nóg um. Reglubreytingar þessar eru síðan kynntar innan hvers sam- bands. Það er hlutverk dómara að gæta að því að þessum reglum sé framfylgt og krefst það talsverðrar þekkingar á þeim. Endanlegt mark- mið dómgæslu mætti ætla að væri að staðfesta fyrir alþjóð og alheimi heiðariega unninn árangur fremur en að upplýsa afbrot sem væru þeir leynilögreglumenn. Flestum íþróttaunnendum mun t.d. vera kunnugt um breytingar á spjóti karla 1984 þegar þyngdar- punktur var færður fram um 4 sm. Ástæðan fyrir þeim breytingum var sú að með betri kasttækni og aukn- um svifeiginleikum spjóta var kast- lengdin orðin meiri en venjuleg vall- arstærð leyfði og spjótin viidu oft lenda þannig að erfitt var að úr- skurða um lögmæti kasts. Færri myndu þó sennilega vita að spjótinu var síðan aftur breytt 1986 og að lögun þess var þá skilgreind mun nákvæmar. Einnig eru nú fyrir- hugaðar breytingar á kvennaspjót- inu. Aðeins örfáir íþróttaunnendur muna sennilega eftir því að stærð á haus sleggju hefur einnig tekið breytingum. Fyrir nokkrum áratug- um varð kleift að framleiða sleggju- hausa sem urðu innan við 9 sm í þvermál þótt þyngd héldist sú sama eða 7,260 kg. Náðist þetta með því að nota sérstakt stál í belginn og þungmálma eins og wolfram í kjarn- ann. Þessar sleggjur voru afar dýrar og komu strax fram mótmæli við þessari þróun vegna gífurlegs kostn- aðar þótt lengra væri hægt að kasta þeim en eldri gerðum. Lengi vel voru leyfðar sleggjur sem voru minnst 10,2 sm í þvermál. (Sleggjur þessar voru glæsigripir, að því er virtist úr ryðfríu stáli, sem glóðu eins og gimsteinar við hliðina á gömlu hefðbundnu ryðhausunum og voru auðþekktar langt að.) Á þingi alþjóðafijálsíþróttasambandsins 1980 var reglum hinsvegar breytt og þvermál varð að vera minnst 11 sm en þyngd óbreytt. Sleggjur með minni haus hafa því verið ólöglegar í 8 ár. Þegar áhöld breytast á þenn- an hátt á að taka þau úr umferð og það er alvarleg yfirsjón að nota þau í keppni. Sleggjur af stærðinni 10,2 sm sem tilheyrðu íþróttavöllum borgarinnar voru þá teknar úr um- ferð og hefur t.d. undirritaður ekki séð slíkar sleggjur í notkun síðan fyrr en allt í einu á þessu móti. Fijálsíþróttasamband íslands fól nýskipaðri laganefnd haustið 1981 að vinna sérstaklega að dómaramál- um með útgáfu nýrra leikreglna og að halda námskeið vitt og breitt um landið. Undirritaður hefur verið for- ystumaður þessa hóps síðan 1982 og telur sig því bera nokkra ábyrgð á þessum málum. Á þingum FRÍ og sérstaklega á námskeiðum hafa þær breytingar verið kynntar sem orðið hafa á reglum á þessum tíma. Full- yrða má að meginþorri þeirra dóm- ara sem setið hafa eitthvert þeirra 30 námskeiða sem haldin hafa verið, geti t.d. með allmikilli vissu úrskurð- að strax um lögmæti spjóts með því a_ð finna þyngdarpunkt og þyngd. (í vafaatriðum þarf þó að viðhafa mjög nákvæmar og tímafrekar belgvíddarmælingar og útreikn- inga.) Engin ástæða hefur þó verið talin til að ieggja mikla áherslu á að kanna annað en þyngd þeirra kastáhalda sem ekki hafa breyst að gerð yfir árin og því almennt treyst að eldri sleggjur bærust ekki á keppnisstað. Nú sýnir reynslan því miður annað. Atburðarásin í þessu máli eftir því sem ég hef næst komist er sú að umrædd sleggja var keypt dýrum dómum af viðkomandi félagi fyrir meira en 10 árum. Hún er síðan lögð til hliðar þegar hún verður ólög- leg og/eða enginn notar hana. Ný- lega taka ungir menn við rekstri deildarinnar og fram kemur bráð- efnilegur ungur kastari sem fær sleggjuna til umráða. Sleggjan er vel nothæf til æfinga en því miður ólögleg til keppni vegna lagabreyt- inganna frá 1980 sem viðkomandi aðilar höfðu ekki áttað sig á. Á meistaramótinu var keppendum lögð til lögleg sleggja af hálfu móts- haldara eins og reglur kveða á um., Hefð og reglur leyfa hinsvegar að keppendur komi til kepgni með eigin áhöld séu þau lögleg. Á mótum er- lendis eru þó alltaf sett rífleg tíma- takmörk fyrir skoðun og staðfest- ingu slíkra áhalda. Umrædd sleggja var af réttri þyngd og einnig vír og handfang af réttri lengd. Kast- dómarinn sem athugaði sleggjuna hefur starfað sem dómari sl. 6-7 ár og talsmaður keppenda viðurkenndi í samtali að hann væri sennilega annar lögfróðasti dómari landsins, honum yfirsást þó um þvermáljð enda hefur slík sleggja ekki átt að sjást á keppnisstað í 8 ár. Á mótsstað fagnaði undirritaður því þegar hann var kallaður til að veita aðstoð við mælingu á íslands- meti en brá illilega í brún þegar hannn sá sleggjurnar þó langt að væri og versti grunur var síðan stað- festur með einfaldri mælingu á haus sleggjunnar. í mínum huga var eng- inn vafi á því að hér hefði ekki ver- ið framið ásetningsbrot heldur hafi röð mannlegra mistaka valdið hér um og sleggjan hefði upphaflega komist í umferð vegna vanþekking- ar. Ég get þó ekki dregið dul á undr- un mína á því að þaulreyndir há- menntaðir keppendur skuli ekki þekkja eigið kastáhald betur en raun ber vitni og á því ásakanaflóði sem beint er að mótshöldurum og dómur- um. Það er gnindvallaratriði fyrir keppanda sem stefnir hátt að þekkja reglur eigin íþróttar eins vel og nokkur dómari, og keppendur geta seint firrt sig samábyrgð í atvikum sem þessum. Allt er þegar þrennt er. Þrívegis á rúmu ári hefur þurft að hafna stað- festingu árangurs íþróttamanna vegna ýmiss konar mistaka. Von- andi verður þetta atvik til að sýna íþróttamönnum að keppni og dóm- gæsla er alvörumál og vonandi þurfa íþróttaunnendur ekki að lesa enn einu sinni langar útskýringar á mis- tökum sem verða á. mótum. Höfundur er varaformaður FRI og fornmður laganefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.