Morgunblaðið - 23.11.1989, Side 2

Morgunblaðið - 23.11.1989, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1989 Bandaríska sendiráð- inu hótað áður en sprengjan sprakk Talið að um samskonar sprengjur hafi verið að ræða og sprungu í borginni í september Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú að rannsókn á þvi hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð í húsagarði við Laufásveg í fyrrakvöld og braut á þriðja tug rúðna í nálægum húsum. RLR varðist í gær allra frétta af gangi rannsóknarinnar. Sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar telja að um dínamítsprengju hafi verið að ræða. Um hádegisbilið í fyrradag, tæpum tíu tímum áður en sprengingin varð, hafði bandaríska sendiráðinu við Laufásveg borist sprengjuhótun. Ekki mun hafa verið gripið til sérstakra ráðstafana vegna hótun- arinnar. Vitað er að hringt var utan höfuðborgarsvæðisins en ekki mun hafa tekist að rekja sam- talið. Tveir piltar voru á gangi í um 20 metra fjarlægð frá sprengjustaðnum og felldi högg- bylgjan frá sprengingunni annan þeirra til jarðar en slasaði hvorug- an. Að sögn sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar bendir allt til að dínamít hafi verið notað í sprengjuna og að ein túba af því efni hafi verið sprengd. Sama efni var notað í sprengjur sem sprungu við Bergþórugötu og Öldugötu að kvöldi hins 13. september en talið er að þær séu fólki lífshættulegar í um það bil 6 metra fjarlægð. Sprengjusérfræðingamir hafa fundið bút af þræði sem notaður hefur verið í kveikjubúnað sprengjunnar. Ljóst þykir að hún hafi sprungið í garði hússins núm- er 24 við Laufásveg og sjást vegs- ummerki þess á gangstétt í garði og á bílskúr við húsið. Lögreglan hafði vörð í grennd við sprengistaðinn og nágrenni hans í gær og fylgdist með manna- ferðum. Tveir piltar, nemendur í Kvennaskólanum — menntaskól^ við Fríkirkjuveg, voru á gangi í um það bil 20 metra fjarlægð frá þeim stað þar sem sprengingin varð. „Við höfðum verið að æfa leikrit í skólanum og vorum í pásu á leið að bílnum sem var á Skot- húsvegi. Allt í einu heyrðist rosa- leg sprenging og áður en ég vissi nokkuð Iá ég flatur á jörðinni og missti veskið mitt, lyklana og gler- augun," sagði annar þeirra, Jó- hann G. Friðbertsson. „Þetta var rosalegur hvellur. Eg hef aldrei heyrt annað eins. Vegna spreng- ingarinnar hljótum við að hafa Morgunblaðið/Júlíus Sprengjunni hafði verið komið fyrir í kverkinni þar sem veggur- inn og húsgaflinn mætast. Hurð fyrir dyrunum á myndinni þeytt- ist inn og dyraumbúnaður skemmdist. misst heyrn í smástund, því við heyrðum engar rúður brotna, enga bíla aka í burt og sáum engan umgang nema einhveija gangandi vegfarendur á Fríkirkjuvegi, sem stoppuðu þegar sþrengingin varð. Okkur datt ekki í hug að þetta hefði verið svona alvarlegt fyrr en við sáum sjónvarpsfréttirnar klukkan ellefu.“ Jóhann sagði að hann og félagi hans hefðu farið aftur á staðinpr um kvöldið, haft þar tal af lögreglunni og sagt allt sem þeir vissu um málið. Samstarfsnefrid atvinnurekenda í sjávarútvegi: Hafhar verði beinar viðræður við EB um fríverslun með fisk ATVINNUREKENDUR í sjávarútvegi vilja að hafnar verði beinar tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið um fríversluh með fisk og fiskafúrðir og að látið verði reyna á velvilja forsvarsmanna og leiðtoga í löndunum í þeim efinum, en þeir hafi margir hveijir lýst yfir skilningi á sérstöðu Islendinga. Telja þeir enga meinbugi á að slíkar viðræður fari firam jafnhliða viðræðum EFTA og EB, Sem staðið hafa yfir að undanförnu, um eitt evrópskt efnahagssvæði vegna sameiginlegs innri markaðar EB í árslok 1992. íslendingar hafa forystu fyrir þeim viðræð- um til áramóta. