Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 35 Foreldrasamtökin: Dag'vistarstofinanir verði áfram í umsjá menntamálaráðuneytis Foreldrasamtökin hafa sent frá sér ályktun þar sem því er lýst yfir að hugmyndir um að dagvistarstofhanir verði fluttar úr umsjá mennta- málaráðuneytis yfir til félagsmálaráðuneytis séu skref aftur á bak. þeir fyndu svitalyktina úr búningn- um! Þá má geta um bíldekk fóðrað að utan með einskonar gæruskinni og hálmi hent inn í hringinn. Þetta hlýt- ur einnig að vera geysiverðmætt og listrænt verk og einstaklega snjöll hugmynd að troða hálmi inn í hring- inn. Cari Andre: 11 frumhjón ’74 (hvað sem það nú þýðir). Þetta eru fer- hyrndar koparplötur, 21 stk., til- heyrir listgrein „arte povere“ en það mun eiga að losa listaverkið við að vera neysluvarningur (auðsjáanlega fjandmaður súpudósanna). Ég var næstum dottinn um þetta snilldar- verk, sem var samlitt gólfinu en ég skildi hvorki það né nafngiftina. Mario Merz: Einn þekktasti mynd- listarmaður ítala í dag. Hvorki meira né minna! Hann á verkið Truciolo ’67-’69: Heysátu á stól með mjóu neonljósi. Ég gat ekki séð betur en þetta væri hálmur en ekki hey og stólræfillinn þolir auðsjáanlega ekki svona ferðalög og löng og mjó neon- peran upptýsti hvorki sáturæksnið eða áhorfandann. Hversvegna það tók þtjú ár að sameina þetta drasl skil ég heldur ekki. Hinsvegar er Ijóst af ítölsku listaverkunum að Súmararnir hér heima hafa verið á handfæraveiðum niður á Ítalíu. Heysátan þeirra var þó úr ilmandi töðu!! Eru ljósaskilti eitthvað, sem við þurfum að fara á listsýningu til að skoða? Tvö slík er að finna á Kjar- valsstöðum og finnst mér mörg önn- ur, sem ég hef séð, mun áhugaverð- ari. Donald Judd: Hann telur menn eiga að „vera í líkamlegum og tilvist- arlegum skilningi inn í rúmtaki lista- verksins“ og lætur framleiða járn- kassa í verksmiðju, til að afmá um- merki listamannsins. Vafalaust er þetta mjög hámenningarlegt en mér tókst ekki að upplifa nokkurn skap- aðan hlut við skoðun á þessum kassa. Helmuth Newton: Er með stóra Ijósmynd af naktri Iqarnakonu og á myndin að vera einskonar „skulpt- ur“. Nú þarf einhvern úr gáfumanna- félaginu til að útskýra!! Éf ljósmynd er skúlptúr er þá ekki blávatn eins- konar kaffi eða þannig ha? Spakmæli úr sýningar- skrá o.fl. Listfræðingar búa til allskonar „teoríur", sem oft eru álíka ruglaðar og listaverkin. I sýningarskránni er vitnað í nokkur slík spakmæli Huin. „Safnið á að vera staður rökleysu og staðleysu." Þetta er hámenntað rugl, sem dæmir sig sjálft. Annað dæmi: „í safninu virðist tíminn standa kyrr: Rangt. Eins og við halda hlutimir áfram að deyja.“ Verk gömlu meistaranna deyja aldrei og verða æ verðmætari og reyndar ómetanleg, öfugt við popp- ruslakistu margra nútímaverka, sem eru dæmd til að deyja og gleymast að skaðlausu! Huin segir ennfremur: „Þegar maður sýnir þessi verk krökkum 5-10 ára skilja þau verkin en ekki full- orðna fólkið." Börn hafa alltaf áhuga á gömlum bíldekkjum til leikja, að ekki sé talað um allskonar samtíning úr geymslum, þessvegna gætu mörg nútíma-„listaverk“ hentað vel á barnaleikvöllum og óþarfi að leggja Kjarvalsstaði undir þau. Huin leggur einnig áherslu á þær breytingar, sem koma fram í listinni, þegar málverk- ið er komið í einskonar blindgötu eða listamenn hafa „málað sig út í horn“. Að sjálfsögðu er popplistin ekki í blindgötu, því hún virðist iðulega á „blindfylliríi" og þá eru allir vegir taldir greiðfærir. „Að mála sig út í horn“. Eitthvað þykist ég kannast við þann sjúkdóm úr abstrakt-listinni. Þar hafa óum- deildir listamenn lífs og liðnir lent í því að vera að mála sömu mótívin áratugum saman. Það er talið að okkur sé mikill fengur að þessari sýningu en þá kemur mér í hug okkar nýja og fagra „Listasafn íslands". Lét það sig ekki hafa það í vor að fórna aðalsýningar- salnum undir þessa ömurlegu „list“. Sturtað