Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 188. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 22. AGUST 1989 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Walesa sendir kommúnistum óblíðar kveðiur Varsjá. Daily Telegraph. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, ávítaði kommúnista fyrir heimtu- frekju í gær og varaði þá við því að krefjast of mikils i sinn hlut í væntanlegri ríkissljórn Samstöðu undir forsæti Tadeusz Mazowieckis — svo gæti farið að þeir sætu uppi með ekkert. Deilur Samstöðu og kommúnista virðast nú vera að færast í aukana, en Samstöðumenn hafa sagst vera samþykkir því að kommúnistar fari með embætti varnarmálaráðherra og innanríkisráðherra. Walesa skoraði á kommúnista að láta af hótunum og kúgunartilraun- Kólumbía: 10.000 fíkni- efíiaþrjótar handteknir Bógóta. Reuter. - t * SVEITIR hers- og lögreglu í Kól- umbíu hafa látið hendur standa fram úr ermum í baráttunni gegn eiturlyljaframleiðendum síðustu daga. Um helgina voru 10.540 meintir sakamenn handteknir og lagt hefur verið hald á eigur meintra forsprakka fíkniefna- framleiðenda, en þeir eru þó sagð- ir ganga enn lausir. Víkingasveitir lögreglu lögðu hald á allt að sex þyrlur í eigu fíkniefna- sala á flugvellinum í Guaimaral, skammt norður af Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, í gær. Þá réðust lögreglu- sveitir inn í ij'órar fíkniefnaverk- smiðjur í skóglendi skammt frá Gua- imaral og tóku menn, sem þar voru að störfum, til fanga. Ennfremur var hald lagt á búgarða, mannvirki, skemmtistaði og bifreiðar í eigu meintra fíkniefnakónga. Herferðin var hafin að fyrirmælum Virgilios Barcos, forseta. Greip hann tíl neyðarráðstafana eftir að fíkni- efnasalar myrtu Luis Carlos Galan, þingmann, sem þótti líklegur arftaki Barcos á forsetastóli, og lögreglu- stjóra Medellin-svæðisins, helsta fíkniefnaframleiðsluhéraðs landsins. Báðir voru vegnir á föstudag. um og reyna frekar að afla sér fylg- is með „djúpstæðum pólitískum og efnahagslegum umbótum". Miðstjórn flokksins virðist skiptast mjög í fylkingar í afstöðu sinni til stjórnarkreppunnar, en þó var sam- þykkt að hóta ,því að styðja ekki Mazowiecki í stjórnarmyndun hans, nema kommúnistar fái „réttmætan" ijölda ráðherra í væntanlegri stjórn. Walesa svaraði þessum kröfum með áskorun til kommúnista að vera raunsæir. Hann sagði að þeir ættu ekki að „beijast fyrir valdastólum sínum, heldur reyna að skilja að nú er öldin önnur en áður. Ef þeir ætla láta eins og asnar geta þeir hæglega misst enn meira en þeir hafa þegar gert.“ Sjá fréttir á síðum 20-21: „Sljórnarkreppan í Póllandi". Tékkneskir lögregluþjónar handtaka einn af mörg þúsund mótmælendum í Prag, 21 ár var liðið frá innrás Varsjárbandalagsins. Reuter minntust þess að Innrásarinnar 1968 minnst í Tékkóslóvakíu: Lögregla vopnuð kylftim ræðst á mótmælagöngu Prag. Reuter. ^ ^ ^ Prag. ÓEIRÐALÖGREGLA réðist með kylfum og táragasi á þúsundir manna í Prag í gær. Mannfjöldinn var samankominn til þess að minnast þess að þá var 21 ár liðið frá innrás herja Varsjárbandalagsins inn í Tékkó- slóvakíu til þess að bijóta á bak aftur „Vorið í Prag“, en svo voru umbótatilraunir þáverandi valdhafa undir forsæti Alexanders Dubceks nefndar. Manníjöldinn hrópaði „Lengi lifi frelsið" og „Lengi lifí Dub- cek“ hvað eftir annað þar til lögreglan gerði árásina. Að sögn bresku útvarpsstöðvarinnar BBC var því líkast sem hernaðarástand væri í