Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 16
 MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGU'r ffl. ÁGÖST 1989 Af Ríkey og Sæmundi eftir Guðjón Friðriksson Lengi lifir í gömlum glæðum seg- ir máltækið. Það sannast á grein Finns Birgissonar arkitekts á Akur- eyri í Morgunblaðinu 3. ágúst 1989 þar sem hann veitist harðlega að mér fyrir gamalt viðtal sem ég átti við Jón Jónsson skraddara á ísafirði og birtist í Hljóðabungu, vestfirsku tímariti, árið 1978. I greininni er ég ásamt Jóni Jónssyni skraddara sakaður um að sverta mannorð afa hans, Finns Jónssonar, eins helsta foringja Alþýðuflokksins á ísafirði á fyrri árum. Tilefni þessarar grein- ar Finns nú er viðtal við annan aldr- aðan ísfirðing á Stöð 2 fyrir skemmstu þar sem vikið er að sömu atburðum. Ekki er ég aðeins sakað- ur um að sverta mannorð hins látna stjórnmálamanns heldur er ég beinlínis ásakaður um ósannindi sem ég get ekki setið þegjandi und- ir. Neyðist ég því til að grípa til pennans þó að ég hafi enga löngun til að troða illsakir við arkitektinn eða fjölskyldu hans. Upphaf þessa máls er það að ég bjó á ísafirði á árunum 1972 til 1975 og kynntist þá vel Jóni skraddara sem var einn af þekktusu borgurum bæjarins og vel látinn sem heiðarlegur og prúður maður. Hann er nú fallinn frá fyrir mörgum árum. Jón var frásögumaður með afburðum og hafði __ tekið virkan þátt í stjónrmálum á ísafírði á fyrri tíð. Hann hafði m.a. Ient í þeim hremmingum að vera útilokaður frá vinnu hjá Samvinnufélaginu, sem hann var þó félagi í, og rekinn úr Verkalýðsfélaginu Baldri við fjórða mann árið 1934 fyrir gagnrýni á krataforystuna þar að því er hann sjálfur sagði. Þetta var á þeim tímum sem kommúnistar og kratar börðust harkalega um yfirráðin í verkalýðsfélögunum og svipaðar hreinsanir voru framkvæmdar víða um land. Sums staðar, svo sem á Akureyri, urðu þessi átök til þess að tvö verkalýðsfélög mynduðust. Út af brottrekstrinum 1934 brann enn heift í Jóni á gamals aldri, ekki síst af því að engin merki er að finna um atburðina í fundargerð- arbókum verkalýðsfélagsins en brottreksturinn framkvæmdur með atkvæðagreiðslu á fjölmennum fundi sem enn var í minni margra þegar ég bjó á ísafirði. Jón taldi að Finnur Jónsson hefði staðið fyr- ir mannréttindasviptingu sinni í verkalýðsfélaginu. A ísafirði voru kratar með hrein- an meirihluta í bæjarstjórn og vafa- laust hafa þeir óttast að missa þann meirihluta eftir að kommúnistar klufu sig út úr Alþýðuflokknum árið 1930. Kratar vildu því berja komma niður og harkan var gífur- leg á báða bóga þannig að nútíma- fólk skilur varla alla þá heift sem brann. Hvert atkvæði var mikilvægt og kratar vissu að meirihluti þeirra stóð tæpt. Það var því um að gera að einangra kommana og helst að koma þeim í burtu. Þess skal þó getið að Jón skraddari var aldrei félagi í Kommúnistaflokknum þó að hann fylgdi þeim í ýmsum mál- um. Víkur nú sögunni að ungum hjón- um, Sæmundi Guðmundssyni og Ríkey Eiríksdóttur, sem bjuggu á Isafirði við mikla ómegð og höfðu með tímanum snúist frá krötum til aukinnar róttækni. Árið 1930 áttu þau fimm börn, það elsta 11 ára og enn átti eftir að bætast í barna- hópinn. Þau höfðu búið á ísafirði a.m.k. frá árinu 1923 og af og til orðið að þiggja sveitarstyrk. Hér skal þess getið að sameigin- Iegt baráttumál krata og komma á þessum árum var að afnema gild- andi fátækralög með tilheyrandi hreppaflutningum og varð það að veruleika í samsteypustjórn Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks sem komst á laggimar 1934 og kölluð var „stjórn hinna vinnandi stétta". Ríkey og Sæmundur áttu sveit- festi í Ámeshreppi en þegar hér var komið sögu var það algengt að sveitahreppar framfærðu ómaga sína í kaupstöðum í stað þess að láta flytja þá heim á sína sveit. Það var ódýrara því að vinnu var frekar von í kaupstöðunum. Það var því óðum að draga úr hreppaflutning- um enda var þess