Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 23 Azerbajdzhan: 100 þúsund verka- menn leggja niður störf í verksmiðjum Moskvu. Reuter. VÍÐTÆK verkföll eru nú í Baku, höfuðborg’ Sovétlýðveldisins Az- erbajdzhans, og í borginni Sumgait, þar sem blóðugar erjur geisuðu á síðasta ári milli Azera og Armena. Talsmaður hinnar opinberu fréttastofii í Azerbajdz- han, Azerinform, sagði að vinna hefði lagst niður í flölmörgum verksmiðjum í landinu en áhrifa verkfallsins gætti ekki í olíuiðn- aði og samgöngum. Nazim Rag- imov, félagi í hinni óopinberu Alþýðufylkingu í Azerbajdzhan, er boðaði til verkfallsins sem standa á í tvo daga, sagði að vinna hefði Iagst niður í 60 verk- smiðjum, þar af tveimur vopna- verksmiðjum. Verkfallsmenn krefjast aukins efnahags- og stjómmálalegs sjálf- ræðis Azerbajdzhans og að fjalla- héraðið Nagorno-Karabakh lúti áfram stjórn Azera, en íbúar hér- aðsins eru flestir af armensku bergi brotnir. „Starfsemi fjölda fyrirtækja, einkum iðnfyrirtækja, hefur lagst af,“ sagði talsmaður Azerinform. Ragimov sagði að bráðabirgða- tölur verkfallsnefndar sýndu að rúmlega 100.000 verkamenn í um 60 verksmiðjum hefðu lagt niður störf. Verkföllin í gær fylgja aukinni spennu í Azerbajdzhan en þar kom einnig til verkfalla í síðustu viku. Viðræður sem embættismenn kommúnistaflokksins í Azerbajdz- han og fulltrúar Alþýðufylkingar- innar áttu í síðustu viku sigldu í strand og: ákvörðun fulltrúa Al- þýðufylkingarinnar um að boða til allsheijarverkfalls í lýðveldinu snemma í september stendur óhög- guð. Síðastliðinn laugardag ijöl- menntu mótmælendur á Leníntorg- ið í Baku þar sem flokksleiðtogarn- ir voru hvattir til þess. að hefja við- ræður á ný við fulltrúa Alþýðufylk- ingarinnar. Fulltrúar Alþýðufylkingarinnar hafa krafist þess að afskiptum Kremlar af málefnum Nagorno- Karabakh verði hætt, en málefni héraðsins voru færð undir Sovét- stjórnina eftir að til blóðugra átaka kom á milli Armena og Azera á síðasta ári. Þá er þess krafist að útgöngubanni verði aflétt í Baku og herlið þar og í öðrum borgum í Azerbajdzhan verði kallað á brott. Fulltrúar Alþýðufylkingarinnar beijast fyrir því að samtökin verði Breskir kennarar hafa deilt um hvort réttara sé að kenna sögu með því að láta nemendur lifa sig inn í atburði eða læra sögulegar staðreyndir. Skýrslan tekur ekki af skarið í þessu deilumáli, en bent er á að aga og aðhald stað- reynda þurfi til að lifa sig réttilega inn í liðna atburði. Skýrslunni hefur yfirleitt verið vel tekið þótt ýmsir talsmenn óhefðbundinna kennsluaðferða séu ekki alls kostar ánægðir. Skýrslan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að í henni sé reynt að gera öllum til hæfis. í The Observer síðastliðinn sunnudag er sagt að Thatcher hafi lagt að John MacGregor menntamálaráðherra að taka skýrslunni með gagnrýni. Ástæð- an á að vera sú að í skýrslunni sé ekki gengið nógu langt í átt til hefðbundinna kennsluaðferða. í yfirlýsingum sínum um skýrsluna hvatti ráðherrann til að meiri áhersla yrði lögð á breska sögu og staðreyndanám. viðurkennd með lögum, að pólitísk- um föngum verði sleppt úr haldi og að fulltrúar lýðveidisins til Æðsta ráðsins, þings Sovétríkj- anna, verði endurkjörnir þar sem þeir hafi ekki nógsamlega sinnt hagsmunum lýðveldisins. Reuter Kínverska lögreglan á skotæfíngu Kínverskir lögreglumenn skjóta úr rifflum á æfingu sem fram fór á þjóðvegi fyrir norðan Peking- borg í gær. tim™ SUMARTILBOD 3f/s Cátt&títnc renn l1 Vv í CHEMLETMOHZa 4ra dyra SL/E Zerðfró 1.013.400 Afslóttur 126.000 Tillioösi/erð Irá Zerðfró 1.011.000 Afsláttur 95.000 Tilöoðsterð tri CHEMLET COKSICS Zerðfrá 1.790.000 Afsláttur 95.000 Tilboðsterð tri 1.B95.0Ú0 0PEL com Zerðfrá 740.200 Afsláttur 145.000 Tilboösterð tri 595.200* Með sumartilboði okkar bjóðum við nýjung í bílaviðskiptum, hagstæðari en óður hefur þekkst. Við veitum verulegan afslótt af verði allra tilboðsbíla okkar. Innifalið í öllu ofangreindu verði er ryðvörn, skráning og ábyrgðartrygging í heilt ár - já, heilt ár! Við auðveldum þér að eignast glæsilegan og traustan bíl frá Chevrolet, Isuzu eða Opel og greiða kaupverð hans með mjög hagstæðum mánaðarlegum afborgunum á 3V2 ári.** Til viðbótar við allt þetta fylgir ábyrgðartrygging á öllum tilboðsbílum okkar í heilt ár. Við tökum einnig vel með farna, notaða bíla upp í andvirði nýrra. Kynntu þér þessi kostakjör okkar! Við eigum örugglega bíl, sem þér hentar. Komdu í reynsluakstur! *Fasteignaveð er nauðsynlegt ef allt andvirði bíls er lánað. **Allt verð er háð fyrirvaralausum breytingum. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 Umboðsmenn: Borgarnesi, Bílasala Vesturlands - ísafirði, Vélsmiðjan Þór hf. - Akureyri, Véladeild KEA - Reyðarfirði, Lykill - Vestmannaeyjum, Garðar Arason og Bílaverkstæði Muggs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.