Morgunblaðið - 05.08.1989, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989
HANDBOLTI
LANDSMOTIÐ I GOLF11989
Boris til
Breiðabliks
Boris Akbashev hefur fengið
leyfi frá sovéska hand-
knattleikssambandinu til að
þjálfa 2. deildar lið UBK í hand-
knattleik næsta keppnistímabil
og er væntanlegur til landsins á
næstunni. Boris er ekki óþekkt-
ur hér á landi, því hann þjálfaði
Val 1980 til 1983 með góðum
árangri. Hann var aðstoðar-
1 andsliðsþjálfari Sovétmanna á
Óiympíuleikunum 1972, en að
undanförnu hefur hann þjálfað
lið í Moskvu.
ÚRSLIT
Meistaraflokkur karla — 54 holur:
Úlfar Jónsson, GK..........73 73 73 219
Ragnar Ólafsson, GR........79 75 73 227
Sigurður Pétursson, GR.....79 70 79 228
Guðmundur Sveinbj., GK.....77 75 76 228
Sveinn Sigurbergsson, GK ...79 76 73 228
Tryggvi Traustason, GK.....81 74 74 229
Gunnar Sigurðsson, GR______77 76 76 229
Björn Knútsson, GK.........79 76 78 233
Sigurður Sigurðsson, GS....81 77 76 234
Magnús Birgisson, GK.......80 76 78 234
Bjöm Axelsson, GA..........78 80 77 235
Hannes Eyvindsson, GR......83 79 74 236
Arnar Már Ólafsson, GK.....87 77 73 237
Siguijón Arnarsson, GR.....78 75 86 239
Kristján Gylfason, GA......82 83 75 240
Sigurður Albertsson, GS....83 78 79 240
Hörður Arnarsson, GK.......83 79 79 241
Þorsteinn Hallgrímsson, GV.79 83 80 242
Jón Karlsson, GR...........83 80 79 242
Peter Salmon, GR...........79 82 81 242
Eiríkur Guðmundsson, GR ...82 82 80 244
Hilmar Björgvinsson, GS....82 79 83 244
Guðmundur Arason, GR.......80 83 84 247
Viggó H. Viggóson, GR......84 81 86 251
Meistaraflokkur kvenna — 54 holur:
Karen Sævarsdóttir, GS....82 82 79 243
Steinunn Sæmundsd., GR ....83 86 84 253
ÁsgerðurSverrisdóttir,GR..85 83 86 254
Þórdis Geirsdóttir, GK....97 84 79 260
RagnhildurSigurðard.,GR...90 82 90 262
Alda Sigurðardóttir, GK....94 89 93 274
Ámý Árnadóttir, GA........101 97 93 291
Kristín Pálsdóttir, GK....102 101 93 296
1. flokkur kvenna — 54 holur:
Andrea Ásgrímsdóttir, GA..............270
Anna J. Sigurbergsdóttir, GK..........271
Svala Óskarsdóttir, GR................282
HerborgAmarsdóttir, GR,...............283
Rakel Þorsteinsdóttir, GS.............284
JóhannaWaagfjörð, GR..................284
Guðbjörg Sigurðardóttir, GK...........287
Guðrún Eiríksdóttir, GR...............293
1. flokkur karla:
Gunnar Þór Halldórsson, GK............232
Þorsteinn Geirharðsson, GS............233
Amar Baldursson, GÍ...................234
Þorbjöm Kjærbo, GS....................235
Þröstur Ástþórsson, GS................236
Sigurgeir Guðjónsson, GG..............236
Marteinn Guðnason, GS.................239
Jóhann Rúnar Kjærbo, GN...............239
Rúnar S. Gíslason, GR.................239
Ragnar Guðmannsson, GA................239
Sigurður Aðalsteinsson, GK............240
Ástráður Þ. Sigurðsson, GR............240
Gunnlaugur Sævarsson, GG..............241
Magnús Karlsson, GA...................242
Guðmundur Jónsson, GG.................242
Ólafur Gylfason, GA...................242
uiaiur vjyua&un, .
ípRÚmR
FOLK
■ ÚLFAR Jónsson og Ragnar
Ólafsson eru í tveimur efstu sætun-
um í meistaraflokki karia. Þeir eru
reyndar tengdir því Ulfar er tilvon-
andi svili Ragnars. Eiginkona
Ragnars, Hólmíríður Guðmunds-
dóttir, og unnusta Úlfars, Kol-
brún eru systur. „Ef ég vinn ekki
þá get ég alltaf komið í heimsókn
og klappað bikarnum,“ sagði Ragn-
ar brosandi.
■ SKEMMTILEGT ntrvik kom
upp í keppni 3. flokks í fyrradag.
Einn keppandinn sló boltann í stein
í öðru höggi á 10. braut. Boltinn
týndist og keppandinn þurfti að slá
annan bolta. Sá boltinn fór í sama
stein og nú sáu menn hvert hann
fór. Þegar farið var að athuga
málið kom í ljós að seinni boltinn
hafði lent ofan á þeim fyrri, þannig
að ekki er hægt að segja annað en
að nákvæmnin sé í fyrirrúmi hjá
keppendum.
