Morgunblaðið - 09.08.1989, Page 22

Morgunblaðið - 09.08.1989, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 Brottflutningur Indlandshers frá Sri Lanka; Indverjar segjast til- búnir innan misseris Setja brottflutningnum þó skilyrði Colombo á Sri Lanka. Reuter. INDVERJAR segjast vera reiðubúnir til þess að flytja hersveitir sínar á Sri Lanka á brott frá eynni fyrir febrúar á næsta ári, að því til- skildu að stjórn Sri Lanka gangi að ýmsum kröfiim Indlandsstjóm- ar. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherra Sri Lanka í gær þegar hann gaf þinginu skýrslu um gang vikulangra viðræðna ríkjanna tveggja í síðustu viku. Ekki tókst samkomulag um brottfluning hinna 44.500 indverskra hermanna, sem em á Sri Lanka. Upphaflega komu þeir þangað sem friðargæslulið að beiðni Sri Lanka-sljómar, en valdamönnum þar þykir Indveijar hafa gerst fullþaulsetnir. Að sögn utanríkisráðherrans, veldisdraumfarir, og er minnt á Ranjan Wijeratne, kveðast Indveij- ar tilbúnir til þess að hefja brott- flutning herja sinna í áföngum, ef Sri Lanka-stjóm samþykkir að setja á laggirnar sérstaka öryggismála- nefnd, sem æðsti ráðherra norð- austurhéraðs eyjarinnar sitji i, en þar em tamílar í meirihluta. Sú nefnd ætti að fylgjast með að ör- yggi borgaranna yrði tryggt. Samkvæmt tilkynningu stjórnar Sri Lanka mun Ranasinghe Premadasa forseti ekki móta af- stöðu stjórnar sinnar til lykta við- ræðnanna í síðustu viku fyrr en á föstudag. Talið er að forsetinn vilja biða þess að þingumræðu um málið ljúki áður en hann tekur af skarið, en viðræðurnar eru á dagskrá þingsins á fimmtudag og föstudag. Upphaflega fóm hersveitir Ind- landshers til Sri Lanka árið 1987 samkvæmt samningi ríkjanna tveggja, en með honum var vonast til þess að unnt yrði að binda enda á blóðuga sjálfstæðisbaráttu tamíla á norðurhluta eyjarinnar. Tamílar em jafnframt fjölmennir í ríkinu Tamil Nadu á suðurodda Indlands- skaga og vom vonir bundnar við að Indveijum tækist að fá skæm- liða tamíla til þess að leggja niður vopn, gegn því að öryggi tamílska minnihlutans yrði tryggt. Skæruliðasamtök tamíla tóku þessum hugmyndum hins vegar víðs fjarri þegar á reyndi og hefur Indveijum ekkert orðið ágengt við að stilla til friðar. Á hinn bóginn hafa þær gagnrýnisraddir æ orðið hærri, sem saka Indveija um stór- hvemig þeir sendu herlið til Maldíva-eyja til þess að afstýra byltingu þar fyrr á árinu. í Nýju Delí á Indlandi vildi Rajiv, Gandhi, forsætisráðherra, sem fæst segja um málið, en lét hafa eftir sér að ekki væri til nein einföld lausn á vanda Sri Lanka-búa. Stjórnmálaskýrendur telja að Gand- hi vilji ekki flytja herina á brott frá Sri Lanka fyrir áramót vegna kom- andi þingkosninga, en talið er að Kongress-flokkur Gandhis muni eiga erfitt uppdráttar í þeim. Reuter Daniel Ortega, forseti Nicaragua, skýrir frá friðaráætlun fimm forseta Mið-Ameríkuríkja, sem felur í sér að kontra-skæruliðar, andstæðingar sandínistastjómar Ortega, Ieggi einhliða niður vopn. Átta ára borgarastríð í landinu hefúr orðið um 40.000 manns að fjörtjóni. Fundur forseta Mið-Ameríkuríkja: Syeitir kontra-skæruliða í Nicaragua leggi niður vopn Tela í Hondúras og Atlanta í Handaríkjunum. Reuter. FORSETAR fimm ríkja í Mið- Ameríku leggja til að kontra- skæmliðar, sem beijast gegn stjórn