Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBL'AÐIÐ ÞRIÐJUDAGUK 22; .ÁGIÚST'1989 Sérmerkjum ölglös Sérmerkjum ölglös með skemmtilegum teikningum eða eftir ykkartillögum! Höfðabakki 9 Reykjavík s. 685411 Nú er mælirinn fiillur Til Velvakanda. Landbúnaðarmál hafa verið mjög til umræðu að undanfömu og ekki að ástæðulausu. Þessi atvinnuvegur er með slíkum ólíkindum og þeir, sem hann stunda, hafa uppi þvílíkar kröfur á hendur fólki að engu er líkt. Um okkur íslendinga er stund- um sagt, að við séum nýjungagjarn- ir þegar um er að ræða tísku og tækjabúnað hvers konar en heil- brigða skynsemi tileinkum við okk- ur ekki nauðungarlaust. Nú virðist þó vera farið að rofa til að sumu leyti enda mælirinn löngu fullur. Þótt enn hafi ekki verið skorið úr um hvort stjórnarskrá lýðveldis- ins íslands hafi verið brotin með síðasta búvörusamningi við bændur er Stéttarsambandið farið að kynna kröfurnar fyrir þann næsta. Þær eru álíka óheyrilegar og í þeim, sem enn er farið eftir. Fólkið á mölinni, það, sem borgar skattana, á að tryggja hag bænda fram að næstu aldamótum! Hvaða fólk í landinu aðrir en bændur getur gert þá kröfu til sam- borgaranna, að þeir tryggi þeim tekjur næsta^ áratuginn á hveiju sem gengur? í kaupstöðum og öðru þéttbýli vegnar fólkinu misjafnlega. Sumir hafa misst atvinnuna, aðrir orðið gjaldþrota og standa uppi með fjölskylduna á vergangi en samt er aldrei talað um héraðsbrest af þeim sökum. Og kannski ekki að undra. „Framsóknarmennirnir" á þingi vita nefnilega hvar valdsuppsprett- an er. Hún er ekki meðal skattgreið- enda á mölinni. Hafðu það gott í HÓLMINUM! Nú skaltu nota tækifærið — ágústtilboðið er gisting í tvær nætur með morgunverði fyrir aðeins 4.650 krónur á mann í 2ja manna herbergi. / Hótel Stykkishólmur Sími 93-81330 Telex 2192 Vistlegt hótel í fögru umhverfi ——j Hafrannsóknastofnun hefur nú birt nýja, svarta skýrslu um ástand fiskstofnanna og verði farið eftir tillögum hennar er hugsanlegt, að tekjur þjóðarinnar skerðist um fimm til tíu milljarða króna. Hver á axla það ok? Nei, afkomu bænda á að ábyrgjast til aldamóta hvort sem skattgreiðendur hafi efni á að kaupa dýrustu landbúnaðarafurðir í heimi eða ekki. Það á að leiða kjúklinga- og svínabændur inn í algleymi fram- sóknarmennskunnar; skattgreið- endur eiga að borga tapið á hrossa- kjötssölu til útlanda, þeir eiga að borga útflutningsbætur fyrir kinda- kjöt, fyrir birgðahaldið og geymslu- og vaxtagjöld; þeir eiga að greiða bændum fyrir að græða upp land, sem áður er búið að eyðileggja með beit, og, takið nú eftir, þeir eiga að tryggja bændur fyrir uppskeru- bresti. Kröfugerðarlistinn er miklu lengri en þetta en síðast en ekki síst er rétt að nefna æðstu hugsjón framsóknarkommúnismans: Algert bann við innflutningi matvæla til landsins. Það er stundum talað um, að í landinu búi tvær þjóðir og það er alveg rétt. Þær eru ekki annars vegar suðvesturhornið og hins veg- ar landsbyggðin, heldur þeir, sem bera skattana, og þeir, sem bera þá ekki. Þeir, sem bera baggana, og þeir, sem eru bornir með bögg- unum. Það er kominn tími til, að skattgreiðendur fari að hugsa og haga sér eins og frjálsbornir menn en ekki eins og þrælar. Skattgreiðandi Skrífstofutækni Skemmtilegt og fræðandi nám Tölvufræðslan .Ir^vY^a Borgartúni 28, sími 678590 HVERVANN? Vinningsröðin 19. ágúst: X11 -1X1 -221 -21X Heildarvinningsupphæð: 432.552 kr. 12 réttir = 302.790 kr. Einn var með 12 rétta - og fær kr. 302.790 í sinn hlut. 11 réttir = 129.762 kr. 24 voru með 11 rétta - og fær hver 5.406 kr. í sinn hlut. -ekkibaraheppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.