nú skammt að bíða að þeir yrðu afnumdir. Engu að síður var það staðreynd að fjölskylda Ríkeyjar og Sæmund- ar var flutt hreppaflutningi frá ísafirði vorið 1933 og töldu þeir Jón skraddari, Halldór Ólafsson og fleiri menn sem ég átti tal við á Isafírði á sínum tíma að kratarnir hefðu með því verið að flæma íjölskylduna fra'ísafírði á svívirðilegan hatt. Þetta telur Finnur Birgisson ósann- indi og vitnar til Jóns M. Pétursson- ar sem gaf út yfírlýsingu á sínum tíma sem fyrrverandi gjaldkeri ísa- fjarðarkaupstaðar að þau Ríkey og Sæmundur hefðu verið flutt að kröfu oddvita Árneshrepps og þetta hefðu verið vanaleg samskipti milli sveitarfélaga á þeim tímum. Nú hef ég með viðtölum mínum ekki gert annað en að flytja sjónar- mið Jóns skraddara og þau eiga fullan rétt á sér sem innlegg í að skýra sögu þessara tíma. Eg hef enga ástæðu til að rengja frásögn hans af því hvernig þjarmað var að hinum fátæku hjónum þegar þeim var sagt upp háaloftinu í póst- húsinu. E.t,v. er hún ýkt eða lituð og ég var um tíma hikandi við að- birta hana en heiðursmaðurinn Jón skraddari sagði hana hárrétta og enga ástæðu til að sleppa henni. Hann stæði við hvert orð. Hitt þykir mér verra þegar ég er vændur um óheiðarleika í sam- bandi við harmsögu ungu hjónanna sem voru flutt á sína sveit. Ég fór því í bréfabækur Ámeshrepps frá þessum árum, sem geymdar eru í Þjóðskjalasafninu, og þar er mikið og margt að fínna um samskiptin við bæjarstjórn ísafjarðar um mal þeirra. Eins og áður er komið fram voru þau Ríkey og Sæmundur komin til Isafjarðar árið 1923 því 24. apríl það ár sendi hreppsnefnd Ámes- hrepps fyrsta bréfið þangað vegna sveitarstyrks til þeirra. Hinn 20. desember 1926 sendi oddviti Ámes- hrepps annað bréf þar sem hann samþykkti að greiða húsaleigu sem Hafbu þaö gott í Hólminum Guðjón Friðriksson . . ég á ekkert sök- ótt við Finn heitinn Jónsson, hvorki af pólitískum ástæðum né öðrum, o g veit vel að hann var að mörgn leyti hinn merkasti stjórn- málamaður — en rétt skal vera rétt.“ þau hjón höfðu lent í vandræðum með að greiða. Hreppsnefnd Ámes- hrepps kaus því fremur að borga framfærslustyrk til þeirra á ísafírði heldur en að fá fjölskylduna í óviss- una á Ströndum. Krafan um hreppaflutning var þó sett fram í bæði skiptin, eins og til vara, senni- lega til að fýrirbyggja of háa reikn- inga. Seinna bréfið er orðað þannig: „Út af beiðni bæjargjaldkerans á ísafirði í símtali nýskeð um styrk handa Sæmundi Guðmundssyni, sem nú dvelur á ísafirði, til að borga húsaleigu, vill hreppsnefndin fyrir hönd Arneshrepps, taka ábyrgð á húsaleigu fyrir nefndan mann í vet- ur, að öðm leyti heldur hrepps- nefndin fast við kröfu sína, í bréfi dags. 14. apríl 1923 um heimaflutn- ing á framfærlsusveit ofannefnds rnanns." Árið 1931 syrti í álinn hjá þeim Sæmundi enda kreppan farin að sverfa að fólki. Oddvitinn krafðist þá enn hreppaflutnings „fremur en að leggja ótakmarkað tii Ísaíjarð- ar“. Það kom hins vegar fram í bréfum hans að Sæmundur vildi ekki flytjast frá ísafirði. Bæjar- stjómin lét það gott heita og ráð- lagði hreppsnefnd Árneshrepps að sinna honum þegar erfiðast væri og borga húsaleigu yfir veturinn, fremur en að fá fjölskylduna flutta heim. Ráðlagði bæjarstjórnin hreppsnefndinni að samþykkja styrk handa Sæmundi sem ekki færi fram úr 600-800 krónum. 29. maí 1923 segir orðrétt í bréfi frá oddvitanum: „Ef Sæmundur dvelur á ísafirði næstu ár munum við reyna að styrkja hann með allt að 800,00 kr. á ári en ef þér sjáið yður ekki fært að hafa Sæmund með þeim skilyrðum, vil ég biðja yður að sjá um að hann, ásamt fjölskyldu sinni, verði fluttur heim með fyrstu ferð.