Morgunblaðið - 31.10.1989, Síða 55

Morgunblaðið - 31.10.1989, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3Í. OKTÓBER 1989 sir Guðmundur Maffnússon prófessor: Minna fé lagt til rannsókna hér en í nágr annal ö ndunum Hlutur hins opinbera í rannsóknafé dregst saman FÉ, sem varið er til rannsóknar- og þróunarstarfsemi, var 0,67% af landsframleiðslu árið 1977, en var orðið 0,75% 1985. Hins vegar eru fjárveitingar til rannsókna á íslandi hlutfallslega lægri en í nágrannalöndunum. Þetta kom fram í erindi Guðmundar Magnús- sonar, prófessors í hagfræði við Háskóla íslands, „Hagtölur vísind- anna“, sem hann hélt á laugardag, á ráðstefhu hug- og félagsví- sindadeildar Vísindaráðs um mannvísindi undir yfírskriftinni „Þekktu sjálfan þig.“ Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands var heiðursgestur ráðstefhunnar. Jóhannes Nordal formaður Vísindaráðs setti ráðstefnuna. Framsöguerindi fluttu, auk Guð- mundar Magnússonar, Þórir Kr. Þórðarson og Gunnar Karlsson. í máli Guðmundar kom fram að árið 1981 hefði 0,67% þjóðarfram- leiðslu á íslandi verið varið til rann- sókna, en á sama tíma 1,07% í Danmörku, 2,23% í Svíþjóð og 2,52% í Bandaríkjunum. I Bret- landi var þetta hlutfall tæp 2,5% og í Noregi 1,3%. Guðmundur bar saman fjár- framlög einstakra aðila til rann- sóknastarfsemi, og kom fram að hlutdeild atvinnulífsins í fjármögn- un rannsókna jókst verulega á tímabilinu 1977-1985, eða úr 0,1% af landsframleiðslu í 0,25%. Búast megi við að hlutur atvinnulífs hafi enn aukist á síðustu árum. Hins vegar hafi þetta ekki orðið til þess að bæta hag rannsókna í landinu sem hlutfalls af landsframleiðslu, þar sem hið opinbera hafi að sama skapi kippt að sér hendinni, og bitni það sennilega verst á rann- sóknum í mannvísindum, sem treysti nær eingöngu á opinbert fé. Hlutur hins opinbera í rann- sóknafé í heild hafi dregist saman úr 74,12% árið 1977 í 64,32% á árinu 1985. Guðmundur sagðist með mann- vísindum eiga við þær vísindagre- inar, sem væru á rannsóknarsviði hug- og félagsvísindadeildar Vísindaráðs, en það svaraði að mestu til starfsvettvangs guð- fræðideildar, lagadeildar, heim- spekideildar, viðskipta- og hag- fræðideildar og félagsvísindadeild- ar Háskóla íslands, en í deildinni ættu einnig heima greinar á borð við fornleifafræði og listfræði. Þessar greinar sagði Guðmundur að hefðu fengið alls í sinn hlut 9% af rannsóknafé árið 1985. Raunv- ísindi hefðu hins vegar fengið 29%, tækni og verkfræði 38%, læknaví- sindi 11% og landbúnaðarvísindi 12%. Ekki væru tölur fyrir hendi til þess að bera þessa skiptingu saman við það sem gerðist í öðrum löndum, en þess mætti geta að hlutur mannvísinda í Finnlandi árið 1981 hefði verið 10-11% af rannsóknafénu. Skerfur mannví- sindanna af rannsóknafé hjá æðri menntastofnunum hérlendis, þar sem mannvísindi væru einkum stunduð, væri svipaður og að jafn- aði hjá Evrópubandalagsríkjum og ríkjum OECD. Hann væri hins vegar verulega lægri en í Japan og hærri en í Bandaríkjunum. Hann komst einnig að þeirri niður- stöðu að kjör mannvísinda hjá Vísindasjþði og af rannsóknarfé Háskóla íslands hefðu rýrnað und- anfarið að tiltölu við önnur vísindi, en að vísu hefði aukist það fé, sem til skiptanna væri. Þórir Kr. Þórðarson prófessor í guðfræði flutti erindið „Víðar er guð en í Görðum." Hann lagði út af spurningunum „Hver erum við? Hvert stefnum við?