sandínista í Nicaragpia frá bækistöðvum í Hondúras, leggi niður vopn innan fjögurra mán- aða. í staðinn standi sandínistar við loforð sín um ffjálsar kosn- ingar í febrúar á næsta ári og jafiiframt verði þeim kontralið- um, sem þess óska, leyft að snúa aftur heim. „Dauðadómur kontra-sveitanna hefúr verið kveðinn upp,“ sagði Daniel Or- tega, forseti Nicaragua, er hann kom aftur til síns heima eftir fúnd forsetanna sem haldinn var í Hondúras. Talsmenn kontranna segja að þeir muni ekki taka í mál að afvopnast fyrr en að búið verði að tryggja lýðræði í landinu og James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem stutt hafa kontrana með vopnum og vistum, sagði í gær að mikilvægt væri að sandínistar stæðu við loforð sín um lýðræðisumbætur. Baker hrósaði sandínistum fyrir að hefja viðræður við andstæðinga sína en sagði að gjörðir yrðu að fylgja orðum. Áætlun forsetanna fimm er nokkurt áfall fyrir Banda- ríkjastjórn sem hefur lagt til að Pólland: Walesa býður smáflokk- um til stj órnar samstarfs ♦ Samstöðumenn haftia boði kommúnista um myndun samsteypustjórnar Varsjá. Reuter. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, hefúr lagt til að mynduð verði samsteypstjórn Samstöðu og tveggja smáflokka á pólska þinginu. Forystumenn flokkanna tveggja, Bændaflokksins og Demókrata- flokksins, sem löngum hafa fylgt kommúnistum að málum, hafa rætt tillögu Walesa en verði hún að veruleika verður það í fyrsta skipti frá stríðslokum sem kommúnistar standa utan sljórnar í Aust- ur-Evrópu. í tilkynningum sem flokkarnir tveir sendu frá sér í gær var ekki tekið undir tillögu Walesa en sagt að hún yrði tekin til nánari athugunar. stjóm landsins. í tilkynningu sem pólski Demó- krataflokkurinn birti í gær sagði að skoða þyrfti tillögu Walesa vand- lega og hefði henni verið vísað til viðeigandi valdastofnana innan flokksins. Tillagan yrði tekin til greina þætti sýnt að þjóðarhagur krefðist þess. Var og harmað að Walesa skyldi ekki hafa kynnt hug- mynd þessa fyrr. í yfirlýsingu Bændaflokksins sem einnig var birt í gær sagði að tillaga stjómarand- stöðunnar hefði verið rædd og að hún yrði tekin til nánari athugun- Walesa kynnti hugmynd þessa á mánudag en hann lagði til að Bændaflokkurinn og pólski Demó- krataflokkurinn, mynduðu stjórn með Samstöðu, hreyfingu stjómar- andstæðinga. Flokkar þessir hafa um áratugaskeið óbeint lotið stjóm kommúnista, en að - undanfömu hafa leiðtogar þeirra gerst sjálf- stæðari í stefnumótun sinni enda hefur stjómmálaþróunin í Póllandi orðið til þess að dregið hefur nokk- uð úr alræðisvaldi pólska kommúni- staflokksins. Þannig lögðust 60 þingmenn Bændaflokksins gegn því í síðustu viku að Czeslaw Kiszczak yrði skipaður forsætisráðherra og hótuðu þeir um tíma að ganga til liðs við stjómarandstöðuna. Lech Walesa sagði í ræðu er hann flutti í Gdansk á mánudag að kreppa ríkti bæði á sviði efna- hags- og stjómmála í Póllandi. Or- sakir vándans væri að rekja til al- ræðis kommúnistaflokksins sem stjórnað hefði landinu undanfarin 45 ár. Walesa sagði í ávarpi sínu að kjör Kiszczaks í embætti forsæt- isráðherra sýndi ljóslega að komm- únistar hygðust ekki hverfa frá ein- ræðislegum stjórnarháttum og kvaðst uggandi um framtíðina. Áður höfðu leiðtogar Samstöðu hafnað boði Kiszczaks, forsætisráð- herra