Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 39
MOBGUNBDAÐIÐ ÞRIBKíDAGUH 22.:4GýSTiI989 ' + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför móður okkar, INGVELDAR ÁSTGEIRSDÓTTUR, Brúnastöðum. Ásdís Ágústsdóttir, Guðjón Axelsson, Þorvaldur Ágústsson, Guðrún Guðfinnsdóttir, Ketill G. Ágústsson, Þórunn Pétursdóttir, Gísli Ágústsson, Geir Ágústsson, Margrét Stefánsdóttir, Hjálmar Ágústsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Guðni Ágústsson, Margrét Hauksdóttir, Auður Ágústsdóttir, Jens Jóhannsson, Valdimar Ágústsson, Bragi Ágústsson, Guðrfður Einarsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Guðjón Skúli Gíslason, Tryggvi Ágústsson, Helga Baldursdóttir, Þorsteinn Ágústsson, Margrét Jónsdóttir, Hrafnhildur Agústsdóttir, Oddur Bjarnason, Sverrir Agústsson, Helga Sveinsdóttir, Jóhann Ágústsson, Olga Sveinbjörnsdóttir og barnabörn. 39 Salvör Kristiánsdóttir ísafírði - Minning Fædd 20. október 1903 Dáin 9. ágiíst 1989 Salvör Kristjánsdóttir fyrrum húsfreyja á Kirkjubæ í Skutulsfirði lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði 9. ágúst sl. Við systkinin, sem vorum sumargestir hjá afa okkar og ömmu í sumarbústaðnum Grund í Skutulsfirði, kynntumst henni sem Söllu á Kirkjubæ, röskri bóndakonu, sem kom fram við okk- ur eins og sjálfstæða einstaklinga og sýndi okkur góðsemi, án þess þó að vera með ónauðsynleg blíðu- hót. Við fengum að ganga til verka með Söllu og Boga og öðru heimilis- fóiki á Kirkjubæ, og þar kynntumst við sveitastörfum og sáum tímana breytast, frá því að mjólkin var flutt í bæinn á hestakerru og þar til búskapurinn var orðinn vélvæddur að mestu leyti. Heyskapurinn er okkur minnis- stæður. Við sjáum Söllu fyrir okkur í flekknum, með skuplu um hárið og vel þæfða hrífuvettlinga. Hún tók rösklega til hendinni og skildi aldrei eftir slæður, eins og oft vildi gerast hjá okkur borgarbörnunum. Um miðjan dag færði hún heyskap- arfólkinu kaffi og með því og það var fjarri henni að skilja okkur krakkana út undan, þótt við ættum stutt heim. Aldrei féll styggðaryrði í okkar garð, þó að við höfum sjálf- sagt flækst meira fyrir en hjálpað til á stundum. Kýmar á Kirkjubæ voru hand- mjólkaðar alla tíð. Við bömin vomm daglega send uppeftir með brúsa til að sækja mjólkina. Stundum komum við á mjaltatíma og urðum þá að bíða þar til Bogi hefði tíma til að fara með okkur út að læk, þar sem stórir mjólkurbrúsar biðu í kæli. Á meðan við biðum fylgd- umst við með þeim hjónum við mjaltirnar og undruðumst hand- brögðin, sem em enn þann dag í dag sem greypt í hugann. í fjósinu var lítið Ijós og ekki þætti það stórt á nútíma mælikvarða, en við fund- um glöggt mikilvægi þessarar vinnu og hve annt þau létu sér um skepn- urnar. Sami röskleikinn og verklagnin kom í ljós við rúningu vor og haust. Þau hjónin kunnu svo sannarlega að bregða vasahnífunum sínum og sást hvergi skurður né skráma á sauðfénu að rúningu lokinni, enda lögðu þau metnað sinn í það að féð kæmi sem fallegast undan hnífnum. Söllu féll sjaldan verk úr hendi. Þó gaf hún sér stundum tíma til að skreppa í morgunkaffi til ömmu á Grund og var þá margt skrafað. Ef einhver kýrin var nýborin tók Salla gjarnan með sér ábrysti og færði ömmu, og þótti okkur það hið mesta lostæti. Árið 1974 brugðu Salla og Bogi búi og fluttust út á ísafjörð og voru það mikil viðbrigði fyrir okkur sum- argestina. Bogi lést árið 1978, en Salla dvaldist síðustu fjögur árin á sjúkrahúsinu á ísafirði. Nú þegar við kveðjum Söllu minnumst við allra stundanna á Kirkjubæ með þakklæti og hiýju. Við sendum börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Bryndís, Krislján, Margrét, Ragnhildur og Asthildur t Ástkær eiginmaður minn og sonur, INGIMAR WORM KRISTJÁNSSON frá Miðsitju, Kleppsvegi 58, Reykjavík, varð bráðkvaddur að morgni 18. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Svala Marelsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föð- ur míns og stjúpa okkar, JÓNS SIGURÐSSONAR fra Skarðdal, Kirkjustig 3, Siglufirði, sem andaðist i sjúkrahúsi Siglufjarðar 1. ágúst. Helga Jónsdóttir, Kristín Snorradóttir, Jódís Snorradóttir og fjölskyldur. t Þökkum innilega þeim fjólmörgu er hafa sent okkur samúðar og vinarkveðjur vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu, FANNEYJAR ODDSDÓTTUR, Hliðargerði 18. Sérstakar þakkir færum við herra Ólafi Skúlasyni biskup og konu hans fyrir þeirra vináttu og hlýhug. Ástrfður Gunnarsdóttir, Valgeir Axelsson, Steinunn Gunnarsdóttir, Axel Axelsson, Kristín Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Guðný Gunnarsdóttir, Bjarni Gunnarsson, Heiðar Gunnarsson og barnabörn. Marteinn Sverrisson, Ágústa Magnúsdóttir, Purolator. HFUWVf Úrvals síur lyrrnr SKEIFUNNI 5A SIMI 91 8 47 88 GÓÐAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ HVERS VEGNA ÞÚ ÆTTIR AÐ VELJA VICTOR Fyrr á þessu ári seldum við fimmþúsundustu VICTOR tölvuna. Þess vegna segjum við að það séu yfir fimmþúsund góðar og gildar ástæður fyrir vali á VICTOR. Hér eru nokkrar þeirra: * Hagstætt verð. * Fáguð og góð hönnun * Rekstraröryggi. * Mikil afkastageta. » Níu gerðir í fjölda mismunandi útgáfa sem henta öllum aðstæðum. « Tilbúnar til afhendingar af lager. « Örugg og góð þjónusta. * Hátt endursöluverð. Yfir 5000 ánægðir VICTOR eigendur eru öll meðmælin sem þarf. Sölumenn veita þér fúslega allar nánari upplýsingar í verslun okkar að Grensásvegi 10 eða síma 686933. vicrrR EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 \ augljós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.