Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989
31
Sprotakál o g
krækiber
Þegar ég hugsa um krækiber, leitar hugurinn alltaf til SeyðisQarðar. Þar kynntist ég krækiberj-
um fyrst og mest og lagði á mig að klifra upp kletta upp í Botna til að ná í þennan gómsæta
ávöxt. Við fórum upp á svipuðum slóðum og ein skriðan féll núna, upp af Búðareyri. Eg var
alltaf mjög lofthrædd og kveið fyrir að fara niður aftur, ég hélt að ég finndi ekki réttan stað
á klettunum. En þetta lagði maður á sig fyrir hin ljúffengu krækiber, sem nóg var af í Botnunum.
Nú þegar miklar skriður hafa fallið á Seyðisfirði á þeim slóðum þar sem ég ólst upp, leitar hugurinn
til baka til ársins 1935, þegar ein stórskriða féll í Búðará. Ég hefi verið 6 ára og man lítið hvað gerðist,
en man þó að allur viðbúnaður var við hafður, ef við þyrftum að flýja úr húsinu. Við vorum látin sofa
í fótunum, en yfirhafnir okkar hengdar við rúmin, og er mér minnisstætt að ég gerði mikið veður út
af húfii, sem mér var ætlað að setja á höfúðið, ef til flótta kæmi, mér líkaði ekki liturinn. Þetta er
raunar hið eina sem enn situr í huga mínum frá þessum degi og sýnir bara, hvernig börn hugsa.
Smáatriðin geta skipt svo óendanlega miklu máli.
Urftsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Sprotakáls-kartöflubakst-
ur (brokkoli)
500 g kartöflur
500 g sprotakál
14 lítri vatn
1 kjúklinga- eða
grænmetisteningur
1 lítill laukur
'k msk. matarolía
14 dós sýrður ijómi, 10% eða 18%
1 dl mjólk
2 egg
nýmalaður pipar
'4 tsk. múskat
14 tsk. salt
150 g skinka
2 dl rifinn mjókurostur, óðals-
eða maríbó- eða sá ostur sem
þið eigið.
1. Afhýðið kartöflurnar, skerið
í sneiðar. Skerið neðsta legginn af
sprotakálinu og afhýðið.
2. Setjið vatn + soðtening í pott.
Látið sjóða. Setjið kartöflusneið-
amar og leggina af sprotakálinu í
vatnið. Látið sjóða við hægan hita
í 5 mínútur. Setjið þá sprotakáls-
greinamar ofan á hitt grænmetið
og sjóðið áfram í 7 mínútur. Kálið
þarf ekki að vera ofan í vatninu.
3. Setjið matarolíu í lítinn pott.
Afhýðið lauk, saxið og sjóðið við
hægan hita í olíunni í 7 mínútur.
4. Hellið vatninu af kartöflunum
og kálinu. Smyijið eldfasta skál,
setjið kálið og kartöflurnar í hana.
5. Hrærið saman egg, mjólk,
sýrðan ijóma, pipar, múskat og
salt. Hellið yfír grænmetið.
6. Skerið skinkuna smátt og setj-
ið yfir. Rífið ostinn og stráið yfir.
7. Hitið bakaraofn í 210°C,
blástursofn í 190°C, setjið í miðjan
ofninn og bakið í 20-25 mínútur.
Meðiæti: Brauð.
eplum
4 dl safi úr krækiberjum (ósæt
saft)
1 pk. sítrónu- eða límonuhlaup
(Royal gelatin desert)
14 dl sjóðandi vatn
2 epli
1. Meijið berin og kreistið úr
þeim safann. Það má láta leka úr
þeim á fíngerðu sigti.
2. Sjóðið vatn, hellið yflr hlaup-
duftið og látið leysast vel upp.
Hrærið í á meðan.
3.Setjið saman við beijasafann.
Hrærið vel. Kælið án þess að þetta
hlaupi saman.
4. Stingið kjarnann úr eplunum
og afhýðið. Skerið síðan í litla bita.
Setjið út í safann. Hellið í hring-
form eða skál, látið hlaupa vel sam-
an, það tekur um 3—4 klst.
5. Dýfið forminu augnablik i
heitt vatn og hvolfið á fat.
Meðlæti: Eggjasósa.
Eggjasósa
2 dl mjólk
2 eggjarauður
14 msk. vanillusykur
1 dl ijómi
1 þeytt eggjahvíta
1. Þeytið eggjarauður vel með
vanillusykri.
