Morgunblaðið - 31.10.1989, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 31.10.1989, Qupperneq 39
6861 aaaÖTXO .18 SUOAd'Jt-Glílci CH(3AjaMU*OHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 Eitt lambslæri í þrjár máltíðir Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Hinn 14. febrúar 1987 skrif- aði ég þátt um lambakjöt, sem bar yfirskriftina: „Eitt lambs- læri í þijár máltíðir“. Margir hafa komið að-máli við mig og beðið mig að birta þennan þátt aftur, og er við hæfi að gera það núna í sláturtíðinni. Pláss mittí blaðinu leyfir ekki, að ég birti allan þátt- inn, en ég tek það sem ég tel mestu máii skipta, en það er lýs- ing á því hvernig skera á lærið og síðan koma þijár uppskriftir úr því. 1. Glóðarsteiktur inniæris- vöðvi, 2. lærissneiðar m/sveppum, 3. Pottréttur úr því sem eftir er af lærinu. Ég sleppi uppskrift af súpu sem var í þættinum. Glóðarsteiktur innlærisvöðvi Innlærisvöðvi, u.þ.b. 750 g 15 g (1 smápakki) smjör 1 hvítlauksgeiri 14 tsk. sait nýmalaður pipar bómullarþráður til að veíja um vöðvann 1. Vefjið bómullarþræði um kjötið, þannig að þetta verði lögu- leg steik. 2. Nuddið salti í kjötið, þó ekki á skorna vöðva. Malið pipar yfir allan vöðvann. 3. Bræðið smjörið, meijið hvítlauksgeirann og setjið saman við. Smyijið kjötið með hluta af smjörinu. 4. Hitið glóðarrist, setjið kjötið í ofninn og glóðið í 45—60 mínút- ur. Athugið að glóðarrist í ofnum er mismunandi, sumir geta notið blástur, en aðrir snúningstein. Ef þið hafið hvorki snúningstein né blástur, þarf að snúa kjötinu. 5. Penslið kjötið með smjörinu einu sinni eða tvisvar meðan á glóðun stendur. 6. Klippið þráðinn af og berið fram. Meðlæti: Bakaðar kartöflur, sem hægt er að hálfbaka áður en kjötið er glóðað, en fullbaka með kjötinu. Setja þær á fat neðarlega í ofninn. Einnig smjörsoðið græn- meti, svo sem guirætur, baunir, rósakál, sprotakál, blómkál eða annað, sem ykkur hentar. Einnig er gott að bera kryddsmjör með. Lærissneiðar m/sveppum Lærissneiðar skornar langsum, u.þ.b. 750 g 114 tsk. salt nýmalaður pipar 250 g ferskir eða frosnir sveppi 1—2 msk. matarolía 30 g smjör 114 dl ijómi karrý milli fingurgómanna 1 msk. hreinn tjómaostur 1. Byijið á að þerra sveppina vel með eldhúspappír, ef þeir eru ferskir. Skerið hvem svepp í tvennt. Setjið sveppi aldrei í vatn. 2. Setjið % hluta smjörsins í pott, setjið sveppina út í og steik- ið við hægan hita í 5 mínútur. Hellið siðan ijómanum og karrý- inu yfir og sjóðið í 10 mínútur. Hafið hægan hita. 3. Hitið pönnu þar til rýkur úr henni, setjið lærissneiðarnar á pönnuna og steikið í 1 mínútu á hvorri hlið, setjið þá 14 smjörsins og olíuna á pönnuna, minnkið hit- ann og steikið í 3—4 mínútur á hvorri hlið. Stráið salti og pipar yfir sneiðarnar, þegar þið hafið snúið þeim við í seinna skiptið. 4. Hellið sveppasósunni yfir sneiðarnar. Setjið iok á pönnuna og sjóðið í 10—15 mínútur. 