Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22, ÁGÚST 1989 Minning: Þórir Runólfsson Fæddur 9. maí 1909 . Dáinn 4. ágúst 1989 Þórir Runólfsson, Ásbraut 5 í Kópavogi, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 4. ágúst. Er ég frétti andlát vinar míns, Þóris Runólfssonar, fór um huga minn sár söknuður en samhliða honum Ijúfar minningar. Þórir hafði misst eiginkonu sína fyrir fáeinum árum og bjó því einn á Ásbraut 5. Ég átti því láni að fagna að kynnast sæmdarhjónunum Þóri og Jónínu strax á barnsaldri og, til dánardægurs þeirra. Þau bjuggu flest öll sambúðarár sín á Nýbýlavegi 34 í Kópavogi og voru með fyrstu frumbyggjum Kópa- vogs. Þórir og Jónína áttu saman þrjá syni, Þóri, Skafta og Rúnar sem allir lifa föður sinn. Þórir er fangavörður í Reykjavík, Skafti brunavörður á Keflavíkurflugvelli og Rúnar er sjómaður í Vestmanna- eyjum. Erfitt er að tæpa á kunningsskap við Þóri Runólfsson um fjörutíu árabil í stuttri minningagrein. Þórir var hæglátur maður og geðgóður og lét lítið á sér bera opinberlega en í vinahópi var hann hvers manns hugljúfi og lék á alls oddi. Ég átti því láni að fagna að vera hálfgerð- ur heimalningur á Nýbýlavegi 34 því 2 yngri synirnir voru mínir bestu vinir og leikbræður. Ómældur var bitinn sem í svangan drengstaula fór, því mér var alla tíð tekið sem einum af drengjunum þeirra. Þótt margt hafi á móti blásið var alltaf slegið á létta strengi að lokum. Við frumbýlisár Þóris við Nýbýlaveginn var alltaf eitthvað heillandi, að mér fannst. Þórir vann sem vegstjóri hjá Eimskipafélagi íslands og oft sagði hann okkur strákunum mergj- aðar sögur og svaðilfarir kunningja sinna er stunduðu sjómennsku á þeim árum, kannski var það þess valdandi að við reyndum allir við sjómennskuna á lífsleiðinni og sum- ir eru sjómenn enn þann dag í dag. Stórt skarð er komið í tölu frum- byggjanna fyrstu er byggðu holtin inn af Nýbýíaveginum með fráfalli Þóris Runólfssonar. Eftir lifa minningarnar um vin Minning: Hannes Sigurðsson frá Bolungarvík Hannes fæddist á Folafæti í Súðavíkurhreppi 21. október 1910. Foreldrar hans voru hjónin Evlalía Guðmundsdóttir og Sigurður B. Þórðarson bóndi og útgerðarmaður. Evlalía var dóttir Sigríðar Bjarna- dóttur og Guðmundar Bjarna Árna- sonar, síðar bónda á Fossum í Skut- ulsfirði. Sigurður var sonur hjón- anna Guðrúnar Ólafsdóttur og Þórð- ar Gíslasonar bónda í Hestfjarðar- koti og síðar á Hjöllum. Þegar Hannes fæddist bjuggu foreldrar hans myndarbúi á Fæti. Tæpum sex árum síðar dró skyndi- lega ský fyrir sólu, þegar heimilis- faðirinn veiktist af lungnabólgu, sem dró hann til dauða 17. maí 1916. Eftir stóð ekkjan með sex böm, það yngsta aðeins tveggja ára. Eins og algengt var á þessum tíma vandist Hannes ungur vinnu við bústörf á heimili móður sinnar. Eftir því sem árin liðu hneigðist hann meira til sjómennsku og bytj- aði ungur sjóróðra. Hann varð feng- sæll skipstjóri, fyrst fyrir aðra en síðar á eigin útgerð frá Bolung- arvík, en þangað flutti hann árið 1934. Eftir að hann hætti sjó- mennsku og útgerð, vann hann við vélgæslustörf. Síðustu 26 árin vann hann hjá Vélsmiðju Bolungarvíkur. Ekki hafði hann alveg sagt skilið við bústörfin, því jafnframt vinnu sinni stundaði hann búfjárrækt, að ógleymdri kartöfluræktinni, sem veitti honum ómælda ánægju, þótt sem hvarvetna lagði góðum málstað lið og miðlaði