Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 27
- MÓÁ(3Ú>jl5LvÐ.lj)’MÍD^ÍKUÍÍVÓuH M,: AÓUST: T 989 27 - íi imúti- ?ðum Morgunblaðið/Rax Morgunblaðið/Einar Falur i og vel- þjóðhátíð idust í óveðri í mótslok i sem haldin var um helgina fór EjTum. Um 8.000 gestir voru á etis veðri. fólk lét það ekki aftra sér við hátí- ðarhöldin og stóð skemmtun í Daln- um fram á morgun mánudagsins. Þegar leið á mánudaginn versn- aði veður og aðfaranótt þriðjudags var afspyrnu slæmt veður í Eyjum. Flestar skreytingar í Heijólfsdal fuku þá og skemmdust mikið þann- ig að í gær var eins um að litast í Dalnum og sprengja hefði fallið þar og lágu byggingarnar eins og hrá- viði um allar brekkur. Að sögn Arndísar Sigurðardótt- ur, formanns Þjóðhátíðarnefndar, eru Týrarar ánægðir með hversu vel hátíðarhöldin tókust en það ijár- hagslega tjón, sem orðið hefði í óveðrinu eftir hátíðina, væri mikið áfalí. Grímur Morgunblaði/Einar Falur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugað að heimferð úr Þórsmörk. Skemmtiatriðin gerðu Iukku í Húnaveri, Morgunblaðið/Árni Sæberg Börnin höfðu nóg að gera í Galta- læk. sá vín á stöku fullorðnum. Borð og stólar í tívolíi urðu fyrir skemmdum af vöidum unglinganna, en lítið var um óhöpp á fólki. Stemmningin á mótinu var í heildina góð, sagði Karl og gestir ánægðir. Fjöldi unglinga í Þórsmörk Allt fór ágætlega fram í Þórs- mörk um verslunarmannahelgina, en þar voru rúmlega 2000 manns samankomnir í Húsadal og nokkur hundruð í Langadal. Björgunar- sveitin Dagrenning sá um gæslu í Húsadal, en að sögn Jóns Her- mannssonai' var mannijöldin ekki meiri en oft gerist um venjulega helgi á sumrin. Unglingar og fólk rúmlega tvítugt hefði þó verið meira áberandi en um venjulega helgi. Ölvun sagði Jón ekki hafa verið meiri en gerist og gengur í útilegum Morgunblaðið/Sigurgeir Hvassviðrið á mánudag feykti uni koll mannvirkjum í Herjólfsdal. um verslunarmannahelgi. Hætt var að selja í ferðir inn í Þórsmörk um hádegi á föstudag og sagði Ómar Óskarsson hjá Austur- leið ástæðuna fyrir því vera þá að þeir hafi ekki annað flutningum þangað, en ekki þá að ekki hafi verið hægt að taka á móti fleira fólki. Fjöldi fólks kom með í Þórs- mörk með rútum frá öðrum en Austurleið og á einkabílum. Skaftafelli lokað Aldrei fyrr hafa jafn margir kom- ið á tjaldsvæðið í Skaftafell um eina helgi og nú um verslunarmanna- helgina. Loka þurfti svæðinu seinni partinn á laugardag, en þá voru um 2000 manns komnir á svæðið. Ástæðan fyrir lokuninni var að þjónustan annað ekki öllum þessum fjölda. Þó nokkur ölvun var í Skafta- felli að sögn starfsmanna þjónustu- miðstöðvarinnar þar, en engin vandræði og fór allt friðsamlega fram. Vægur Suðurlandsskálfti í Arnesi Dræm aðsókn var á Suðurlands- skjálftann í Árnesi að sögn Ómars Gunnarssonar. Þar voru 300 gestir þegar flest var eða um helmingi færra en búist hafði verið við. Allt fór fram eftir auglýstri dagskrá og fólk skemmti sér vel, sagði Ómars. Engin ólæti voru á svæðinu. Utidagskrá var alla dagana í Árnesi og dansleikir á kvöldin. Flestir gestanna voru yfir tvítugu og lítið um börn og unglinga. Dansað í Valskjálf Engin úthátíð var haldin í Atlavík að þessu sinni, en Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands sá þó um gæslu og veitingasölu á svæð- inu. Þangað komu um 800 manns að sögn Magnúsar Stefánssonar formanns UÍA. Ölvun var ekki til- takanlega mikil og reyndi lítið á gæsluna. Valaskjálfti ’89 var haldinn á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum og að sögn starfsmanns þar komu um 750 manns á dansleikinn á laugar- dagskvöldið og um 300 á sunnu- dagskvöld. Fámennt var á dans- leiknum á föstydagskvöld, en þá dönsuðu austfirðingar í Végarði. Allir fóru dansleikirnir vel fram. Vel sótt fjölskylduhátíð Fjölskylduhátíðin í Vík í Mýrdal var vel sótt, en þangað komu á bil- inu 1800-2000 manns. Mótshaldar- ar voru ánægðir með aðsókn enda aldrei verið meiri. „Þetta var skikk- ánlegt fjölskyldufólki og lítil ölvun á svæðinu,“ sagði Þorgerður Ein- arsdóttir hjá Ungmennafélaginu Drangi, sem stóð að samkomunni ásamt Björgunarsveitinni Víkveija. Húnaver: Sjö fluttir til Reykjavík- ur vegna fíkniefiiamáls Ekki grunur um fíknieftiasölu SJO manns vom handteknir á útihátíðinni í Húnaveri á laugardag með íikniefiii, hass, amfetamín og eitt gramm af kókaíni í fórum sínum. Það var flutt til Reykjavíkur til yfirheyrslu hjá fíkniefiiadeild lögreglunnar en var látið laust að ioknum yfírheyrslum. Ekkert kom fram sem benti til þess að fólkið hefði stundað sölu fíknieftia á sam- komunni, að sögn Arnars Jenssonar lögreglufúlltrúa. Að sögn Arnars var um fremur lítið magn að ræða og þótti flest benda til að fólkið hefði haft efnin með sér að sunnan til eigin neyslu. Um var að ræða eitt gramm af kókaini og nokkur grömm af am- fetamíni og hassi. Fólkið er um og yfir tvítugt. Það hefur allt áður verið kært fyrir fíkniefnaneyslu og nokkrir úr hópn- um hafa einnig hlotið kærur fyrir fíkniefnadreifingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.