“ Að þekkja sjálfan sig er lífsnauðsyn, sagði Þórir, og hann sagði þessa nauðsyn sprottna af því að vandi íslensku þjóðarinnar sé miklu fremur and- legur en tæknilegur og fjárhags- legur. Hann sagði öllum íslending- um vera ljós fyrirheit tækninnar og möguleika tæknilegra lausna. „En fleira þarf til ef skilja á eigind lands og þjóðar, eða eins og eitt sinn var sagt,„Víðar er guð en í Görðum." Þórir lagði áherslu á sátt manns og náttúru, allt velti á ábyrgð mannsins gagnvart um- hverfi sínu og hann sagði hið pólitíska almenningsálit um of bundið við stundarhag, þar skorti Suðurbæjarlaug vígð í Hafharfírði Ný útisundlaug var vígð í suðurbæ Hafnarfjarð- kennslu. Við laugina er vatnsrennibraut, barna- ar um helgina og Qölmenntu Hafiifirðingar í laug, vaðlaug fyrir yngstu bömin og þrír heitir sund að lokinni athöfii. Laugin er 12x25m og pottar. verður síðar tengd innilaug sem ætluð er til Listamenn standi saman um stefiiumörkun Listaháskóla Vilja ekki virðisaukaskatt á bækur Bandalag íslenskra Ieikfélaga þingaði í Viðeyjarstofu á laugar- daginn. Helsta umræðucfni þingsins, sem bar yfírskriftina Listamaðurinn sem lærimeistari - Listaháskóli, var frumvarp til laga um Listaháskóla sem ekki hefiir enn verið lagt fyrir Alþingi. I erindi sem Nanna Olafsdóttir, danshöfundur og listdansari flutti á þinginu kom meðal annars fram að ekki er gert ráð fyrir kennslu í dansi innan skólans og Stefán Benediktsson arkitekt sagði að meiri hluti félaga í Arkitektafé- lagi íslands væri á þeirri skoðun að arkitektúr ætti frekar að kenna i Háskóla Islands en í Listaháskólanum. í frumvarpinu um Listaháskóla er gert ráð fyrir því að þrír sjrálar, Myndlista- og handíðaskóli íslands, Leiklistarskóli Islands og Tónlistar- skólinn í Reykjavík, sameinist undir einn hatt. Ekki er gert ráð fyrir að skólarnir verði stokkaðir upp heldur að þeir lifi sjálfstæðu lífi undir sama þaki með sömu yfirstjóm og sam- nýtingu á gögnum og tækjum. Þá er einnig gert ráð fyrir kennslu í leikmynda- og búningagerð. I framsöguerindum sem flutt voru á þinginu og í umræðunum á eftir var meðal annrs rætt hvort stúd- entspróf ætti að vera skilyrði fyrir inntöku í skólann. Nanna Ólafs- dóttir sagði að nauðsynlegt væri fyrir dansara að geta hafið nám í slíkum skóla 16 ára og nokkrir voru til að benda á það að listamanns- efni gætu leynst í fleirum en stúd- entum. Ragnar Arnalds, formaður nefndar til stofnunar Listaháskóla benti á að í frumvarpinu um skólann er gert ráð fyrir að undantekningar verði hægt að gera frá þeirri reglu. Nokkrar umræður spunnust um það hverjir ættu að kenna við Lista- háskólann. Hvort það ættu að vera starfandi listamenn eða ekki og hvort þeir sem kennt hafa í skólun- um þremur hafi réttindi til að kem á háskólastigi. Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndagerðarmaður sagði það skoðun sína, að nær væri að verja peningum til gerðar kvik- mynda hér á landi en kennslu 'í kvikmyndagerð þar sem allt útlit væri fyrir að markaðurinn væri að mettast og auk þess auðveldara fyr- ir nemendur í Rvikmyndagerð að fylgjast með því sem væri að gerast á því sviði ef þeir lærðu á erlendri grund. Hjálmar Ragnarsson tónskáld lýsti yfir efasemdum sínum um hvort rétt væri að stofna Listahá- skóla. Og Þórunn Sigurðardótitr benti á að nauðsynlegt væri að halda umræðum áfram innan BÍL, það væri margt sem þyrfti að ræða og nauðsynlegt að listamenn stæðu saman um grundvallaratriðin í stefnumörkun Listaháskólans. Á þinginu var samþykkt ein ályktun, þar sem lýst er yfir stuðn- ingi við Rithöfundasamband íslands í viðleitni þess til að fá felldan niður virðisaukaskatt á bækur sem hér mun vera hæstur í heimi eins og segir í ályktuninni. Og áfram: „Er sú skatttekja hin argasta hneisa, ekki sízt þegar til þess er litið að íslenzkir fyrirmenn raupa af því víða um heim og láta heiðurskonsúla flytja það með sér að íslendingar séu mesta bíklestrarþjóð heims. Er svona atlaga því undarlegra þá og viðbúið að skamman aldur megi slíkt tilefni endast til manna- láta á alþjóðatorgum enda markaður hér lítil og bókin kynni að faarast í þessari fyrirsát sem heimt er af stjórnvöldum með svofelldri skatt heimtu af bókum.“ gagmýna hugsun og röklega hæfni, jafnt meðal almennings sem hjá stjórnmálamönnum. Hann vitn- aði í orð Sigurðar Þórarinssonar: „Að aðlaga sig þessu landi, læra að lifa í sátt við það og njóta þess sem það hefur upp á að bjóða, á að vera snar þáttur í uppeldi hvers íslendings, honum til hamingju- auka og þjóð hans til heilla.“ Gunnar Karlsson prófessor í sagnfræði fyallaðí um „Að læra af sögunni." Hann sagði ekki vera hægt að læra af sögunni hver framtíðin verður, hins vegar hafi sagan gildi vegna þess að hún sýni að mannlífið býður upp á margfalt fleiri og fjölbreyttari möguleika en fólk myndi halda ef það væri ekki meðvitað um sögu. Sagan eigi að kenna okkur að lífshættir okkar, á hveijum stað og tíma, séu aðeins einir meðal ótalmargra sem fólk býr við og hefur búið við. „Fróð- leikur um það ætti að kenna okkur að virða aðra lífshætti en okkar eigin, að líta á þá sem eðlilega, og það er kannski lífsnauðsyn mannkyns nú á dögum að við lær- um það.“ Gagnstætt flestum grein- um vísinda sem hefðu forsagnar- gildi væri sagnfræðin umfram allt uppeldisgrein, sagði Gunnar, hún væri menntagrein, efniviður í við- horf. Hann sagði sagnfræðina hafa staðið í skugganum af náttúruví- sindunum á blómaskeiði þeirra síðustu eina til tvær aldimar og hafi þess vegna ekki megnað að skapa sér sérstaka sjálfsímynd. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Morgunblaðið/Þorkell Um fimmtíu manns sátu þing Bandalags íslenskra listamanna í Viðey. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Séð yfir ráðstefnusalinn, fremst á myndinni eru frá vinstri Magnús Magnússon prófessor, framkvæmdastjóri Vísindaráðs, Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor, Guðrún Erlendsdóttir ráðstefhustjóri og Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands, en hún var heiðursgestur ráðstefiiunnar. Að loknum framsöguerindum var stutt kynning á rannsóknum nokkurra styrkþega Vísindaráðs. Ráðstefnunni lauk með pallborðs- umræðum um mannvísindi á ís- landi. Fundarstjóri á ráðstefnunni var Guðrún Erlendsdóttir hæsta- réttardómari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.