Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 14
14....................................... - - MORGUNBLAÐÍÐ :ÞRÍÐJUDAGÚR 28? NÓVEMBÉR 1989 NÝTT FJÖLSKYLDUSPIL FRÁ IÐUNNI MISHEYRN MÍN? Svolítið um Tónlistarhús o g sjúkrahús eftir Önnu S. Snorradóttur í sjónvarpsviðtali á haustdögum mátti heyra menntamálaráðherra okkar geta þess, að um tónlistar- hús gætum við ekki hugsað fyrr en á næstu öld. Það flaug í gegnum hugann, að þetta hlyti að vera misheyrn, og kannski voru orðin eitthvað öðruvísi og því ekki vert að setja neitt í gæsalappir, en eitt- hvað settist að í bijóstinu, eitthvað vont, og ég fór að velta málinu fyrir mér. Ef ekki á að byija að hugsa málið fyrr en eftir aldamót, fáum við seint þetta langþráða hús. Það þarf nefnilega að hugsa lengi og vel áður en lagt er til atlögu, hvort heldur á að reisa hús eða ráðast í aðrar framkvæmdir. í mörgum málum hefði okkur bet- ur farnast, ef meira hefði verið hugsað áður en ganað var af stað og stundum út í óvissuna. Og svo stöndum við uppi alveg steinhissa á gölluðum mannvirkjum, slæmu viðhaldi opinberra bygginga, svo að við hmni liggur, taumlausum ijárfestingum og ekki allt bráð- nauðsynlegt og engir peningar til! Búið að bruðla fjármunum þjóðar- innar út um holt og hæðir og allt á hausnum. Nei, ráðamenn verða að hugsa og sleppa hreppapólitík, áður en settar eru milljónir í vit- laus verkefni, eins og nú er sagt um alla hluti. Heilbrigðisþjónusta okkar Það er mikið rætt og ritað um heilbrigðisþjónustu okkar og ekki allt af sanngirni. Mánuðum saman höfum við mátt hlusta á og lesa um bruðl og alls kyns fár, sem slengt er á læknana okkar og sjúkrahúsin, það eina e.t.v. sem aldrei má slaka á, ef við viljum teljast menningarþjóð. En það má lengi ræða það, hvort þeir sem efni hafa skuli taka þátt í þeim kostnaði, sem fylgir því að fá frá- bæra læknishjálp, sérfræðinga- þjónustu og jafnvel sjúkrahúsdvöl, og auðvitað má í öllum mannanna verkum finna ýmislegt, sem betur má fara. Skyldi ekki vera farsæl- ast að halda í gömlu sjúkrasamlög- in? Og er ekki skriffinnskan í kerf- inu sjálfu býsna þungur baggi? Það er ekki sársaukalaust að hlusta á ráðamenn tala um bruðl og óstjórn í sjúkrahúsum og hjá sérfræðing- um, mönnunum sem stöðugt vinna að því að hjálpa okkur, þegar á bjátar með heilsuna. Hvergi hefi ég séð bruðl þar sem ég hefi þurft á hjálp að halda. Einna oftast líklega hefi ég notið góðrar hjálpar á Landakotsspítala, þótt ég hafi aldrei verið lögð þar inh. Þetta merka sjúkrahús lítur m.a. eftir augum okkar, ekki bara fólks í borginni heldur um allt land, og þar eru frábærir læknar í hverri grein. Þar andar á móti manni hlýja strax og komið er inn fyrir dyr, og vel má hugsa sér að and- blærinn frá bænahaldi og kær- leiksríku líknarstarfi nunnanna innan þessara veggja áratugum saman, svífi enn yfir vötnunum og muni fylgja húsinu. Þetta sjúkra- hús má aldrei gera að venjulegri stofnun. Við eigum svo fátt svona „ekta“ og ósvikið, að það verður að varðveita. Það er sárt að finna neikvætt viðhorf ráðamanna gagn- vart læknastéttinni, fólkinu sem vinnur dag og nótt að því að hjálpa sjúkum til betri heilsu. Og það er líka sárt að vita, að þeir skuli þurfa að nota sinn dýrmæta tíma til að veija „málstaðinn“. Ég gæti skrif- að langa grein um þetta mál, kannski þegar of langt, en Morg- unblaðið vill ekki langar greinar og það er skynsamlegt. Áhugafólk um byggingu tónlistarhúss Þetta var dálítill útúrdúr, mál sem lá mér á hjarta, en snúum aftur að því atriði, sem vonandi var eintóm misheyrn, sem sé að þeir sem ráða landinu geti ekki farið að hugsa um hús fyrir tónlist- ina fyrr en á næstu öld. Sem betur fer eigum við stóran hóp af áhuga- sömu fólki, sem hefir hugsað lengi og unnið margs konar undirbún- ingsvinnu, svo að takast megi að reisa tónlistarhús í höfuðborginni, alvöru tónlistarhús, en til þess þarf að sjálfsögðu mikið fjármagn. Það getur vel verið, að við höfum ekki efni á því núna, en ekki er að sjá, að það veíjist fyrir snillingunum okkar að láta hundruðir milljóna í handboltahallir út um allar koppa- grundir, en um tónlistarhús má ekki hugsa fyrr en á næstu öld. Eitthvað hljómar þetta illa allt saman. Rétt er að fram komi, að greinarhöfundur gleðst yfir íþróttaáhuganum og fagnar því, að vel er búið að sportinu. En tón- listarhús má ekki lengur vera horn- reka. Tónlistin þarf sérhannað hús til eigin þarfa þar sem hugsað er fyrir sérþörfum listgreinarinnar frá upphafi, alveg á sama hátt og leikhús og myndlistarhús. Vel má hugsa sér að nota íþróttamannvirki fyrir skallarokk, popp og raf- magnshávaðann, sem oft og tíðum tryllir unglingana, svo að við ekk- ert ræðst. Kunningi minn sagði um daginn, að það væri móðgandi við alþýðu manna að nefna þetta alþýðutónlist, þá yrði a.m.k. að skilgreina orðið alþýða uppá nýtt. Um þetta má lengi ræða, en verð- ur ekki gert hér. Hvar er konserthúsið? Fólk sem kemur til höfuðborgar íslands og hefir haft fréttir af miklum þrótti í tónlistarlífinu spyr stundum: Hvar er konserthúsið? Flestum vefst tunga um tönn, en sumir nefna Gamla bíó, þótt sin- fóníuhljómsveitin okkar komist þar með engu móti fyrir. Tónlistin er út um allt, í bíóum, kirkjum, söfn- úm o.s.frv. og vel má nota marga slíka staði fyrir flutning á kammer- tónlist, söng og fyrir einleikstón- Hér má sjá hið glæsilega lieimili sinfóníuhljómsveitarinnar í San Francisco, sem vígt var í sept. 1980, í daglegu tali nefnt David Hall. Hagstætt verð - leitið upplýsinga. VÉLASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 MORSE CONTROL Stjórntæki fyrir vélar og gíra, spil o.fl. Mikið úrval fyrirliggjandi. Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Stýrisvélar og stýri fyrir allar vélategundir og bátagerðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.