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem Samstarfsnefnd atvinnu- rekenda í sjávarútvegi boðaði til í gær, til að kynna skýrslu um íslensk- Jón sagði að reglulega væri farið í stöðvarnar til eftirlits. Það hefði verið gert hálfsmánaðarlega að und- anfömu en yrði vikulega í vetur. Olíulekinn sem uppgötvaðist á Bola- fjalli í síðustu viku hefði einmitt komið í ljós við slíkt eftirlit. Jón sagði að á milli eftirlitsferða væri fjargæsla og við hana kæmi t.d. í Ijós ef rafmagn færi af stöðinni og annað slíkt. Valdimar L. Gíslason, formaður bæjarráðs Bolungarvíkur, hefur gagnrýnt eftirlitsleysi á fjall- inu og að heimamenn skyldu ekki vera látnir vita um olíulekann strax þegar hans varð vart. Jón sagði að mannvirkin á Bolafjalli væru á ábyrgð bandaríska sjóhersins, en an sjávarútveg og Evrópubandalag- ið. Aðild að nefndinni eiga öll helstu samtök í íslenskum sjávarútvegi. Fram kom að í viðræðuhópi EFTA ekki Ratsjárstofnunar. Stofnunin hefði látið sjóherinn vita af lekanum og einnig vamarmálaskrifstofuna og það væri þeirra að ákveða hvern- ig við ætti að bregðast. Jón sagðist hafa vitað af því þegar hráolía var flutt á Bolafjall, en fram hefur kom- ið að starfsmönnum varnarmála- skrifstofunnar var ekki kunnugt um það. Hann sagði olíuflutningana á ábyrgð eigenda stöðvarinnar en ekki í þágu Ratsjárstofnunar og gæti stofnunin ekki skipt sér af þeim. Ratsjárstöðvamar komust einnig í fréttir vegna sendingar á neyðar- bylgu sem hefur orðið til þess að tvisvar á undanförnum vikum hefur og EB um frelsi í viðskiptum er sjáv- arútvegur afar aftarlega og að EB flokkar sjávarútveg með landbúnaði og vill einskorða umræðuna við frelsi í viðskiptum með iðnaðarvörur. Hins vegar séu sjávarafurðir iðnaðarvörur íslendinga, þar sem þær séu 70-75% vöruútflutningsins til samanburðar við 6% vægi í Noregi og 2% í Kanada, en þessi lönd séu oft borin saman við ísland. Sérstaða íslands sé því ótvíræð og markmið okkar hljóti að vera viðurkenning á henni og frjáls aðgangur að mörkuðum EB, en á verið hafin leit í nágrenni stöðv- anna. Jón Böðvarsson sagði að merkjasendingin frá stöðinni á Gunnólfsvíkurfjalli hefði orðið vegna þess að aðskotahlutur komst að tækjunum og leiddi saman tvo póla. Sendingarnar frá Bolafjalli hefðu verið raktar til bilunar í Qar- skiptastöð varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Í kjölfar þessara óhappa hefði verið slökkt á þessum tækja- búnaði og frá því gengið að hann yrði ekki settur í gang nema með vitund Ratsjárstofnunar. Töluverð umferð er upp á Bola- fjall. Aðspurður um slysahættu þar sagði Jón að végurinn upp á fjallið væri einkavegur og til stæði áð setja upp viðvörunarskilti eða skilti sem bannaði umferð um hann. Bjóst hann við að það yrði gert í vor. Sjá einnig bls. 30: Heilbrigðis- nefnd krefúr utanríkisráð- herra svara. árinu 1988 hafi 63% af útflutningi sjávarafurða okkar farið þangað. A því ári námu .tollar á innflutning íslenskra sjávarafurða til EB-land- anna 1-1,1 milljarði íslenskra króna. „Við viljum leggja meiri áherslu á beinar viðræður við Evrópubanda- lagið,“ sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og varaformaður sam- starfsnefndarinnar. „Við teljum að það sé líklegra til árangurs að fara þá leið, heldur en að bíða og sjá hvað kemur út úr EFTA-viðræðun- um. Við höfum séð að fiskurinn er þar neðstur á blaði.