Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 34
m
M()H(;L.\i{LA»]l), ÞRIÐJVPAGUjl 31.,0KTQBPR 1,98,9
Yfirlýsing Slippstöðvar-
innar vegna uppsagna
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Nýtt og glæsilegt íþróttahús var tekið í notkun við Hrafhagilsskóla á laugardaginn og mættu um
700 manns á vígsluathöfiiina.
Hrafiiagilsskóli:
Nýja íþróttahúsið vígt
Ytri-Tjörnuin.
LAUGARDAGINN 28. október var nýtt íþróttahús á Hrafiiagili vígt
og formlega tekið í notkun. Sigurður Aðalgeirsson skólastjóri
Hralhagilsskóla setti vígsluathöfnina og stjórnaði henni. Að Ioknu
setningarávarpi var helgistund í umsjón séra Hannesar Arnar Blan-
don og sameinaðir kórar úr Laugalandsprestakalli sungu undir
stjórn irú Sigríðar Schiöth.
HÉR fer á eftir tilkynning Slipp-
stöðvarinnar hf. vegna uppsagna
starfsfólksins í gær:
„Öllum starfsmönnum Slippstöðv-
arinnar hf. á Akureyri hefur verið
sagt upp störfum frá 1. nóvember
1989 með samningsbundnum fyrir-
vara. Taka uppsagnirnar gildi hjá
langflestum 1. febrúar 1990 en hjá
öðrum 1. janúar 1990. Uppsagnirnar
eru varúðarráðstöfun vegna fyrirsjá-
anlegs verkefnaskorts seinni hluta
vetrar. Næstu vikur verða notaðar
til að fara yfir rekstur fyrirtækisins
og endurráða starfsfólk eins og að-
sts?ður leyfa. Gífurleg sveifla er á
framboði á viðgerða- og endurbygg-
ingaverkefnum eftir árstíðum þar
sem sumarið er háannatíminn en
vetrarmánuðirnir nánast steindauðir.
Sú þjónusta sem Slippstöðin innir af
hendi á sviði viðgerða og endurbygg-
inga fer nánast öll fram á 6-8 mánuð-
um ársins og hafa nýsmíðar gert
okkur kleift að ráða við þessa sveiflu
með því að breyta áherslum á vinnu
í nýsmíðum eftir framboði annarra
verkefna. Mikil óvissa ríkir um fram-
hald nýsmíða fískiskipa á Islandi og
hefur um nokkurra ára skeið verið
nánast kyrrstaða í þeim málum.
Stöðugur innflutningur er þó á nýjum
skipum erlendis frá og vaxandi út-
flutningur á viðgerðum og endur-
Breytingar
lækka laun
umhelming
SÆVAR Frímannsson formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar segir
að í Krossanesverksmiðjunni hafi
verið í gildi munnlegir samningar
við starfsmenn og Eining líti svo
á að við uppsögn starfsmannanna
hafi þeim ekki verið sagt upp.
Kröfu Einingar um 408 krónur á
tímann í dagvinnu segir hann
byggjast á samningi milli Akur-
eyrarbæjar og Einingar, að við-
bættum þeim hlunnindum sem
starfsmenn áður höfðu og hefð
væri fyrir í verksmiðjunni. Þá seg-
ir hann að breytingar á vaktaíyrir-
komulagi sem taka átti upp hafi
í íor með sér um helmingslækkun
á tekjum starfsmanna verksmiðj-
byggingum. Á undanförnum árum
hefur það heyrt til undantekninga
að Slippstöðinni væri gefinn kostur
á að bjóða í nýsmíðar. Skipin hafa
síðan streymt til landsins, á verði sem
við teljum okkur geta keppt við í
mörgum tilfellum. Við teljum það
vera mikla óheillaþróun að nýsmíðar
hafa nánast alveg færst út fyrir land-
steinana og vaxandi útflutningur er
á viðgerðum og endurbyggingum.
Þessari þróun þarf að snúa við og
helja aftur uppgangs- og framfar-
atímabil í skipasmíðaiðnaði • innan-
lands þrátt fyrir tímabundna um-
framaflcastagetu flotans. Við megum
ekki láta skammtímaástand villa
okkur sýn í þessum efnum. Það er
skoðun okkar að öflugur skipasmíða-
iðnaður eigi ekki aðeins rétt á sér
heldur sé hann nauðsynlegur og afar
mikilvægur fyrir útgerð og fisk-
vinnslu, sem er undirstaða okkar
þjóðfélags, og fyrir málmiðnaðinn í
heild, sem er ein af undirstöðum iðn-
aðar í landinu. Það er ennfremur
skoðun okkar að nýsmíðar geri fyrir-
tækinu kleift að viðhalda og end-
urnýja þá verk- og tækniþekkingu
sem nauðsynleg er til að sinna öðrum
verkefnum á fullnægjandi hátt.
