Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 18
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 Evrópumótið í hestaíþróttum Aðalsteinn aðeins hárs- breidd frá sigri í tölti Jón Pétur Evrópumeistari í gæðingaskeiði Hestar Valdimar Kristinsson Jón Pétur Ólafsson og Glaumur unnu gullverðlaunin í gæðingaskeið- inu. Hér er hann í 250 metra skeiðinu þar sem hann náði silfurverð- laununum. Atli Guðmundsson á Fjalari varð annar í fímmgangi og komst i B- úrslit í tölti. Baldvin Ari Guðlaugsson og Tryggur lentu í B-úrslitum i tölti og Qórgangi. ÞAÐ voru Þjóðveijar sem komu, sáu og sigruðu á tiunda Evrópu- móti eigenda íslenskra hesta í Vilhelmsborg í Danmörku. Hlutu þeir sex af níu Evrópumeistara- titlum sem keppt var um á mót- inu sem er fyrir margar sakir sögulegt. Má þar fyrst nefíia að nú fór keppnin í fyrsta skipti fram á 250 metra velli í stað 200 áður og notaður var nýr ein- kunnaskali frá 0-10 í stað 1-15. Þá hefur aðstaðan á mótsstað verið gagnrýnd og mótshaldarar þótt óliðlegir í samskiptum við mótsgesti, dómara og keppend- ur. Ekki verður fram hjá því horft að árangur íslenska liðsins var ekki í fullu samræmi við það sem búist hafði verið við en þó er alls ekki hægt að tala um að frammistaða okkar manna hafi verið slæm. Sjálf- sagt hafa flestir reiknað með fleir- um en einum titli til íslands en þess ber þó að gæta að við erum í öðru sæti í tveimur greinum' og ekki langt frá sigri í töltkeppninni þar sem Aðalsteinn sýndi frábæra reiðmennsku og vafalaust hefur enginn íslendinganna séð aðra eins yfirferð hjá Snjalli frá Gerðum og hann sýndi í úrslitum töltsins. Þeg- ar kom að yfirferðinni í úrslitunum var Aðalsteinn í öðru til þriðja sæti ásamt Sigurbimi en Bemd Vith í fyrsta sæti. Þá mátti sjá það á svip Aðalsteins að hann ætlað sér að sigra á yfirferðinni og munaði að- eins einu stigi á þeim í lokin. Fékk Aðalsteinn 10 hjá þremur dómurum og 9,5 hjá tveimur. Það sem reið hinsvegar baggamúninn var að dómarar gáfu þeim þýska of hátt fyrir yfirferðina þar sem hestur hans, Röður, hefur ekki eða sýndi ekki yfirferð upp á meira en 8,5 að flestra mati. Það var Jón Pétur Ólafsson sem sá til þess að íslenska keppnissveit- in færi ekki titillaus heim með því að sigra örugglega í gæðingaskeið- inu og Hinrik fylgdi fast á hæla hans í öðru sæti. Atli og Einar Öder höfðu sætaskipti í úrslitum fimmgangs en Atli varð þar í öðm sæti ásamt Birgitte Hahl, Þýska- landi, en Andreas Trappe, Þýska- landi, hafði sigur og var það sárt fyrir íslendinga að þurfa að horfa á fimmgangstitilinn fara yfír til Þjóðveija. Baldvin Guðlaugsson var í B-úrslitum í bæði tölti og fjór- gangi sem er heldur lakari árangur en búist var við en Sigurbjörn Bárð- arson í A-úrslitum í bæði tölti og fjórgangi sem er árangur sam- kvæmt björtustu vonum. Vafí Hin- riks Bragasonar greip á sig í skeið- inu í upphafi mótsins og skilaði því ekki fullum afköstum í keppninni en náði þó öðru sæti í gæðinga- skeiðinu eins áður kemur fram. Lakasta Evrópumótið í