var úr sem svarar 5 hjólbör- um af mold á gólfið og dreift úr því í ferhyrning. Jafnframt var gömul og ónýt ryksuga, strauborð m/neon- ljósi og allskonar drasl á gólfi og veggjum. E.t.v. var þetta einskonar forleikur að „hámenningunni", sem „okkar menn“ virðast hafa gleypt hráa, eftir þessari sýningu að dæma. Á báðum þessum sýningum hafði ég á tilfinningunni að reynt sé að pranga inn á mann svikinni vöru. Reynt er að biekkja fólk inn á sýning- arnar með skrumi um hámenningu, sem virðist flestum ómenning eða bara della. Nema þessi bamalegi „sandkassaleikur" sé ætlaður list- fræðingum og hámenningarvitum? Að lokum í leiðara Morgunblaðsins um Epinal-sýninguna segir m.a. „fram- tak af þessu tagi ber þess vottinn að stjórnendur Kjarvalsstaða vilja að þessi menningarmiðstöð Reyk- víkinga, sem Kjarvalsstaðir eru, gegni hlutverki sínu með sæmd og reisn. Það er vel — og meðan svo er geta borgarbúar séð til sólar innan veggja Kjarvalsstaða, hvað sem líður veðurspám og tíðarfari“. Nú verð ég að biðja leiðarahöfund- inn auðmjúkrar afsökunar, vegna þess, að þegar ég var orðinn ráðvillt- ur í „hámenningu nútímalistar" skaust ég yfir í austursalinn, þar sem uppstillingar meistara Kjarvals blöstu við í allri sinni dýrð. Þá og þá fyrst sá ég til sólar í rigningu júlímánaðar. Að lokum hlýt ég þó að varpa fram áleitinni spurningu: Ber íslendingum biýna nauðsyn til að stunda þetta alþjóðlega „hámenningar“-snobb í poppmyndlist? Höíundur er frumkvæmdasijóri í Reykjavík. í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Foreldrasamtakanna 12. ágúst sl. segir: „Dagvistarheimili á íslandi hafa þá sérstöðu fram yfir dagvistarheimili ýmissa nágrahn- aríkja, að ríkið viðurkennir þau form- lega sem menntastofnanir, með því að fela menntamálaráðuneytinu alla yfirumsjón með málefnum þeirra. Vegna eðlis félagsmálaráðuneytis er óæskilegt að dagvistarmál verði flutt í umsjá þess, því ef svo verður er sjálfkrafa stutt við það viðhorf að leikskólinn (eins og sumar fóstrur vilja nú kalla dagvistarheimili einu nafni) sé fyrir fáeina illa stadda hópa. Þetta mál snýst um viðhorf til þess hvaða hlutverki dagvistarheim- ili eiga að gegna í samfélaginu. Undanfarið hafa verið stigin skref í átt til þess að gera dagvistarheimil- um það kleift að vera raunverulegar þjóðarauðlindir. Dagvistarheimili mega ekki við því að möguleikar þeirra verði flattir út í hugsunarleysi. Nú þegar fyrir dyrum standa við- ræður ríkis og launþegahreyfingar um stórfelldar úrbætur í dagvistar- málum, er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að ekki megi auka magn á kostnað gæða. Þvert á móti er ástæða til að bæta um betur og taka t.d. verulega á í menntunarmál- um starfsfólks. Inntak nafngiftir og kostnaður í dagvistarmálum eru samverkandi þættir sem verða að njóta hugsunar áður en um þá næst samkomulag. Menn verða að gera það upp við sig hvort dagvistarheimili eigi að vera forskólar eða einhversskonar geymslur. Sú umhugsun krefst tíma og umræðu - Foreldrasamtökin eru fús til að taka þátt í slíkri umræðu. Með fullri viðrðingu fyrir félags- málaráðherra og starfsmönnum hans lýsa Foreldrasamtökin því yfir, að umræddar hugmyndir í annars ágæt- um tillögum eru skref aftur á bak. Það væri því skaði ef ráðherrann stæði jafn fast á bak við þessar hug- myndir og hann stóð á bak við hús- bréfafrumvarpið.“ Skrifstofutækni Hagnýtt nám í góðum ^ félagsskan Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 687590 I ... Ég fila bíla bara vel -og Ferozu ég framar öðrum bílum tel. ... Feroza hentar í fiöll sem flúðir - svo ekki sé minnst á fiskbúðir. ... Dugmikill jeppi af Daihatsu gerð. Daihatsu Feroza - fullbúinn og fallegur jeppi á frábæru verði. Verð frá kr. 1.072.300 stgr. á götuna Brimborg hf. Faxafen 8 ■ sími (91)685870 P.S. Vid minnum á að vetur er í nánd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.