5. Hrærið ijómaost út í. Setjið á fat og berið fram. Meðlæti: Soðnar kartöflur og heitt snittubrauð. Pottréttur úr því sem eftir er aflærinu Það sem eftir er af lærinu ásamt beinum 1 tsk. salt 5 piparkorn eða örlítið af möluð- um pipar 2 dl vatn 1 hálfdós niðursoðnir tómatar 1 stór gulrót ■ 14 meðalstór laukur 2 tsk. ferskt eða þurrkað dill 1 msk. hreinn ijómaostur 1. Hitið vatn ásamt salti og piparkornum. Setjið það sem er í tómatdósinni út í. Látið sjóða. 2. Takið beinin í sundur á liða- mótum og setjið út í pottinn. Lát- ið sjóða upp, en minnkið þá hitann og sjóðið við hægan hita í 60 mínútur. 3. Þvoið gulrótina vel, skerið í sneiðar og setjið í pottinn. 4. Afhýðið laukinn, skerið í iitla bita og setjið í pottinn. Látið sjóða áfram í 20 mínútur. 5. Takið allt kjöt af beinum, skerið í litla bita og setjið aftur í pottinn. Fleygið beinunum. 6. Setjið dill og ijómaost út í. Hrærið vel. Sjóðið í 5 mínútur. 7. Búið til hveitihristing eða notið sósujafnara og hrærið út í sósuna. Meðlæti: Kartöflustappa eða soðin hrísgijón. Ihaldið herðir tökin o g ftjálslyndið axlar skinnin eftir Ásgeir Hanncs Eiríksson Ólafur heitinn Thors var bæði svipmikill og stórbrotinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Sá sem þessar línur ritar kvaddi Óiaf Thors í hópi ungra Heimdellinga með fánaborg við Alþingishúsið þegar formaðurinn var borinn til moldar þann 5. janúar 1965. Þá tókust íhaldsflokkurinn og Fijálslyndi flokkurinn stöðugt á um völdin í Sjálfstæðisflokknum eins og í dag. Eldri menn í flokknum hafa síðan sagt mér margar góðar sögur af Ólafi Thörs. Meðal annars að hann hafi varað flokksmenn sína við að kjósa þingmann úr landbúnaðarkjör- dæmi til formanns í Sjálfstæðis- flokknum. Einnig að formaður flokksins mætti aldrei gegna embætti fjármálaráðherra. Og að stöðugt þurfi að finna jafnvægið í forystu flokksins á hveijum tíma. I dag er tæpur aldarfjórðungur liðinn síðan Ólafur Thors kvaddi og áfram leiða íhald og fijálslyndi sam- an hesta sína í flokknum hans. En heilræði gamla foringjans hafa hvert á fætur öðru fallið í gleymsku og dá. Núverandi formaður Sjálfstæðis- flokksins er þingmaður úr land- búnaðarkjördæmi. Stutt er síðan formaðurinn sat í embætti fjármála- ráðherra. Og flokksmenn gættu þess ekki á landsfundi sínum að halda hinu eftirsótta og nauðsynlega jafn- vægi í forystusveit sinni. Þar herti íhaldið tökin og fijálslyndið axlaði skinnin. íhaldið herðir tökin Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur fram til þessa verið bæði ábyrgur og sanngjarn fundur. Hann hefur fylgt heilræði gamla foringjans út í hörgul og bundið flokkinn þver- böndum með því að kjósa forystu- menn sína í kross. Fulltrúar á lands- fundi hafa jafnan gætt þess hin síðari ár að fijálslyndi hluti flokksins eign- aðist sinn vara’formann þó íhaldsarm- urinn héldi formanninum. Þannig kaus fundurinn dr. Gunnar Thor- oddsen varaformann Geirs Hallgrí- mssonar á sínum tíma og Friðrik Sophusson varaformann Þorsteins Pálssonar. En á landsfundinum brustu þessi þverbönd. Það má margt gott um Davíð frænda Oddsson segja og hann er manna líklegastur til að standa fyrir sínu þar sem eiginleikar hans koma að notum. En að fijálslyndi sé honum í blóð borið er hrein og klár blöndun í blóðfiokkum. Davíð kemur ásamt Þorsteini Pálssyni úr myrkustu klíku Sjálfstæðisflokksins