Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST H989
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Tvíburinn
í dag er röðin komin að um-
fjöllun um hinn dæmigerða
Tvíbura (21. maí-21. júní), í
lokayfirliti um helstu þætti
stjörnuspekinnar.
Léttur og hress
Tvíburinn er léttur og já-
kvæður persónuleiki. Hann
er opinskár, félagslyndur og
hugmyndaríkur, og oftar en
ekki góðlátlega stríðinn, mál-
gefinn og eirðarlaus.
Félagslyndur
Hinn dæmigerði Tvíburi er
félagslyndur. í samkvæmum
gengur hann á milli gesta og
hefur margt til hvers máls
að leggja. Hann er góður
sögumaður og verður sjaldan
orða vant. Hann er lifandi og
jákvæður í viðmóti, en sjaldan
neikvæður og árásargjarn.
Fjölhœfur
Fyrir utan félagslyndi og sag-
nagleði er fjölhæfni einkenn-
andi fyrir Tvíburann. Það er
t.d. algengt að hinn dæmi-
gerði Tvíburi fáist við tvö til
þijú mismunandi störf. Sjálf-
sagt starfar það af eirðarleysi
hans, forvitni og þörf fyrir
fjölbreytileika. Tvíburinn er
þannig gerður að hann þarf
alltaf að fást við eitthvað
nýtt. Hann vill hitta nýtt og
ólíkt fólk, fást við ný við-
fangsefni og geta hreyft sig
milli staða.
EirÖaÝlaus
Einn helsti veikleiki Tvíbur-
ans er fólginn í eirðarleysi.
Oft er Tvíburinn skarpgáfað-
ur og fljótur að grípa nýjar
hugmyndír og almennt að
setja sig inn í flest öll mál.
Það sem hins vegar háir hon-
um og kemur oft í veg fyrir
árangur sem hæfileikar hans
verðskulda er eirðarleysið.
Hann á oft erfitt með að aga
sig, sitja kyrr og fást við eitt
mál til langframa. Annar
veikleiki Tvíbura er sá að
hann á til að lofa meiru en
hann getur staðið við, á til
að skipta óvænt um skoðun
og í einstaka tilvikum gleym-
ir hann sér í frásagnargleð-
inni og ýkir fullmikið eða
hagræðir sannleikanum.
Upplýsingamiðl-
un
Tvíburinn hefur góða náms-
hæfileika, svo fremi sem hann
sigrast á eirðarleysinu.
Tungumálahæfileikar eru
áberandi og eins nýtur hann
sín á öllum félagslegum svið-
um. Lykilorð fyrir Tvíbura-
merkið er tjáskipti ■ enda er
það merki fjölmiðlunar og
upplýsingamiðlun. Hinn
dæmigerði Tvíburi er t.d.
ágætur blaðamaður eða sölu-
maður
G/aðlegur
Einkennandi fyrir Tvíburann
er glaðlegt andlit og góðlegur
svipur. Hann hefur oft björt
og sakleysisleg augu og er
léttur stríðnisglampi oft áber-
andi, sérstakleg þegar honum
finnst hann hafa skotið einum
góðum á viðmælanda sinn.
Þá hristist hann allur og aug-
un glitra og glampa af kátínu.
Lífer fólk
Þar sem Tvíburinn er félags-
og hugmyndamerki þarf hann
nauðsynlega á fólki og lifandi
umræðu að halda. Tvíburi
sem er bundinn inni á heim-
ili, er í félagslegri einangrun
eða. fastur yfir sömu gömlu
handtökunum í vinnu, verður
fljótt leiður, þreyttur og
slappur. Slíkt getur einnig
leitt til sjúkdóma. Þegar mik-
ið er um að vera, nóg af fólki,
forvitnilegum atburðum og
umræðu lyftist geð Tvíburans
og orkan eykst.
GARPUR
I hetju/lm ? , ) Þerr/t /L/mttrA/
I Sl/B/! £f? EG Þae>
; /?£> S/GRA HE//M/A//v\SEÞO1//LDU?
ö6 felas/ /wnn eæ \ Be/kh. Þa&
/)£> BOfi 7)L IL/rUS/tTN ) 'SE&E>/)
pyem. karla / enealok
L r-*-------—T - gae/ís.
