Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 29
MQRQUNBLAÐIÐ VIÐSKIPnÆlVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR-22. ÁGÚST 1989 JAKVÆÐ FYLGNI — Eins og sjá má af myndinni hér að ofan hefur verið jákvæð fylgni milli sparnaðar og raunvaxta undanfarna tvo áratugi. Sparnaður er hér skilgreindur sem peningamagn og sparifé í bankakerfinu, þ.e. innlán innlánsstofnana ásamt seðlum og mynt í umferð. Sparnaður minnkar með lækk- andi raunvöxtum en með verðtryggingu og hærri raunvöxtum hefur sparnaður sem hlutfall af landsfram- leiðslu aukist jafnt og þétt frá 1978 og var kominn í 32,5% 1988. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi frá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans þar sem fjallað er um hvort tímabært sé að afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga. Greinarhöfundur kemst að þeirri niðurstöðu að skilyrði fyrir afnámi verðtryggingar hljóti að vera stöðug verðlagsþróun í a.m.k. 2-3 ár þar sem verðbólgan sé ekki meiri en 5-8% eins og gerist í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðstöðvun í 3 til 6 mánuði sé ekki nægjanlegur grundvöllur til að afnema verðtryggingu því verðbólguskriður hafi alltaf fylgt að henni lokinni. Skrifstofutækni Nám sem styrkir stöðu þína Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 698590 Fjölmiðlar 40 millj. kr. hagn aður hjá Stöð 2 Fyrstu sex mánuðina STÖÐ 2 skilaði 40 milljóna króna rekstrarhagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt milliuppgjöri, sem nýlokið heflir verið við. Jón Ottar Ragnarsson, einn af eigendum fyrirtækisins, segir að hagnaðinn megi rekja til þeirra aðhaldsaðgerða, sem gerðar voru um síðustu áramót. Reksturinn var þá allur endur- skipulagður og ráðinn var nýr fjármálastjóri, Jón Sigurðsson. Jón Óttar segir að viðræður standi nú yfir við ýmsa erlenda að- ila um hugsanleg kaup á hluta fyrir- tækisins. „Við höfum verið með hlutafjárútboð erlendis og ætlum okkur er að selja 10% af fyrirtækinu til þess erlends aðila, sem við teljum að geti hjálpað okkur við að byggja upp á íslandi sjónvarps- og kvik- myndaiðnað, og erum sérstaklega með Evrópumarkað. í huga. Sjón- varps- og kvikmyndaiðnaður hefur alltaf verið á stefnuskrá fyrirtækis- ins. Þessi áform eru hinsvegar hluti af okkar langtímamarkmiðum og höfum við verið að leita að aðila, sem getur auðveldað okkur að kom- ast inn á sjónvarpsmarkað í Evr- ópu.“ Jón Óttar segir að Stöð 2 hafi að undanförnu rætt við bandaríska, evrópska og japanska aðila. Meðal annarra mætti nefna , ABC, NBC, Warner Brothers og nokkrar evr- ópskar sjónvarpsstöðvar „Það hefur ýmislegt komið út úr þessum við- ræðum og teljum við miklar líkur á að við finnum þennan aðila, sem við erum að leita að,“ sagði Jón Óttar. „Þó má búast við að þessi leit taki nokkra mánuði til viðbótar". gott samband. Tamurci 5-16. 