sem er jafnvel ennþá skuggalegri en sjálf Svarta klíkan. Þannig á nú íhaldið bæði formann og varaformann flokksins í dag en fijálslyndið hefur ekki lengur mannaforráð í húsi föður míns. Frjálslyndið axlar skinnin Allt frá samruna Ihaldsflokksins og Fijálslynda flokksins í Sjálfstæð- isflokknum fyrir sextíu árum hefur fijálslyndið átt erfitt uppdráttar í flokknum. Fijálslyndu fólki á borð við dr. Gunnar Thoroddsen, Aibert Guðmundsson, Jón G. Sólnes, Eggert Haukdal, Sigurlaugu Bjarnadóttur og fleiri hefur verið haldið í skeQum. Aðrir fijálslyndir sjálfstæðismenn hafa yfirgefið flokkinn eins og Ellert B. Schram og sá ijöldi flokksmanna sem tók þátt í að stofna Borgara- flokkinn. Friðrik Sophusson var því í rauninni síðasti Móhíkaninn í for- ystu Sjálfstæðisflokksins en nú hefur landsfundur falið hann öxinni. og jörðinni til geymslu og sent Friðrik yfir í hin miklu pólitísku veiðilönd. Skilaboð 28. landsfundar Sjálf- stæðisflokksins eru því bæði hrein og skýr. Flokkurinn hefur þrengt ásjónu sína og dregið sig saman í litrófi stjórnmálanna. Hann heldur fast við erlendar kennisetningar sem ekki henta íslensku þjóðfélagi. Þess vegna stefnir flokkurinn í pólitíska einangrun á sínum væng andspænis einangruðu Alþýðubandalagi á hin- um vængnum. Landsfundurinn vísaði jafnframt öllu fijálslyndu sjálfstæð- Tvö börn fyrir bíl TVÖ börn urðu fyrir bílum í Reykjavík um helgina. Hvorugt slasaðist alvarlega. 14 ára stúlka gekk suður yfir Hverfisgötu á gangbraut við Frakka- stíg um klukkan 18 á föstudag og varð þar fyrir fólksbíl á austurleið. Stúlkan meiddist en meiðslin voru talin minniháttar. Handstýrð um- ferðarljós eru við gangbrautina. Stúlkan mun ekki hafa stutt á hnapp- inn og því gengið yfir mót rauðu ljósi. Þá varð drengur á reiðhjóli fyrir bíl á Sundlaugarvegi síðdegis á sunnudag. Bamið var að hjóla utar- lega á gangstétt og rakst á bíl sem ekið var eftir Sundlaugavegi, féll af hjólinu en slasaðist ekki alvarlega. Ásgeir Hannes Eiríksson „Skilaboð 28. lands- ámdar Sjálfstæðis- flokksins eru því bæði hrein og skýr. Flokkur- inn hefur þrengt ásjónu sína og dregið sig sam- an í litrófí stjórnmál- anna.“ isfólki inn á ört vaxandi miðju stjórn- málanna þar sem umburðarlyndi ríkir ofar íhaldinu í bijóstum fijálslyndra manna. Svo einföld eru þau skilaboð. Að minnka áfram Það verður því hvorki tekist á um kvóta né búfénað í næstu alþingis- kosningum. Ekki efnahagsbandalög eða byggðaþróun. Heldur einungis um það hversu lengi Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar að halda áfram að minnka. Höfundur cr þingmaður fyrir Borgaraflokkinn. NOUENCO NOVENCO HITABLÁSARAR Fjölbreytilegir notkunar- möguleikar fyrir stór og smá fyrirtæki. NOVENCO hitablásarar fást í stærðum frá 4500-40000 kg kal/t Tenging við hitaveituvatn, ketilvatn, og gufu. Þreplaus stilling eða þriggja hraða stilling. Fljótvirk hitun og jafnt loftstreymi. Möguleikar á inntaki fyrir ferskt loft til loftræstingar og inntaki fyrir blandað loff' nOTHIMIMr HOFÐABAKKA 9 REYKJAVIK SÍMI: 685656 og 84530 Askríftarsiminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.