Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 Endurvinnslan hf: TEKIÐ var á móti fyrstu skilagjaldsskyldu einnota umbúðunum undan drykkjarvörum á aðalmóttökustöð Endurvinnslunnar hf. í gær. Skilagjaldsskyldar umbúðir eru málmdósir 33 og 50 cl, plast- dósir 33 cl, plastflöskur undan gosdrykkjum 50, 100, 150 og 200 cl og einnota gosflöskur úr gleri. Greiddar verða 5 krónur fyrir hverja einingu. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, afhenti ungri skátastúlku fyrstu umbúðirnar sem fóru í endurvinnslu og flutti stutt ávarp. í ávarpinu lagði ráðherra áherslu á gildi nátt- úruverndar og endurvinnslu. Eirík- ur Hannesson, formaður stjómar- nefndar Endurvinnslunnar, fór nokkmm orðum um fyrirtækið. I máli Eiríks kom fram að ekki væri allur tækjabúnaður verksmiðjunnar komin til landsins en það stæði til bóta. Auk Eiríks flutti Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarskátahöfð- ingi, ávarp og afhenti Endurvinnsl- unni hf. nokkrar greniplöntur fyrir hönd skátahreyfingarinnar. Móttökustöðvar Endurvinnslu- stöðvarinnar hf. í Reykjavík verða fimm, í vesturbæ á homi Boða- granda og Eiðisgranda, í Breiðholti við Jaðarsel, í Kópavogi við Dalveg Ókeypis laxveiði í Norðfirði: Þúsundir laxa sluppu úr flotkví hjá Mánalaxi Neskaupstað FJÖLDI fólks greip tækifærið og renndi ókeypis fyrir lax er þús- undir laxa sluppu úr flotkví Mánalax á Neskaupstað á mánu- dag. Gizkað var á að 300 Iaxar að minnsta kosti hefðu veiðzt á stöng í Norðfirði. Laxinn hefur einnig gengið upp í Norðíjarð- ará. Bæjarfógetinn á Neskaups- stað stöðvaði þessar veiðar um hádegið í gær. Þess varð vart um miðjan dag á mánudag að gat hafði komið á flotkvína og laxinn sloppið. Strendur urðu brátt þéttskipaðar veiðimönn- um og lönduðu þeir fengsælustu sautján fiskum. Mest af Iaxinum er tvö til þrjú pund á þyngd, en menn fengu upp í fimm punda físka. A mánudagskvöldið var kafari fenginn til þess að loka gatinu á kvínni til bráðabirgða og var þá enn töluvert af laxi í henni. Fiskurinn, sem eftir var, var færður yfír í aðra kví í gær. Gylfí Gunnarsson, eig- andi Mánalax, sagði í samtali við Morgunblaðið að honum teldist svo til að nokkur þúsund laxar af um sjö þúsund I kvínni hefðu sloppið. Ágúst Akvörðun um stækkun ál- vers hugsanlega tekin í haust 7, í Hafnarfirði í húsi Vinnuskólans við Flatahraun og í Dugguvogi 2 í aðalmóttökustöðinni. Að auki verða móttökustöðvar á Akranesi, ísafirði, Akureyri,Vestmannaeyj- um, Selfossi og Keflavík. Á framan- greindum mótttökustöðum verða umbúðimar taldar og greitt fyrir þær á staðnum. Á nokkrum öðrum stöðum úti á landi er verið að semja við flutningafyrirtæki um mótttöku og flutning. Nokkrar verslanir hafa fest kaup á vélum til móttöku á málmdósum. Bent skal á að ef dósirnar em mjög beyglaðar tekur vélin ekki við þeim. Mjög beygluðum dósum og öðmm umbúðum þarf að skila á móttöku- staði Endurvinnslunnar hf. Það var margt um manninn í Endurvinnslunni hf. í gær. Fólk kom klyfjað umbúðum sem áttu að fara í endurvinnslu. Einn þeirra var Gústaf Ólafsson, 8 ára. Gústaf sagðist vera búinn að safna umbúð- um í tvær vikur. Aðallega niður í bæ en líka í Stóragerðinu þar sem hann á heima. Hann sagðist ætla að halda áfram og safna sér fyrir einhveiju. Átta fastir starfsmenn og þijátíu lausráðnir vinna hjá Endurvinnsl- unni hf. Sjá einnig bls. 30. Morgunblaðið/Einar Falur Grétar Ólafsson var með þeim fyrstu sem kom með umbúðir til endur- vinnslu. Móttaka á umbúðum til endurvinnslu hófst í gær Landssamband íslenskra útvegsmanna: Fimmtíu skip fá að landa í Þýskalandi til áramóta LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna hefur veitt fimmtíu skip- um leyfi til að sigla með afla á Þýskalandsmarkað á tímabilinu frá september til áramóta. Ennfremur hafa 35 siglingar á Bretlandsmark- að verið heimilaðar í september og október. Sótt var um leyfi fyrir 91 sigl- ingu til Þýskalands á tímabilinu frá 1. september til áramóta. 