Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 30
iO MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. Á(?ÚBT 1;989 Ekki eru allar ferðir til fjár Ökumaður þessarar jeppabifreiðar fór ekki troðnar slóðir í laugardagsbíltúrnum. Eflaust hefiir hann verið leiður orðinn á götum bæjarins og lagði því leið sína yfir Ijöm í Innbænum, inn við Leirur. í miðri tjörninni festi hann bílinn, en skömmu áður hafði annar ökumaður jeppa farið þessa sömu leið og komist klakklaust yfir. Sá fór til aðstoðar þeim fasta og i sameiningu tókst þeim að hafa sig upp úr tjörninni. Slátrað verður í flórum húsum í stað sex áður Áfram verður unnið að framtíðarskipulagi sauðflárslátrunar í HAUST verður slátrað í fjórum sláturhúsum á Norðausturlandi í stað sex áður. Slátrað verður á Akureyri, Húsavík, Þórshöín og á Vopnafírði, en engin slátmn verður á Kópaskeri og á Dalvík. A íúndi kaupfélagsstjóra, stjórnarformanna og nokkurra stjórnarmanna í kaupfélögunum fimm sem haldinn var í gær kom fram vilji fyrir því að vinna áfram að framtiðarskipulagi slátmnar á svæðinu. Hvert félag tilnefiiir einn fulltrúa í vinnuhóp sem annast mun þetta verkefiii. Lögreglumenn um hátíðina í Húnaveri: Dómsmálaráðu- neytið gagnrýnt í SKÝRSLU lögreglumanna til lögreglustjórans í Húnavatnssýslu vegna hátíðar í Húnaveri um verslunarmannahelgina kemur fram hörð gagnrýni Kristjáns Þorbjörnssonar aðalvarðstjóra á starfsmenn dómsmálaráðuneytisins, sem hann segir að þurfi á hugarfarslegri endurhæfingu að halda. Hann segir að það sem helst hafi farið úr- skeiðis varðandi löggæslu á samkomusvæðinu hafi verið varðandi stjórnun, þar sem láðst hafi að kynna að heimamenn sæju algjörlega um stjórn lögregluliðsins á staðnum. Með þeim aðgerðum sem nú er gripið til, að fækka sláturhúsum um tvö, er stigið verulegt skref í átt til hagræðingar í rekstri sauð- fjárslátrunar og á þann hátt komið til móts við þau sjónarmið að í kjöl- far samdráttar í framleiðslu kinda- Gæsaveiði hafín: Áberandi mik- ið um ófleyga gæsaunga GÆSAVEIÐI var heimiluð frá og með sunnudeginum, 20. ágúst og héldu nokkrir veiðimenn þá þegar af stað að huga að gæsunum og ná úr sér mesta spenningnum. Aðalveiðitími gæsarinnar í Eyja- firði hefúr verið í september og fram í október, en heimilt er að veiða fuglinn til 15. mars. Hermann Brynjarsson einn gæsa- veiðimanna sagði í samtali við Morg- unblaðið að ungamir væru í mjög misjöfnu ásigkomulagi, en áberandi mikið væri um ófleyga unga. Hann sagði að nokkrir veiðimenn hefðu farið af stað á sunnudaginn, en yfir- leitt væri sá háttur hafður á að skjóta aldrei mikið af fugli fyrstu dagana. „Menn setja sér gjarnan eigin kvóta, skjóta kannski tvo fugla í byijun,“ sagði Hermann. Hann sagði að gæsin væri ekki jafngóð á bragð- ið nú síðsumars, en þá er hún frekar mögur. „Það kom slæmt hret í vor og þá flutti gæsin sig til, síðan voru miklir vatnavextir í sumar þegar fuglinn var búinn að verpa í annað sinn og þá flæddi undan þeim. Þeir ■ ungar sem komu úr síðasta varpinu eru því mjög litlir ennþá.