Skortur á nýsmíðaverkefnum til
langs tima veldur stöðnun, jafnvel
hnignun á þessum sviðum. Þessi
skoðun hefur styrkst við að upplifa
þá þróun sem átt hefur sér stað í
kjölfar samdráttar í nýsmíðum inn-
anlands á undanförnum árum. Fyrr-
nefndar uppsagnir eru eins og áður
segir varúðarráðstöfun vegna fyrir-
sjáanlegs verkefnaskorts seinni hluta
vetrar. Reynt verður að útvega fyrir-
tækinu verkefni við hæfi fyrir þetta
tímabil þannig að röskun á starfsem-
inni verði sem minnst. Það er áfram
stefna fyrirtækisins að halda uppi
öflugri starfsemi á sviði nýsmíða,
viðgerða og endurbygginga íslenska
flotans.
Formaður bygginganefndar,
Birgir Þórðarson á Öngulstöðum
rakti byggingarsögu hússins og
kom fram í máli hans að heildar-
kostnaður vegna byggingarinnar
er á núvirði 151,5 milljónir króna.
Þar af hefur ríkið greitt 40,3 millj-
ónir, eða 26,6%, en hitt skiptist á
milli þeirra Ijögurra aðildarhreppa
sem að byggingunni standa,
Hrafnagils-, Saurbæjar-, Sval-
harðsstrandar og Öngulstaða-
hreppa.
Sjálfur íþróttasalurinn er 18X33
metrar og áhorfendasvæði er fyrir
250 til 300 manns. Ófrágengin
kjallari er undir salnum, en þar er
gert ráð fyrir aðstöðu fyrir verk-
greinar skólans.
Við athöfnina á laugardaginn
bfluttu ávörp Guðmundur Bjarna-
son ráðherra, Jóhannes Geir Sigur-
geirsson formaður skólanefndar og
Sigurður Guðmundsson sem talaði
fyrir hönd íþróttafulltrúa ríkisins.
Þá var fimleikasýning undir stjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur íþrótta-
kennara skólans. Alls komu um 700
manns og tóku þátt í að víga þetta
stórglæsilega íþróttahús, sem er
aðildarsveitarfélögunum til mikils
sóma. Að lokinni athöfn í húsinu
þáðu gestir kaffi í matsal Hrafna-
gilsskóla. Benjamín
Deilt um kaup og kjör í Krossanesi:
Krossanes býðst til að greiða 381 kr.
í meðaltímakaup, en Eining vill 533
Kröfur Einingar óraunhæfar, segir Geir Zoega ft-amkvæmdaslóóri
LAUSN í deilu milli Verkalýðsfélagsins Einingar og forsvarsmanna
Krossanesverksmiðjunnar virðist ekki í sjónmáli, en deila þessi kemur
í kjölfar uppsagna og endurráðninga starfsmanna og hagræðingar sem
grípa átti til innan verksmiðjunnar. Forsvarsmenn Krossanesverksmiðj-
unnar telja kröfur Einingar óraunhæfar og óaðgengilegar, þar sem
m.a. sé farið lram á mun hærri laun en tíðkist í sambærilegum iðnaði
í landinu. Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar hélt fund með starfsmönn-
um á fijstudaginn þar sem hann skýrði frá stöðu verksmiðjunnar og
sjónarmiðum forsvarsmanna liennar varðandi vinnudeiluna sem í gangi
unnar.
„Það er engin lausn í sjónmáli,
þetta er í biðstöðu," sagði Sævar.
Hann sagði að deilan stæði fyrst og
fremst um það svipta ætti starfs-
menn ákveðnum sérsamningum sem
í gildi hafa verið til íjölda ára. „Við
lítum svo á að segja verði þessum
sérsamningum sérstaklega upp, en
ekki að þeir falli sjálfkrafa úr gildi
við það að starfsmönnunum er sagt
upp störfum," sagði Sævar. „Við
teljum því að þessir sérsamningar
séu enn í gildi, en það hafa forsvars-
menn Krossanesverksmiðjunnar ekki
viljað viðurkenna."
Sævar sagði að breytingar á
vaktafyrirkomulagi í þá átt að fallið
er frá tvískiptum vöktum eins og
verið hafi og fjórskiptar vaktir tekn-
ar upp, hafi geysilega launalækkun
í för með sér fyrir starfsmenn. „Við
lögðum fram málamiðlun um að tek-
ið yrði upp þriggja vakta kerfi, ég
get fúslega viðurkennt að tveggja
vakta kerfi er ómanneskjulegt."
hefur verið.
Geir Zoéga framkvæmdastjóri
Krossanesverksmiðjunnar segir að
upphafið megi rekja til þess að
síðastliðin 3-4 ár hafi staðið yfir
miklar og kostnaðarsamar breyting-
ar á verksmiðjunni sem hafi í för
með sér fækkun þeirra starfsmanna
sem vinni á hverri vakt. Starfsmönn-
um verksmiðjunnar var sagt upp
stört'um fyrr á þessu ári og tóku
uppsagnirnar gildi 1. ágúst síðastlið-
inn. Geir segir að starfsmönnum
hafi. verið boðin endurráðning við
annars konar vaktafyrirkomulag en
áður var við lýði í verksmiðjunni, en
hluti starfsmanna þáði ekki endur-
ráðingu og voru nýir ráðnir í þeirra
stað.
