Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIFn AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989
Verðbréf
UTSKRIFT — Skrifstofu- og ritaraskólinn útskrifaði 14. júlí sl. 14 nemendur af bókfærslusviði með
almennt skrifstofupróf og er þetta annar hópurinn sem skólinn útskrifar á árinu. Hæstu einkunn hlaut
Hildur Þorgeirsdóttir 9.64. Aftari röð f.v.: Elva B. Sigurðardóttir, Aðalheiður Stefánsdóttir, María Þórðar-
dóttir, Elínborg Harðardóttir, Hólmfríður Einarsdóttir, Ingibjörg Ó. Birgisdóttir, Guðbjörg Pétursdóttir,
Edda S. Sigurðardóttir. Neðri röð f.v.: Ásthildur Pétursdóttir, Margrét Svavarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir,
Hildur Þorgeirsdóttir, Edda L. Edvardsdóttir og Rósa Á. Rögnvaldsdóttir.
Fólk í atvinnulífinu
Nýr útibússtjóri Lands-
hankans á Hellissandi
KOLBRÚN Stefánsdóttir hefur
verið ráðin útibússtjóri Lands-
bankans á Hellissandi, en það
útibú var sett á
stofh í fyrra, en
áður var þar af-
greiðsla frá Ól-
afsvík. Sjö manns
starfa í útibúinu.
Kolbrún er fyrsta
konan, sem ráðin
er útibússtjóri
hjá bankanum.
Kolbrún Stefánsdóttir er 39
ára. Hún hof störf hjá Landsbank-
anum á Akureyri 1977 og vann þar
til ársins 1980. Hún kom aftur til
starfa i lok árs 1983 og vann á
Akureyri til 1. maí 1984, er hún
tók við stöðu forstöðumanns af-
greiðslu bankans á Raufarhöfn. Því
starfi gegndi hún til 1. júlí sl., er
hún tók við hinni nýju stöðu.
Eiginmaður Kolbrúnar er Björg-
óifur Björnsson og eiga þau tvær
dætur.
Kolbrún
Fundir
Fundur hjá Félagi
atvinnusölumanna
Nýtt 30 milljón króna skulda-
bréfaútboð Samvinnusjóðs
SAMVINNUSJÓÐUR íslands
hefúr boðið út ný skuldabréf að
fjárhæð 30 milljónir króna. Verð-
bréfaviðskipti Samvinnubankans
annast útboðið og er þetta þriðja
skuldabréfaútboðið þar sem
Verðbréfaviðskiptin annast sölu
bréfa fyrir sjóðinn. Sala skulda-
bréfa Samvinnusjóðsins hefúr
gengið mjög vel og eru skulda-
bréfin í tveimur fyrri útboðunum
uppseld að því er fram kemur í
fréttabréfi.
Skuldabréf Samvinnusjóðsins
hafa mismunandi nafnverð, en
lægsta nafnverð er 100 þúsund
krónur. Bréfin bera 9,5% vexti
umfram hækkun lánskjaravísitölu
og kemur raunávöxtun bréfanna
því öll fram í afföllum frá nafn-
verði við sölu. Skuldabréfin eru öll
með einn gjalddaga og hægt er að
velja um 3 mismunandi gjalddaga
en þeir eru 20. maí 1992, 20. sept-
ember 1992 og 20. janúar 1993.
Hlutfall eigin fjár af heildarijár-
munum Samvinnusjóðsins í árslok
1988 var 58,6%.
FÉLAG atvinnusölumanna (FAS)
efiiir til fúndar í kvöld á Holiday
Inn kl. 19:45 þar sem kynntar
verða mikilvægar áherslubreyt-
ingar í starfi félagsins að því er
segir í fréttatilkynningu firá
framkvæmdastjórn.
Formaður FAS, Eyjólfur Karls-
son, ávarpar fundinn í upphafi en
síðan kynnir Mah'a Chr. Pálsdóttir,
framkvæmdastjóri, nýja starfsáætl-
un og áherslubreytingar í starfsemi
FAS. Þijú fræðsluerindi verða flutt
á fundinum. Bjarni Sigtryggsson
fjallar um markaðs- og sölumál á
Islandi. Sigurður Ágúst Jensson
kynnir námskeið um sölu- og mark-
aðsmál hjá Stjórnunarfélagi íslands
og Haukur Haraldsson, leiðbein-
andi, ræðir efnið „sölutækni — hinn
nýja veruleika".
Félag atvinnusölumanna er ekki
stéttarfélag, en í samþykktum fé-
lagsins segir m.a. að markmiðið
með starfseminni sé að gera félaga
þess að hæfari sölumönnum, hjálpa
félagsmönnum að skapa sér góða
ímynd sem sölumenn og kynna sölu-
starfið út á við á breiðum grund-
velli. Ennfremur segir að markmið-
ið sé að skapa sölustarfinu jákvæða
ímynd í þjóðfélaginu og síðast en
ekki síst að efla innbyrðis tengsl
félagsmanna.
í Gólfbvottavélar
með vinnub reidd frá 43 til 130 cm.
Gólfþvottavélar drifnar með rafgeymum. Gólfþvottavélar með sæti
Hvélará
HOKO (m^)
íslandi
Nýbýlavegi 18,
sími 64-1988.
GÓÐ ATVINNA
Til sölu er mjög skemmtilegur veitingastaður (take-
away) með góðri veltu. Öll tæki ný og innréttingar
mjög nýtískulegar.