um að ganga til stjórnarsam- starfs við kommúnista. Heimildar- menn Reuíers-fréttastofunnar sögðu að Samstöðumenn teldu óráðlegt að mynda stjóm með kommúnistum og að slíkt yrði tæp- ast til þess að treysta stöðu samtak- anna. Á hinn bóginn teldu leiðtogar Samstöðu að úrslit þingkosning- anna í júnímánuði sýndu að almenn- ingur allur vildi að stjórnarandstað- an yrði í forsvari fyrir næstu ríkis- Óþolinmóður Lithái: Keypti sér Lödu - íBretlandi London. Reuter. VÖRUBÍLSTJÓRI frá Sovétlýð- veldinu Litháen hafði ekki þolin- mæði til að bíða í fimm ár eftir því að fá afhentan nýja Lödu- bifreið og ákvað að stytta sér leið fram hjá kerfinu. Jvibiaf Rimanthas flaug því til Bret- lands og með aðstoð írænku sinnar, sem túlkaði fyrir hann, festi hann kaup á notaðri Lödu fyrir 725 pund (um 70.000 ísl.kr.). Ný Lada af sömu gerð kostar sem svarar 580 þúsund krónum í Sovétríkjunum. Að sögn talsmanns Lödu-umboðsins í Bretlandi getur Rimanthas hagnast vel á framtak- inu þar sem sovéskir kaupendur eru reiðubúnir að greiða meira fyr- ir notaðan bíl en nýjan ef sá not- aði fæst afhentur strax. Rimant- has, sem býr í borginni Kaunas, hyggst aka heim um Belgíu, Þýska- land og Pólland. kontrarnir afvopnist ekki fyrr en að loknum þingkosningunum á næsta ári. í hópi forsetanna fimm eru dyggir stuðningsmenn Banda- ríkjamanna, þ. á m. forseti E1 Salvadors, þar sem stjórnvöld hafa um árabil átt í blóðugri baráttu við vinstrisinnaða skæruliða. Síðastlið- inn föstudag náðu sandínistastjóm- in og 20 flokkar stjórnarandstæð- inga í Nicaragua samkomulagi um afvopnun kontranna og fram- kvæmd kosninganna. Átta ára hernaður sandínista og kontra-skæruliða hefur kostað um 40.000 manns lífið. Bandaríkjaþing samþykkti í apríl að veita kontrun- um 50 milljónir Bandaríkjadollara (um 2.900 milljónir ísl.kr.) í aðstoð sem þó má ekki nota til hergagna- kaupa. Daniel Ortega sagði eftir fund forsetanna að hann vænti stuðnings Bandaríkjastjórnar við friðaráætlun Mið-Ámeríkuforset- anna og jafnframt að stjórnin not- aði áðurnefnt fé til að kosta af- vopnun og heimflutning kontranna. Gert er ráð fyrir því að skipuð verði eftirlitsnefnd á vegum Samtaka Ameríkuríkja og Sameinuðu þjóð- anna og sjái hún um afvopnun kontranna sem lokið verði innan íjögurra mánaða. Sandínistar heita þeim kontrum, sem það vilja, að þeir fái jarðnæði í Nicaragua, en aðrir fá landvistarleyfi annars stað- ar. Kontra-skæruliðar í Hondúras eru ásamt skylduliði sínu um 50.000 og áttu þeir ekki þátt í að semja um skilmála friðaráætlunarinnar. Leiðtogar kontranna háfa þegar vísað áætlun forsetanna á bug. „Sú hugmynd að menn okkar geti farið friðsamlega aftur heim er fárán- leg,“ sagði Jose Medina Cuadra, pólitískur talsmaður hreyfingarinn- ar. Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, hefur tekið að sér að veita fórystu eftirlitsnefnd sem fylgjast á með því hvort kosning- arnar í Nicaragua í febrúar verða lýðræðislegar. Sandínistar jafnt sem stjórnarandstæðingar hvöttu Carter til starfans en í stjórnartíð hans var Anastasio Somoza, ein- ræðisherra Nicaragua, steypt af stóli árið 1979 með þegjandi sam- þykki stjórnar Carters, sem síðan veitti gífurlegum fjármunum í efna- hagsaðstoð við hina nýju stjórn sandínista.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.