Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. AGUST 1989 4 Það verður uppi fótur og fit í Sundaborg 16 fram á laugardag. Axel Ó h eildverslun rýmir skó af lager og portúgölsk skóverksmiðja notar tækifærið og selur skó á útsöluverði. Kuldaskór fást frá 990 kr og aðrir skór frá T90 kr. Gefðu buddunni undir fótinn og líttu inn f Sundaborg 16 án tafar. Þú ferð þaðan vel skóaður. Opið frá kl. 12:00 til 19:00 fró þrið/udegi til laugardags Reuter Misþyrmingar lögreglu Lögreglumenn í miðborg Dhaka, höfuðborg Bangladesh, mis- þyrma ungum blóraböggli sem varð á vegi þeirra þegar sex klukkustunda allsherjarverkfall skall á í Bangladesh í gær. Stjórn- arandstaðan boðaði til verkfallsins og er því ætlað að knýja á um breytingar í ríkisstjóm landsins. De Klerk, forseti Suður-Afríku: Kveðst vona að blökkumenn fái kosningarétt Jóhannesarborg. Reuter. F.W. de Klerk, starfandi forseti Suður-Aíríku, segist vona að þing- kosningarnar í landinu í næsta mánuði verði þær síðustu er fari fram án þátttöku blökkumanna. „Hin nýja Suður-Afríka sem við sjáum fyrir okkur er land þar sem allir eru fyrsta flokks þegnar, land þar sem allir hafa kosningarétt," sagði de Klerk í sjónvarpsviðtali á sunnudag. „Ég ætla að reyna til hins ýtrasta að tryggja það að loka- takmarkinu verði náð, að allir fái kosningarétt sem fyrst,“ bætti hann við. Hvítir menn, Indverjar og kyn- blendingar hafa kosningarétt í þingkosningunum 6. september en ekki blökkumenn, sem eru um 23 milljónir. Þegar de Klerk var spurð- ur hvort komandi kosningar yrðu þær síðustu sem færu fram án þátt- töku blökkumanna svaraði hann: „Ég tel að allir, þar á meðal ég, óski þess að það sé mögulegt." Talið er að de Klerk verði forseti beri Þjóðarflokkurinn sigur úr být- um í þingkosningunum en hann tók við embættinu til bráðabrigða á fimmtudag eftir að P.W. Botha hafði sagt af sér. Fréttaskýrendur segja að de Klerk vilji afla sér vin- sælda erlendis með því að lofa umbótum samtímis því sem hann vilji sannfæra hvíta kjósendur í landi sínu um að Þjóðarflokkurinn muni tryggja hagsmuni þeirra. De Kierk sagði að Suður-Afríku- stjórn viidi veita blökkumönnum kosningarétt en slíkt kæmi ekki til greina án samningaviðræðna er leiddu til stjórnarskrárbreytinga. Er de Klerk var spurður hvort Þjóð- arflokkurinn myndi afnema kyn- þáttaaðskilnaðinn svaraði hann: „Það fer eftir því hvernig hugtakið er skilgreint. Aðgreining sem ekki hefur neitt slæmt í för með sér fyrir kynþættina er ekki aðskilnað- ur.“ Bretland: Tekist á um sögukennslu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MEIRI áhersla verður lögð á breska sögu og staðreyndir í sögu- kennslu í Bretlandi í framtíðinni, samkvæmt nýrri skýrslu um þessa kennslugrein. Að sögn sunnudagsblaðsins The Observer vill Margaret Thatcher ekki una niðurstöðum skýrslunnar. Nefnd sem fjallar um upp- byggingu sögukennslu í breskum skólum skilaði áfangaskýrslu fyrir tíu dögum. í skýrslunni er mælt með að vikið verði út af hefð- bundnum leiðum í greininni. Lagt er til að saga Bretlands verði uppi- staða í þessari kennslugrein í grunnskólum. í skýrslunni er gagnrýnt hve sögukennsla er breytileg í bresk- um skólum. Þar er bent á að tíma- röð atburða sé undirstöðuatriði í sögu. Þar er einnig lögð áhersla á að í sögukennslu sé tjallað um siðferðileg verðmæti. Nemendur séu fræddir um mikilvægi þjóðern- is, hlutlægni í vinnubrögðum, víðsýni og gildi lýðræðislegs sam- félags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.