Morgunblaðið - 22.08.1989, Page 7

Morgunblaðið - 22.08.1989, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 7 Morgunblaðið/Einar Falur Að lokinni prestavígslu í Dómkirkjunni á sunnudag. Fremri röð frá vinstri: Solveig Lára Guðmundsdóttir vígsluvottur, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, herra Ólafur Skúlason, Gunnar Rúnar Matthíasson og Arnfríður Guðmundsdóttir vígsluvottur. í efri röð eru frá vinstri Þorleifur Kjartan Kristmundsson vígsluvottur, Pálmi Matthíasson vígsluvottur og Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur. Tveir prestar vígðir BISKUP íslands, herra Ólafiir Skúlason, vígði tvo guðfræði- kandidata í Dómkirkjunni á sunnudag. Gunnar Rúnar Matt- híasson verður sjúkrahúsprestur við Northwestern Memorial spítalann í Chicago og Jóna Kristín Þorvaldsdóttir er ráðin farprestur þjóðkirkjunnar og mun þjóna á Norðfírði. Sr. Þorleifur Kjartan Krist- mundsson lýsti vígslu og var vígslu- vottur ásamt sr. Arnfríði Guð- mundsdóttur, eiginkonu Gunnars Rúnars, sr. Pálma Matthíassyni, bróður hans, og sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur þjónaði fyrir altari og Kjartan Sig- uijónsson guðfræðinemi lék á orgel. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson og sr. Arnfríður Guðmundsdóttir eru íjórðu hjónin sem bæði hafa tekið vígslu. Þau stunda nám í Chicago og mun sr. Gunnar gegna starfi sínu við Northwestern spítal- ann samhliða því. Sr. Gunnar Rúnar og sr. Jóna Kristín eru fyrstu prestarnir sem herra Ólafur Skúlason vígir. Ottast um ensk hjón í Mýrdal NOKKUR leit var gerð að bresk- um hjónum um fertugt í Mýrdal á sunnudag og var talið að þau hefðu farið sér að voða er ekki hafði til þeirra spurst í þrjá daga. Óttinn reyndist ástæðulaus og kom fólkið fram á mánudags- morgun. Fólkið hafði tekið á leigu sumar- bústað við bæinn Sólheima í Mýr- Slasaðist í árekstri MAÐUR var fluttur á slysa- deild eftir harðan árekstur tverggja bíla á Vífílstaðavegi við Garðakaup í gærmorgun. Bilarnir, Daihatsu og Skoda, eru mikið skemmdir. Ökumaður Daihatsu-bílsins var fluttur á sjúkrahús en var ekki talinn mjög alvarlega slasaður. dal á miðvikudag og hugðist dvelj- ast þar viku. Þaðan fór það á fimmtudagsmorgun á bílaleigubíl en skildi föggur sínar eftir í bú- staðnum. Var það talið benda til að þau hygðu aðeins á stutta ferð um nágrennið. Á sunnudagsmorg- un, þegar hafði ekkert sést til fólks- ins, hafði fólkið á Sólheimum sam- band við lögreglu, sem í samráði við björgunarsvietir slysavarnarfé- lagsdeildanna í Vík og undir Eyja- fjöllum svipaðist um eftir fólkinu og fáförnum jeppaslóðum í ná- grenninu. Á sunnudag bárust síðan ýmsar vísbendingar um ferðir fólksins, meðal annars hafði spurst til þeirra á Sprengisandsleið og á Höfn. Þeg- ar heimilisfólkið á Sólheimum vakn- aði á mánudagsmorgun stóð bíll hjónanna á hlaðinu. Þau höfðu þá komið heim um nóttina. Ekkert amaði að hjá þeim og voru þau grunlaus um þann viðbúnað sem gerður hafði verið vegna þeirra. Byggingarvísitala hækkar um 1,4% HAGSTOFAN hefiir reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan ágúst 1989. Reyndist hún vera 147,3 stig, sem er hækkun um 1,4%. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala bygg- ingarkostnaðar hækkað um 18,5%. Síðustu þijá mánuði hefiir hún hækkað um 4,0% og sam- svarar það 17,1% árshækkun. Þessi vísitala (júní 1987=100) gildir fyrir september næstkom- andi. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 471 stig. Af hækkun vísitölunnar frá júlí til ágúst má rekja 0,4% til launa- hækkunar byggingarmanna 1. ágúst siðastliðinn og 1,0% til verð- hækkunar á ýmsum öðrum liðum. Launavísi- tala hækk- ar um 0,5% HAGSTOFAN hefur reiknað launavísitölu fyrir ágústmánuð 1989 miðað við meðallaun í júlí. Vísitalan er 106,8 stig, eða 0,5% hærri en vísitala fyrri mánaðar. Umreiknað til árshækkunar samasvarar þessi hækkun því 10,9%. Samsvarandi launavísitala til greiðslujöfnunar fasteignaveðl- ána tekur sömu hækkun og er því 2.337 stig í septembermánuði. Sumarbústaóur eóa sumarbústaóarland óskast keypt Æskileg staðsetning 30-1 50 km fró Reykjavík. Góð greiðsla ,í boði fyrir rétta eign. Áhugasamir vinsamlega hringið í síma 20792 eftir kl. 14.00. pltrijMttM&foifo Góóan daginnl DÆMI: Sunbeam og Kenmore gasgrill, þrjár Gardenaúóabrúsar, stæröir, kr. 16.600, 19.200, 21.480 1 I, kr. 991, 5l,kr. 1.911 m/kút. 0 afsl 40% 30°/. afsl. Gardena sláttuorf, 190 W, kr. 2.747,300 W, kr. 5.117 Bosch limgerðisklippur, Husqvarna sláttuvél 380W, kr. 9.347 kr. 5.838 Bosch fjölnotasög, 550 W, kr. 9.072 Gardena Gardena kantskeri, bílaþvottasett kr. 3.493, 7,2 V m/hleðslutæki kr. 1.536 Gardena garðverkfæri: Hrífur, skóflur, klippur, úðarar o.fl. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðuriandsbraut 16,108 Reykjavík - Sfmi 91-680 780

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.