Morgunblaðið - 09.08.1989, Page 4

Morgunblaðið - 09.08.1989, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 Aðalfundur Norrænu bændasamtakaima: Rætt um milliríkja- verslun með búvörur AÐALFUNDUR Norrænu bændasamtakanna, NBC, var settur í Háskólabíói í gær. Á fundinum eru um 300 manns, þar af um 250 erlendir gestir. Helsta umræðuefni fundarins er milliríkjaverslun með Iandbúnaðarvörur. Á fundinum í gær hélt Kalevi Sorsa, forseti finnska þjóðþingsins, ræða þar sem hann fjallaði um breytingar í landbúnaðarframleiðslu á Norðurlöndum, einkum með tilliti til sam- eiginlegs markaðar Evrópubandalagsríkjanna 1992 og GATT-sam- komulagsins um viðskipti og tollamál. Norrænu bændasamtökin eru heildarsamtök bænda og afurða- stöðva á Norðurlöndum. Af íslands hálfu eiga aðild að þeim Stéttar- samband bænda, Landssamtök slát- urleyfishafa og Samtök afurða- stöðva í mjólkuriðnaði. Undanfarin tvö ár hefur Haukur Halldórsson, forseti Stéttarsambands bænda, verið forseti samtakanna. Við setningu fundarins í gær fluttu þeir Steingrímur J. Sigfús- son, landbúnaðarráðherra og Glenn Flaten, forseti Alþjóðasambands bænda, ávörp og Haukur Halldórs- son flutti skýrslu um starfsemi sam- takanna síðastliðin tvö ár. Sagði hann meðal annars, að þrennt væri mest áberandi í umræðum um land- búnaðarmál á Norðurlöndunum; í fyrsta lagi offramleiðsla, í öðru lagi áróður fyrir frjálsum milliríkjavið- skiptum og innflutningi ódýrra bú- vara og í þriðja lagi væri áberandi að landbúnaðurinn ætti undir högg að sækja í fjölmiðlum. Kalevi Sorsa, forseti fínnska þjóðþingsins, hélt ræðu um breytt viðhorf í milliríkjaverslun með land- búnaðarvörur með tilliti til GATT- samkomulagsins um viðskipti og tollamál og sameiginlegs markaðar Morgunblaðið/Einar Falur Hluti fúndarmanna á aðalfúndi Norrænu bændasamtakanna, sem var settur í Háskólabíói í gær. Á innfelldu myndinni flytur Haukur Hall- dórsson, forseti Stéttarsambands bænda og Norrænu bændasamta- kanna, ávarp sitt á aðalfúndinum. Evrópubandalagsríkjanna. Hann sagði meðal annars að Norðurlöndin yrðu að standa saman í þessum málum og varðveita rétt sinn til að móta sjálfstæða stefnu, í stað þess að beygja sig undir ákvörðunarvald fjölþjóðlegra stofnana. í máli hans kom fram stuðningur við meira frelsi í milliríkjaverslun með land- búnaðarvörur og andstaða við út- flutningsbætur. Sorsa vék að byggðamálum í ræðu sinni og sagði meðal annars, að hann teldi heppilegra vinna að jafnvægi milli dreifbýlis og þétt- býlis með beinum styrkjum til bænda í staðinn fyrir að styrkja framleiðslu þeirra. Hins vegar þyrfti líka að leita annarra leiða til að stuðla að byggðajafnvægi. TAKN: •G • Heiðskírt Léttskýjað Hátfskýjað Skýjað 1 \ Alskýjað Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / r / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur Skafrenningur [7 Þrumuveður Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 15 skúr Reykjavík 10 skýjaö Bergen 14 skúr Helsinki 22 skruggur Kaupmannah. 18 alskýjað Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk 4 skýjað Osló 17 skýjaö Stokkhólmur 23 hálfskýjað Þórshöfn 11 alskýjað Algarve 27 léttskýjað Amsterdam 21 þokumóða Barcelona 28 mistur Berlín 23 léttskýjað Chicago 13 heiðskírt Feneyjar 26 hálfskýjað Frankfurt 20 skýjað Glasgow 19 skýjað Hamborg 22 mistur Las Palmas 27 léttskýjað London 24 skýjað Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 20 skýjað Madríd 31 léttskýjað Malaga 31 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Montreal 13 skýjað New York 15 heiðskírt Orlando 25 þokumóða París 23 skýjað Róm 28 léttskýjað Vín 21 skúr Washington 17 heiðskírt Winnipeg vantar Skrifstofu Alþingis skipt í tvö meginsvið FYRIR skömmu lauk endurskoðun á skipulagsmálum og starfsháttum skrifstofú Alþingis. Forsetar Alþingis hafa samþykkt skipurit að nýju skipulagi og ákveðið að hrinda í framkvæmd. Miða