Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 25
p MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 25 Svavar Gestsson og Franziska Gunnarsdóttir við aflijúpun minnisvarðans. Aldaraimælis Gimiiars Gunnars sonar minnst á Skriðuklaustri einnig hvatt til að ýtt verði undir og styrkt vönduð innlend dagskrár- gerð og vöndun máls í íslenskum flölmiðlum. „Til dæmis væru mál- farsverðlaun til fjölmiðlafólks, sem sjóður einkaaðila veitti, vel til fallin. Sama má segja um viðurkenningar fyrir vandaða innlenda dagskrár- gerð.“ Á sambandsþinginu kom fram tillaga til breytinga á lögum SUS, þess efnis, að hámarksaldur í félög- um ungra sjálfstæðismanna yrði lækkaður úr 35 árum í 30. Var borið við þeim röksemdum að með- alaldur í félögunum og forystu þeirra hefði farið mjög lækkandi á undanförnum árum. Kosningaaldur hefði auk þess verið færður niður í 18 ár og væri nauðsynlegt að ná til hóps yngstu kjósendanna í aukn- um mæli. Var ákveðið að skipa fimm manna nefnd er ynni að at- hugun þessa máls fram að næsta þingi. Yngra fólk að taka við Davíð Stefánsson, nýkjörinn for- maður SUS, sagði í samtali við Morgunblaðið að þrátt fyrir ungan aldur teldi hann sig hafa þá reynslu af innra starfi Sjálfstæðisflokksins sem nauðsynleg væri í þetta starf. í sjálfu sér væri það reynsla sem ætti að skipta máli en ekki aldur. Kjör hans væri líka viðurkenning á því að yngra fólk væri að taka við forystu hjá félögum ungra sjálf- stæðismanna um allt land. Taldi hann þá þróun vera mjög jákvæða og myndi auðvelda að rækta sam- bandið við það unga fólk sem taka myndi þátt í kosningum í fyrsta sinn á næstu tveimur árum. „Það bíða ungra sjálfstæðis- manna mjög stór verkefni framund- an,“ sagði Davíð. „Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem á miklu ríður að flokkurinn móti sér skýra stefnu í málefnum grundvallaratvinnuveganna, land- búnaðar og sjávarútvegs. Ungir sjálfstæðismenn verða að koma vel undirbúnir til landsfundar og taka þátt í því að móta þá stefnu. Mun það mikla máiefnastarf sem unnið hefur verið að undanförnu koma þar að góðu gagni.“ Hann taldi líka mikilvægt að ungir sjálfstæðismenn undirbyggju sig vel fyrir þær kosningar sem framundan væru á næstu tveimur árum, þ.e. sveitastjórnarkosningar og alþingiskosningar. „Við verðum að sýna fram á hvernig ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar er með afturhaldsaðgerðum í efnahagsmál- um að takast að færa íslenskt þjóð- félag til fortíðar. Þessi ríkisstjórn er hvatning fyrir unga sjálfstæðis- menn að móta hvassa og skýra stefnu fyrir framtíðina, stefnu sem verður ótvíræður valkostur í næstu kosningum.“ Aðspurður um önnur málefnaverkefni, sem hann vildi leggja áherslu á sem formaður sagði Davíð að ungir sjálfstæðis- menn sem aðrir sjálfstæðismenn yrðu að fylgjast grannt með þróun- inni í Evrópu og hvetja til þess að komið yrði festu á tengsl íslands og Evrópubandalagsins. í stjórn SUS voru kosin á þinginu þau Olafur Þ. Stephensen, Pétur Einarsson, Benedikt Bogason, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Andrés Magnús- son, Belinda Theriault, Raggý Björg Guðjónsdóttir, Árni Sigurðsson og Jakob Magnússon fyrir Reykjavík, Jón Kristinn Snæhólm, Hlynur Guð- jónsson, Bjarki