okkur drengjunum sínum kærleika og hlýju með nær- veru sinni og leiðbeiningum. Ég vil votta aðstandendum Þóris Runólfssonar samúð mína og jafn- framt óska hinum látna Guðs friðar. Senn eru hljóðnuð tiplandi sporin inn Nýbýlaveginn. Hvíli Þórir Runólfsson í Guðs friði. Halldór Gunnarsson í smáum stíl væri. Við þessi frístundastörf, sem og annað sem hann tók sér fyrir hendur, sátu vandvirkni, snyrtimennska og trú- mennska í fyrirrúmi. Fyrir það og hægversku í umgengni vann hann traust samferðamannanna. Minning: Guðrún Jónsdóttir í dag verður jarðsungin elskuleg frænka mín, Guðrún Jónsdóttir frá Patreksfirði. Guðrún var fædd 26. mars 1904 dóttir Sigríðar Snæbjörnsson og Jóns Snæbjörnsson símstjóra. Hún var elst ellefu systkina. Maður Guðrúnar var Haraldur Valdimarsson vélstjóri sem er lát- inn. Einn son eignuðust þau Jón en hann dó er hann var sautján ára er hann var í sinni fyrstu sjóferð með togaranum Júlí frá Hafnar- firði, sem fórst við Grænland. Þá voru erfiðir tímar hjá frænku en hún stóð sig eins og hetja. Ég man fyrst eftir Gurru frænku heima á stöð, en þá var ég lítil telpa hjá afa og ömmu í nokkur ár á meðan mamma var veik og var Gurra svo góð við mig að mér fannst ég aldr- ei geta launað það sem skyldi. Gurra vann í mörg ár á símanum á Patreksfirði eða þar til hún flutt- ist suður og stofnaði sitt heimili. Hún var mikil mannkostakona myndarleg til allra verka og mikið fyrir hannyrðir og rausnarleg heim að sækja. Lundin hennar og gæði Eiginkona Hannesar var Sæunn Magnúsdóttir frá Hóli í Bolung- arvík, en hún lést árið 1977, sjötug að aldri. Börn þeirra eru Margrét Helga gift Birni Sigurðssyni sérleyf- ishafa á Húsavík og Sigurður Elí húsasmíðameistari í Bolungarvík kvæntur Guðrúnu Siguijónsdóttur. Barnabömin eru fimm. Síðustu níu ár æfi sinnar bjó Hannes með Kristínu Ólafsdóttur, samband þeirra byggðist á gagn- kvæmri virðingu. Hannes andaðist í sjúkrahúsinu á ísafirði þann 7. ágúst og var jarð- settur frá Hólskirkju 12. ágúst. Við Sigurgeirsbörn minnumst Hannesar frænda okkar með þakklæti og af virðingu og biðjum hans nánustu Guðs blessunar. Nú héðan á burt í friði ég fer, ó, Faðir, að vilja þínum, í hug er mér rótt og hjartað er af harminum læknað sínum. Sem hézt þú mér, Drottinn, hægan blund ég hlýt nú í dauða minum. (Helgi Hálfdánarson) Guðmundur B. Sigurgeirsson voru sérstök, hún mátti aldrei aumt að sjá og mesta gleði hennar var að gefa öðmm. Aldrei hallmælti hún nokkrum manni og fann alltaf það besta í hveijum einstaklingi. Gurra. móðursystir mín var börnum okkar Jakobs svo góð og aldrei kölluð annað en Gurra amma, sem hún var svo sannarlega. Hún kom alltaf norður til okkar á sumrin meðan heilsan leyfði. Síðastliðið haust hrakaði heils- unni og varð hún að flytjast á sjúkradeild og var þar, þar til hún lést 18. þessa mánaðar. Ég veit að ég mæli fyrir munn frænku minnar þegar ég sendi frændsystkinum mínum og hjúkmnarfólki innilega!