langan tíma Það þarf ekki mikla spámenn til að sjá að þetta Evrópumót sem nú er afstaðið er í öðrum og lakari gæðaflokki en flest fyrri mót og ef til vill það lakasta. Um ástæður þess að svo illa tókst til má eflaust rekja til þess að Vilhelmsborg skyldi valin sem mótsstaður. Þama þurfti að byggja upp allt svæðið svo að segja og hefur mikil orka og fjár- magn farið í það. Fjárhagsstaðan var að sögn starfsmanna mótsins orðin slæm þegar kom að mótinu og menn orðnir þreyttir. Greinilegt var að Danir ætluðu sér að rétta fjárhaginn við með mótinu og var verðlag því óhóflega hátt á allri þjónustu á mótssvæðinu. Af fram- komu aðstandenda mótsins að dæma og starfsmanna sumra hverra má ætla að fyrir mótið hafi verið gefin út dagskipun um mjög stranga aðhaldsstefnu í öllu er varð- aði peninga. Kom þetta þannig út að framkoma margra starfsmanna var kuldaleg og ekki hægt að merkja vilja þeirra til að láta fólki líða vel á mótsstað eða greiða úr vandamálum sem upp kynnu að koma. Vellir voru í einu orði sagt léleg- ir þótt reynt væri að halda þeim í horfinu með völtun og vökvun milli atriða. Allt nánasta umhverfí við vellina var ógróið moldarflag og var það mikið mildi að veður skyldi haldast gott svo til alla daganá. Framkvæmd mótsins var svona þokkaleg en vantaði þó allan há- tíðarbrag og af og frá að tekist hefði að mynda þá miklu spennu sem jafnan ríkir á Evrópumótum. Þá vakti það undrun að ekki skyldu vera notaðar tölvur við alla útreikn- inga sem þykir orðið sjálfsagður hlutur á öllum stærri mótum. En ekki var þetta svo slæmt að ekki væru góðir punktar í mótshaldinu sem vert er að geta og má þar fyrst nefna hreinlætisaðstöðu mótsgesta sem er ein sú besta sem sést hefur á slíkum mótum þar sem var mik- ill fjöldi salemisvagna með sturtum í. Þá var veitingasalan á mótsstað í ágætu lagi og maturinn yfirleitt góður. Mótsskráin var prýðileg með fróðlegum upplýsingum sem ekki snerti beint mótið sjálft og dagskrá- in var ágætlega skipulögð með góð- um hléum milli atriða sem íslenskir mótshaldarar mættu taka sér til fyrirmyndar. Að síðustu má nefna að öll úrslit og niðurstöður mótsins voru tilbúnar í vel aðgengilegu fjöl- riti strax að loknu móti og ber að þakka slíkt. Að síðustu má álykta sem svo að það sé rakinn dónaskap- ur af hálfu mótshaldara og danska íslandshestafélagsins að bjóða upp á hálfklárað mótssvæði fyrir Evr- ópumót sem er hápunktur móta fyrir íslenska hesta í Evrópu, svæði sem á að vígja á næsta ári og í ofanálag að ætla sér reyna að bjarga fjárhagnum með upp- sprengdu verði á allri þjónustu á mótsstað. Urslit Evrópumótsins urðu sem hér segir (stig úr forkeppni innan sviga); Tölt 1. Bemd Vith, Þýskalandi á Röði frá Ellenbach, 80 stig (25,1). 2. Aðalsteinn Aðalsteinsson, íslandi á Snjalli frá Gerðum, 79 stig (23,7). 3. Wolfgang Berg, Þýskalandi á Funa, 75,5 stig (24). 4. Sigurbjörn Bárðarson, íslandi á Skelmi frá Krossanesi, 74,5 stig (23,1). 5. Unn Kroghen, Noregi á Strák frá Kirkjubæ, 74 stig (23,3). Fjórgangur 1. Sandra Schutzbach, Þýskalandi á Glampa frá Erbeldingerhof 120 stig (23,2). 