Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 21
r
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. AGUST 1989
21
Samstöðumaðurinn Tadeusz Mazowiecki:
Trúaður og varfærinn rit-
sljóri næsti forsætisráðherra?
TADEUSZ Mazowiecki, sem fékk á laugardag umboð til að mynda
nýja ríkisstjórn í Póllandi er ritstjóri vikurits Samstöðu, Tygodnik
Solidarnosc. Auk þess er hann sagður nánasti ráðgjafí Lechs Walesa,
Samstöðuleiðtoga. Mazowiecki, sem er 62 ára gamall, var iremstur í
flokki þeirra menntamanna, sem gengu til liðs við verkfallsmenn í
Lenín-skipasmíðastöðinni í Gdansk í ágúst árið 1980, en upp úr þvi
verkfalli spratt Samstaða, iiin óháða verkalýðshreyfing Póllands og
stærsta stjórnmálaafl landsins. Kann þess nú skammt að bíða að hún
verði einnig valdamesta stjórnmálaaflið.
Mazowiecki er mjög trúaður mað- stjórnarandstæðingum kleift að
ur og er sagður að eðlisfari hlédræg- bjóða fram til þingsins.
ur og varfærinn. Að loknum fundi
hans og Wojciechs Jaruzelskis, for-
seta Póllands, sl. föstudag, spurðu
fréttamenn Mazowiecki hvort hann
ætti von á því að geta leyst efnahags-
legan og pólitiskan vanda Pólveija:
„Eg hefði ekki lagt mig eftir því
hefði ég ekki haft trú á því. Vissir
atburðir í sögu Póllands sýna að
Pólveijar geta fundið nýjar lausnir,
óvenjulegar lausnir, lausnir sem
marka nýja braut, sem sýna að við
erum einhvers megnugir,“ sagði
Mazowiecki.
Mazowiecki er án nokkurs vafa
einn helsti hugmyndafræðingut'
Samstöðu og má nefna að hann var
helsti samningamaður hreyfingar-
innar við stjórnvöld síðastliðinn vet-
ur, þegar ræddar voru umbætur
þær, sem gerðu Samstöðu og öðrum
Mazowiecki var eitt ár í fangelsi
eftir að herlög voru sett í Póllandi í
desember árið 1981, en Samstaða
þurfti þá að starfa leynilega næstu
sjöárin.
Ólíkt flestum öðrum ráðgjöfum
Samstöðu úr hópi menntamanna,
bauð Mazowiecki sig ekki fram til
pólska þingsins í júní síðastliðnum —
loksins þegar tækifæri gafst — held-
ur hóf á ný útgáfu áðurnefnds viku-
rits, en útgáfa þess var bönnuð þeg-
ar herlögin voru sett.
„Það að Tygodnik Solidarnosc
skyldi fást í búðunum að nýju var
ljölmörgum Samstöðumönnum end-
anleg sönnun þess að hreyfingin
væri loksins starfandi með eðlilegum
hætti,“ sagði Mazowiecki í viðtali við
Jfeuters-fréttastofuna.
Um tíu ára skeið á sjöunda ára-
Valconcellos leigði Marchioness til
að halda upp á 26. afmælisdag sinn
og bauð um 120 manns í veisluna.
Skipsferðin hófst 15 mínútur yfir
eitt um nóttina og rúmum hálftíma
síðar átti slysið sér stað. Veislugest-
ir segja að þeir hafi allt í einu séð
gífurlegt svart skip sigla beint á
Marchioness. „Það heyrðist ekki
mikill hávaði þegar skipið sigldi inn
í hliðina á okkur. Okkar bátur var
svo lítill, að hann þrýstist undir
þetta ferlíki í stað þess að hrekjast
undan því,“ sagði Rod Laver, einn
af afmælisgestunum. „Báturinn
seig mjög fljótt undan þunga þessa
(risaskips og áður en við vissum af
var vatn allt um kring og ég sá
fólk sogast niður í hringsoginu sem
myndaðist, þegar báturinn sökk.“
Opinber rannsókn hófst þegar á
sunnudag. Eftir feijuslysið í Zee-
hernaðarmannvirkjum. Póllandsferð-
in vorið 1987 átti að staðfesta enn
frekar árangursríkt samstarf þeirra
félaganna.
1 Póllandi voru þeir handteknir og
neituðu því í fyrstu, að þeir væru
njósnarar. Danska leyniþjónustan og
utannkisráðuneytið vildu ekkert við
þá kannast en við réttarhöldin sögðu
þeir allt af létta. Þeir höfðu líka átt
í erfiðleikum með að skýra hvernig
á því stóð, að þeir „ferðamennimir“
hefðu tekið 16 myndir af pólskum
hernaðarmannvirkjum en engu öðru.
Eftir hálft ár í fangelsi var dómur-
inn kveðinn upp en þá voru þeir látn-
ir lausir gegn 28 millj. kr. tryggingu
og svo látið heita, að þeir skyldu
koma aftur til Póllands eftir nokkra
mánuði, 15. febrúar 1988, til að af-
plána fangelsisvistina. Það gerðu
þeir að sjálfsögðu ekki og pólsk
stjórnvöld gerðu sig ánægð með pen-
ingana.