^ þakkir fyrir allt sem fyrir hana var gert. Hún sagði svo oft við mig þegar við töluðum saman í síma, • þau eru svo góð við mig héma á Droplaugarstöðum. Það er svo margt sem kemur í hugann þegar ég sest niður og skrifa þessar fátæklegu línur og margt sem ég hef að þakka fyrir. Að lokum færam við Jakob og krakkarnir okkar bestli þakkir til elsku frænku. Blessuð sé minning hennar. Álfheiður Jónasdóttir 'AUGL YSINGAR KENNSLA Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf í tónmenntakennaradeild verða mánudaginn 4. september kl. 13.00 í Skip- holti 33. Upplýsingar um nám og inntökuskilyrði eru gefnar á skrifstofu skólans kl. 10.00 til 14.00 daglega. Skólastjóri. Iðnskólinn í Reykjavík Innritun ípróf Próf verða haldin 28. ágúst til 1. septem- ber. Þeir nemendur, sem skráðu sig í vor, þurfa að staðfesta skráninguna með símtali við skrifstofu skólans, sími 26240, í síðasta lagi föstudaginn 25. ágúst nk. Iðnskólirm í Reykjavík. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Kennsla vegna loka vorannar 1989 hefst mánudaginn 28. ágúst í dagskóla og öld- ungadeild. Dagskólanemendur koma í skól- ann kl. 8.00 og fá afhentar stundatöflur; öld- ungadeildarkennsla hefst kl. 17.30 sam- kvæmt stundatoflu sem afhent var í vor og liggurframmi á skrifstofu skólans. Próf verða haldin í báðum deildum skólans 8.-14. sept- ember. Deildastjórar verða til viðtals fyrir nemendur fimmtudaginn 24. ágúst kl. 13-15. Nánar auglýst í anddyri skólans. Kennarafundur verður haldinn mánudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Haustönn hefst mánudaginn 18. september. Dagskóli: Nýnemar koma í skólann þann dag kl. 8.00. Þá fá þeir afhentar stundatöflur gegn greiðslu skólagjalda. Eldri nemendur dagskóla eru boðaðir í skól- ann föstudaginn 15. sept. kl. 13.00. Mjög áríðandi er að allir komi á þeim tíma. Öldungadeild: Innritun og val nýrra og eldri nemenda fyrir haustönn 1989 fer fram í skólanum 5., 6. og 7. september kl. 16-19. Þá verður nem- endum leiðbeint við val námsgreina og stundatöflur afhentar gegn greiðslu skóla- gjalda. Rektor SntMauglýsingar FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 23.-27. ágúst: Landmannalaugar-Þórsmörk. Gengið á fjórum dögum frá Landmannalaugum til Þórs- merkur. Gist i sæluhusum F.l. Fararstjóri: Dagbjört Óskars- dóttir. 25.-30. ágúst: Landmannalaugar-Þórsmörk. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Upplýsingar og farmiöasala áskrif- stofu Ferðafélagsins, Öldugötu 3. Ferðafélag islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 Helgarferðir Ferðafélags- ins 25.-27. ágúst: Þórsmörk. Gist i Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir við allra hæfi um Mörkina. Landmannalaugar. Gist í sælu- húsi F.í. í Laugum. Ekið frá Laugum um Jökuldali i Eldgjá - gengið að ófærufossi (dagsferð). Farnar gönguferðir um nágrenni Lauga. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 Ofl 19533. Dagsferðir F.í. miðvikudag- inn 23. ágúst. kl.08.00 Þórsmörk. Stoppað 3'/z klst. í Þórsmörk. Verð kr. 2.000.-. Kl. 08.00 Landmannalaugar. Stoppað um 3 klst. í Land- mannalaugum. Verð kr. 2.000.- Brottför frá Umferðarmiöstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Ferðafélag íslands. iBJj Útivist Miðvikudagur 23. ágúst kl. 20 Kvöldganga á Kjalarnestanga. Létt ganga frá Brautarholtsborg um Nesvík, Gullkistuvík, Mess- ing og Borgarvik. Stórskemmti- leg ganga. Verð 700,- kr., fritt f. börn m. fullorönum. Fararstj. Einar Egilsson. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Jöklanámskeið islenska alpaklúbbsins verður um næstu helgi. Tekin verða fyr- ir öll nauðsynleg atriði fyrir til- vonandi jöklafara. Skráning hjá Magnúsi i sima 688038 og Har- aldi í síma 12719.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.