Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. AGUST 1989
„Hámemiingin“ flæð-
ir um Kjarvalsstaði
eftir Guðmund
Guðmundarson
„Hámenning listsköpunar sam
tímans og síðustu áratuga" er sögð
hafa haldið innreið sína á Kjarvals-
staði um þessar mundir.
Einstakt tækifæri til að sjá
-margslungin og sjónrænt hrífandi
listaverk" að sögn Gunnars B. Kvar-
an forstöðumanns og listfræðings.
Umsögn um sýningu þessa er oft
„Ber íslendingum
brýna nauðsyn til að
stunda þetta alþjóðlega
„hámenningar“-snobb í
poppmyndlist?“
uppskrúfað rugl eins og „listaverkin"
sjálf!
Þegar Gunnar B. Kvaran list-
fræðingur kom til Epinal í Frans til
að kynnast „hámenningu nútímalist-
ar“, minntist hann á að það væri
spennandi að geta sýnt þessi verk á
íslandi.
Það er þó vissulega þakkarvert
að helmingurinn af hámenningunni
skuli enn hvíla í friði í Epinal!
Skemmst frá að segja skyldi mað-
ur halda að mörg verkin á þessari
sýningu væru fengin frá geðveikra-
hæli og ætluð til styrktar góðu mál-
efni!
í ljós kemur þó „að val safnstjór-
ans í Epinal einkennist af óvenju
Guðmundur Guðmundarson
mikilli þekkingu og innsæi á alþjóð-
lega nútímalist. Safn þetta er án
vafa eitt stórfelldasta úrval nútíma-
listar í heiminum í dag.“
Minna má ekki gagn gera!!
Mér þykir ákaflega leitt að mín
skilningarvit og því miður fjölda ann-
arra eru ekki burðugri en svo, að
við höfum alls ekki innbyggðan mót-
takara, sem getur melt ruslahaugana
á Kjai’valsstöðum, sem hámenning-
arveislu!
Hinsvegar virðast aliir logandi
hræddir við að segja „menningarvit-
unum“ að ýmsum virðist þeir minna
frekar á ljósdufl í þessu vali sínu en
leiftrandi vita!
Ymsir hljóta að verða fyrir andlegu
áfalli á þessari sýningu, þótt þeir
ýmist hneykslist eða skellihlæi innra
með sér, sem er mun skárri kostur.
Því miður virðist menningarmafían
geta treyst því að menn feli þessa
skoðun sína til öryggis (til að vera
ekki dæmdir hálfvitar af Ijósduflun-
um) og því myndast einskonar
kínverskur þagnarmúr um ómenn-
inguna á listasviðinu.
Skoðun á listaverkum
IN THELINE
OF DUTY
SEAN CONNERY
Hedidn’twanUoshw
thi> murder mvestigatwn.
There’snoway áf
he’sjtoin!* toshare ■
his daujíhter. ^
23. ágúst
30. águst
ÞESSI FRABÆRU MYNDBOND
VÆNTANLEG Á ALLFLESTAR MYNDBANDALEiGUR
MYNDBÖND HÁSRÓLABÍÓI
23. ágúst
30. ágúst
Til að réttlæta þessa árás mína á
hámenninguna, þá hlýt ég að minn-
ast á nokkur listaverk af handahófi:
Meistaraverk Tony Crags eru saman-
safn af allskonar drasli úr geymsl-
unni eða bílskúrnum (nema hvort-
tveggja sé) svo sem: lausar spýtur,
skápræksni, skítug kommóða, lausar
skúffur af ýmsum stærðum, rusla-
kassar, sem hanga varla saman,
kökukefli, múrskeið, gítarbrot,
herðatré, náttborðsræfill og allskon-
ar trébútar.
Þessu rusli er raðað saman eftir
stærð-á gólfið og hámenntaðir list-
fræðingar um víða veröld meta þetta
skítuga drasl (sem varla þolir flutn-
ing) á tugi miljóna! Hvílík dásemd!!
Ef almenningur tæki listfræðing-
ana alvarlega myndu menn fjöl-
menna á öskuhaugana til að komast
í tilfinningalega útgeislun og ilmandi
snertingu við heimsmenninguna.
Andy Warhol: „10 CampbelTs nið-
ursuðudósir". „Hann gerði margar
útgáfur af þessum frægu dósum“ og
nú er mér spurn: Væri stækkuð ofan-
ímáluð ljósmynd af íslenskum niður-
suðudósum eitthvað til að falla í stafi
yfir? Hvenær varð 100% stæling á
súpudósum að hámenningárlegu
listaverki? Geta menn orðið heims-
„dósentar" hjá listfræðingum út á
svona nokkuð?
Vostell: Rifin plaköt límd á striga
1,20 x 2m. Þarna hafa verið rifnir
niður partar úr auglýsingaplakötum
á tilviljunarkenndan hátt og rifrildin
límd upp á spjald og listfræðingarnir
halda naumast vatni af aðdáun!
Pasolini: Málning á striga og plex-
ígler og rifrildi af skítugum leik-
búningi. Þarna er nú aldeilis veisla
fyrir augað, ekki síst ef menn þyrðu
að nálgast rækilega listaverkið, svo
BÍLAVERKSTÆÐI!
Vorum aðfá
MOTORLYFTUR
á hagstæðu verði.
Höfum einnig fyrirliggjandi:
Mótahreinsivólar.
RafstöAvar.
Rafmagnstalíur.
Steypuhrærivólar.
Verkstæðiskrana.
Loftþjöppur.
SALA-SALA-SALA-SALA
LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIGA
Pallar hf.
Dalvegi 16 -
200 Kópavogi.
Símar 42322-641020