Morgunblaðið - 23.11.1989, Síða 29

Morgunblaðið - 23.11.1989, Síða 29
Vélsmiðjan Oddi hf.: Eitthundraðasta kassaklóin afhent Frá afhendingu eitthundruðustu kassaklóarinnar, sera Vélsmiðjan Oddi hf. hefur framleitt. Frá vinstri eru Torfi Gunnlaugsson forstjóri Odda, Guðjón Björnsson vélstjóri hjá ÚA og Gísli Konráðsson fyrrver- andi framkvæmdastjóri, Sæfangsmennirnir, Smári, Kristján og Svanur Guðmundssynir og Gísli Erlends- son frá RT-Tölvutækni. _ Borgarafimdur um atvinnumál: Sé fiillvinnslu sjávarafla sem stóriðjuverkefini Eyfirðinga - seg-ir Árni Steinar Jóhannsson deildarstjóri umhverfisdeildar Akureyrarbæjar ÖFLUGUR Háskóli á Akureyri, stóriðja í Eyjafirði og málefni skip- asmíðaiðnaðarins voru ofarlega í huga margra fundarmanna, sem til máls tóku á fjölmennum borgarafundi sem haldinn var í Sjallanum á Akureyri í fyrrakvöld. Það var atvinnumálanefnd Akureyrar sem efhdi til ftmdarins eftir að fram hafði komið um það áskorun frá Starfsmannafélagi Slippstöðvarinnar. Á fundinn komu m.a. allir þing- menn kjördæmisins og bæjarsfjórn Akureyrar. Fram kom á fundinum að um 230 manns væru á atvinnuleysisskrá í bænum og hefðu svo háar tölur ekki áður sést í nóvembermánuði og var því beygur í mönnum þar sem atvinnuleysi er að jafnaði mest fyrstu mánuði ársins. VÉLSMIÐJAN Oddi hf. afhenti Sæfangi hf. í Grundarfirði 100. kassaklóna, sem framleidd heftir verið hjá fyrirtækinu. Söluverð- mæti þeirra kassaklóa sem fram- leiddar hafa verið á undanförnum árum er um 65 miiljónir króna og að baki þeim liggja um 23 þúsund vinnustundir. Eyjaljörður: Félag aldr- aðra stofiiað Ytri-Tjömum. FÉLAG aldraðra var nýlega stofnað í Eyjafirði, af hrepp- unum þremur framan Akur- eyrar. Á fysta fundi, sem haldinn var í Freyvangi, gerðust 32 stofnfélagar, en alls hafa nú um 80 manns skráð sig í félagið. Sfjóm félagsins skipa Ang- antýr Hjörvar Hjálmarsson, Hrafnagili, formaður, Baldur H. Kristjánsson, Ytri-Tjörnum, gjaldkeri, IngibjörgBjamadótt- ir, Núpufelli, ritari. Margvísleg mál em á stefnu- skrá félagsins, m.a. að fólk komi saman og kynnist, grípi í spil og skemmti sér á annan hátt. Þá era fyrirhuguð ferða- lög yfir sumartímann. Ein aðal- driffjöðrin í stofnun Félags aldraðra í Eyjafirði var Svan- hildur Eggertsdóttir, Holtseli. Benjamín Framleiðsla tækja fyrir fiskvinnslu hófst um 1980 og er upphaf þess að Gísli Konráðsson þáverandi fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa kom á framfæri við Odda hugmynd sem hann, ásamt starfs- mönnum sínum, hafði þróað. Um var að ræða kassakló á gaffallyftara til flutnings á fiskikössum þannig að ekki þyrfti að nota vörubretti. Kassaklóin var þróuð hjá Odda og hefur nú verið seld í flest frystihús landsins. Um helmingur framleiðsl- unnar hefur verið fluttur út. í gær var Sæfangi hf. í Grundarfirði afhent eitt hundraðasta kassaklóin sem framleidd hefur verið hjá Odda og var söluaðili RT-Tölvutækni. Þrátt fyrir að ástandið sé ekki sérlega bjart þessa stundina í at- vinnumálum á svæðinu, sagði Árni Steinar Jóhannsson deildarstjóri umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, að menn gætu verið tiltölulega bjartsýnir, hér væra vel stöndug sjávarútvegsfyrirtæki. „Það er þessi boðskapur sem ég hef til fólks- ins í Eyjafirði. Við skulum þurrka út hreppamörk, vinna saman frá Ólafsfirði í vestri til Grenivíkur í austri, slá saman þessum fyrirtækj- um sem standa flest vel og hefja stóriðju í matvælaiðnaði. Við getum gert það í samráði við gamalgróna framleiðendur, eins og Abba í Svíþjóð og Nordsee í Þýskalandi. Menn þurfa að hafa sambönd og samvinnu út í hinn stóra heim, en ég sé fyrir mér fullvinnslu sjávar- afla sem stóriðjuverkefni sem leiðir af sér fjölbreytt atvinnulíf á hinum ýmsu sviðum," sagði Árni Steinar. Fram