Eigin innflutningur á hráefni, sem býður einnig upp á
heildsölu til verslana, stórmarkaða og annarra veit-
ingastaða. Verð 3,5-3,7 millj.
Má greiðast með fasteignatryggðum bréfum.
Tilboð sendist auglýsingadeild Morgunblaðsins merkt:
„Fyrirtæki - 6510“.
Mlestrarnámskeið
Námskeið í hraðlestri hefst 30. ágúst nk.
Þú lærir áhrifaríkar aðferðir í hraðlestri á námskeið-
um Hraðlestrarskólans!
Á níu ára starfstíma skólans hafa nemendur að
jafnaði brefaldað lestrarhraða sinn í öllu lesefni.
Viljir þú bætast í hóp ánægðra nemenda skólans,
skaltu skrá þig sem fyrst á námskeið.
Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091.
Hraðlestrarskólinn
Bkióió sem þú vakrnr við!
llliihlJ.I-.l.ll
Hrakfallabálkur
sporðfjárbænda
eftir Bjarna Sigtryggsson
Lögmál það sem kennt er við
Ed Murphy, flugliðsforingja, á fer-
tugsafmæli um þessar mundir. Það
hljóðar svo: Allt sem getur farið
úrskeiðis, gerir það að lokum. Það
hefur orðið upphaf söfnunar alls
kyns kaldhæðnislegra spakmæla
um daglega lífsreynslu sem flestir
okkar kannast við.
Þeir sem hafa gaman af að
grufla í þessari alþýðuspeki kalla
sig mörfólóga, og dútl sitt fræði-
mennsku, mörfólógíu. Þetta er óþol-
andi fólk, því það á alltaf pottþéttar
eftirá-skýringar á því hvers vegna
eitthvað fór úrskeiðis.
Ég minnist þess sérstaklega frá
því í Noregi, þegar laxeldisævintýr-
ið var að springa út og blómstra á
árunum 1982-85, að nokkrir helstu
mörfólógar Noregs notuðu þetta
sem dæmi um það að nú stefndi í
meiriháttar klúður. Það ríkir þó
engin þórðargleði í herbúðum þeirra
núna, en ástandið í norsku laxeldi
um þessar mundir sannar þeim þó
óneitanlega að þeir hafi haft rétt
fyrir sér. Og þeir hugsa með sér:
Sagði ég ekki!
Landbúnaðarmistökin
endurtekin
Fræði markaðsmanna hafa þó
aðrar skýringar á hrakförum
norska laxeldisins, og það eiga
markaðsmenn sameiginlegt með
mörfólógum, að þeir vöruðu svo
sannarlega við. Þeir bentu til dæm-
is á það á sínum tíma, að upp-
bygging greinarinnar færi fram í
„Hér gildir enn
lögmálið: Þeir
sem trúa á
kraftaverk fara
fljótt að treysta
á þau . . .“
hefðbundnum anda framleiðslu-
manna, líkt og í landbúnaði, en
ekki væri hugað að grundvallarat-
riðum markaðarins. í Noregi er
nefnilega leyfum til laxeldis úthlut-
að pólitískt eftir héruðum, á sama
hátt og veiðikvóta og búmarki hér
á landi. Markaðir fóru ört vaxandi
og hver hugsuði um sig, svo ört var
fjárfest í mikilli framleiðslugetu, en
langtímaáætlanir um markaði urðu
að bíða.
Á mörkuðum fór allt að hefð-
bundnum lögmálum, þeir mettuðust
fljótt þegar framboð jókst og þá fór
verð lækkandi. En þá höfðu fram-
leiðendur hins vegar fjárfest um of
og urðu að auka söluna til að ná
áætluðum tekjum. Það jók enn á
framboðið og leiddi nú í sumar til
verðhruns á Evrópumarkaði.
Framleiðslustjórn — nema
hvað?
Loksins núna, fyrir mánuði eða
svo, sendu sölusamtök norskra lax-
eldisstöðva út viðvörun til aðildar-
fyrirtækja um að þau yrðu að setja
sér sjálf framleiðsluhömlur. Koma
á eins konar framleiðslukvóta, eigi
að vera unnt að ná iágmarksfram-
legð af söluverði iaxins. Og dugir
þó ekki tii fyrir verst settu stöðvarn-
ar.
Bjarne Mörk Eidem, sjávarút-
vegsráðherra Noregs, hefur líka
skammað sporðfjárbændur fyrir
það að liugsa mest um framleiðslu
og magn, en ekki sem skyldi um
markaði og gæði. Hann leggur til
að nú verði.sett þak á framleiðslu-
aukniiigu í laxeldi, og miðað við til
dæmis 10 prósenta aukningu á ári.
Þegar mistök Norðmanna í lax-
eldi eru skoðuð héðan frá íslandi
er auðvelt að sjá samlíkinguria við
þróun landbúnaðar hér, og að hluta
til sjávarútvegs, og segja sem svo;
þarna hefðum við vitað betur.
Við lærum seint
En því miður. Fátt bendir til þess
að hér á landi séu menn að læra
af eigin reynslu, heldur gilda hér
enn mörg af lögmálum mörfólóga.
Til dæmis það, að þeir sem trúa á
kraftaverk fara fljótt að treysta á
þau. Og lögmál Feinbergs um
reynsluna og lærdóminn af henni:
Minnið þjónar herra sínum.
Þess vegna heldur lögmál Olivi-
ers enn áfram að gilda um fram-
kvæmdagleði íslendinga: Reynsla
er nokkuð sem maður öðlast eftir
að maður þarf ekki á henni að halda
lengur.