Már Karlsson, Magnús E. Kristjánsson og Sveinn Ævarsson fyrir Reykjanes, Guð- laugur Þór Þórðarson fyrir Vestur- land, Bjarni Th. Bjarnason fyrir Vestfirði, Júlíus Guðni Antonsson fyrir Norðurland vestra, Jón Helgi Björnsson og Þorvaldur Lúðvík Sig- uijónsson fyrir Norðurland eystra, Þorsteinn Siglaugsson fyrir Austur- land og Guðmundur Johnsen og Arnar Jónsson fyrir Suðurland. Geitagerði. í TILEFNI af aldarafmæli Gunn- ars Gunnarssonar skálds og rithöf- undar á þessu ári var haldinn af- mælisfagnaður á Skriðuklaustri sem liður í M-hátíð á Austurlandi, sem hófst í maí sl. en skáldið var fætt að Valþjófsstað, sem er næsti bær við Skriðuklaustur, þann 18. maí 1889. Árið 1939 fluttist Gunnar ásamt ijölskyldu sinni heim til íslands, keypti jörðina Skriðuklaustur og lét byggja hið veglega íbúðarhús, seins og alkunna er. Gunnar bjó til ársins 1948 á Skriðuklaustri, en þá fluttist íjölskyldan til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Unnið hefur verið að ýmsum lag- færingum og breytingum á staðnum í tilefni af afmælinu. Einnig eru á þessu ári liðin 50 ár frá því að skáld- ið reisti hið sérstæða og reisulega íbúðarhús, sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi. í þriðja lagi eru liðin 40 ár frá því að tilraunastöð í land- búnaði tók til starfa á staðnum. Hefur verið rekin þar tilraunastöð óslitið síðan, en í gjafabréfi frá því er skáldið afhenti ríkinu staðinn að gjöf ásamt mannvirkjum, var m.a. einmitt tekið fram að þar skyldi rek- in tilraunastarfsemi í landbúnaði, en Gunnar var mikill ræktunarmaður. Endurbætt hefur verið lista- og fræðimannaíbúð í austurálmu húss- ins. Er hún eldhús, bað og ijögur herbergi, tvö á hvorri hæð, og er það í samræmi við áðurnefnt gjafabréf. Auk þessa hefur húsið allt verið málað innan. Upphaflega var húsið með torfþaki, en síðar þurfti að breyta því í venjulegt járnþak vegna ýmissa galla og var það þannig um árabíl. Nú hefur því verið breytt aft- ur í hina upphaflegu reisn. Lóðin kringum húsið hefur tekið á sig nýja mynd, hlaðið steinlagt og trjágróðri plantað með heimreiðinni. Menntamálaráðherra Svavar Gestsson setti hátíðina og bauð gesti velkomna, en íjölmenni var mætt á staðinn víðsvegar að. Ræddi hann söguleg og menningarleg tengsl skáldsins við Austurland. Bað því næst sonardóttur skáldsins Franz- isku Gunnarsdóttur að afhjúpa styttu eftir Siguijón Ólafsson af skáldinu, en hún minntist með nokkrum orðum afa síns og ömmu og einnig foreldra sinna, sem bjuggu hér á Skriðuk- Maríulíkneskið. laustri meðan skáldið bjó hér. Eftir athöfnina á Skriðuklaustri og gestir höfðu skoðað húsið, var haldið að samkomuhúsinu Végarði, sem er skammt innan Skriðuklaust- urs. Var þar sest að veisluborði í boði menntamálaráðherra, meðan hátíð- ardagskráin fór fram. Formaður af- mælisnefndar, Theódór Blöndal, setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Gerði hann grein fyrir gjöf skálds- ins, sem áður var getið. Sagði hann, að fyrsti dvalargesturinn flytti í fræðimannaíbúðina í dag. Þá flutti hann hátíðarnefndinni, sem nú hefur lokið störfum, þakkir fyrir vel unnin störf. Þá flutti hann tilraunastjóra- hjónunum á Skriðuklaustri, Guð- borgu Jónsdóttur og Þórarni Lárus- syni, sérstakar