Samkvæmt gamla vaktafyrir-
komulaginu var unnið á átta tíma
vöktum allan sólarhringinn og voru
tvö holl í gangi. Nýja fyrirkomulagið
sem forsvarsmenn verksmiðjunnar
vildu taka upp miðaði að því að sami
fjöldi starfsmanna yrði við störf í
verksmiðjunni, en fjögur holl gengu
vaktir. Geir segir að samkvæmt nýja
fyrirkomulaginu ynni hver vaktmað-
ur 42 stundir á viku í mánuði, en
áður hafi verið unnar 76 stundir.
„Það sem við bjóðum er að sami
mannskapur verði áfram við störf í
verksmiðjunni á hærri grunnlaunum,
en yfirvinnan verður minnkuð.
Ástæða þess að við viljum hækka
grunnlaun manna, er sú fyrst og
fremst að menn eru útkeyrðir af
svefnleysi og þreytu í kjölfar þessa
gamla vinnufyrirkomulags. Það er
ekki eðlilegt að vinna til langs tíma
í átta tíma, taka átta tíma frí og
koma síðan aftur til starfa í átta tíma
og svo framvegis. Enda tel ég að
þetta fyrirkomulag hafi verið ástæða
ýmiskonar samstarfserfiðleika á
vinnustaðnum auk þess sem það jaðri
við að vera brot á reglum um
hvíldartíma. Ég tel að gamla kerfið
henti verksmiðjunni ekki og með því
að taka upp nýtt kerfi fengjum við
starfsmenn sem væru betur upplagð-
ir í vinnunni, en þannig þurfa starfs-
menn að vera í verksmiðju sem fram-
leiðir gæðamjöl," sagði Geir.
Byijunarlaun vaktmanna í Krossa-
nesi nú eru 307 krónur á tímann í
dagvinnu, en kröfur Einingar fyrir
starfsmenn sem unnið hafa eitt ár
eða eru orðnir 19 ára gamlir hljóða
upp á 408 krónur. Ef greitt væri
samkvæmt „Akureyrarsamningun-
um“ svonefndu frá síðasta ári, en
þar var samið um kaup og kjör í
loðnuverksmiðjum á Áusturlandi,
yrðu byijunarlaun starfsmanna 225
krónur á tímann í dagvinnu, en 258
krónur samkvæmt samningi sem í
gildi er milli Akureyrarbæjar og Ein-
ingar. Ef miðað er við ijórskiptar
vaktir yrðu mánaðarlaun starfs-
manna hjá Krossanesi nímlega 81
þúsund krónur og áætlaðar árstekjur
um 807 þúsund krónur. Kröfur Ein-
ingar miðað við þrískiptar vaktir
gera ráð fyrir rúmum 159 þúsund
krónum í mánaðarlaun og áætlaðar
árstekjur með vöktum yrðu tæplega
1,3 milljónir króna. Miðað við sömu
forsendur yrðu mánaðarlaunin um
108 þúsund ef greitt væri samkvæmt
samningi Akureyrarbæjar og Eining-
ar og áætlaðar árstekjur um 855
þúsund krónur. Væri „Akureyrar-
samningurinn" lagður til grundvallar
yrðu mánaðarlaun starfsmanna
verksmiðjunnar um 102 þúsund
krónur og áætlaðar árstekjur rúm-
lega 786 þúsund krónur. Ef með-
altímakaup starfsmanna Krossaness
með vöktum er skoðað kemur í Ijós
að verksmiðjan borgar 381 krónu,
en Eining vili 533 krónur. Væri far-
ið eftir samningi Einingar og Akur-
eyrarbæjar kæmu 353 krónur í hlut
starfsmanna að meðaltali, en 324 ef
farið væri eftir „Akureyrarsamn-
ingnum“.
„Forsendur þess að við getum
gTeitt þau laun sem við bjóðum er
auðvitað sú að það komi loðna, en
menn eru orðnir mjög uggandi og
mikil óvissa ríkjandi varðandi loðnu-
veiðarnar. Frá því sumarloðnuveiðar
hófust árið 1976 hefur ævinlega ein-
hver afli borist að landi fyrstu mán-
uði vertíðarinnar, mest afli norskra
og færeyskra skipa í upphafi, en nú
var engin veiði og við erum þegar
komnir í vanda þar sem við höfum
ekki getað afgreitt mjöl til okkar
viðskiptavina. Það er ekkert laun-
ungarmál að verksmiðjan stendur
fjárhagslega illa og þær umframtekj-
ur sem við höfðum áætlað vegna
söiu á gæðamjöli skila sér vitanlega
ekki þar sem ekkert hráefni berst
verksmiðjunni," sagði Geir.
Jörð til sölu
Til sölu er jörðin Grund II í Hrafnagils-
hreppi, Eyjafirði. Um er að ræða sölu á landi
og fasteignum. Bústofn fylgir ekki.
Upplýsingar gefur Fasteignasalan, Brekku-
götu 4, sími 96-21744, Akureyri.