Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 Frá afmælishátíðinni á laugardaginn. Morgunbiaðið/Bjami Sex heiðraðir á 50 ára afinæli Blindrafélagsins Steinunn Ögmundsdóttir og Ólafur Pálsson voru gerð að heiðurs- SEX voru heiðraðir á hálfrar aldar afmæli Blindrafélagsins síðastliðinn laugardag. Halldór S. Ra&iar, framkvæmdastjóri félagsins, var sæmdur æðstu orðu norsku Blindrasamtak- anna fyrir störf í þágu blindra, heima og erlendis. Afmælishátíð Blindrafélagsins fór fram í garðinum við Hamrahlíð 17. Samkoman hófst klukkna 13 með leik Lúðrasveitar Verkalýðs- ins.. Að því loknu bauð Gísli Helga- son, formaður afmælisnefndar Blindrafélagsins, gesti velkomna. Davíð Oddson, borgarstjóri, flutti ávarp og Torfi Jónsson las upp ljóð eftir Skúla Guðjónsson frá Ljótunarstöðum og Jónas Tryggvason frá Blönduósi. Ragn- ar Magnússon hélt hátíðarræðu og Karlakór Reykjavíkur söng nokkur lög. Þá var lýst kjöri þriggja heiðursfélaga Blindrafé- lagsins, þeirra Pálinu Guðlaugs- dóttur, fyrrum ljósmóður, en hún hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu blindra, og hjónanna Steinunnar Ögmundsdóttur og Ólafs Pálssonar fyrrum múrara- meistara. Hjónin hafa tekið mik- inn þátt í starfí Blindrafélagsins og styrkt það á margan hátt, m.a. eru þau hvatamenn að sögu- ritun félagsins. Þórhailur Gutt- ormsson vinnur nú að því verki. Pálína Guðlaugsdóttir.fyrrum ljósmóðir, hefiir starfað i þágu blindra um árabil. Eftir afhendingu heiðursfélaga- skjalanna tók fulltrúi íþróttasam- bands fatlaðra til máls og af- hjúpað var listaverk sem Þórður Barðdal gaf Blindrafélaginu. Verkið, sem er úr marmara, nefn- ist „Friðardúfa". Um klukkan hálf þijú var almenningi gefin kostur á að skoða hús Blindrafé- lagsins og kynna sér starfsemina sem þar fer fram. Umkvöldið var haldið afmælis- hóf í Átthagasal Hótel Sögu. Jó- felögum. hanna Sigurðardóttir var aðal- ræðumaður kvöldsins og tilkynnti um gjöf ríkisstjórnarinnar til Blindrafélagsins. Gjöfinni skal varið til hljóðbókagerðar. Þá fluttu fulltrúar frá Blindrafélög- um á hinum Norðurlöndunum ávörp og afhentu Blindrafélaginu gjafir. Þrír voru sæmdir Gull- lampa Blindrafélagsins. Þeir eru Oddur Ólafsson fyrrum yfirlæknir á Reykjalundi, Guðjón Guðmunds- son sem hefur verið formaður allra byggingarnefnda Blindrafé- lagsins og formaður stjórnar Blindravinnustofunnar um árabil og Halldór S. Rafnar framkvæmd- arstjóri Blindrafélagsins og fyrr- um formaður þess. Auk þess var Halldór S. Rafnar sæmdur æðsta gullmerki Norsku Blindrasamtak- anna fyrir störf að málefnum blindra hérlendis og á erlendum vettvangi. Blindrafélagið var stofnað 19.ágúst 1939. Heildarreglugerð um mengunar- varnir í gildi um næstu áramót NÝ mengunarvarnareglugerð tekur gildi um næstu áramót og mun þetta vera fyrsta heildarmengunarvarnareglugerðin hérlendis. Reglugerðin tekur til ytra umhverfis, en áður var aðeins í gildi reglu- gerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur. Reglugerðin styðst við aðr- ar norrænar mengunarVarnareglugerðir, sérstaklega er þó tekið mið af þeirri norsku. Hér er um viðamikið svið að ræða, að sögn Guðmundar Bjarna- sonar, heilbrigðisráðherra, sem kynnti nýju reglugerðina í gær. Meginþættir hennar eru varnir gegn vatnsmengun, loftmengun, úrgangsmengun og hávaðameng- un. I reglugerðinni kemur m.a. fram að ráðherra skipar fimm manna fastan starfshóp til að gera tillögur um meðferð og eyðingu hættulegs efnaúrgangs, þ. á m. um staðsetn- ingu og rekstur móttökustöðva fyr- ir slíkan úrgang. Heimilt verður að leggja skilagjald á vöru, sem verður fyrirsjáanlega að hættulegum úr- gangi, til að draga úr hættu á mengun af völdum þess úrgangs. Ráðherra segir að þótt reglugerð- in hafi verið staðfest, þurfi að setja fleiri reglur og gefa út leiðbeiningar t.d. um viðmiðunarmörk fyrir leyfi- lega mengun umhverfisins. Heil- brigðisnefndir sveitarfélaganna og heilbrigðisfulltrúar um land allt munu annars vegar .hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar og hins vegar mun Hollustuvernd ríkisins sjá um svokallað sérhæft eftirlit. Mengun frá bifreiðum skal könn- uð framvegis við skoðun á vegum Bifreiðaskoðunar Islands hf. og hafa nú verið gefnar út sérstakar viðmiðunarreglur um útblástur bif- reiða. Þær reglur taka gildi frá og með 1. janúar 1992. Ef bifreiðar standast ekki þau viðmiðunarmörk, verður gerð krafa um að þær skuli búnar sérstökum hreinsibúnaði, að sögn ráðherra. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, segir þetta eðlilega þróun. Hins vegar mætti ríkisvaldið koma til móts við bifreiðaeigendur með því að fella niður gjöld af bifreiðum búnum sérstökum hreinsibúnaði þar sem bifreiðar búnar slíkum búnaði kosti meira en aðrar. Ráðherra segir að reglugerðin sé gefin út og kynnt nú, rúmum fjórum mánuðum áður en hún á að taka gildi, til að gefa öllum aðilum kost á aðlögun og umþóttunartíma. Hann segist ekki búast við veruleg- um kostnaðarauka samfara nýju reglugerðinni. Á undanförnum árum hafi heilbrigðiseftirlit um land allt verið eflt og yrði verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga í þessu efni eftir sem áður sú sama. Þess má að lokum geta að heilbrigðis- nefndir og heilbrigðisfulltrúar starfa á vegum viðkomandi sveitar- félaga. Hollustuvernd fellur hins vegar undir ríkissjóð. Ráðherra segir að hingað til hafi engar heildarreglur um mengunar- varnir verið til í landinu. Nú sé hins vegar komin fram heilsteypt reglu- gerð, en í ársbyijun 1985 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra nefnd til að vinna að þessum málum. iá Þ.ÞORGRÍMSSON&CO 'ARMA PLAST ARMULA 1 6 OG 29, S. 38640 Heildarupphæð vinninga 19.08. var 3. 892.054. 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 1.793.241. Bónusvinninginn fengu 2 og fær hver kr. 155.556. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 3.833 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 289. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu. Sími685111. . Uppiýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.