5 bæjarlinur og allt að 16 innanhússlínur. Sterk en ódýr símkerfi frá JAPAN. Vegna sérlega hagkvæmra samninga beint við verk- smiðju, bjóðunt við Tarnura símkerfi á mjög góðu verði. Fjölmargir eiginleikar, s.s. skammvalsminni, einka- minni.innanhússkallkerfi, innanhúss símafundir, o.fl. Verð frá kr. 58.400,- (móðurstöð+3 símtæki). Hagkvæmir skilmálar auk þess sem uppsetning fer fram með skömmum fyrirvara á föstu verði.Takmarkað magn. Hafið því santband við sölumann strax í síma 91 652501.Góð lausn fyrir stóra sem smáa vinnustaði. ransit TRONUHRAUNI 8 220 HAFNAFIRÐI SIMI 652501 TELEFAX 652507 Federal Express Flutningsmiðlun með hraðflutningana Flutningsmiðlunin hf. hefur verið og er umboðsaðili Federal Express á íslandi varðandi hrað- flutninga frá 1. mars sl. og verður það áfram samkvæmt samningi þar um, að sögn Steins Sveinsson- ar framkvæmdasljóra Flutning- smiðlunarinnar hf. „Sem kunnugt er þá er Federal Express þekktast fyrir hraðflutn- inga og er eitt stærsta fyrirtæki þeirrar tegundar í heiminum og sér fyrirtækið um að safna saman og afhenda um 1 milljón sendinga á dag. Hraðsendingar Federal Ex- press til íslands þar sem-Flutnings- miðlunin sér um afhendingu og toll- meðferð hafa farið mjög vel af stað enda er þjónustunet FedEx mjög víðfeðmt og öruggt. Fer sendinga- fjöldinn vaxandi með hverri viku sem líður og er þeim öllum skilað til viðtakenda sama dag eða daginn eftir að þær koma til landsins. Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur Federal Express keypt Flying Tigers og frá og með 7. ágúst sl. Er eingöngu um að ræða nafn Federal Express hvort sem um er að ræða hraðflutningana eða hina almennu fraktflutninga sem áður voru undir nafni Flying Tigers. Samkvæmt ákvörðun Federal Ex- press mun Flugfax hf. verða þeirra umboðsaðili hérlendis vegna al- mennra fraktflutninga, sem áður voru undir nafni Flying Tigers, en Flutningsmiðlunin hf. umboðsaðili þeirra varðandi hina eiginlegu hrað- flutninga. Ástæðan fyrir því að ofangreindu er hér með komið á framfæri er sú að í fréttum hefur komið fram, að aðeins sé um einn umboðsaðila Fed- eral Express hérlendis, sem hér með leiðréttist," sagði Steinn. Skrifstofutækni Tölvufræðslunnar er hagnýtt nám sem opnar þér nýjar leiðir á vinnumarkaðnum Eyrún Kristjánsdóttix, Skrifstofutæknir: Gat rifjað upp ýmislegt í viðskiptagreinum Námið hjá 'l'ölvufræðslunni veitti mér innsýn í undrahcim tölvu-tækninnar. Einnig gat ég rifjað upp ýmislegt sem ég hafði áður lært í viðskiptagreinum. Námið er fræðandi og skemmtilogt í góðum hópi nemenda á öllum aldri. Ég hyggst taka að mér verk-efni heima í tölvubókhaldi og flciri tölvugreinum. Teitur Lárusson .Starfsmannaþjónustu T.L. :_____ í takt við þarfir vinnumarkaðarins Til okkar leita atvinnurekendur sem þurfa hæfa starfskrafta til að fást við margháttuð störf. Reynsla okkar hofur sýnt að Skrifslofu-tæknar Tölvufræðslunnar eru í takt við þarfir vinnumarkaðarins. Skrifstofutæknin er tvímælalaust góð leið til að ná betri fótfestu á vinnumarkaðnum. SKRIFSTOFUTÆKNI er nám sem skiplist í lölvu- groinar, viðskiptagreinar og tungumál. Við hjóðum upp á morgun-, eftirmiðdags- og kvöldtíma. Námið tckur 3-4 mánuði. Að námi loknu útskrifast þú sem Skrifstofutæknir. Innritun er þcgar hafin. | — I iringdu strax í sírna 087590 fiuBi sdTlTÖLVUFRÆÐSLAN og við sendum þér hækling L, um hæl. Borgartúni 28, sími 687590 Hagnýtt nám í góðum fclagsskap

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.