borginni. Hundruð lögregluþjóna búnir til götubardaga réðust á mótmælendur á Wenceslas-torgi í miðborg Prag og börðu íjölda manns til óbóta. Þegar mannfjöldinn sá sitt óvænna og flýði torgið, rak lögreglan flótt- ann. Eftir að mótmælastöðunni, sem stóð í hálfa klukkustund, lauk lokaði lögreglan hinni fornu Karls-brú til Tyrkirloka landamærun um við Búlgaríu Tyrkir lokuðu í gær landamærun- um við Búlgaríu, nema fyrir þeim, sem hafa gilda vegabréfsáritun til landsins. Um 310.000 Búlgarar af tyrkneskum uppruna hafa flúið ofsóknir í Búlgaríu frá því í júní, en stjórnvöld þar stefna að því að útrýma öllum tyrkneskum menn- ingareinkennum. Á myndinni til hliðar má sjá tyrkneska Búlgara nýkomna yfir landamærin áður en þeim var lokað. Með lokuninni vilja Tyrkir þrýsta á kommúnistastjóm- ina í Sófíu um að hún láti af ofsókn- unum, en stjórnin þar virðist hæstánægð með þá lausn mála að tyrkneskir Búlgarar þrammi út úr landinu. Reuter þess að koma í veg fyrir að um 1.000 manns kæmust yfir fljótið Vltava til skrifstofu forsætisráðherra. Tveimur klukkustundum síðar komu um 1.500 manns aftur saman á Wenceslas-torgi til þess að gera hróp að lögreglunni. Mannljöldinn hrópaði einnig kröfur um frelsi. Mörg hundruð manns voru handtekin. Mannljöldinn. hafði fyrirskipanir lögreglu um að hann skyldi hafa sig á brott að engu og fyrr en varði streymdu tugir lögreglubifreiða að með liðsauka, sem þegar í stað réð- ist gegn mannfjöldanum. Ráðist var á austuríska sjónvarps- menn. Myndatökumaðurinn var rot- aður með karate-höggi, myndavélin brotin í mél og skorið á kaplana. Þá var einnig ráðist á myndatökuteymi frá bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC og filmur fjölda erlendra ljós- myndara voru gerðar upptækar. Meira en 2.000 manns komu sam- an á Weneeslas-torgi til þess að taka þátt í „þögulli mótmælagöngu". Áður en varði brutust þó út mikil fagnað- arlæti þegar hópur ungverskra mannréttindabaráttumanna breiddi út borða, sem á stóð: „Bolsévikkarn- ir komu með skriðdreka, við komum með blóm.“ Óeinkennisklæddir lögregluþjónar rifu borðann umsvifalaust niður, en mannljöldinn hrópaði: „Lengi lifi Ungvetjaland" og „Lengi lifi Pól- land“. Var þetta tekið til marks um hvernig umbætur í þessum Austur- Evrópuríkjum hafa haft áhrif á kröf- ur um aukið fijálslyndi í Tékkósló- vakíu, en þar hafa harðlínumenn setið að völdum frá innrásinni 1968. Pólska þingið og kommúnista- flokkur og ríkisstjórn Ungveijalands fordæmdu í síðustu viku innrásina, en öll ríki Varsjárbandalagsins nemá Rúmenía tóku þátt í henni. Sovéskur embættismaður sagði í gær að menn yrðu að fjalla um inn- rásina með hliðsjón af pólitískum og alþjóðlegum forsendum árið 1968. Hann vildi ekki svara spurningu um hvort innrásin væri réttlætanleg, en sagði að Sovétríkin væru nú alger- lega andvíg valdbeitingu til lausnar þeirra vandamála, sem að gætu steðjað. Holland: Ollu PCB-eftii seladauðanum? Ainsterdam. Reuter. PCB-eiturefiii gætu hafa brotið niður ónæmiskerfi sela í Norður- sjónum og orðið þess valdandi að a.m.k. 17.000 selir drápust við strendur Norður-Evrópu fyrr á árinu, að því er íram kemur í hollenskri rannsóknarskýrslu. Hún leiddi meðai annars í ljós að PCB-efni, (sem m.a. hafa fund- ist í rafþéttum á íslandi) hafa vald- ið miklum skorti á A-vítamínum og dregið úr framleiðslu skjaldkirtils- hormóna í selum og brotið niður ónæmiskerfi þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.