þakkir, en þau hafa borið hitann og þungann af þessum undirbúningi. Var nú Helga Seljan, fyrrverandi alþingismanni, falið að stjórna hátíð- ardagskránni. Afhenti Helgi mennta- málaráðherra gestabók, sem Halldór Sigurðsson myndskeri á Miðhúsum gaf húsinu. Menntamálaráðherra þakkaði Skriðuklausturnefnd og samstarfsmönnum hennar í mennta- málaráðuneytinu, svo og Sverri Her- mannssyni, sem kom nefndinni á í sinni ráðherratíð. Þá gerði hann grein fyrir fræðimannsíbúðinni, en fyrsti gesturinn í henni verður Sveinn Skorri Höskuldsson prófesspr. Voru honum afhentir lyklar að íbúðinni ásamt gestabókinni, sem áður er getið, en hann hefur mikið unnið að rannsóknum á verkum skáldsins. í þakkarávarpi Sveins Skorra minntist hann ýmissa fyrrverandi og núlifandi skálda auk Gunnars Gunnarssonar. Því næst hófst samlestur úr Fjall- kirkjunni, lesarar voru Halldór Sig- urðsson, Rósa Björk Sveinsdóttir, Björgvin Friðriksson og Vilhjálmur Einarsson. Franziska Gunnarsdóttir flutti ávarp og þakkaði fyrrverandi og núverandi menntamálaráðherrum framlag þeirra til afmælisársins og öllum þeim er unnu að því „að Skriðuklaustur mætti rísa aftur“, eins og hún orðaði það. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri sagði frá kynnum sínum og móður sinnar af skáldinu og hvernig hann kom hon- um fyrir sjónir. Rakti trann aðdrag- anda að heimkomu skáldsins og und- irbúningi að byggingu hússins. For- maður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Hrafnkell Jónsson, flutti ávarp. Þuríður Skeggjadóttir afhenti eft- irmynd af forn trélíkneski frá kat- ólskri tíð. Er það Maríumynd, sem hvarf úr kirkjunni á Skriðuklaustri, þegar hún var lögð niður í lok átj- ándu aldar, en barst Þjóðminjasafni íslands árið 1950 eftir ævintýralegan flæking. Eftirmyndina gerði Sveinn Olafsson myndskeri í Reykjavík, en gefendur eru nokkrir Fljótsdælingar, heimamenn og burtfluttir, og fleiri. Hafði Helgi Hallgrímsson, náttúru- fræðingur, forgöngu með gerð þess- arar myndar. Hún er gefin Gunnars- húsi eða eigendum þess til ævarandi eignar og varðveislu í húsinu. Milli atriða léku á flautu og píanó feðgamir Höskuldur Stefánsson og Stefán Ragnar Höskuldsson svo og Kristrún Helga Þórarinsdóttir. Helgi Hallgrímsson flutti hvatn- ingarorð til sveitunganna varðandi ýmis framfaramál og framtíð Skriðu- klausturs og lagði til að stofnað yrði félag Fljótsdælinga þessu til efling- ar. Nefndi hann, að á nítjándu öld, sem vissulega var tími hvers kyns erfiðleika, hefðu Fljótsdælingar stofnað svonefnt Matsöfnunarfélag, sem sannanlega væri fyrsta trygg- ingafélag á Islandi. Einnig hefðu vinnumenn í Fljótsdal stofnað með sér félag til að ná fram launahækkun og var það félag nefnt Skrúfufélag. Var það uppátæki ekki betur séð en svo, að félagsmenn urðu að halda fundi sína upp til fjalla og dunduðu sér þá við það jafnframt að hlaða vörður á fjallsbrúnum, sem enn sér stað og vísa mönnum leið. Gat Helgi þess að lokum, að nóg gijót væri eftir í Fljótsdal til þess að hlaða vörður úr. Stjórnmálaályktun SUS-þings: Aftur til framtíðar HÉR fer á eftir stjórnmálaálykt- un sú sem samþykkt var á 3Ö. þingi Sambands ungra sjálfstæð- ismanna á Sauðárkróki um helg- ina: „ísland hefur horfið aftur til