'íi
EKJCE/srr séSTHF -ryNOU
SKAET<3EtPOHU/U. l//E>
STÖ/JSO/M HEP , OÆ«/
ÆS þAEFAO 6E1KA NOKKUÐ
BRIDS
GRETTIR
p£S£A HÁLSfelRTt-A VERBUi? AÐ\ f EKKI \ [ EKÍ HJA(?TnÆ/viT— ,
FJARLeGTA. ÉG LEGG þlG INM !> FAf?A S l kjÖTTVŒ SEM UETORSE
'A SPÍTALANM
HVEg k AOGEFA MÉRAP ÉTA ?//
FAVT6
«-26 S
BRENDA STARR
[ EE pETTA AL/.r?LOKPISr/L5/Auffj,
\ E/SM he/lögum PrtrcH/ J
<4
EAl ARSANGUZ- T
/A/H EÞ AOE/AJS J
FYE/R -
/n/G, / _
Ar/E/C/
LJÓSKA
1 —V L H'/í
FERDINAND
SMÁFÓLK
TMEY 5AY UE CAN MAVE
A CMRI5TMA5 PLAT A5 L0N6
A5 THERE‘5 NO RELI6I0N IN IT..
Heyrðu, strákur, hvað held-
urðu ... það verður gerð mála-
miðlun ...
Þeir segja að við getum haft jóla-
leikrit ef ekkert verður um trúar-
brögð í því...
Hvernig kynnirðu við að leika
Geronimo?
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Spurning: Hvað eru mistök í
brids? Svar: Að bregðast og vita
af því — gera ekki eins vel og
maður veit að maður getur.
Hver einasti spilari gerir sig sek-
an um 2—4 mistök á hveiju
spilakvöldi — sum eru dýrkeypt,
frá öðrum sleppa menn ódýrt
og kannski óverðskuldað. En
grundvallarspurningin er þessi:
Hvað veldur því að við spiium
ekki eins vel og við vitum að við
getum? Hvað veldur mistökun-
um? Bandaríski landsliðsmaður-
inn Mike Lawrence og fyrrum
liðsmaður Dallas-ásanna svarar
því: skortur á einbeitingu.
Norður
♦ G87
VK54
♦ ÁG965
Vestur ^ K2 Austur
J llllll J
♦ Suður ♦
♦ KIO
V DG3
♦ KD83
♦ ÁG97
Vcstur Norður Austur Suður
— — 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Vestur kemur út með lítinn
spaða, austur drepur upp á ás
og sendir spaðaþristinn til baka.
Þú átt slaginn á spaðakóng, og
gerir hvað?
Slagirnir eru átta og tvær
leiðir koma til greina til að ná
í þann níunda: (1) bijóta út
hjartaásinn í þeirri von að spað-
arnir skiptist 4-4 á milli handa
AV, (2) svína fyrir laufdrotting-
una. Hvor-er betri?
Ef einbeitingin er í lagi, þá
veistu auðvitað að þú hefur ekki
nægjanlegar upplýsingar til að
velja á milli af öryggi. Eða ná-
kvæmlega hvaða spaða kom
vestur út með? Fimmuna eða
tvistinn? Á því veltur ákvörðun-
in.
Noti AV 11-regluna gegn
grandi (að spila 4. hæsta), þá
er rétt að spila hjarta ef tvistur-
inn kom út, því þá brotnar litur-
inn 4-4 ef útspilið er heiðarlegt.
Og því skyldi það ekki vera það?
Fimman út bendir hins vegar til
að spaðinn sé D9654 í vestur
og Á32 í austur. Og þá er rétt
að svína. Hálftíma umhugsun
skilar engri niðurstöðu ef maður
sofnaði í fýrsta slag — ef ein-
beitingin datt niður af einhveij-
um ástæðum, sem enginn veit
nema kannski maður sjálfur.
SKAK
Á alþjóðlegu móti í Leningrad
í sumar kom þessi staða upp í
skák alþjóðlegu meistaranna Klia-
lifman, Sovétríkjunum (2540
stig), sem hafði hvítt og átti Leik,
og Marinkovic, Júgóslavíu.
(2.420 stig).
..m
mm <&
m ■ ■ ií
kW ■Zfltf _
,.& wm.
X ip A wm-é mm &
mm * ÉH ■ €3/. ■ WmM
mm b l
35. DfB! - h6, 36. Bh4! - DÍ8,
37. Dxe6 (þar með er svarta stað-
an hrunin. Lokin urðu:) 37. -
Re3, 38. He2 - Db4, 39. Hxe3
- Dxd4, 40. Heg3 - Dxf4, 41.
Bf6 - Hc2+, 42. Khl og'svartur
gafst upp, því 42. - De4+ er aug-
ljóslega svarað með 43. Bf3. Sov-
étmennirnir Judasin og Aseev
sigruðu á mótinu, hlut 9 v. af 13
mögulegum. Næstur komu landar
þeirra Khalifman og Lukin með
v. Bestum árangri gestanna
nákði englendingurinn Keith Ar-
kell, sem hlaut 614 v. af 13 mögu-
legum.