Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 39
Reynir gat verið hvassyrtur ef honum þótti eitthvað miður en undir niðri sló mjög hlýtt hjarta og vildi hann hvers manns vanda leysa. í Hvammi átti hann sín æskuspor og er hann óx úr grasi naut hann þess að rækta og yrkja jörðina og byggja og búa í haginn fyrir sig. En hann var ekki einn í störfum. Hann kvæntist 1953 mikilli ágætis konu, Salome Jónsdóttur, frá Akri í Torfalækjarhreppi og voru þau ein- staklega samrýnd og hafa þau haid- ið hinum forna myndarskap í Hvammi á lofti. Veit ég, að ég mæli fyrír munn sveitunganna, er við þökkum allar samverustundir á heimili 'Lóu og Reynis. - Eitt veit ég að unglingar sem dvöldu sumarlangt í Hvammi hafa sýnt mjög mikla tryggð við heimiiið og þau hjón er þeir uxu úr grasi og segir það meira en mörg orð. Þeim hjónum varð 2ja dætra auð- ið. Þær eru Theodóra hjúkrunarfræð- ingur, en hennar maður er Grímur Jónasson verkfræðingur, og Valgerð- ur gift Gísla Úlfarssyni og starfa þau bæði við verslun. Eiga þau eina dótt- ur, Söru Lind, sem var augasteinn afa síns. Reynir í Hvammi var gæfumaður, hann átti góða konu og góð börn og samheldna fjölskyldu, naut hann sín hvergi betur en í faðmi hennar, enda var hann mikill fjölskyldufaðir. Hann valdi sér lífsstarf sem hann naut að vinna við. Er kemur að leið- arlokum kemur fram söknuður við sviþlegt fráfall Reynis en jafnframt er gleði yfir að hafa kynnst jafn já- kvæðum og tryggum vin sem hann var. Oft var glatt yfir spilaborði þar sem Reynir var, en hann var úrvals- spilamaður bæði í lomber og brids. Reynir sat í hreppsnefnd Ashrepps um árabil og einnig í sóknarnefnd Undirfellskirkju og var hann mikill áhugamaður um að gerðar voru end- urbætur á kirkjunni og umhverfi hennar nú síðustu ár. Reynir var jarðsettur frá Undir- ég ekki látið hjá líða að minnast á. Undir hijúfu yfirborðinu leyndist hlýja sem hann ekki gjarnan flíkaði. Svo lengi sem ég man eftir honum sá ég hann ávallt til að gefa smáfugl- unum þegar veturinn færðist yfir. Hann sópaði snjóinn gaumgæfilega af grasblettinum og sá til þess að gefa þeim reglulega. í byijun þessa árs kenndi Elli fyrst þess sjúkdóms er síðar dró hann tii dauða. Að þurfa að sætta sig við að vera ekki lengur „með“ var hon- um erfitt. Reyndi á allan hátt að láta sem ekkert væri, og gera ekki of mikið úr hlutunum. En svo bregð- ast krosstré sem önnur, og öll verð- um við að taka kallinu er það kem- ur. En ég er sannfærður um að Elli var vel undirbúinn. Ahugamál hans alla tíð voru dulræn fyrirbrigði, spurningin um líf eftir þetta líf og andlegar bollaleggingar, þótt ekki flíkaði hann þessu við Pétur og Pál. Eg þakka EÍla fyrir samveruna og þakka fyrir þann stuðning sem hann hefur veitt mér og mínum á erfiðum stundum í lífinu. Ilse mín. Guð gefi þér styrk í sorg þinni og barnanna. Gunnar Elíson Bílalyftur 2ja og 4ia pósta Hagstætt verð ESSO Olíufélagið hf 681100 - i .. MORGUNBLABIÐ ÞRIÐJUÐAGUR- 28. NOVEMBER 1989 39 fellskirkju 11. nóvember að viðstöddu miklu íjölmenni. Við, ijölskyldan á Hnjúki, þökkum Reyni fyrir vináttu og tryggð og vottum eiginkonu, dætrum, aldraðri móður svo og ijölskyldunni allri okk- ar dýpstu samúð. Far þú i friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Magnús Sigurðsson Hlutabréf - bein hlutdeild í verðmætasköpun þjóðarbúsins Hlutabréf - 37,74% af kaupverði getur fengist endurgreitt frá skattinum Endurgreiðsla frá skattinum eykur ávöxtun hlutabréfa enn frekar. Samkvæmt lögum er heimilt að draga kaupverð hlutabréfa frá tekju- skatts- og útsvarsstofni npp að \issu marki. Aðeins er þó um að ræða hlutabréf í hlutafélögum sem hlotið hafa samþykki ríkisskattstjóra. Einstaklingur sem nýtir sér þessa heimild sína til fulls og kaupir hluta- bréf fyrir 85-90.000 krónur getur fengið endurgreiddar um 32-34 þúsund krónur frá skattinum í ágúst á næsta ári. Hjón geta fengið allt að 64-68 þúsund krónur endurgreiddar. Hlutabréf eru einnig eignarskatts- frjáls upp að vissu marki. Erlendis þykir sjálfsagt mál að eiga hluta sparifjárins í hlutabréfum. Reynslan þar hefur sýnt að þegar til lengri tíma er litið gefa hlutabréf mun betri ávöxtun en skuldabréf. Hins vegar má búast við meiri sveifl- um í ávöxtun hlutabréfa þegar til skemmri tíma er litið. Þó að hluta- bréfamarkaður hafi ekki starfað lengi hérlendis virðist allt benda til þess að það sama gildi hér. Hlutabréf henta þannig vel til langtímaávöxtunar en fela í sér nokkra áhættu dl skemmri tíma. VIB Með því að blanda saman hluta- bréfa- og skuldabréfaeign má þannig slá tvær flugur í einu höggi - njóta góðrar ávöxtunar hlutabréfa en jafn- framt öryggis góðra skuldabréfa. Nú líður að áramótum og þeim tíma árs sem eftirspurnin er mest. Reynsla síðustu ára hefur einnig sýnt að þetta er sá tími þegar verð hlutabréfa hækkar hvað mest. Hringdu eða komdu við í afgreiðsl- um HMARKS hjá VIB í Ármúla 7 eða á Skólavörðustíg 12. Ráðgjafar HMARKS geta gefíð þér allar nánari upplýsingar um kosti hlutabréfa. VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30 HMARK-afgreiösla, Skólavörðustíg 12, Reykjavík. Sími 21 677.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.