for- tíðar með núverandi vinstristjórn. Fyrirgreiðslupólitík, sjóða- og skömmtunarkerfi, skattpíning al- mennings og atvinnufyrirtækja, og síaukin ríkisútgjöld einkenna verk þessarar stjómar. Stjórnvöld standa ráðþrota frammi fyrir erfið- leikum atvinnuveganna, stórauknu atvinnuleysi, gegndarlausri er- lendri skuldasöfnun, verðbólgu og minnkandi kaupmætti almennings. Stefna ríkisstjórnarinnar er gjald- þrota, um það eru allir sammála, nema ráðherrar sem ríghalda í stól- ana á kostnað þjóðarinnar. Þjóðin þarf nýja ríkisstjórn með framsýna stefnu — fijálslynda stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem færir hana aftur til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um frelsi og jafnrétti einstakl- inga, óháð kyni, stétt eða búsetu. Ungir sjálfstæðismenn vilja halda á vit framtíðar með frelsi að leiðar- ljósi en hafna hafta- og skömmtun- arstefnu núverandi vinstri stjórnar. Ungir sjálfstæðismenn standa vörð um valfrelsi einstaklingsins. íslendingar hafa rétt til að velja, — velja um skóla, læknisþjónustu, listir og menningu. Velja um það hvernig þeir haga viðskiptum sínum innan lands sem utan. Velja um það hvernig þeir styðja við bakið á þeim sem minna mega sín. Velja um það hvernig þeir ráðstafa eigin aflafé. Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á eftirfarandi markmið og telja það skyldu Sjálfstæðisflokks- ins að beijast heill að framgangi þeirra: * Efnahags- og viðskiptakerfi ís- lendinga verði aðlagað þeirri fijáls- ræðisþróun sem á sér stað í ríkjum Evrópu. * Gjaldeyrisviðskipti verði gefin fijáls og gengisskráning verði óháð geðþóttaákvörðunum stjórnmála- manna, þannig að þau byggðarlög þar sem gjaldeyrisöflun fer fram hafi ráðstöfunarrétt á þeim tekjum sem þar skapast. * Létta verður skattbyrði á al- menningi og fyrirtækjum. Fyrsta skrefið í þá átt er að allir skattar sem vinstri stjórnin hefur lagt á þjóðina verði lagðir niður. * Ríkisbankarnir verði gerðir að hlutafélögum og seldir almenningi. * Atvinnufyrirtæki í eigu ríkisins verði seld, — fyrst þau sem eru í samkeppni við einkafyrirtæki. * Eiginijármyndun í atvinnulífinu verði örvuð með skattalegum að- gerðum og almenningur hvattur til að leggja fé í atvinnulífið. * Miðstýring og haftakerfi land- búnaðarins verði afnumin og bænd- um gert kleift að njóta eigin dugn- aðar. Landbúnaðurinn aðlagist markaðsaðstæðum á ákveðnum árafjölda og innflutningur á óniður- greiddum landbúnaðarafurðum þá gefinn fijáls. * Afnema ber kvótakerfi í sjávar- útvegi. * Einstaklingsframtak í um- hverfismálum verði virkjað og sam- starf eflt við aðrar þjóðir um vernd- un hafsvæða. * Ný vinnubrögð verði tekin upp við fjárlagagerð og útgjöld ákveðin á grundvelli tekna. Komið verði á nýrri kosningalöggjöf sem tryggir stöðugleika í stjórnmálum og jafn- an atkvæðisrétt. * Starfsemi einkaskóla verði óheft og óháð geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna. * Áhersla verði lögð á verndun íslenskrar tungu og menningar. Höfnum stjórn haftahyggju. Einkunnarorðin eru frelsi, framtak og dugnaður. Höldum aftur til framtíðar. Gunnarshús Og umhverfí. Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar. - G.V.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.