2. Setjið kalt vatn í eldhúsvask-
inn.
3. Hitið mjólkina, hellið rauðun-
um út í og hrærið í þar til þetta
þykknar, en það má ekki sjóða.
Skellið pottinum í vaskinn um leið
og þetta þykknar, hafið hröð hand-
tök, hrærið í þar til mesti hitinn
er rokinn úr. Ef rauðurnar sjóða,
skilja eggin sig. Kælið alveg.
4. Þeytið eggjahvítuna, og þey-
tið íjómann, sitt í hvoru lagi. Bland-
ið síðan saman. Setjið út í eggjasós-
una og hellið í könnu og berið með
hlaupinu.
„Sátu tvö að tafli þar“
Um vísu Sigurðar í Katadal eða Skáld-Rósu
eftirRagnar
Ágústsson
Mér kom í hug þessi fleyga vísa
Vatnsenda-Rósu þegar ég nýlega sá
þráskák þeirra Rósu B. Blöndals og
Jóns úr Vör um höfund vísunnar „Þó
að kali heitan hver“:
Sátu tvö áð tafli þar
tafls óæfð í sóknum
afturábak og áfram var
einum leikið hróknum.
Nú kann það að orka tvímælis
hvort rétt sé að grípa svo inn í
tveggja manna tal, en ég hef mér
til afsökunar að á taflborðinu var
boðuð ný aftaka á afkvæmi Sigurðar
Ólafssonar bónda í Katadal. Almenn-
ingi var stefnt til Þrístapa. Enginn
má undan líta.
Vísuna, „Þó að kali heitan hver“,
lærði ég ungur eins og hún er prent-
uð í formála að útgáfu Snæbjarnar
Jónssonar á Hjálmar og Ingibjörg
(Hjálmarskviðu) eftir Sigurð Bjarna-
son frá Bergsstöðum, sonarson Sig-
urðar í Katadal:
Þó að kali heitan hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Ég hef löngum hugsað mér að
þessi „heiti hver“ væri kona Sigurðar
Ólafssonar, Þorbjörg Halldórsdóttir,
skapmikil, greind og tilfinningarik
kona sem leyfði engum að troða sér
eða sínum um tær. Þar með er ekki
sannað að hún hafi hvatt börn sín
til óhæfuverka. Best gæti ég trúað
að uppeldisskoðanir hennar hafi fall-
ið nær okkar samtíð og akademískri
fijálshyggju en flestra annarra er
þá voru uppi. Börn hennar virðast
hafa orðið raungóð, framtakssöm og
óbuguð og með sérlega sterka trúar-
kennd. Jafnvel Friðrik gekk svo
fljálsmannlega til örlaga sinna að
hans eigin sálusorgarar táruðust og
nærstaddir hlýddu í þögn og andagt
á blessunarorð þessa unga, dauða-
dæmda manns: Grátið ekki yfir mér.
Hins vegar hefur sú missögn kom-
ist á kreik að Þorbjörg, móðir hans,
hafi talið sig svo merkilega þegar
hún snéri aftur heim úr rasphúsinu
að hún hafí ekki viljað hverfa að
nýju til bónda síns. Þetta er kvik-
saga. Samkvæmt manntali Tjamar-
sóknar fer hún einmitt heim í Katad-
al. Nokkru síðar flytja þau hjón, Sig-
urður og Þorbjörg, saman á kirkju-
staðinn að Tjörn og eftirláta Elín-
borgu, dóttur sinni, og manni henn-
ar, jörðina í Katadal. Sigurður var
meðhjálpari við Tjarnarkirkju og í
góðu vinfengi við prestinn þar.
Þriðja vísulínan, eins og ég lærði
hana, hefur nokkuð aðra merkingu
en varð síðar við það að skjóta orð-
inu „og“ inn í hana: Aðeins steinarn-
ir vita allt. Það er nú kunnugt að
Sigurður hafði verið konu sinni ótr-
úr. Hann hafði eignast barn með
Guðrúnu, systur hennar. Bamið hét
Magðalena, sögð Tómasdóttir, og
varð móðir Ólafar skáldkonu Sigurð-
ardóttur frá Hlöðum. Um það höfðu
steinarnir þagað. Hitt vissu steinarn-
ir líka að Sigurður var ekki sá mann-
skapsmaður að hann legði sig í áber-
andi hættu til þess að afstýra örlög-
um Friðriks, sonar síns. Það er því
naumast að undra þótt Sigurður ótt-
aðist að kona hans bæri nokkurn
„kala“ í bijósti og vildi fulívissa hana
um að söknuðurinn væri hans. Vísan
er ekki ástarvísa heldur andvarp úr
dýpstu mannlegri neyð.