“ kjöts verði gripið til hagræðingar, eins og segir í fréttatilkynningu frá fundinum. Fyrirhugað er að kaupfélögin fari sameiginlega í viðræður við Landsbanka íslands um afurðalána- fyrirgreiðslu fyrir komandi sláturtíð með það í huga að tryggja hag framleiðenda. Þá ætla félögin einn- ig að hafa samvinnu um tilhögun á greiðslum til framleiðenda og hafa um það samráð við samtök bænda. Auk þess er lögð áhersla á að teknir verði upp samningar við landbúnaðarráðuneyti um úreld- ingu sláturhúsa á svæðinu. Þá setja forráðamenn kaupfélag- anna sér það markmið að fyrir næstu áramót verði búið að móta framtíðarskipulag slátrunar á svæðinu og verða teknar upp við- Silungsveiði í Eyjafjarðara hefur gengið heldur brösuglega fram að síðustu mánaðamótum, en miklir vatnavextir hafa verið í ánni. Lítið sem ekkert fékkst úr ánni fyrr en í ágústbyrjun og er dæmi þess að veiðimenn hafi ekki tekið þá daga sem þeir áttu pantaða, að sögn Her- manns Brynjarssonar hjá versluninni Eýflörð, sem hefur með sölu veiði- leyfa í ána að gera. Hermann sagði að ágústmánuður hefði verið góður og sem dæmi nefndi hann að einn daginn fengust 49 bleikjur á einum degi á efsta svæð- inu. Á tveimur dögum um verslunar- ræður við bændur og samtök þeirra þar um. Á fundinum kom fram að aðilar málsins eru sammála um að finna hentugustu leiðir til að ná fram sem mestri hagræðingu í rekstri og að þeim sláturhúsum sem í rekstri verða verði komið í það horf að þau standist allar kröfur um starfsað- stöðu. Unnið verður að því að arð- bærum rekstri á vinnslu innmatar og kjöts verði komið upp þar sem nauðsynlegar hagræðingaraðgerðir koma harðast niður á atvinnulífi og á það til að mynda við um Kópa- sker. „Það er trú þeirra sem að þess- ari vinnu standa, að hún megi leiða til hagsbóta bæði fyrir neytendur og bændur og megi verða liður í þeirri viðleitni að Norðausturland verði áfram eitt af höfuðlandbúnað- arsvæðum landsins og þar með ákveðin aðgerð til að styrkja byggð í þessum landshluta," segir í frétta- tilkynningu frá fundi forráðamanna kaupfélaganna fimm. mannahelgi fengust 90 silungar einnig á efsta svæði og voru þeir allt upp í 5 pund. Úr Fnjóská hafa náðst um 80 lax- ar á land, en meðalveiði í ánni er á milli 100 til 120 laxar, þannig að útlit er fyrir að um meðalveiði verði að ræða í ár. Þeir sem veitt hafa í Þorvaldsdalsá hafa verið misheppnir, sumir hafa lent í ágætri veiðþ en inn á milli hefur verið dautt. Á stundum hefur bleikjuveiði verið mjög góð niður við ósa árinnar og er dæmi þess að 60 bleikjur hafi náðst á hálfum degi. Kristján segir í skýrslunni að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hafi allsstaðar látið hafa eftir sér að Magnús Einarsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Reykjavík hafi verið sendur til að taka við yfirstjórn lög- gæslu á mótssvæðinu. Hann spyr hvar mönnum komi heimild til að ákveða á síðustu stundu í Reykjavík að skipta um stjórnanda lögreglu- liðs norður í landi, en svo vitað sé hafi enginn verið settur af. Kristján segir að það sé líklega borin von að reynslan geti kennt starfsmönn- um dómsmálaráðuneytisins eitt- hvað, en hugarfarið sem búi að baki yfirlýsinga þeirra þarfnist end- urskoðunar. Kristján Þorbjörnsson segir í skýrslunni að margt hafi farið úr- skeiðis varðandi samkomuhaldið í Húnaveri, en helsta orsökin hafi verið sú að fólksfjöldinn hafi orðið meiri en nokkurn óraði fyrir. Starfs- fólk hafi því reynst vera of fátt og hafi það meðal annars komið niður á því að hreinsun á svæðinu var mjög lítil, en allar áætlanir um þjón- ustu hafi ekki staðist þar sem auk- inn mannskap hafi þurft til að sinna hveijum afmörkuðum málaflokk. Kristján segir að þó auðvitað hafi verið ölvað fólk á samkomunni þá hafi stærsti hlutinn verið venju- legir, prúðir og snyrtilegir ungling- ar. Hann segir það engum til sóma að alhæfa út frá nokkrum sem voru til leiðinda og segja að þarna hafa verið samankominn dauðadrukkinn skríll. Gunnar Sigurðsson lögreglu- þjónn nr. 1 í