2. Unn Kroghen, Noregi á Strák frá Kirkjubæ 118 stig (22,2). 3. Sigurbjörn Bárðarson, Islandi á Skelmi frá Krossanesi 115 stig (22,5). 4. Bemd Vith, Þýskalandi á Röði frá Ellenbach 105,5 stig (23,5). 5. Michela Uferbach, Austurríki á Hæng frá Reykjavík dæmd úr leik í úrslitum (21,7). Sigurvegari í íslenskri tvíkeppni Bemd Vith á Röði frá Ellenbach. Fimmgangur 1. Andreas Trappe, Þýskalandi á Gný frá Bjömli 155.5 stig (21,1). 2. -3. Atli Guðmundsson, íslandi á Fjalari frá Fossvöllum 155 stig (20,6). 2.-3. Birgitte Hahl, Þýskalandi á Litlu frá Oedekoven 155 stig (20,6). 4. Einar Öder Magnússon, Islandi á Fjalari frá Hafsteinsstöðum 153,5 stig (21). 5. Piet Hoyos, Austurríki á Sleipni frá Austurkoti 152,5 stig (20,8). Gæðingaskeið 1. Jón Pétur Ólafsson, íslandi á Glaumi frá Sauðárkróki 7,6 stig. 2. Hinrik Bragason, íslandi á Vafa frá Hvassafelli 7 stig. 3. Ulf Lindgren, Svíþjóð á Hrafn- katli frá Sauðárkróki 6,9 stig. 4. Björn Kjersem, Noregi á Þóri frá Hóli 6,7 stig. 5. Andreas Trappe, Þýskalandi á Gný frá Bjömli 6,4 stig. 250 metra skeið 1. Vera Reber, Þýskalandi á Frosta frá Fáskrúðarbakka, 23,22 sek. 2. Jón Pétur Ólafsson, íslandi á Glaumi frá Sauðárkróki, 23,41 sek. 3. Ulf Lindgren, Svíþjóðá Hrafn- katli frá Sauðárkróki, 23,91 sek. 4. Claas Dutilh, Hollandi á Trausta frá Hall, 24,05 sek. 5. Dorte Stougaard, Danmörku á Daða frá Gili, 25,02 sek. Sigurvegari í skeiðtvíkeppni Hlýðnikeppni B 1. Helmut Lange, Þýskalandi á Björt fá Schloss Neubronn 6,6 stig. 2. Karly Zingsheim, Þýskalandi á Loftfara frá Basselthof 6,2 stig. 3. -4. Sandra Schutzbach, Þýska- landi á Glampa frá Erbeldingerhof 5,8 stig. 3.-4. Lone Jenssen, Danmörku á Grana frá Nymindegab 5,8 stig. 5. Yvonne van Leueuwen, Hollandi á Sunnu frá Velsen 5,6 stig. Kur hlýðnikeppni 1. Karly Zingsheim, Þýskalandi á Loftfara frá Basselthof 20,8 stig. 2. Lone Jenssen, Danmörku á Grana frá Nymindegab 20 stig. 3. Unn Kroghen, Noregi á Strák frá Kirkjubæ 19,1 stig. 4. Helmut Lange, Þýskalandi á Björt frá Schloss Neubronn 18,9 stig. 5. Sandra Schutzbach, Þýskalandi á Glampa frá Erdberdlingerhof 18,8 stig. Víðavangshlaup 1. Satu Paul, Finnlandi á Eitli frá Hnausum 7,46 stig. 2. Carla von Nunen, Hollandi á Fróða frá Breiðabliki 8,29 stig. 3. Paul Rask, Danmörku á Topp frá Syðstu-Gmnd 8,33 stig. 4. Ann Passannante, USA á Eld frá S.I.C. 11,35. 5. Robyn Hood, Kanada á Spora frá Sólheimatungu 12,07 stig. Stigakeppni mótsins 1. Unn Kroghen á Strák frá Kirkjubæ 22,2 stig. 2. Sandra Schutzbach, Þýskalandi á Glampa frá Erdbeldingerhof 21,9 stig. 3. Jón Pétur Ölafsson íslandi á Glaumi frá Sauðárkróki 21,5 stig. 4. Karly Zingsheim, Þýskalandi á Loftfara frá Basselthof 21,2 stig. 5. Ulf Lindgren, Svíþjóð á Hrafn- katli frá Sauðárkróki 20,8 stig. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Yfirferð Aðalsteins á Snjalli i töltúrslitunum var hápunktur Evrópumótsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.