“ Kristján sagði að eftir því sem viðræður drægjust á langinn væru líkur til þess að staða okkar veikt- ist. Atvinnurekendur hefðu áhyggjur af stöðu íslendinga ef þetta yrði síðasta málið sem tekið yrði til úr- lausnar í samskiptum EFTA og EB, þegar búið væri að leysa öll mikil- vægustu samskiptamál samtakanna, en sjávarútvegsmálin snertu önnur lönd í EFTA ekki mikið. Aðspurður hvort það séu mistök að óska ekki eftir beinum viðræðum fyrr, sagði Kristján: „Maður veit aldrei hvenær er rétta viðhorfið. Okkur finnst að það hafi komið fram mjög jákvætt viðhorf, sem sjálfsagt sé að nýta sér, og mjög mikilvægt að það gerist áður en þessi markaðs- heild kemur upp ’92. Það ætti að vera okkur auðveldara að gera það núna heldur en þá.“ Hann sagði að atvinnurekendur hefðu áhyggjur af því að við værum að falla á tíma. „Því er ekki að leyna að vilji til samninga við íslendinga virðist ekki koma fram hjá þessum skriffinnum í Brussel, en þá þarf að sækja þann vilja til þeirra sem þessu ráða, sem eru leiðtogar þessara bandalagsríkja." Bandaríski sjóherinn ber ábyrgð á ratsjárstöðvunum RATSJÁRSTOFNUN tekur við rekstri ratsjárstöðvanna á Bolafjalli og GunnólfsvikurQalli síðari hluta næsta árs. Á meðan á byggingu stendur eru mannvirki og tæki á ábyrgð eiganda þeirra, bandaríska sjóhersins. Ratsjárstofiiun hefúr þó tekið að sér ákveðlð efitírlit, sam- kvæmt samningi við bandariska sjóherinn, að sögn Jóns Böðvarsson- ar framkvæmdastjóra Ratsjárstofiiunar. * Ahugi á sam- vinnu Evrópu- þjóða í sjón- varpsmálum JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, hefúr ritað frönskum sljórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á samvinnu Evrópuþjóða á sviði sjónvarps- mála og þátttöku Islendinga í slíkri samvinnu. I bréfinu grein- ir utanríkisráðherra frá erindi sem borist hefúr frá Stöð 2, þar sem lýst er áhuga á nánu sam- starfi við franska sjónvarpsstöð; Kanal Plus. Bréfið er sent í kjölfar fundar forsætis- og utanríkisráðherra með Francois Mitterand, forseta Frakklands, fyrir skömmu en þar ræddi forsetinn mikilvægi sam- vinnu Evrópuríkja á þessu sviði til eflingar menningu Evrópuþjóða. Jón Baldvin tekur undir þessi sjón- armið í bréfinu og segir þetta mál sem íslendingar þurfi að taka af- stöðu til. Utanríkisráðherra telur einnig að nauðsyn sé að styrkja starfsemi íslenskra sjónvai-psstöðva, bæði hvað varðar fjárhag þeirra og dag- skrárefni. Skeljavík á Patreksfirði kaupir Lýting NÝTT hlutafélag á Patreksfirði, Skeljavík hf., hefúr keypt tog- skipið Lýting frá Vopnafirði. Skipið verður aflient nýjum eig- endum í desember. Lýtingur, sem er um 200 tonn, hefur verið í eigu Tanga á Vopna- firði undanfarin tvö ár, en þangað var hann keyptur frá Djúpavogi. Skipið er nú á síldveiðum, en verð- ur afhent nýjum eigendum í des- ember. Pétur Olgeirsson, fram- kvæmdastjóri Tanga á Vopnafirði, segir að kvóti Lýtings sé ígildi tæpra 500 tonna af þorski, um 120 tonna rækjukvóta og 1100 tonna síldarkvóta á þessu ári. Pét- ur kvaðst ekki vilja gefa upp verð skipsins. Hluthafar í Skeljavík hf. eru Bjarg hf., Vesturver hf., Fiskiðjan á Bíldudal og áhöfnin, sem verður á Lýtingi. Hlutafé er 45 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Skeljavíkur er Reynir Finnboga- son. Selfoss: Prófkjör hjá sjálf- stæðismönn- um í janúar Selfossi. EFNT verður til prófkjörs 20. janúar á næsta ári um val á frambjóðendum á lista sjálf- stæðismanna fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar næsta vor. Þátttaka í prófkjörinu verður heimil . öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum og stuðn- ingsmönnum flokksins. Viðhorfskönnun verður 3. og 4. desember meðal flokksmanna og þeirra sem ganga vilja í flokk- inn um kandídata í væntanlegu prófkjöri. í viðhorfskönnuninni verður fólk beðið að rita 5-10 nöfn sem það vill sjá á framboðslista flokksins í bæjarstjórnarkosning- unum. - Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.