„Hlýtur að vera
happatalan mín“
- sagði ÚlfarJónsson eftirað hafa leikið á 73 höggum þriðja daginn í röð.—
ÚLFAR Jónsson stendur með
pálmann í höndunum eftir
þriðja daginn á Landsmótinu í
golfi í Leirunni. Úlfar lék á 73
höggum, þriðja daginn í röð,
er kominn með 219 högg og
hefur átta högga forskot á
Ragnar Ólafsson fyrir lokadag-
inn. Sigurður Pétursson, sem
var aðeins þremur höggum á
eftir Úlfari í gær, lék á 79 högg-
um og er í 3.-5. sæti, ásamt
Sveini Sigurbergssyni og Guð-
mundi Sveinbjörnssyni, níu
höggum á eftir Úlfari.
Ulfar hefur sýnt mikið öryggi á
mótinu. Hann hefur vissulega
átt slæm högg en yfirleitt bjargað
sér með góðum vippum inná flöt
og púttað ágætlega.
LogiB. Úlfar var reyndar
Eiðsson þrjú högg yfir pari
skrifar þegar komið var að
15. braut en náði
fugli þar og einnig á 18. braut.
„Þetta hlýtur að vera happatalan
mín, að minnsta kosti á þessu móti.
Að vísu hefði ég viljað leika á pari
einhvern daginn en ég get ekki
verið annað en ánægður," sagði
Úlfar.
„Átta högg eru nokkuð mikið og
ég stefni að því að halda þeim og
jafnvel gera betur. Ég er í ágætu
formi og hef spilað nokkuð vel,
þannig að ég býst við að ná því.
Það væri ánægjulegt að bæta fyrir
mótið í fyrra en þá lék ég ekki
vel,“ sagði Úlfar.
Ragnar Ólafsson komst í 2. sæti
en hann lék einnig á 73 höggum.
Ragnar hefur lækkað með hveijum
degi, byijaði á 79, þá 75 og loks
73 högg. Möguleikar hans eru þó
ekki miklir. Atta högg er býsna
mikið fyrir 18 holur og á meðan
Úlfar leikur eins og hann gerir þarf
eitthvað mikið að gerast til að
Ragnar sigri.
„Ég geri mér nú ekki miklar
vonir en það getur allt gerst í golfi.
Ég vona bara að ég haldi áfram
að lækka mig og tel raunhæft að
stefna á annað sætið,“ sagði Ragn-
ar. „Líklega þyrfti ég að leika á
64-66 höggum til að eiga möguleika
eða Úlfar að fá í magann. Ég ætti
kannski bara að bjóða honum í
mat,“ sagði Ragnar og hló.
Sigurður Pétursson náði ekki að
fylgja eftir góðum leik sínum í
fyrradag. Hann lék á 79 höggum
og getur ekki gert sér miklar vonir
um sigur. Sveinn Sigubergsson lék
vel í dag, á 73 höggum og Guð-
mundur Sveinbjömsson á 76 högg-
um, en þessir þrír em í 3.-5. sæti
með 228 högg.
Flestir telja Úlfar Jónsson nokk-
uð öruggan með sigur. Hann hefur
átta högga forskot og leikur af ör»«^
yggi. Þvi má búast við að keppnin
í dag verði um 2. sætið. Þó er ekki
hægt að útiloka að eitthvað óvænt
gerist í dag — það getur jú allt
gerst í golfi.
I
Morgunblaöiö/Einar Falur
Karen Sævarsdóttir var nálægt vallarmeti í gær og hefur tíu högga forskot
í meistaraflokki kvenna.
Karen með tíu
högga forskot
KAREN Sævarsdóttir, úr GS,
hefur haft forystu í meistara-
flokki kvenna frá upphafi. Kar-
en lék mjög vel í gær og jók
forskot sitt úr fjórum höggum
ítíu fyrir síðasta daginn. Stein-
unn Sæmundsdóttir, GR, náði
aftur öðru sætinu sem hún
missti til Ásgerðar Sverridótt-
ur, GR, eftir annan keppnis-
daginn. Enn sem fyrr er mjótt
á mununum hjá þeim tveimur
og hefur Steinunn notað einu
höggi færra en Ásgerður.
Karen byijaði reyndar illa og
var sjö yfir pari eftir fyrstu
níu og átta yfir pari eftir ellefu
Karen 79 243
43 — 36 7 yfir pari
Fuglar (1 undir): 15.16.18.
Skollar: (1 yfir) 2. 4. 5. 6. 7.
8. 9. 11.
Skrambi (2 yfir): 17.
holur. Eftir það tók hún við sér,
náði þremur fuglum, en gekk þð^
illa á 17. holu, fór hana á tveimur
yfir pari. Síðari níu hoiunum lauk
hún því á pari.
Þessi árangur Karenar er aðeins
einu höggi frá tveggja ára gömlu
vallarmeti hennar og telst jafnvel
vallarmet því nokkrar breytingar
hafa verið gerðar á vellinum.
„Þetta hefur gengið ágætlega
hjá mér enn sem komið er. Að vísu
er ekkert mál að tapa niður tíu
högga forystu og þetta er alls ekki
búið. Ég mæti í lokaslaginn ákveð-
in í að gera mitt besta. Það er um
að gera að hafa gaman af þessu,“
sagði Karen Sævarsdóttir. „Að-
stæður hafa verið góðar en að vísu
var frekar blautt í gærmorgun. Ég
púttaði illa fyrri hringinn, það á
reyndar við um allar stelpurnar, en
þetta lagaðist í síðari hringnum."
Karen hefur leikið vel það sem
af er og sloppið við öll meiri háttjj^
áföll.