Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 41
AJaWUSHQM 'j raúoÁ .ss a MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 41 LIFSTILL Blaðakóngurinn Forbes býður til afinælis Forbes ásamt breska blaða- kónginum Ro- bert Maxwell. (t.v.). Maxwell skartar marok- kóskum þjóð- bíiningi en Forb- es er í skoskum þjóðbúningi. Bandaríski auðkýfingurinn og blaðaútgefandinn Malcolm Forbes hélt upp á sjötugsafmæli sitt um síðustu helgi í höll sinni við Atlantshafsströndina í Marokkó, nánar tiltekið í borginni Tangier. Kostnaður vegna flugvéla sem flugu með gesti til fagnaðarins er áætlaður um tvær miljónir banda- ríkjadala, eða um 120 miljónir ísl. króna. Um 800 af ríkasta og fræg- asta fólki heims var boðið til Ma- rokkó til að halda upp á daginn með auðkýfingnum. Fimm börn Forbes stóðu fyrir teitinu sem haldið var til heiðurs hinum óforbetranlega auðhyggju- manni sem reyndar á allt sem nöfn- um tjáir að nefna; lystisnekkjur, loftbelgi, mótorhjól og glæsibifreið- ar. Hann á marga ríka og fræga vini, þeirra á meðal leikkonuna Elizabeth Taylor og ijölmiðlajöfr- ana Rupert Murdoch og Robert Maxwell. Meðal þeirra flugvéla sem fluttu gesti til fagnaðarins var Boeing 747-þota konunglega marokkóska flugfélagsins og Concorde-þota Air France-flugfélagsins. Eiizabeth Ta- ylor kom þó í einkavél afmælis- barnsins, sem þykir staðfesta enn frekar sérstakt samband þeirra. Á boðskortunum var teitið nefnt „Afmælisveisia Ali _Dada“, en svo er Forbes nefndur. Á laugardag var kvöldverður framreiddur í fimm tjöldum við Mendoub-höll og meðal skemmtiatriða var skrautsýning 275 hirðsveina á hestum og 600 skemmtikraftar og dansarar komu einnig við sögu, að sögn Don Gar- sons, talsmanns Forbes. Á sunnu- dag lauk afmælisboðinu með veislu sem Hassan Marokkókonungur hélt til heiðurs Forbes. Forbes er eigandi tímaritsins Forbes, sem faðir hans, skoskur innflytjandi til Bandaríkjanna, setti á stofn 1917, og er það nú eitt útbreiddasta viðskiptatímarit í Bandaríkjunum. Á lista yfir 400 auðugustu menn veraldar, sem tímaritið birtir reglulega, er Forbes í 113. sæti. Þar er ekki greint í smáatriðum frá ríkidæmi hans en hann er talinn eiga eignir að and- virði yfir 400 miljónir Bandaríkja- dala, sem samsvarar um 24 miljörð- um ísl. króna. Forbes varð fyrstur manna til að fljúga yfir Atlantshafið í loftbelg. Hann er einnig mikill áhugamaður um vélhjólaakstur og 1982 ferðað- ist hann um Kína á slíkum farkosti. Elizabeth Taylor, góðvinur Forbes, þurrkar varalit af Forbes, en skömmu áður hafði hún smellt rembingskossi á afmælisbarnið. Áður en gesti dreif að í Mendoub-höll fóru skötuhjúin í verslunarferð til miðborgar Tangier. s Metsölublad á hverjum degi! iri co NÚ ER TÆKIFÆRIÐ! Tilboðsverð á örfáum CATERPILLAR F60 DSA 3ja tonna rafmagnslyfturum Búnaður: Hliðarfærsla — Möguleiki á snúningi Kvoðufyllt breið dekk — Vinnuljósabúnaður ■Gámagengt mastur — 855 amperstunda raf- geymir — Tölvustýrt hleðslutæki — o.fl. o.fl. VERÐ AÐEINS KR. 1.980.000 HF Laugavegi 170-174 Sfmi 695500 FJÖLSKYLDULÍF Janni Spies í móður- hlutverkinu Janni Spies, eigandi ferða- skrifstofu Spies í Danmörku, eignaðist dóttur í vor með eigin- manni sínum Christian Kjær. Litlu stúlkunni hefur verið gefið nafnið Michala. . Janni tekur móðurhlutverkið alvarlega og víkur sjaldan langt frá barni sfnu. Hún hefur m.a. fengið fyrr- um fjármálaráðherra Dana, Knut Heinesen, til þess að sjá um rekstur fyrirtækisins svo hún geti gefið fjölskyldunni allan sinn tíma. Janni, sem er aðeins 26 ára gömul segist vona að hún eigi eftir að eignast fullt hús af börnum. ' f) Flugleiða-Fokkerinn er kominn í J módel frá Revell, ásamt miklu 0 úrvali af öðrum Revell módelum. TÓmST UnD RHÚ8IÐ HF Laugavegi 164, sími 21901

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.