skipulagsbreyting- arnar íyrst og fremst að því að treysta og styrkja innviði skrifstofúnn- ar og gera vinnubrögðin markvissari og skipulegri, að því er fram kemur í frétt frá skrifstofú Alþingis. í fréttatilkynningunni segir einnig: stöðum: í grundvallaratriðum er skipuritið útfært á þann hátt, að skrifstofu Alþingis er skipt í tvö meginsvið, annars vegar þingsvið, hins vegar fjármála- og rekstrarsvið. Með þess- ari skiptingu er stefnt að því að sem best sé greint á milli almenns rekstr- ar skrifstofunnar og þess þáttar í starfsemi hennar sem lýtur að verk- efnum löggjafans. í stjórnunarlegu tilliti heyra sviðin tvö undir skrif- stofustjóra Alþingis, sem fer með yfirstjóm alls daglegs rekstrar í umboði forseta Alþingis. Skipulagsbreytingarnar fela það í sér að tekin verða upp nokkur ný starfsheiti en ekki leiðir það þó til fjölgunar starfsmanna. Þetta kemur til af því að hinn 1. september nk. láta 10 starfsmenn Alþingis af störf- um fyrir aldurs sakir og verða þá starfsmannamálin endurskipulögð á grundvelli hins nýja skipulags. Nú þegar er búið að ganga frá ráðningum í nokkrar af hinum nýjum Forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs hefur verið ráðirin Karl M. Kristjánsson viðskiptafræðingur. Forstöðumaður þingsviðs hefur verið ráðinn Helgi Bernódusson íslenskufræðingur, en hann gegndi áður starfi deildarstjóra. Nefndaritari hefur verið ráðinn dr. Þorsteinn Magnússon stjórnmála- fræðingur. Deildarstjóri útgáfu hefur verið ráðinn Steingrímur Jónsson BA í stað Kristins Arnarsonar. Deildarstjóri tölvumála hefur verið ráðinn Haukur Amþórsson tölvu- fræðingur í stað Þórarins Friðjóns- sonar. Deildarstjóri fasteigna- og hús- búnaðardeildar hefur verið ráðinn Gunnar Ingibergsson innanhússarki- tekt. Fulltrúi í nefnda- og þingmála- deild hefur verið ráðin Sólveig Jóns- dóttir BA. Lítil veiði og lágt verð LOÐNUVEIÐI hefúr verið léleg að undanförnu. Öll erlendu loðnu- skipin fóru af miðunum við Kol- beinsey á mánudag, sum með slatta en önnur engan afla. íslensk skip hafa enn ekki hafið veiðar á Sæfinnur hf. innsiglaður LÖGREGLAN í Reykjavík hefúr innsiglað skrifstofúr útgerðarfyr- irtækisins Sæfinns hf. i Reykjavík að kröfú Gjaldheimtunnar vegna vangoldinna opinberra gjalda sem nema milljónum króna. Nokkrir dagar eru síðan fyrirtæk- inu var lokað. Það á og gerir út einn togara, frystitogarann Arinbjörn. Hann var nýfarinn á veiðar þegar fyrirtækið var innsiglað, en að óbreyttu stöðvast hann strax og hann kemur til hafnar. vertíðinni en afli færeyskra og norskra skipa var á þriðjudag orðinn 34.279 tonn, að sögn Land- helgisgæslunnar. 1 færeyskt og 14 norsk skip fóru af miðunum á mánudag en samtals hafa 6 fær- eysk og 62 norsk skip verið á loð- numiðunum á þessari vertíð. Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleið- enda, sagðist í samtali við Morgun- blaðið ekki vita til þess að íslensku loðnuverksmiðjumar væm búnar að ákveða hvað þær greiddu fyrir loðn- una. Hann sagði að verð á lýsi væri enn að lækka en rnjölverðið hefði þokast örlítið upp á við. Jón sagði að trúlega væri ekkert til af loðnumjöli og -lýsi í landinu en búasf mætti við að nú fengjust um 200 Bandarikjadalir (11.800 krónur) fyrir tonnið af loðnulýsi og rúmlega 7 dalir fyrir prótíneininguna af loðnumjöli (um 29.000 krónur fyrir tonnið). / DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 9. ÁGÚST YFIRUT í GÆR: Á Grænlandshafi er 982 mb nærri kyrrstæð lægð sem grynnist. Heldur er að kólna í veðri, fyrst Vestanlands. SPÁ: Fremur hæg sunnan- og suðvestanátt, að mestu úrkomu- laust norðanlands, en skúrir í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðaustan strekkings- vindur og fremur svalt í veðri, einkum norðanlands. Súld við norð- austur-ströndina, en þurrt annars staðar og víða léttskýjað á Suð- ur- og Vesturlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.