Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989
35
Félagsmálaráðuneytið;
Kröfiir um aukið öryggi og
styrkingu í byggingum
Félagsmálaráðherra hefur gefið út reglugerð um breytingu á bygg-
ingarreglugerð frá árinu 1979. Þar er meðal annars gert ráð fyrir
að krafa um aukið öryggi og styrk bygginga verði hert, aðstaða fyrir
hreyfihamlaða verði bætt auk þess, sem sett eru ákvæði varðandi
skipufag og byggingu sumarbústaða.
í nýju reglugerðinni er gert ráð nær lóðamörkum en 10 m.
fyrir að fram fari lokaúttekt þegar Tekið er fram að umræddar breyt-
byggingu er að fullu lokið og að
gengið sé úr skugga um að húsið
sé byggt í samræmi við samþykktar
teikningar. Einnig sé kröfum um
gerð og búnað íbúðar- og atvinnu-
húsnæðis fullnægt. Þetta ákvæði er
afdráttarlaust um að ekki megi fella
niður lokaúttekt bygginga, en mikið
er um að lokaúttektir hafi ekki ver-
ið framkvæmdar.
Þá er ákvæði um hámarksinnihaid
salts í steinsteypu, skýrt kveðið á
um notkun staðla við hönnun bygg-
inga og sett ákvæði sem eiga að
tryggja betur burðarhönnun og
burðarþolsútreininga stórhýsa og
annarra vandasamra burðarvirkja.
Nota skal viðurkennd plastefni eða
öryggisgler, þar sem um er að ræða
stóra glerfleti í þökum. Ákvæði um
birgðageymslu eiturefna, sprengi-
efna og olíu er mun ítarlegri en
áður og krafist samþykkis Siglinga-
málastofnunnar. Auk þess er gert
ráð fyrir að byggingarfulltrúi geti
krafist þess að hönnuður, sem hann
viðurkennir fari yfir og samþykki
burðarþolsútreikninga á kostnað
byggjanda.
Kveðið er á um bætta aðstöðu
fyrir hreyfíhamlaða. Meðal annars
skal sjá fyrir einu bifreiðastæði á lóð
húss eða í húsinu er henti fötluðum.
Kröfur um lyftu eru hertar og krafa
gerð um handrið beggja vegna með-
fram tröppurr. í aðkomuleiðum að
húsum. í öllum fjölbýlishúsum með
sex íbúðum eða fleir'i skuli að
minnsta kosti ein íbúð á jarðhæð
vera hönnuð með þarfír fatlaðra í
huga og í opinberum byggingum þar
sem starfa tíu eða fleiri skal vera
salerni sem hentar fötluðum fólki í
hjólastól. í öllum sumarbústaða-
hverfum á vegum launþegasamtaka
eða starfsmannafélaga skuli að
minnsta kosti einn bústaður hverra
samtaka vera hannaður og byggður
þannig að hann henti hreyfihömluð-
um.
ítarleg ákvæði eru sett varðandi
skipulag og byggingu sumarbústaða
og skal lágmarksstærð lóðar í sum-
arbústaðahverfum vera 2000 fer-
metrar. Skal jafnan gera byggingar-
og skiþulagsskilmála fyrir hvert
sumarbústaðahverfi. Hámarksstærð
sumarbústaða er 60 fermetrar og
þeir mega ekki vera nær sjó, ám og
vötnum en 50 m og ekki hær þjóð-
braut eða almennum vegum en 100
m. Þá skal heilbrigðisfulltrúi taka
út rotþrær og meiga þær ekki vera
ingar íjalla ekki um menntun hönn-
uða að mannvirkjum né skiptingu
lands í byggingarfulltrúaumdæmi
og réttindi. Hefur félagsmálaráð-
herra skipað nefnd til að endurskoða
drög að frumvarpi til skipulagslaga
og frumvarpi til byggingarlaga með
það markmið að fella þau saman í
einn lagabálk. Nefndina skipa Björn
Friðfinnsson formaður, Guðmundur
G. Þórarinsson aiþingismaður, Guð-
rún Helgadóttir alþingismaður og
Sigurgeir Sigurðsson formaður
Sambands ísl. sveitarfélaga. Stefán
Thors skipulagsstjóri ríkisins starfar
með nefndinni en Hólmfríður Snæ-
björnsdóttir er ritari hennar.
Morgunblaðið/RAX
Ný bílasala í Skeifunni
BILASALA Reykjavíkur var opnuð fyrir nokkru í Skeifunni 11
í Reyfqavík. Eigendur bílasölunnar eru Viktor Urbancic og
Gunnhildur Úlfarsdóttir. Á myndinni að ofan er Viktor ásamt
sölumönnunum Halldóri Baldvinssyni og Guðmundi Albertssyni.