Sonarbörn Katadalshjóna, börn
Bjarna í'Tungu, fá hvarvetna gott
orð. Þau fóru flest til Ameríku og
urðu bijóstvörn landa sinna þar. Sig-
urður og Jakob, sem ílentust hér
heima, voru þekktir dugnaðar- og
drengskaparmenn. Þó mun angur
æskuáranna hafa rist djúpt í sálarlíf
niðja Katadalshjóna. Hjá sumum
þeirra kom það fram síðar^ lífsleið-
inni. Því er hvirr.leið árátta nútíma-
manna að leita stöðugt að sakborn-
ingi til þess að betra aðra. í Illuga-
staðamálum verður enginn fordæmd-
ur öðrum fremur. Ekki frekar en
vindurinn verður sakfelidur fyrir það
að blása eða Hallgerður að ljá ekki
Gunnari lokka sína í bogastreng.
Jakob Bjarnason, sonarsonur Sig-
urðar í Katadal, kvæntist að Illuga-
stöðum, varð fyrri maður Auðbjargar
Jónsdóttur, sem talin var dótturdótt-
ir Guðmundar Ketilssonar. Dóttir
þeirra var Ingibjörg Jakobsdóttir,
kona Theodórs Arnbjörnssonar frá
Stóra-Ósi, er skrifaði Sagnaþætti úr
Húnaþingi. Vísan hefur verið kunn
þeirri ætt, en með hana mátti aldrei
fara.
Ragnar Ágústsson
Hvort sem tíminn dæmir „Skáld-
Rósu“ eða Sigurð í Katadal höfund
umræddrar vísu læt ég nú einu gilda.
Hver kosturinn sem verður valinn
smækkar það ekki persónurnar í
mínum augum. Til þess eru þær
báðar of stórar. Þó var Rósa Guð-
mundsdóttir aðeins nefnd Vatns-
enda-Rósa á meðan hún bjó í Húna-
vatnsþingi og lengi eftir það. Þá
voru úthlutunarlaun listamanna ekki
komin til sögunnar svo skáldin lágu
ekki lengi yfir bókmenntalegri hnit-
miðun verka sinna. Vísum var kastað
fram eins og tækifærið gaf tilefni
til. Sumar lifðu, hoppuðu jafnvel _
stakar út úr löngum ljóðabréfum og~
voru eignaðar ýmsum höfundum eða
urðu þjóðvísur. Vatnsenda-Rósa var
svo orðsnjöll að henni var hægt' að
eigna hvaða vel gerða vísu sem var.
Hún varð Skáld-Rósa.
í kringum þessa atburði alla flétt-
uðu síðari tíma menn draumhyggju
sína, dulúð frægustu miðla og heill-
andi ævintýr ástarinnar. Fögur upp-
bót á raunaleg ævikjör langþreyttrar
drykkjumannskonu. Þrátt fyrir þögn
steinanna um viðburði, sem ekki
mátti ræða, hefur þjóðin fundið sam-
kennd í örlögum þessa fólks: Alþýða
og yfirvöld, ógleymanlegar persónur
og örlög sem ráða Þannig hefur at-
burðarásin alltaf verið í Islendinga-
sögum.
Frá Illugastöðum að Katadal er
ekki langur vegur. Huginn og Mun-
inn sendast þar á milli dag hvern. í
„steinum sem tala“ bera þeir sama
orðtak frá báðum, Guðmundi Ketils-
syni og Sigurði bónda í Katadal.
Guðmundur orti:
Þegar nafn mitt eftir á ^
allra þögn er falið
Illugastaða-steinar þá
standið upp og talið.
Seint mun þó fullráðin öll gáta
steinsins.
Höfíindur er bókavörður.
SKOLARITVELINIAR
TA Oabriele 100
Vel útbúinn vinnuhestur fyrir
námsmanninn sem velur gæöi og gott verö.
VERD AÐEINS KR. 17.900,- staðgr
Komdu við hjá okkur eða hringdu og
fáðu frekari upplýsingar, það borgarsig örugglega.
EinarJ. Skúlason hf
Grensásvegi 10, sími 686933
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
:8