Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGUST 1989
Launaskrifstofa ríkisins:
Kennarar hafa kennslu-
skyldu til loka skólaársins
Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson
Landað úr færeyska loðnuskipinu Norðborg á Siglufirði í gær, mánudag.
Færeysk loðnu-
skip landa hér
FJÖGUR færeysk skip lönduðu
samtals 1.450 tonnum á Siglufirði
og Krossanesi í gær, mánudag.
Skipin komu til hafiiar vegna
brælu á miðunum.
Hilmir SU landaði einnig 100
tonnum á Siglufirði í gær. Þá var
þar einnig norskt loðnuskip með 250
VEÐUR
tonn en óvíst hvar það landaði.
Krossanessverksmiðjan greiðir 4
þúsund krónur fyrir tonnið af loðnu
en Þórður Andersen, verksmiðju-
stjóri Síldarverksmiðja ríkisins á
Siglufirði, sagðist í samtali við Morg-
unblaðið ekki vilja greina frá því
opinberlega hvað verksmiðjan greiðir
fyrir loðnuna.
„Ef maður leyfír sér að ein-
falda hlutina þá snýst þessi deila
í sjálfu sér um mismunandi túlk-
anir á því hvort á tilteknu bili í
vor hafi eitthvað lifað eftir af
kennsluskyldu kennara eða
ekki,“ sagði Birgir Guðjónsson,
skrifstofusljóri launaskrifstofu
ríkisins, aðspurður um þá deilu
sem komin er upp milli Hins
íslenska kennarafélags og skrif-
stofunnar um greiðslu launa eftir
að rúmlega sex vikna verkfafli
HIK lauk í vor.
Verkfallið leystist 18. maí þegar
vika var eftir af skólaárinu og var
sérstakt samkomulag gert um
greiðslur fyrir kennslu þessa viku.
Birgir sagði að launaskrifstofan
teldi að kennarar hefðu kennslu-
skyldu til loka skólaársins. Þrátt
fyrir ítrekaðar viðræður við fulltrúa
HÍK hefði ekki tekist að komast
að sameiginlegri niðurstöðu, þrátt
fyrir að reynt hefði verið að ganga
I DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðursiofa islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 22. AGUST
YFIRLIT í GÆR: Um 350 km v-s-v af Reykjanesi er 937 mb lægð,
sem þokast austur og grynnist. Hiti breytist lítið.
SPÁ: Breytileg átt. Gola eða kaldi og skúrir á Suður- og Vestur-
landi en annars þurrt. Hiti 7-15 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Norðan- og norð-vestanátt og heldur
kólnandi. Skúrir eða súld með köflum norðanlands, síðdegisskúrir
suð-vestanlands, en þurrt og bjart á Suðausturlandi.
HORFUR Á FIMMTUDAG:Hæg breytileg átt og fremur svalt. Víðast
þurrt og bjart veður.
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * #
* * * * Snjókoma
* * *
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V B
■EE Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 15 skýjað Reykjavík 13 skýjað
Bergen 14 úrkoma
Helsinki 15 rigning
Kaupmannah. 27 léttskýjað
Narssarssuaq 6 úrkoma
Nuuk 2 þoka
Osló 23 léttskýjað
Stokkhólmur 25 léttskýjað
Þórshöfn 12 alskýjað
Algarve 32 heiðskírt
Amsterdam 22 akskýjað
Barcelona 29 léttskýjað
Berlin 32 heiðskírt
Chicago 17 iéttskýjað
Feneyjar 19 þokumóða
Frankfurt 30 léttskýjað
Glasgow 16 skýjað
Hamborg 27 heiðskírt
Las Þalmas 27 léttskýjað
London 23 léttskýjað
Los Angeles 18 alskýjað
Lúxemborg 26 alskýjað
Madríd 31 skýjað
Malaga 29 mistur
Mallorca vantar
Montreal 21 þrumuveður
New York 26 mistur
Orlando 25 hálfskýjað
París 28 léttskýjað
Róm 30 þokumóða
Vín 26 mistur
Washington 25 skúr
Winnipeg vantar
tryggilega frá öllum endum í lok
samningana.
„Það var lögð áhersla á það af
báðum aðilum og ekki síst launa-
skrifstofunni að þegar að þessir
reikningar fyrir kennsluna kæmu
inn og athugun og yfirferð yfir þá
færi fram þá væru þeir skoðaðar í
samstarfi við HÍK. Það kom mér
því afar mikið á óvart að upp skyldi
koma skoðanaágreiningur okkar á
milli. Ég taldi að báðir aðilar hefðu
gengið að því opnum huga að láta
þetta ganga snuðrulaust fyrir sig.
En það er svo sem ekkert einsdæmi
að skiptar skoðanir séu um slíka
hluti,“ sagði Birgir.