í frétt frá bílasölunni segir, að hún sérhæfi sig í sölu öllum
gerðum nýlegra notaðra bíla og hafi til umráða 400 fermetra
húsnæði, auk bílastæða utan dyra.
UTSALAN HEFSTI D
SAUTJAIM, KRINGLUNIVI, sími 689017
i
Ymislegt
Skyggnislýsingarfundur
Þórhallur Guðmundsson, miðill,
heldur skyggnislýsingarfund í
veitingasalnum Skútunni, Dals-'
hrauni 15, Hafnarfirði, miðviku-
daginn 9. ágúst kl. 20.30. Miðar
seldir við innganginn.
Wélagslíf
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn vitnisburðarsamkoma i
kvöld kl. 20.30.
Ailir hjartanlega velkomnir.
Munið Seltjarnarneskirkju í kvöld
kl. 20.30. Allir velkomnir.
FERÐAFELA6
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Kvöldterð miðvikudaginn
9. ágúst:
Kl. 20.00 Bláfjallahellar.
Nauðsynlegt að hafa vasaljós
meðferðis. Stærstu hellarnir
verða skoðaðir. Verð kr. 600,-.
Brottförfrá Umferðarmiöstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl.
Fritt fyrir börn í fylgd fullorðinna.
Ferðafélag islands.
M Útivist
Helgin 11.-13. ágúst
Fjölskylduhelgi í Þórsmörk
1. Góð dagskrá fyrir alla fjöl-
skylduna. Ratleikur, leikir, pylsu-
grill, gönguferðir og kvöldvaka.
Unglingadeild Útivistar sér um
dagskránna í sarpvinnu við farar-
stjóra og skálaverði. Sérstakt
afsláttarfargjald: Kr. 4.200,- f.
utanfélaga og kr. 3.800,- f. fé-
laga. Fritt f. börn 9 ára og yhgri
og hálft gjald f. 10-15 ára m.
foreldrum sinum. Árleg ferð sem
þið ættuð ekki að sleppa.
2. Fimmvöröunáis
Gengiö frá Skógum i Bása á
laugardeginum, 8-9 klst. ganga.
Gisting i Útivistarskálunum
Básum. Einnig góð tjaldstæði.
Afsláttarverð.
Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni
1, (Vesturgötu 4), simar: 14606
og 23732. Pantiö timanlega.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma i kvöld
kl. 20.00.
/ffix FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins:
11.-17. ágúst: Kirkjubæjar-
klaustur - Fljótsdalshérað -
Borgarfjörður eystri - Vopna-
fjörður - Laugar í Reykjadal -
Sprengisandur.
Ekið sunnan jökla á leið austur
um land og til baka um Sprengi-
sand. Gist í svefnpokaplássi.
Fararstjóri: Baldur Sveinsson.
11.-16. águst: Landmanna-
laugar - Þórsmörk.
Gist í sæluhúsum Fl á leiðinni
frá Landmannalaugum til Þórs-
merkur. Fararstjóri: Árni Sig-
urösson.
16. -20. ágúst: Landmanna-
laugar - Þórsmörk.
Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson.
17. -20. ágúst: Núpsstaðaskógur.
Gist í tjöldum. Gönguferðir um
stórbrotið landslag. Fararstjóri:
Hilmar Þór Sigurðsson.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu FÍ, Öldugötu 3.
Ferðafélag íslands.
iyjj útivíst
Ferðist innanlands með
Útivist. Fjölbreyttar
sumarleyfisferðir.
1. 10.-16. ágúst. Síðsumars-
ferð á Norðausturlandi. Ný og
skemmtileg Útivistarferð, ein su
vinsælasta i sumar. Kjalvegur,
Hrisey, Tjörnes, Kelduhverfi,
Melrakkaslétta, Langanes,
Vopnafjörður, Mývatn, Jökuls-
árgljúfur, Sprengisandur. Gist i
svefnpokaplássi. Fararstjórar:
Þorleifur Guðmundsson og Jó-
hanna Sigmarsdóttir.
2. 18.-23. ágúst. Núpsstaðar-
skógar - Grænalón - Djúpárdal-
ur. Fjögurra daga bakpokaferð,
Brottför föstudagskvöld kl.
20.00. Ýmsir möguleikar á út-
úrdúrum, t.d. ganga á Græna-
fjall og að Hágöngum i jaðri
Vatnajökuls. Ný spennandi ferð.
3. 31. ág.-3. sept. Gljúfurleit -
Kisubotnar - Kerlingarfjöil. Ný
ferð. Ekið upp með Þjórsá að
vestan og gist í Gljúfurleitar-
skála. Skoðaðir Þjórsárfossar.
Ekið um Kisubotna í Kerlingar-
fjöll. Skoðað Kjalarsvæðið
'(Hveravellir).
Upplýsingar og farmiðar á
skrifstofunni, Grófinni 1, símar
14604 og 23732.
Sjáumst!