“ En Sæmundur var ekki fluttur og leit hreppsnefndin því á þetta sem gerðan samning. Þess skal getið að húsaleiga hans nam 210 krónum yfir allan næsta vetur þannig að 800 krónur var verulegur styrkur með einhverri vinnu. Næst gerðist það í júní 1933 að Sæmundur og Ríkey ásamt öllum barnahópnum voru flutt nauðung- arflutningi í Ámeshrepp og enn „að kröfu“ hreppsnefndar en fram- kvæmdin virðist þó hafa komið flatt upp á hana miðað við það sem á undan var gengið. Samkvæmt meira en tíu ára hefð átti Sæmund- ur og fjölskylda hans að fá að njóta áframhaldandi dvalar á ísafirði með styrk frá hreppnum. Þó kann að vera áð liðagigt Sæmundar og þar af leiðandi vaxandi erfiðleikar hans með að framfleyta sér hafi stuðlað að því að ákveðið var að henda fjöl- skyldunni út í óvissuna. í kjölfar heimflutningsins kom himinhár reikningur frá ísafirði upp á 2.429,48 krónur, sem var í engu samræmi við fýrri styrkþörf og samkomulagið frá árinu áður, enda neitaði hreppsnefndin að borga nema hluta upphæðarinnar. Benti Pétur Guðmundsson oddviti á að reikningar bæjarstjóra ísafjarðar væru mjög ógreinilega færðir og bæri ekki saman við kvittanir. Svo i væri t.d. að sjá á þeim sem haldið hefði verið áfram að veita Sæmundi styrk eftir að hann var burtfluttur. Eins og hér hefur verið sýnt fram á hafði Árneshreppur haldið uppi kröfunni um hreppaflutning allt frá árinu 1923 og hefur það fyrst og fremst verið lögfformlegt atriði til þess að baktryggja sig gegn aukn- um kostnaði. Virðist fullt samkomu- lag hafa verið um greíðslur hrepps- ins til ísafjarðar allt þar tii þau Sæmundur voru snögglega flutt heim á sveit sína með vafasama bakreikninga í farteskinu. Getur ekki hugsast að kratafor- ingjanum Finni Jónssyni og félög- um hans hafi skyndilega hugnast að senda þessa „óþægu“ og róttæku fjölskyldu í burtu og það eftir að hun hafði búið í meira en tíu ár á ísafirði. Og hvað veldur því að meirihluti krata á ísafirði stendur í slíkum nauðungarflutningum á því ( herrans ári 1933 þegar Alþýðu- flokkurinn hafði barist árum saman fyrir afnámi þeirra og fékk það síðan í gegn ári síðar? Fullyrðing Finns Birgissonar um að ég fari rangt með er því alger- lega ósönnuð. Það bendir allt til þess að fjölskyldan hafí verið flæmd í burtu af krötum og það hafí verið með allra síðustu herppaflutningum á íslandi. Þetta var að sjálfsögðu löglegt, eins og Jón M. Pétursson og Finnur Birgisson benda á, en algerlega siðlaust eins og á stóð. Og hörmungum hennar var ekki þar með lokið því að norður á Ströndum var ekkert að hafa og ekki blasti annað við en að henni yrði þar sundrað. í örvæntingu sinni lagði þessi fátæka fjölskylda af stað l í smábátskel yfír Húnaflóa vorið 1934 og náði við illan leik landi á Siglufirði. í tilefni af því lýsti hreppsnefnd Árneshrepps yfir í bréfi til sýslumanns Strandasýslu að Sæmundur Guðmundsson og Ríkey Eiríksdóttir hefðu þar með fyrirgert rétti sínum til framfærslu í hreppnum og hún vildi ekkert framar hafa með þau að gera. Að lokum vil ég segja að ég á ekkert sökótt við Finn heitinn Jóns- son, hvórki af pólitískum ástæðum né öðrum, og veit vel að hann var að mörgu leyti hinn merkasti stjórn- málamaður — en rétt skal vera rétt. með að greiða. Höfundur er sagnfræðingvr. Selfoss: G-verkmeð í læg’sta til- ► boð í skóla- byggingu Selfossi. G-VERK á Selfossi átti lægsta til- boð í byggingu þriðja áfanga Gagnfræðaskólans á Selfossi. Til- boðin voru opnuð á föstudag, 18. ágúst. Tiiboð G-verks hljóðaði upp á 65.660.148,00. Kostnaðaráætlun byggingarinnar var upp á kr. 81.805.380,00. Sjö tilboð bárust í bygginguna frá eftirtöldum aðilum: Sigfús Kristins- son byggingameistari Selfossi kr. 67.610.911,00, SH-verktakar Hafn- arfirði 68.769.792,00, Selós.sf. Sel- fossi kr. 70.790.625,00, Jón Á. Vign- j isson byggingameistari Selfossi kr. 71.461.680,00, Hreiðar Hermanns- son byggingameistari Selfossi kr. I 75.533.701,00, Bergsveinn Halldórs- son byggingameistari Selfossi og fleiri kr. 84.395.828,00. SH-verktak- ar lögðu einnig fram frávikstilboð. Byggingin var boðin út í einu lagi og áformað að taka hana í notkun haustið 1991. - Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.