Hann sagði að í sjálfu sér mælti
ekkert á móti því að fara með þenn-
an ágreining fyrir dómstóla, úr því
ekki tækist að leysa hann. Til dæm-
is væri það hlutverk Félagsdóms
að skera úr í ágreiningsmálum á
vinnuréttarsviði.
Pólverjar
aðstoðaðir
Ríkissljórnin hefur sam-
þykkt að beita sér fyrir því
að Pólveijum verði send
matvæli að verðmæti 10—20
milljónir króna.
Samþykktin var gerð að til-
lögu Jóns Baldvins Hannibals-
sonar utanríkisráðherra. Mun
ríkisstjómin fara þess á leit við
íslenska matvælaframleiðendur
og flutningsaðila að þeir leggi
sitt að mörkum til að ná þessu
takmarki.
Fiskverðshækk-
un ekki í augsýn
- segja Othar Hanson og Þórir
Gröndal í Bandaríkjunum
Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgrinblaðsins.
„Ég sé engin merki þess að fisk-
verð á bandarískum neyslumörkuð-
um muni hækka á næstunni," sagði
Othar Hanson forstjóri hjá General
Seafood í Massachusetts í gær. „Spá-
dómar Hafrannsóknastofnunar ís-
lands eru ekki almennt lestrarefni
hér um slóðir, og reynsla undanfar-
inna ára er sú bæði, í Kanada og á
íslandi, að stjómmálamenn fara ekki
að ráðum þeirra."
í svipaðan streng tekur Þórir
Gröndal fiskheildsali í Flórída. Þó
sýnt sé að draga verði veiðar stór-
lega saman í öllum heimshöfum; um
hartnær helming í Kanada, um þriðj-
ung á íslandi, og álíka mikið við
Nýja-Sjáland vegna þess hve gengið
hefur á fiskstofnana, virðist það ekki
hafa nein fyrirsjáanleg áhrif á fisk-
verð á Bandaríkjamarkaði.
Othar Hanson sagði að fiskneysla
hefði minnkað mikið að undanförnu
og að svartar skýrslur frá íslandi
breyttu þar engu. „Fiskát á sér eng-
ar rætur í bandarískri menningu og'
jafnvel fólk sem flytst hingað frá
fiskveiðiríkjum venst furðu fljótt á
kjötátið. Þó mörgum sé ljós sú holl-
usta sem felst í fiskmeti hefur meng-
un í sjó og kannski ekki síst við
strendur Bandaríkanna unnvörpum
fælt fólk frá fiskáti, og það er eins
og allir noti hvaða afsökun sem gefst
til að draga úr neyslu fisks.“
Othar sagði að deyfð einkenndi
fiskmetismarkaðina og það hefði því
ekki valdið neinu írafári þó dregið
hefði úr fiskveiðum við Nýfundna-
land. En það hefur orðið verulegur
samdráttur í veiðum á norðanverðu
Nýfundnalandi, en veiðar gengið bet-
ur sunnan til. í Nova Soctia hefur
nánast verið fiskþurrð enda lokað
fyrir veiðar á stórum svæðum, að
sögn Othars Hansonar.
Bíl stolið og
hann gjör-
eyðilagður
LADA skutbíll, sem stolið var frá
Hlíðarvegi í Kópavogi að kvöldi
síðastliðins fimmtudags, fannst
gjörónýtur við Kleifarvatn á
föstudag.
Bílnum hafði verið velt, brotnar
í honum rúður, lakk rispað og inn-
réttingar skemmdar. Þrír piltar um
tvítugt sáust á gangi á krísuvíkur-
vegi á leið í átt að Hafnarfirði á
föstudagsmorgun og er talið að
þeir gætu hafa komið þamá við
sögu. Rannsóknarlögreglan í Hafn-
arfirði vinnur að málinu og eru
þeir, sem orðið hafa varir við
mannaferðir á Krýsuvíkurvegi á
þessum tíma, eða búa yfir öðrum
upplýsingum um málið beðnir að
hafa við hana samband.
Svíakonungur fær
að veiða 10 hreindýr
KARL Gústaf Svíakonungur
kemur í einkaheimsókn til lands-
Stapavík SI
tekin í tog
Sigluflrði.
AÐALVÉL togarans Stapavík-
ur SI bilaði vestur við Þverál á
sunnudagskvöld. Akureyrin EA
tók skipið í tog og komu skipin
til Siglufjarðar um klukkan 16
í gær, mánudag.
Matthías.
ins á fimmtudag. Hann mun
verða við hreindýraveiðar
eystra, á Brúaröræfum að talið
er, á föstudag og laugardag en
halda af landi brott á sunnudag.
Nokkrir Sviar verða á ferð með
konungi og munu þeir félagar verða
hreindýraeftirlitsmönnum Jökul-
dæla til aðstoðar við að veiða allt
að 10 hreindýr. Konungur og föru-
neyti hans munu halda til á
Skriðuklaustri.
Rúnar Marvinsson matargerðar-
maður hefur verið fenginn til að
annast matseld fyrir konunginn
meðan hann dvelur eystra.