41 um- sókn var hafnað. í fréttatilkynningu frá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna segir, að umsóknum um siglingar á Þýskalandsmarkað hafi fjölgað og stafí það af því, að þar fáist nú hátt verð fyrir karfa. Með- alverð hans á ísfiskmarkaði sé nú 2,75 mörk á kílóið en á sama tíma í fyrra hafí það verið 2,63 mörk. Sótt var um 54 siglingar á Bret- landsmarkað í september og októ- ber. Ákveðið var að heimila 35 en 19 var hafnað. í fréttatilkynningu LÍÚ segir, að við úthlutun leyfanna hafí verið haft að leiðarljósi, að útflutt magn yrði í samræmi við það magn, sem flutt hafi verið út á sama tíma síðastliðin ár. Til hlið- sjónar hafi verið höfð reynsla um- sækjenda síðastliðin þijú ár; hversu oft hvert skip hefði siglt með afla sinn á þessa markaði svo og árang- ur siglinganna með tilliti til gæða. FUNDUR ráðgjafarnefiidar iðn- aðarráðherra og ATLANTAL- hópsins verður haldinn í Kaup- mannahöfh þann 23. ágúst næst- komandi. Að sögn Jóns Sigurðs- sonar iðnaðarráðherra gerir hann sér vonir um að fyrir þann tíma liggi fyrir áfangaskýrsla frá sænska ráðgjafafyrirtækinu SIAB, sem er að vinna hag- kvæmniathugun fyrir iðnaðar- ráðuneytið um stækkun álvers- ins í Straumsvík. „Ég vonast til að niðurstöður í þessu og starfi lögfræðingahóps ATLANTAL um hugsanlegan sam- starfssamning fyrirtækjanna fjög- urra um stækkun álversins í Straumsvík liggi fyrir bráðlega, þannig að málið komist á ákvörðun- arstig í lok september eða byijun októbermánaðar,“ sagði iðnaðar- ráðherra í samtali við Morgunbiað- ið. Jón sagðist hafa í hyggju að hitta einhveija af málsaðilunum á næstu vikum, m.a. Alusuisse-menn. „Eins Hagvirki: Fundað í fjár- málaráðuneyti FULLTRÚAR Hagvirkis hf. áttu fúnd með fiilltrúum íjármála- ráðuneytisins í gærdag. Rætt var um leiðir til lausnar þeirri deilu sem fyrirtækið og ráðuneytið hafa átt í vegna söluskattsmála. Aðalsteinn Hallgrímsson fram- kvæmdastjóri Hagvirkis vildi ekkert tjá sig um fundinn að honum lokn- um. Sagði aðeins að leitað væri lausnar á málinu og að aðilar hefðu orðið sammála um að fjalla ekki um það opinberlega að svo stöddu. Erlendsína Helgadóttir gerð að heiðursborg- ara á 100 ára afinælinu Vognm. HREPPSNEFND Vatnsleysustrandarhrepps heiðraði frú Er- lendsínu Helgadóttur á hundarð ára afrnæli hennar í gær með því að afhenda henni skrautritað skjal um að hún væri heiðurs- borgari Vatnsleysustrandarhrepps með þakklæti fyrir langan og fórnfiisan starfsdag. Ómar Jónsson oddviti sagði af þessu tilefni að hreppsnefnd vildi með þessu heiðra frú Erlendsínu fyrir hennar framlag til líknar- og félagsmála í hreppnum. Frú Erlendsína þakkaði fyrir .sig með kossi. Afkomendur Erlendsínu héldu henni veislu í tilefni þessara tíma- móta í félagsheimilinu Glaðheim- um í Vogum og þangað kom fjöldi fólks. Erlendsína sagði í samtali við Morgunblaðið að henni liði mjög vel á afmælisdaginn og gesta- fjöldinn í afmælinu færi fram úr öllum vonum. Erlendsína er fyrsti heiðurs- borgari í Vatnsleysustrandar- hreppi og fyrsti íbúinn sem nær eitt hundrað ára aldri. EG Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Omar Jónsson oddviti afhendir Erlendsínu skjal um að hún sé heiðursborgari. og ég hef margoft sagt, þá vil ég tengja þetta við framhald virkjana og stóriðjuframkvæmda, eftir allt of langt hlé og ákvarðanaleysi,“ sagði ráðherra og kvaðst líta á þetta sem fyrsta skrefið af þremur, sem þyrfti að taka ákvarðanir um á næstu misserum: „Þau eru stækkun álversins í Straumsvík, virkjun á Fljótsdal og drög að stóriðjurekstri á Norðurlandi eða Austurlandi." Togarinn Bjartur: Gír bilaði við gangsetningu eftir klössun VEGNA alvarlegrar bilunar í togaranum Bjarti heíur Síldar- vinnslan á Neskaupstað orðið að leigja togarann Júlíus Geir- mundsson frá ísafírði. Bjartur hafði verið i gagngerri klössun í Slippstöðinni á Akureyri og átti að fara að gangsetja skipið við bryggju er í ljós kom alvar- legur galli á tengingu milli gírs og vélar. Að sögn Guðmundar Bjarnason- ar, starfsmannastjóra Síldarvinnsl- unnar, er Júlíus Geirmundsson gerður út með áhöfn Bjarts. „Það er ljóst að bilunin í Bjarti getur tafið skipið um langan tíma, en það á mikið eftir af kvóta," sagði Guð- mundur. Hann sagði að óveiddur kvóti Bjarts væri um 1.600 tonn. Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, sagði að bilunin væri vegna framleiðslu- galla í nýjum gír, sem útgerðin hefði keypt af erlendum framleið- anda en Slippstöðin séð um ísetn- ingu. Sigurður sagði að verið væri að skoða hvernig mætti bæta skað- ann, en Ijóst væri að það gæti tek- ið nokkrar vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.