kom í máli fundarmanna að brýnt væri að yerja það sem fyrir er og nefndi t.d. Heimir Ingi- marsson bæjarfulltrúi að gífurleg fækkun hefði orðið á störfum í ull- ariðnaði á síðustu árum. Hann sagði að það myndi slaga upp í eitt stykki álver, ef ullariðnaðurinn yrði á nýj- an leik allur hér á Akureyri. „Ef orkufrekur iðnaður verður allur á Suðurlandi verðum við að krefjast þess að fá Álafoss heilan til baka,“ sagði Heimir. Margir nefndu að Eyfirðingar þyrftu að standa saman og þrýsta á um stóriðju á svæðinu, en aðrir vöruðu menn við of mikilli bjartsýni í þeim efnum auk þess sem stóriðja leysti ekki það vandamál sem nú væri við að etjá. Stefán Valgeirsson alþingismaður sagði Eyfirðinga hafa álíka mikla möguleika á að fá stóriðju og að komast undir regn- bogann og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður sagði mönnum holl- ast að búa sig undir að hér kæmi ekki stóriðja, en ef til kæmi mætti líta á það sem happdrættisvinning. Hús Bernörðu Alba: Síðasta sýn- ingarhelg'i UM HELGINA verða síðustu sýn- ingar Leikfélags Akureyrar á Húsi Bernörðu Alba eftir Gareia Lorca. Upphaflega var ráðgert að síðasta sýning verksins yrði á laugardags- kvöld, 25. nóvember, en þar sem troðfulit hús var á báðar sýningarn- ar um síðustu helgi var ákveðið að efna til aukasýningar á verkinu á sunnudagskvöld. Skipasmíðastöðvar samkeppnisfærar ef vaxtaafsláttur fæst - segir framkvæmdastj óri Samherja ÞORSTEINN Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samherja á Akur- eyri sagði á borgarafimdi um atvinnumál sem haldinn var í Sjallan- um í fyrrakvöld, að veita ætti vaxtaafslátt á þau lán sem veitt eru vegna smíði skipa innanlands, það væri nákvæmlega það sama og gert væri í útlöndum. Hann sagði þær íslensku skipasmíðastöðvar sem vel væru reknar fyllilega samkeppnisfærar í verði við þær er- lendu ef iðnaðurinn byggi við lán sem bæru 4,5% vexti. „Við búum hins vegar við þetta séríslenska kerfi, að athyglin beinist fyrst og fremst að þeim sem gert hafa illa,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði einn- ig mikilvægt að íslensku stöðvarnar fengju bankaábyrgð á verk á sama hátt og erlendar stöðvar hafa fengið. Mæta þyrfti samkeppni við erlendu stöðvarnar sem byggju við niðurgreiðslu á sama hátt hér, en fyrir slíkum niðurgreiðslum væru fordæmi á Islandi. Þorsteinn Már gerði samanburð á íslenskum og erlendum skipa- smíðaiðnaði, og bar saman Oddeyr- in EA, sem smíðuð var hjá Slipp- stöðinni og skip sem smíðað var í Portúgal. Rætt hefði verið um að til landsins væri að koma fullbúinn frystitogari sem væri helmingi ódýrari en Oddeyrin. „Mér leist orð- ið ekkert á að reka Óddéyrina við hlið þessa skips,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að tveimur mánuðum eftir að þetta skip kom til landsins hefði hann skoðað það. „Það fyrsta sem ég tók eftir var að ekkert spil var í skipinu, engar lestarlúgur heldur, auk þess voru engar íbúðir í skipinu og heldur engin vinnslu- búnaður. Þetta skip er nú farið að slaga upp í Oddeyrina, en orðið talsvert dýrara.“ Þetta skip sagði Þorsteinn hafa verið keypt með aðstoð Byggða- stofnunar, en sú stofnun hefði helst haft það fyrir stafni, „að setja pen- inga eins og í þetta skip og þennan stað — sem heitir Patreksfjörður“. Þá nefndi Þorsteinn að á síðasta ári hefðu 68 milljónir farið frá Byggðastofnun til Patreksijarðar. „Þetta fyrirtæki þarna var löngu farið á hausinn, það þurfti ekki að bíða fram á árið í ár. Ef Slippstöð- in hefði fengið þessar 68 milljónir væri þar allt í fullum gangi, en þetta er alltaf. spurning um í hvað eigi að setja peningana." NÝJAR BÆKUR Síðasta ferlln Þatrtci« Bombwi ALLT STAKAR SÖGUR ás^Én FAANLEGAR 4 i PAKKA A KR. 1.750.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.