Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 _í---Í----------------——---:---------1 Hr Rykkrokk í Breiðholti ÚTITÓNLEIKARNIR Rykkrokk voru haldnir á vegum félagsmiðstöðvarinnar Fellahellis í Breið- holti á laugardag og komu þar fram átján hljóm- sveitir. Rykkrokk er haldið annað hvert ár, en að þessu sinni voru tónleikarnir veglegri en ella vegna 15 ára afinælis Fellahellis. Fram komu hljómsveitirnar Flintstones, Bróðir Dar- wins, Komplex, Túrbó, Drykkir innbyrðis, Rúnar Þór og H 0, 16 eyrnahlífabúðir, Dýrið gengur laust, Móðins, Llglausir, Hálfur undir sæng, Bootlegs, Tarot, Júpíters, Ham, Risaeðlan, Langi Seli og Skuggarnir og Sykurmol- arnir. Tónleikunum var útvarpað beint á Rás 2, en þeir stóðu frá kl. 15.00 og fram yfir miðnætti. Aðstandendur tónleik- anna voru hæstánægðir með framkvæmdina og töldu þeir að undir miðnættið hafi verið á þriðja þúsund manns á tónleikunum, en aðgangur var ókeypis og öllum heimill. Á meðfylgjandi mynd má sjá næstsíðustu hljómsveit kvöldsins, Langa Sela og Skuggana. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Þarna sérðu Júlíus. Hann knnn nð njóta lífsins. Júlíus er lánsamur maður og hann lítur framtíðina björtum augum. Hann á íbúð og bíl, er í ágætri vinnu og lætur ýmislegt eftir sér. Júlíus lætur sig oft dreyma en ólíkt mörgum öðrum lætur hann drauma sína rætast. Eitt af því skemmtilegasta sem hann gerir er að ferðast til fjarlægra landa enda gerir hann mikið af því. Júlíus er þó ekki hátekjumaður en hann er skynsamur. Hann er í viðskiptum við Fjárfestingarfélag ís'iands hf. Pað gerir gæfumuninn. * *Júlíus byrjaði ungur að leggja til hliðar af launum sínum til þess að safna í vara- sjóð ef eitthvað færi úrskeiðis. Hann var að vísu ekki ánægður með vextina til að byrja með en hélt að það tæki því ekki að kynna sér betri leiðir af því að upphæðin varsvolítil. Árið 1985 komst Júlíus hins vegar í samband við sérfræðinga Fjárfestingar- félagsins og áttaði sig á því að peningarn- ir hans gætu margfaldast á stuttum tíma. Þá átti hann 300.000 kr. í sparifé. Á rúmum fjórum árum er upphæðin orðin 1.200.000 kr. og árið 1990 hefur fjárhæðin líklega tvöfaldast að raun- gildi. Sannarlega álitlegur varasjóður það - og hann fer vaxandi! Júlíus heldur áfram að leggja til hliðar af launum sín- um og ávaxtar féð hjá Fjárfestingarfé- laginu. Það gerir hann m.a. til þess að geta farið í langt sumarleyfi á hverju ári. Þetta er maður sem kann að lifa lífinu! Þessar tölur eru raunverulegar en nafnið ekki. Hafðu samband, athugaðu hvort við getum aðstoðað þig. FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSIANDS HF. HAFNARSTRÆTI KRINGUJNNI • AKUREYRI 28566 689700 25000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.