Húnavatnssýslu tekur fram í skýrslu sinni til lögreglustjór- ans að reynslan af samkomuhaldinu í Húnaveri ætii að gagnast lög- reglumönnum í framtíðinni. Helstu atriði sem hann telur að þurfi skoð- unar við eru fjarskiptamál, stjórnun löggæslu á svæðinu, vöntun á fangageymslu, skráning dagbókar, skráning týndra muna, samráðs- fundir við mótshaldara, samskipti við fréttamenn og virkjun lögreglu- stöðvar á Blönduósi. Meðal atriða sem hann telur að þyrftu skoðunar við frá hendi mótshaldara er hreins- un rusls af svæðinu á meðan á mótshaldi stendur, salernis og þvottaaðstaða, skipulag bifreiða- stæða, merking starfsfólks, vöntun á almenningssíma, vöntun á fyrir- fram ákveðnum boðleiðum, vöntun á merkingu á mótssvæðinu og vönt- un á svæðislýsingu. Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að árekstri sem varð milli þriggja bíla á mótUm Löngu- hlíðar og Miklubrautar umklukk- an 19 fimnmtudaginn 20. júlí síðastliðinn. Þar rákust saman tveir japanskir bílar og VW Golf. Ökumenn greinir á um aðdrag- andann og eru vitni beðin að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar. Laxá í Leirársveit nálgast Qögurra stafa tölu Um það bil 950 laxar hafa nú veiðst í Laxá í Leirársveit og er hún ein þeirra áa sem haldið hef- ur nokkurri reisn í sumar. Þar er reytingsveiði á degi hveijum og stutt í að þúsundasti laxinn komi á land. Eitthvað er enn að reytast inn af nýjum fiski, en ekki mikið magn og best gengur veiðin í efri hluta árinnar. Mest veiðist af 4 til 6 punda laxi sem endranær. Góð útkoma í Elliðaánum Góð veiði hefur verið í Elliðaán- um ef á heildina er Iitið. Lélegt að vísu fyrstu vikurnar, en svo rættist vel úr og er talinn mikill lax í ánum. Einhveijar göngur hafa verið síðustu daga og vikur og ber svolítið á eldislaxi í aflan- um neðst í ánni. Síðustu vikur hefur laxinn helst fengist á flugu, því happadrýgri sem þær hafa verið smærri. Ekki afleitt í Rangánum Um 75 laxar hafa veiðst sam- anlagt í Ytri- og Eystri-Rangá, um 50 í fyrrnefndu ánni, en 25 í þeirri síðarnefndu, flestir á Bergs- nefinu, sem er eina 30 kílómetra inni í landi. í Ytri-Rangá hefur best veiðst fyrir neðan Ægissí- ðufoss þar sem þó nokkur lax er samankominn en tekur orðið grannt og illa. Þröstur Elliðason fréttamaður var á svæðinu um helgina og sagði nokkuð farið að bera á stórbleikju og hefðu menn veitt nokkra slíka fiska, allt að 7 punda. Lúðvík Gizurarson eigandi Bergsnefsins sagði í gær að auk þess væri farið að bera á sjóbirt- ingi, nokkrir 3 til 5 punda fiskar hefðu veiðst neðarlega í ánum síðustu daga og væri það eðlilegt, hans tími væri að fara í hönd. Gengur vel í Laxá í Aðaldal „Það hefur gengið ágætlega að undanförnu og nokkuð verið að ganga af nýjum fiski, bæði vænum og smáurn," sagði Orri Vigfússon um veiði og horfur í Laxá í Aðaldal í samtali við Morg- unblaðið í gær. Þá voru komnir um 1.450 laxar úr ánni og líklega nærri 1.500 á þessari stundu. Þá voru komnir um 1.050 af svæðum Laxárfélagsins, 250 í Nesi, 76 á Núpum og um 80 laxar af öðrum svæðum eins og Presthvammi og Hrauni. Laxá er í öðru sæti í land- skeppni laxveiðiáa, efst er Laxá í Kjós með tæpa 1.800 fiska veidda. Eyjaflarðará gjöful síðasta mánuðinn SILUNGSVEIÐI í EyjaQarðará hefúr mikið glæðst í ágústmánuði, en vegna vatnavaxta fyrr í sumar veiddist afar lítið af fiski. Agústmánuð- ur hefur hins vegar verið mjög góður. Útlit er fyrir meðalveiði í Fnjóská og á köflum hefúr verið mjög líflegt í Þorvaldsdalsá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.