Ellekjær segist sjálfur hafa snúið
sér til blaðamannanna, sem bókina
skrifuðu, til að leiðrétta þann mis-
skilning, að hann væri bara kjáni,
sem einhveijir hægrihópar hefðu att
á foraðið. Kveðst hann enga peninga
hafa fengið fyrir en danska blaðið
Berlingske Tidende sagði þó í fyrra-
dag, að peningavonin hefði ráðið
mestu um þessar uppljóstranir El-
lekjærs.
Nokkrar deilur hafa risið vegna
útkomu bókarinnar og hefur Per
Stig Möller, fulltrúi Ihaldsflokksins
í utanríkismálanefnd, sakað nefndar-
félaga sína um að hafa lekið upplýs-
ingum og þar með staðfest sögu
Ellekjærs.
tugnum var Mazowiecki þingfulltrúi
katólsks stjórnarandstöðuhóps og
þótti hann harður í horn að taka.
Samsíða því ritstýrði hann mánaðar-.
ritinu Wiez og birti hann iðulega
verk höfunda, sem bannaðir voru af
kommúnistastjóminni.
Arið 1972 reyndi hann að knýja
fram rannsókn á morðum hersins á
nokkrum tugum verkfallsmanna við
strönd Eystrasalts í desember árið
1970, en stjórvöld gripu þá til þess
ráðs að svipta hann kjörgengi.
Seint á áttunda áratugnum skipu-
lagði hann „Háskólann flúgandi",
sem svo var nefndur því prófessor-
arnir voru sífellt á ferð og flugi. Var
starfi „háskólans" þannig háttað að
nokkrir fremstu menntamenn lands-
ins ferðuðust milli stærstu borga og
bæja og héldu leynifyrirlestra og
kennslu utan hefðbundins skólakerf-
is, sem gegnsýrt var af kenningum
kommúnista.
Þegar verkföllin brutust út í
Gdansk árið 1980 fór Mazowiecki,
eins og margir menntamenn aðrir,
til borgarinnar í því skyni að aðstoða
verkfallsmenn í samningaviðræðum
þeirra við stjórnvöld. Varð hann brátt
helsti ráðgjafi Walesa og hefur verið
það æ síðan.
Þess má geta, að þegar Jón Bald-
vin Hannibalsson, utanríkisráðherra,
fór til Póllands í desember á síðasta
ári, ræddi Mazowiecki við hann sem
fulltrúi Samstöðu og var frá þeim
viðræðum greint í viðtali við utanrík-
isráðherra hér í blaðinu. í samræðun-
um tók Mazowiecki af öll tvímæli
um hver áform Samstöðu væru.
Sagði hann að hreyfingin vildi ekki
einungis efnahagslegar umbætur,
heldur væri takmarkið frelsi og lýð-
ræði í vestrænum skilningi.
Skemmtisigling
varð að harmleik
Veislugestir sáu allt í einu gífurlegt
svart skip sigla beint á Marchioness
St. Andrews. Frá Guðmundi Hciðari Frímánnssyni, fréttaritara MorgTinblaðsins.
Fjármálamaður af portúgölskum ættum hafði leigt skemmtibátinn
Marchioness (Markgreifaírúna) til að halda upp á aftnæli sitt. Opin-
ber rannsókn á slysinu hófst þegar á sunnudag. Stórslys hafa ekki
orðið á Thamesá síðan á síðustu öld.
Fjármálamaðurinn Antonio de briigge 1987 var stofnuð sérstök
deild í samgönguráðuneytinu sem
sér um rannsóknir á sjóslysum.
Þetta er fyrsta sjóslysið sem hún
rannsakar. Talsmenn Verkamanna-
flokksins kröfðust þess að rann-
sóknin yrði algerlega óháð stjóm-
völdum.
Thamesá hefur lengi verið mjög
ömgg siglingaleið. Áður voru skipa-
ferðir þar mun tíðari en nú. Á
síðasta ári voru 32.000 skráðar
ferðir um ána, en skemmtisiglingar
smærri skipa em ekki skráðar.
Síðasta stórslys á Thamesá átti sér
stað árið 1878. Þá var skemmti-
ferðaskip að koma að landi eftir
ferð um Norðursjó og fómst um
600 manns. Á síðustu öld var
Thamesá einhver fjölfarnasta sigl-
ingaleið veraldar.
Mikil aukning hefur orðið á
skemmtisiglingum á Thamesá í
sumar vegna góðs veðurs.
HOOVER Compact Electronic 1100
Burt með rykið
fyrir ótrúlega
lágt verð!
k7.990,-
ÞEKKING -REYNSLA -ÞJÓNUSTA
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
ÞARABAKKI 3, SlMI 670100
smmnsim
á teppum og mottum.
affslðttur.
Gram
Teppi
©
Teppabútar
ú hlægilegu verúi
RAOGREIÐSLUR
TEPPAVERSLUN
FRIÐRIKS BERTELSEN
SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 68 62 66
tsievi
SAMNINGAR